Íslendingur


Íslendingur - 16.01.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.01.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Strandgata 29. XI. árgarigur. Berklavarnir. NQ samiök. Árið 1906, þann 13. nóv., var stofnað hið svonefnda »Heilsuhæl- isfélag« hér á landi, með aðalbæki- stöð í Reykjavík og deildum víðs- vegar um landið. Helzta markmið þess var, að koma upp heilsuhæli fyrir berklaveika. Og á skömmum tíma náðist fyrsta takmarkið, að koma upp veglegu heilsuhæli — á Vífilsstöðum. Er þessu markmiði var náð, tór strax að dofna yfir félaginu, því að máttarstólpum þess fyrir sunnan mun hafa fundist, sem dtt myndarlegt heilsuhæli mundi duga þjóðinni. Starfsemi félagsins næstu árin á efíir var aðallega í því fólgin, að styðja fátæka berkla- veika sjúklinga í hælinu eða á sjúkra- húsum, en eftir að berklavarnalög- gjöfin kom í gildi, þótti þess ekki þurfa lengur með og félagið Iagð- ist í dvala. Nú fyrir skömmu hefir það verið endurvakið og fengið nýtt nafn: »Berk/avarnafélag /s/ands«. í stjórn þess eru: Sæmundur Bjarnhéðins- son prófessor, Eggert Ciaessen bankastjóri, Knud Zimsen borgar- stjóri, Magnús Pétursson bæjarlæknir og Haraldur Árnason kaupmaður. Hefir stjórnin nýlega sent út um land ávarp, þar sem menn eru hvattir ti! að stofna deildir viðsveg- ar um landið og bent á þær þarfir, sem »knýjandi nauðsyn kallar eftir að bætt verði úr, fyrst að einhverju leyti og síðan smám sanian eftir því, sem orka félagsins vex«. Allar deildir »Hei!suhælisfélags- ins«, sem nú eru við líði, teljast deildir »Berk!avarnaféIagsins« og greiða þær eftirleiðis til félagsins 25 aura á ári fyrir hvern félaga sinn. Ennfremur getur hvert það félag, sem eingöngu eða að einhverju leyti vinnur að berklavörnum, geng- ið inn í »Berklavarnafélagið« gegn því, að greiða 25 aura á ári fyrir hvern félaga sinn. Æfifélagar geta menn orðið í »Berklavarnafélaginu« gegn að minsta kosti 100 kr. til- lagi í eitt skifti fyrir öll. Þeir, sem .voru æfifélagar »Heilsuhælisfélags- ins«,eru reglulegir æfifélagar »Berkla- varnafélagsins«. í ávarpi sínu telur félagsstjórnin markmið félagsins, að bæta sem fyrst úr eftirtöldum þörfum, sem hún telur þær mest knýjandi fyrir þjóðina: »1. Oss vantar heimili fyrir heil- brigð, börn, frá heimilum berkla- veikra mæðra eða annara sjúklinga. Pað verður aldrei hjá því komist, að eitthvað af smitandi sjúklingum dvelji í heimahúsum, hversu vel sem séð verður fyrir vistum handa berkla- veikum sjúklingum, hvað þá heldur eins og' nú er ástatt. Pað getur því oft verið bein lífsnauðsyn, að taka börn af slíkum heimilum, en venjulega mjög erfitt og oft ómögu- Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 16. janúar 1925. 4. tölubl. AKUREYRARBIO § Laugardagskvöldið: kl. 81/* É Sunnudagskvöldið: kl. 8^/2 i \ I LJ I UllvJi —m Sunnudagskvöldið kl. 5 Mark Zorros. I Miðvikudagskvöldið kl. 8^/2 GILDEAI 6 þátta mynd afarspennandi, frá Alaska. Aðalhlutverkið leikur hinn frægi leikari LEWIS S. STONE. Alaskamyndir eru óviðjafnanlegar. legt, að koma þesskonar börnum fyrir á heiinilum einstakra manna. Ef til væru sérstök barnaheimili, þá er ekki of djúpt tekið í árinni, þó sagt sé, að þau myndu áreiðanlega bjarga nokkrum barnslífum á ári hverju. 