Íslendingur


Íslendingur - 09.01.1925, Síða 1

Íslendingur - 09.01.1925, Síða 1
XI. árgangur. Akureyri, 9. janúar 1925. 3. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöldið: kl. 8V, D°UgiaS Fairbanks 1 Sunnudagskvöldið: kl. 5 Mark Zorros Pessi tími valinn svo ekki komi í bága við álfadansinn um kvöldið. Miðvikudagskvöldið kl. 8l/i SKIPBROTIÐ afarspennandi mynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkin leika systurnar Norma og Nathalie Talmagde. Kosningar. Akureyri, ísafjörðurog Siglu- fjörður kjósa bæjarfulltrúa. Kosningarnar hér á Akureyri féllu þannig, að A-lisfinn (milliflokka- menn) fékk 233 atkvæði og kom engum að, B-listinn (jafnaðarmenn og kommúnistar) 306 atkvæði og kom einum fulltrúa að og C-listinn (íhaldsmenn) 516 atkvæði og kom tveimur mönnum að. Alls greiddu 1117 kjósendur atkvæði af rúmum 1400, sem á kjörskrá eru,. og má það kallast ágætlega sótt, enda var veður hið ákjósanlegasta. Ógild reyndust 60 atkvæði. Kosningu hlutu: Ragnar Ólafsson (C) með 504 atkv. Sig. Ein. Hlíðar (C) — 350 - Halld. Friðjónss. (B) — 305 — Hlutföllin milli flokkanna í bæj- arstjórninni haldast óbreytt, því þó að bæjarfulltrúi sá, er nú hverfur úr bæjarstjórninni, Porsteinn Porsteins- son, og H. F. kemur í staðinn fyrir, væri ekki jafnaðarmaður, þá var hann í samvinnubandalagi við þá í bæjarstjórninni og kosinn í bæjar- stjórnina í samvinnu við þá. ísiendingur hefir fulla ásfæðu til þess að vera ánægður með úrslit kosninganna. Sigur C-listans er eins glæsilegur og frekast var að vænta: tveir fulltrúar af þremur, er velja átti, og atkvæðamagn ámófa mikið og beggja hinna listanna til samansr betra gat það namnast verið frá sjónarhól C-lista-manna séð. Raunar hefði ísl. frekar kosið, að sjá efsta mann A-listans verða þriðja fulltrúann en þann manninn, er hnossið hrepti, en um það skal ei fárast. H. F. og flokkur hans er hvort sem er svo fáliðaður í bæj- arstjórninni, að af honum getur lítil hætta stafáð, þó viljinn kunni að vaða uppi annað veifið. Annars vill ísl. ekki spá H. F. hrakspám sem bæjarfulltrúa, heldur óskar honum þvert á móti góðs gengis og að úr honum megi enn rætast, svo að hann geti orðið góður og nýtur bæjar- fulltrúi. Flokkaskiftingin í bæjarstjórninni er þannig, að í »borgaraflokknuni«, sem svo er kallaður, eru: Steingrím- ur Jónsson bæjarfógeti, Ragnar Ól- afsson, Jakob Karlsson, Sig. Ein. Hlíðar, Kristján Árnason, Óskar Sig- urgeirsson og — nokkurskonar sam- vinnubandalagi — Sveinn Sigurjóns- son, seni tilheyrir hinum hægri arrni Verkamannafélagsins. í jafnaðar- mannaflokknum: Erlingur Friðjóns- son, Halldór Friðjónsson, Hallgrím- ur Jónsson og í samvinnubandalagi Ingimar Eydal. Hlutföllin eru þá 7 á móti 4. Bæjarstjórnin verður ekki gróðr- arstöð fyrir byltingatilraunir meðan hún er þannig skipuð. Á fsafirði voru kosnír á laugar- daginn var þrír fulltrúar sem hér. Um tvo lista var að velja; var ann- ar frá jafnaðarmönnum, hinn frá íhaldsflokknuni. Fékk listi jafnað- armanna 