Íslendingur


Íslendingur - 16.01.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 16.01.1925, Blaðsíða 3
fSLENDlNGUR 3 ^>-'>iiiiii-«><iiiiiip—'iiiii........................................ J BRÆÐURNIR ESPHOLIN J í útvegum: 'g k allskonar línuverk, manilla og annað tóverk, net | 1 o. s. frv., með mjög góðum kjörum frá beztu verksmiðj- j | um. Ættu kaupendur að leita tilboða okkar áður en þeir J | festa kaup annarstaðar. | .............................................«111111............. T i I k y n n i n g . Yfirmenn í slökkviliði Akureyrar eru þessir: Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Hafnarstræti 102. Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðiaugsson, Lundargötu 10. Flokksstjóri í innbænum: Pormóður Sveinsson, Hafnarstræti 35. Flokksforingjar: Tómas Björnsson, Hafnarstræti 71. ---- Gísli R. Magnússon, Strandgötu 15. ---- ^ón E. Sigurðsson, Strandgötu 45. —— Jón Einarsson, Hafnarstræti 100. ---- Aðalsteinn Jónatansson, Hafnarstræti 107 B. —— Stefán Ólafsson, Hafnarstræti 88. Brunaboðar: Rudolf L. Bruun, Hríseyjargötu 5. ---- Jóhann Sigvaldason, Hafnarstræti 96. —— Vigfús Sigurgeirsson, Spítalaveg 15. ---- Agnar Guðlaugsson, Aðalstræti 21. Menn ámintir um strax og elds verður vart, að tilkynna það tafarlaust símstöðinni og slökkviliðinu. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri, 15. jan. 1925. Eggert St Me/stað. Sími 115. eins og vér gerum á 20. öidinni og eins og menn hafa geit á öllum ö!d- um, en hugsunarháttur og aldarbragur var annar þá en nú, þess vegna er óhugsandi að galdratrú í sömu mynd og á 17. öld grípi huga nútíma-kyn slóðaa'nnar, og þaðan af síður galdra- ofsóknir og galdrabrennur. öllum þessum örðugleikum við leiksýningu þessa, hefir Leikfél. Ak. gert sér fulla grein fyrir. Sýnir það djarfhug þess að hafa eigi að síður ráðist í að sýna þenna stórfelda og til- þrifamikla leik. Mun félagið hafa afl- að sér leikkrafta þeirra hér í bæ, er beztu vonir má á reisa. Leikur mér mikil forvitni á að sjá hversu leikend- ur Ieysa hlutverk sín af hendi og hygg eg að svo muni mörgum öðrum farið, sem lesið hafa »Dóma«. Rað hefir verið fremur hljótt um leikrit þettta í biöðum vorum og tíma- ritum. Astæðurnar fyrir þeirri þögn veit eg ekki. Ef til vill er hún af því sprottin, að höfundurinn hafi ekki ver- ið sér úti um þá hluti, er ritdómar nefnast. Pó ber þess að geta, að í einu dagblaðinu í höfuðstaðnum birtist fyrir all-löngu langur og ítarlegur rit- dómur um leikinn, eflir síra Gunnar Benediktsson. Afþvíaðbúast má við því, að margir hér um slóðir viti lítil eða engin deili á leiknum, en ofan- nefndur ritdómur varpar Ijósi yfir hann og vekur til skilnings á honum, skulu hér birtir nokkrir kaflar úr ritdómin- um, rúmsins vegna verður miklu að sleppa. — Þar segir svo: »Það er »dómar guðs,« sem leikur- inn er látinn sýna, »hinir einu réttlátu í tilverur.ni,« Þeir »birtast gegnum kærleikanr.« og »lyfta manninum upp í iðrunina.