Íslendingur


Íslendingur - 06.01.1925, Síða 1

Íslendingur - 06.01.1925, Síða 1
Ragnar eða Halldór? Kjósandi góður! Hvað myndirðu gera, ef þú ættir umsvifamikið bú og þyrftir á ráðsmanni að halda og umsækjendurnir um stöðuna væru þeir Ragnar Ólafsson og Halldór Friðjónsson? Hverjum þeirra myndirðu treysta betur í ráðs- mannsstöðuna? Og myndirðu þá ekki velja þann manninn í hana? Eins og þú myndir velja fyrir sjálfan þig, áttu að velja fyrir bæjarfélagið við kosningarnar í dag. AKUREYRAR BIO I Miðvikudagskvöldið: MARK ZOROS, 6 þátta kvikmynd. Aðalhlutverkið leikur snillingurinn Douglas Fairbanks. Húsið opnað kl. 8. — Byrjað kl. 8^/2. Dálítill mann- jöfnuður. Pað er enganveginn ófróðlegf, að gera dálítinn samanburð á efstu mönnum þeirra listanna, sem • eru skörpustu andstæðumar — þeim Ragnari Ólafssyni og Halldóri Frið- jónssyni, því að af honum má nokk- uð ráða, hvor þeirra hafi og hvor þeirra muni duga þessu bæjarfélagi betur, en einmitt á það verða kjós- endurnir að líta, vilji þeir bæði sjálf- um sér og bæjarféiaginu í heild sinni vel. Ragnar Ólafsson fór ungur úr föðurgarði með tvær hendur tómar ’og hafði ekki til menta ve'rið settur. En einbeittur vilji á að komast á- fram í heiminum var veganestið. Af eigin ramleik aflaði hann sér mentunar, sérstaklega verzlunar- og fjármálaþekkingar, og varð svo að sér í þeim greinum, að fáir standa honum á sporði hér urn slóðir. Með dugnaði og atorku tókst honum smátt og smátt að ná því takinarki, sem hann hafði sett sér, unz að hann er kominn svo langt, að vera talinn einhver mesti fésýslumaður— ekki aðeins þessa bæjarfélags, held- ur alls Norðurlands.* — Og R. Ó. hefir komið víða við, dugnaður hans verið lífgjaíi mörgu því, sem lá við falli og nú stendur að nýju með blóma, má þar til nefna Klæða- verksmiðjuna »Gefjun«, sem hanil tvímælalaust á mestan og beztan þáttinn í að bjarga úr kröggunum, sein hún var komin í, og koma henni í það fyrirmyndar-ástand, sem hún nú er í. Síðan hann komst í bæjarstjórn Ak. hefir hann sérstak- lega látið sér ant um fjármál bæjar- ins og mun eiga drýgstan þáttinn í því, liversu farsællega að bærinn komst yfir fjárkrepputímana og hversu vel hánn er stæður nú, í hluffalli við aðra kaupstaði lands- ins. Hann hefir útvegað bænum lán á mestu peningakrepputímun- um með langtum betri kjörum en bæði bankarnir íslenzku og íslenzka ríkið gátu náð fyrir lántökur sínar, um sama leyti. Og yfirhöfuð má segja um R. Ó., að hann hafi verið sá bæjarfullfrúinn, sem umsvifamest- ur hafi verið í bæjarsfjórninni hin síðari árin og jafnframt maðurinn, sem reynst hefir bæjarbúinu helzta hjálparhellan hvenær sem á hefir reynt. Hann hefir hvervefna sýnt sig — bæði í einka og opinberri starfsemi — sem afburða atorku- mann og góðan dreng, og þeir verða ekki margir, sem leika lífs- feril R. Ó. eflir honum — þvílangt er sporið úr fátæka unglingspiltin- um R. Ó., sem fór tómhentur úr föðurgarði fyiir næstum 40 árum síðan og í R. Ó. eins og kringum- stæðum nans er háttað í dag. Um Halldór Friðjónsson er líkt að segja og R. Ó., að ekki mun auðurinn hafa fylgt honum úr föð- urgarði. Með tilstyrk ættmenna sinna mun hann þó .hafa fengið sæmilega undirstöðumentun, fyrst við Ólafsdalsskóla og síðan við Gagnfræðaskólann hér. Frá þeirri skólaveru mun heimili hans aðallega hafa verið hér á Akureyri, eða um 20 ár. Hvað hefir H. F. afrekað fyrir sjálfan sig eða bæjarfélagið á þeim tíma? Hvar hefir atorka hans og dugnaður sýnt sig? Það eina, sem er áberandi, er það, að hann hafi litið jaá menn öfundaraugum, sem tekist hefir að komast áfram í veröldinni betur en honum sjálfum — og reynt með öllu móti að hafa niður af þeim skóinn og gera þá tortryggilega í augum fjöldans. Flann hefir reynt að naga sundur þær rætur, sem þjóðfélag vort bygg- ist á og vakið glundroða og sundr- ung hvar sem hanh hefir nærri komið. Fjármálaviti er hann ger- sneyddur, og þó hann sé búfræð- ingur, þá munu víst fáir búskussar meiri i þessum bæ en hann. En maðurinn er óheimskur og hefir sennilega hugsjónaauð nokkurn, þó aðfenginn sé. En þær hugsjónir eru eins fjarlægar hinu praktiska lífi og tunglið