417 atkvæði ogkom tveim- ur mönnum að: Viimundi Jónssyni lækni og Eiríki Einarssyni skipstjóra. Listi íhaldsmanna fékk 212 atkvæði og kom að Stefáni Sigurðssyni verzl- unarmanni frá Vigur. Hlutföl! hin söinu og áður. Bæjarstjórn ísafjarðar er nú skip- uð 6 jafnaðarmönnum eða komniún- istum og 3 íhaldsmönnum. Siglfiiðingar gera Iftið með flokks- liti í bæjarstjórnarkosningum. Hjá þeim má sjá á sama Iistanum »rauð- an bolsa« við hliðina á].»brodd- borgara« og »auðvaldsþjón« og fer vel á þeirri samreið. Það er um leigusamninga á bryggjum og lóð- um og þesskonar hagsmunamál, sem skifta Siglfirðingum í flokka við bæjarstjórnarkosningar. Venjulega hefir áhuginn verið glæddur áður með nokkrum borgarafundum, því þeir eru helzta skemtun og yndi Siglfirðinga, og eru þessir fundir haldnir venjulegast í h/ert sinn, sem bæjarstjórnin hefir tekið einhverja ákvörðun, því altaf eru einhverjir óánægðir með ákvörðunina og þá boða þeir auðvitað strax til borg- arafundar til þess að mótmæla. Skift- ast menn þá í tvo flokka, með og móti bæjarstjórninni, og þegar svo kemur til kosninga, þá eru listarnir venjulegast tveir; standa að öðrurn fylgjendur bæjarstjórnarinnar, en að hinum andstæðingar hennar, og fer venjulegast svo, að andstæðingarnir verða hlutskarpari, þvf að kjósend- urnir trúa þeim venjulega betur, sem koma moldviðrinu af stað. Á miðvikudaginn fóru fram kosri- ingar og snerust þær aðallega um leigusamninga, sem bæjarstjórnin hafði gert. Prjá menn skyldi kjósa og listarnir voru tveir: A-Iisti, eða andstöðulisti, og voru á honum Guðni. Skarphéðinsson skólastjóri, Jón Guðmundsson verzl- unarstjóri og Sig. J. Fanndal kaup- maður. — B-listi, eða bæjarsfjórn- arlisti: Hinrik Thorarensen læknir, Þorsteinn Pétursson kaupm. og Skafti Stefánsson frá Nöf. Fóru svo leikar, að A-listinn fékk helni- ingi fleiri atkvæði en B-listinn. Kosningu hlutu: Guðm. Skarphéðinss. með 272 atkv. Jón Guðmundsson —- 143 — Hinrik Thorarensen — 137 — Ekki hefir frézt, hvenær Siglfirð- ingar ætla að halda borgarafund næst. oo Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 27,75 Dollar . . . . - 5,83 Svensk króna . . - 156 88 Norsk króna . . - 88,85 Dönsk króna . . - 103,31 <§><§> Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) Rvík 6. jan. Öflug andstaða er risin upp gegn fascistum og Mussolini-stjórninni um gervalla Ítalíu, og hefir andstað- an magnast mjög við það, að fyr- verandi forstjóri fréttastofu stjórn- arinnar, Rossi, er bendlaður hefir verið við morðið á jafnaðarmanna- foringjanum AAatteotti, hefir skrifað greinar í blaðið »Ilmondo« og stað- hæft í þeim, að öll ofbeldisverk fascista hafi verið og séu gerð sam- kvæmt fyrirskipunum frá Mussolini sjálfum. »Ilmondo« og önnur helztu blöðin, sem gert hafa árásir á Mussolini, hefir hann nú bannað út- komu. Frá París er símað, að óá- nægju-æsingin meðal ítala sé að ná hámarki, óeirðir brotist út víða og í borginni Florenz hafi fascistar algerlega farið halloka og séu gugn- aðir. Á