2. Oss vantar sumathæli fyrir kirtlaveik börn. Fjöldi barna hefir berklaveiki á því byrjunarstigi, sem nefnt er kirtlaveiki. Pótt venjulega sé ekki beint hægt að telja þessi börn meðal sjúklinga, þá má búast við, að veikin magnist oft og breyt- ist svo, að þau síðar verði sjúkl- ingar, ef ekki er reynt að taka fyrir kverkar veikinnar þegar í stað. Nokkrir mánuðir á »sumaihæli« geta forðað frá margra ára vinnu- tjóni á fullorðinsárunum eða jafn- vel frá bana. Pær tvenskonar stofnanir, sem nú voru nefndar, eru að vísu eink- um uauðsynlegar í þeirri mynd fyrir. hina stærri kaupstaði vora, en samt sem áður er mjög mikil jaörf fyrir, að ýmislegt sé gert í sveitunum fyrir börnin og til þess að vernda þörniri. 3. Oss vantar mjög tilfinnanlega sjúkraheimili fyrir berklaveika sjúkl- inga, sem ekki þurfa að dvelja í heilsuhæli eða sjúkrahúsi, en verða nú að vera þar og tefja fyrir, að aðrir komist á hæli, sem nauðsyn- lega þurfa að komast þangað. Sjúkl- ingarnir bíða nú svo tugum skiftir, oft mánuðum saman, eftir að fá íúm í heilsuhæli eða sjúkrahúsi. Spillir þetta oft bata þeirra og bata- von og er þá ekki of fast að kveðið. En þó getur jDað verið allra verst, að þetta stofnar heiíbrigðum í hættu, sýkir þá vegna þess, að ekki er í íæka tíð unt að forða þeim undan smitunarhættunni. 4. Oss vantar hjá/parstöðvar fyrir berklaveika í kaupstaðina og hjúkr- unarkonur í sveiiirnar. — Stærri eða smærri svæði þurfa að hafa hjúkrunarkonur. Þær eiga að hafa nteð höndum ýmiskonar líknarstarf- semi, leiðbeina fólki og aðstoða einkum þar, sent berklaveiki er á heimilum. Pær eiga að leita að fólki, sent grunur gæti leikið á að heíði berldaveiki, og fá það til að leita til læknis í tíma til úrskurðar eða annara ráðstafana. En það er altítt, að fólk skeytir ekki um lítils- háttar lasleika og leitar ef til vill ekki læknis fyr en það er orðið ófært til vinnu. Getur þá oft verið svo komið, að lítil von sé um bata og einnig hitt, að margt af börn- unum sé sýkt orðið af völdum eins sjúklings. Petta atriði, að koma fólki sem fyrst til læknisrannsóknar, er afarþýðingarmikið, svo unt sé að taka í taumana áður en stórtjón er orðið. — Þetta, sem nú er nefnt, er aðeins eitt atriði af því mikla gagni, sem hjúkrunarkona gæti unnið í sveitum, ef rétt væti með farið. 5. Mjög nauðsynlegt er á allan hátt, að fræða almenning um eðli og háttalag berklaveikinnar, því ef fólk hefir ekki fullan skilning á hvað um sé að vera, þá koma varnir og fyrirskipanir hvergi nærri að fullum notum. Margar leiðir má nota í þessu skyni og margar leiðir verð- ur að nota. Auk þessara atriða, sem nú hefir verið drepið á, vill félagið láta sig skifta fjölda annara mála, er að heil- brigði þjóðarinnar og sjúkdóms- vörnum lúta, en slíkt yrði oflangt hér upp að telja; má þó benda á aukin heilsuhæli, sjúkrahús, híbýla- bætur, þrifnað og líkamsmentun. Má nú nokkuð ráða af þessu, sem hér hefir verið sagt, hversu margháttaða starfsemi félag þetta vill reka til þjóðþrifn, en fjölda- margir fleiri vegir liggja að þvi marki, að hefta för berklaveikinuar og má segja, að alt, sem miðar til líkamsmenningar og heilbrigði