er sólinni, og rnenn af því taginu eiga síztir allra erindi í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar. En hvað finst kjósendunum? «9 Kosninga- molar. Bolsar. Halldór Friðjónsson og Elísabet Eiríksdóttir eru bæði meðlimir í Kommúnistafélaginu hér í bænum, bæði bolsar. Verði þau kosin í bæjarstjórnina, munu þau gera sitt ítrasta til þess, að gera bæjarbúið að tilraunastöð fyrir hugsjónir og kenningar þeirra erlendu byltinga- manna, er mesta ógæfu hafa leitt yfir þjóðirnar. Dæmin eru deginum ljósari og til þess eru vítin að var- ast þau. Dómuv jafnaðarmannsins. HjalmarBranting.stjórnarfonuaður Svíþjóðár og' helzti jafnaðarmanna- foringinn, sem uppi er á Norður- löndum, sagði nýlega í ræðu, að kommúnistarnir — bolsarnir — væru eiturnöðrur á þjóðfélagslíkamanum. — Ætla Akureyrarkjósendur að hleypa þeim inn í bæjarstjórnina í dag? Sólskinsbletturinn. ísafjörður er sólskinsblettur kom- múnistanna íslenzku. Peir hafa verið þar við völd í nokkur ár og verið kenningum sínum trúir í ýmsu. — Og hver hefir svo árangurinn orð- ið? Bærinn* sem var vel stæður, er þeir komust til valda, er nú í botnlausum skuldum, eignir hans allar og tekjur lians að mikiu leyti veðsettar fyrir skuldunum, og út- svörin, sem skattgreiðendurnir verða að borga, eru langsamlega þau hæstu á öllu landinu. T. d. eru út- svörin, sein lægstu gjaldendurnir, verkamenn og vinnukonur, þurfa að gjalda, þrisvar sinnum hærri upp og ofan en hér er venjan. Regar skatt- greiðendur Akureyrarkaupstaðar greiða rúm 100 þús. kr. í aukaút- svör, verða skattgreiðendur ísafjarð- ar, sem þó eru talsvert færri, að greiða rúm 300 þúsund krónur. Ætli að svipað myndi ekki verða uppi á teningnum hér, ef bolsarnir næðu völdum í bæjarstjórninni? Vilja kjósendur bæjarins steypa hon- um í sama foraðið og ísafjörður er kominn í? Isafjarðarkosningin. Bolsarnir hér á staðnum eru mjög hreyknir yfir því, að skoðana- bræður þeirra hafa nýlega sigr- að við bæjarstjórnarkosningarn- ar á ísafirði, fengu tvo kosna af þreniur. Á tímum neyðarinnar er brauðveitandinn oftast sigursæll, og eins og nú er komið á ísafirði, er bæjarstjórnin þar — bolsarnir - helztu atvinnuveitendurnir. Hún hefir með óstjórn sinni og álögum lamað svo aðra atvinnurekendur að flestir þeirra hafa því sem nær lagt árar í bát. Alþýðufólk á Akureyri! Forðið bænum ykkar frá að komast í sömu ógöngurnar og ísfirð. eru komnirí. Kjósið C-listann! 00 Enn um bókasafnið. í 1. tölubl. D gs segir bókavörður Amtbókassfnsins á Akureyri það ósatt, að útiánsieglur safnsins Hafi verið b otnar. því vil eg svara með nokkr- um athugasemduni. 1. Titilmiðar a'ttu að fylgja hverri bók, og lántakandi að rita nafn sitt á hann og skílja hann eftir sem kVitt- un. í vetur var vanrækt að nota þessa miða. í fyrstu, meðan þeir voru notaðir, vantaði mjög víða á þá áitöl og mánaðardaga, þegar bók- untim var skilað eða þær lánaðar. 2 Viðskiflaskrá átti að r ta fyrir hvern lántakatida, þar sem innfærðar væru þær bækur, er hann fengi að láni, og mánaðardagar, þegar bækur væru lánaðar og skilað aftur. Van- rækt hefir verið að fullnægja þessu. 3. Á kvitlanamiða fyrir bókum var Bliofl ekki hægt að sjá, hvaða bæk- ur höfðu verið lánaðar, sumstaðar vantaði bókaheiUn . alveg, aðeins sett tala bóka, sem lántakandi hafði fengið. 4. Bókaverði var fyrirsett að hleypa mönnum ekki inn i aðalbókasafnið við útlán; þetta kannast hann við að hafa vikið frá, þykist bókavörður þar íylgja amerískum reglum en gleynrir því, að vér mfndarmenn alls eigi vildum taka þessar regl- ur upp hér, af ótta við að röðin myndi ruglast á bókunum, og dýr- mætar bækur f safninu ef til vill glatast.— En vér höfum farið milli- veg, þar semhejll hópuV af ágætum fræðibókum, tímaritum, íslendinga- sögur og fl. er í opnum hillum á les-tratsal safnsins, er bókanotendur geti blaðað í eítir vild, þegar lestr- arsalutinn er opinn. Retta, sem hér er vikið að, er þungamiðjan í útlánsreglunum, og það er ekki á neins manns færi að halda safninu í fullri reglu, nema þeim sé ræk lega fylgt. Ak. 6. jan. 1925. Quðin. G. Bdrðarson.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.