Norður-Ítalíu eru fascistar nú sem óðast að safna liði og ætla að láta hart mæta hörðu og því búist við blóðugri borgarastyrjöld. Á Eistlandi hafa 135 kommúnist- ar verið handteknir fyrir þátttöku í uppreistinni í vetur. Uppreist hefir brotist út í Alban- íu, sprottin af innanlandsdeilum. Uppreistarmenn hafa tekið höfuð- borgina herskildi og stjórnin hefir flúið. Hafði hún aðeins setið stutta stund við völd og náð þeim með uppreist. Flóð valda miklurn skemdum víða í Norður-Evrópu og einnig á bökk- um Thames-árinnar á Englandi. Alt flóir í vatni í sumum útborgum Lundúna. Frá Berlín er síinað, að allar sam- komulagstilraunir um stjórnarmynd- un hafi reynst árangurslausar. Frá Osló — höfuðborg Noregs — er símað, að stjórnin hafi látið höfða mál gegn þremur kommún- istum fyrir landráð, er hafi falist í áskorun til kjósenda við síðustu kosningar um að kollvarpa núver- andi þjóðskipulagi. — Þrjú skip hafa strandað við Noregsstrendur. Eimskipafélag íslands hefir náð hagkvæmum samninguin við erlend eimskipafélög um áframhaldandi flutningagjöld. Nú er hægt að fá vörur frá Ameríku og Þýzkalandi hingað og senda fisk til Spánar, Portúgals og ítalfu með skipum fé- lagsins. Ennfremur samskonarsamn- ingur ger við Canadian-Pacific — járnbrauta- og gufuskipafélagið kana- diska — um farþegaflutning milli íslands og Ameríku. Forsætisráðherrann siglir ekki að þessu sinni með stjórnarfrumvörpin á konungsfund. Sendiherrafulltrú- anum í Höfn falið að leggja þau fyrir konung. Fjármálaráðherra telur sennilegt, að í ár verði höggvið 20 miljóna skarð í 60 milj. króna skuld lands- ins við útlönd. Hefir Morgunblaðið flutt ítarlegt viðtal við hann um fjár- hagshorfurnar, þar sem segir, að þær fari stöðugt batnandi, og þessi ágizkun er gerð. Jón Skúlason Thoroddsen cand. jur. nýlátinn af slysförum í Kaup- mannahöfn. Mesti efnismaður. Við áramótaguðsþjónustu Fríkirkj- unnar var skotið saman til fsfirzku ekknanna 1890 krónum við messu séra Árna Sigurðssonar og 839 krónurn við messu Haraldar pró- fessors Níelssonar. Við jólaguðs- þjónustur dómkirkjunnar söfnuðust 1400 krónur. Mikil ofviðri og hafrót urðu á Suðurnesjum fyrir helgina. í Njarð- víkum brotnuðu bátar og bryggjur. »ísland í lifandi niyndum« er sex langra þátta kvikniynd, sem Loftur Guðmundsson hefir tekið og látið fullgera til sýningar. Þykir hún ágæt og vekur vafalaust mikla eftirtekt á landinu erlendis. Rvík 9. jan. Mussolini heldur þrumandi ræðu í þinginu og vísar öllum ákærum á bug. Kveður þær sprotnar af ill- girni, lygi og valdafýkn. Kvaðst taka á sig pólitis.ka, siðferðislega og sögulega ábyrgð gerða sinna. Krafðist vinnunæðis; innan 48 tíma yrði að vera komin ró í landinu. Hann hefir fyrirskipað, að járnbraut- arherdeildirnar vígbyggjust tafarlaust og gert ýmsar aðrar ráðstafanir til þess að bæla niður allan mótþróa nieð harðri hendi. Grunsamlegir landsmálafundir bannaðir og öll blöð gerð upptæk, sem sýnt hafa

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.