al- mennings, og að allir þeir, sem vinna eða vilja vinna að slíku, vinni og að berklavörnum. Þeir menn eða þau félög, sem þannig er farið, eiga því ætíð á einti eður annati hátt samleið með oss og eiga að taka höndum saman við félag vort. Það var víða siður til forna, að kynda vita á fjöllum uppi, þegar ó- frið bar að landi, til þess að safna landslýð sem fyrst saman til vopna og varna. Hér ber að vísu engan nýjan óvin að landi, en hér í landi er óvinur, sem árlega ræður bana fjölda af bezta fólki þjóðarinnar, en gerir aðra að örkumla niönnum eða aumingjum. Það er því sannarlega ástæða til þess, að kynda vita til liðsöfnunar, og er nú sá fyrsti kyntur, og vænt- um' vér, að alstaðar vakni menn og konur til varna. Og fljótir mundu menn til liðssamdráttar, ef Tyrkir eða anriar lýður gerði hér árlega slíkt strandhögg, sem berklaveikin gerir. En því meiri ástæða er til liðssöfnunar, sem þessi óvinur er torsóttari en nokkur her. Nú komum vér til yðar í liðsbón. Beiðumst yðar liðsinnis í baráttunni gegn hinum skæðasta óvini æsku- lýðs fslands. Vér biðjum ekki um hjálp fyrir oss sjálfa. Vér biðjum yður um að- stoð ti/ þcss að bjarga barns/íjun- um úr klóm óvœttarins; til þess að efla starjsþrek þjóðarinnar; ti/ þess að a/a upp hrausta kynslóð í /and- inu og ti/ þess að rétta bágstödd- um sjúklingum hjá/parhönd og senda einstöku sólargeisla inn í /íf þeirra.« Um leið og íslendingur viður- kennir hinn lofsverða tilgang »Berklavarnafélagsins« og kann þeim mönnum þakkir, er blásið hafa lífi að nýju í samtök til að vinna á móti útbreiðslu berklaveik- innar hér á landi — verður hann að taka afstöðu til málanna, sem ekki er að öllu leytinu í samræmi við óskir og vilja félagsstjórnarinnar. Pað er kunnugra en frá þurfi að segja, að »Samband norðlenzkra kvenna« hefir nú í nokkur ár barist fyrir því, að koma upp heilsuhæli hér á Norðurlandi fyrir berklasjúkt fólk. Fjársöfnun hefir verið gerð í þessu augnamiði og mun nú hafa safnast um 100 þús. krónur. í ráði er, að heilsuhælið verði reist*hér í Eyjafirði, á stað, þar sem hægt er að nota heitar laugar til upphitun- ar og auðvelt að fá rafleiðslu með tiltölulega litlum kostnaði. Að hrinda þessu heilsuhælismáli áfram til full- komins sigurs hlýtur fyrst og fremst að vera markmið okkar Norðlend- inga. Og heilsuhælisins er brýn nauðsyn. Pví vitanlegt er það, að Heilsu- hælið á Vífilsstöðum er altaf fult og getur ekki tekið á móti helm- ingnum, sem þangað þurfa að fara, og að sjúkrahúsin, að minsta kosti Akureyrarspítali, eru einnig hálffull af berklaveiku fólki — sem þar ætti alls ekki að vera. Brýnasta þörfin, frá sjónarhól okk- ar Norðlendinga séð, er þvf á nýju heilsuhæ'i, og málið er nú komið á þann rekspöl, að það er aðeins herzlumunurinn — síðasta átakið, ef við erum samhentir — sem joarf til þess, að gera hugsjónina að veruleika. »Berklavarnafélagið« virðist ann- ars hugar, telur aðra nauðsyn stærri og meiri; augu Sunnlendingsins eru ekki glögg fyrir þörfum Norðlend- ingsins. Og þess vegna getum við ekki lagt því það lið, sem tilgang- ur þess verðskuldar, — ekki fyr en við höfum fgngið Hei/suhœli Norð- ur/ands.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.