« Sá, sem hlítir þeim dómi, er Ólafur Sigurðsson sýslumanns Skagfirðinga á galdraöldinni. — Hann er stórbokki og unir því illa, að hann fái ekki vilja Sínum framgengt og hirðir líit, til hvaða meðala þarf að giípa. Hann ann dóttur stórbónda á Núpi í Skaga- firði. Föður henuar er kappsmál að sá ráðahagur takist. En dóttir hans ann fátækum kotasveini og hefir bund- ist honum eiginorði. Til að hefna sín fær Ólafur unnusta hennar ákærðan fyrir galdra og falsar með annara aðstoð þau gögn í málinu, að vegurinn er beinn að galdrabálinu fyrir andstæðing hans. Og þá er Ólafi færður í leiks- •lokin hinn téði dómur guðs. Regína, konan sem hann elskar, og Þórólfur, unnusti hennar birta honuni þann dóm með fyrirgefandi og fórnandi kaerleika sínum. Og sá dómur nær ætlunar- verki sínu: Ólafur fellur á kné sér og ákallar guð um fyrirgefningu. Kjarni leiksins er trúíræðileg heim- speki. Hann svarar því, hver rök fylgi iðruninni, einni dýpstu reynslu trúaðrar mannssá'ar. »Iðrunin er misk- unsemi guðs,« er kenning leiksins bor- in fram af líkþráum förumanni. Iðrun- in er þyngsta byrðin, sem lögð er á herðar syndaranum, en um leið mesta blessunin, sem honum getur veizt. — Hún er þýðingarmesta trappan í þró- unarstiga matinsaudans. Með þeirri tröppu birtist manninum nýtt, áður ókunnugt sjónarsvið. Sá, sem gert hefir það að lifshugsjóti sinni að Iáta gott af sér leiða og iyfta mönnunum til æðra lífs, leggur þvi alt kapp á það að leiða almenning til iðrunar. — Það er hlutverk Regínu í leiknum. Og hennar skoðun er sú, að með kærleikanum verði iðrunin vakin og breytir samkvæmt því við Ólaf, þann, sem mesta bölvunina leiðir yfir hana. Reiðihug á hún ekki til í hans garð, en hugur hennar er gagn- te’<inn af því, hvernig hún fái vakið iðrun hans, til að leiða hann úr hinu niyrkva ástandi. Hún kappkostar að uppræta víkingseðlið úr sál Þórólfs unnusta síns og ir.nræta honum fyrir- gefninguna til þess manns, er mestau fjandskap hafði sýnt honum og mesta bölvun fært yfir hann. Hann tekur í hönd henni að leikslokum, til þeirrar fórnarathafnar, er hún áleit eina nauð- synlega til að frelsa sál Ólafs. Slíkt yrkisefni er ekkert smáræði. Og þær eru miklar kröfurnar, sem verður að gera til meðferðar á því. Og stórhuga sýnir það hjá ungu skálcii að taka slíkt efni til meðferðar. — — Þersónurnar eru allar sæmtlega gerð- ar og sumar mjög vel. Jón er sístur. Það er eins og höf. hafi að öðrum þætti loknutn gleymt Jóni gamla ogsér- einkennum hans, og ekki munað eftir honuni öðruvísi en sem verkfæri, sem nota -þarf til að knýja fram ákveðna atburði. — Skýrstar eru þær systurnar, Regína og Eria.. Þær eru mjög ólík- ar, en systureinkennin þó augljós. Erla er áköf og hefnigjöm. Hún getur ekki sætt s:g við, að »óþokkinn hefji s:g upp á herðar fjöldans*. Eu Regína álítur, að maðurinn hafi ekki rétt til að steypa öðrum í eymd, hversu verð- skulduð, sem hún virðist vera. Erla er hamingjubarnið á almeunan mæli- kvarða. Við henni brosir lífið. Hún er heitmey biskupssonarins og hefir með því veitt heitustu ósk föður síns uppfyllingu. En Regína er olnboga- barn lífshamingjunnar. — Hún ann manni, sem ekkert hefir af þeirri glæsi- mensku, sem þeirra öld metur. Hún færir heimili sínu hrygð að höndum. Unnusti liennar er ofsóltur á hinn svfvirðilegasta hátt. En hún heldur jafnvægi í gegnum þetta alt, Hún fiiinur nautn í því aO fyrirgefa, hugsa fagurt og líða í kyrþey og vill eng- an dæma. Eila er ótrauð til varnar, þegar hún sér tilfinningum systur sinni misboðið. Og hún er líka reiðubúin til að fórna. Hún afsalar sérást unn- usta síns til að reyna að knýja fram hjálp handa Þórólfi og Regínu. Sú fórn kemur fram í fagurri Og mjög eðlilegri inynd. — — — _ í engu riti sem Dómurn hefi eg nú í seinni tíð komið auga á skáld, sem eg vænti mikils af, verði það ekki látið deyja úr afskiflaleysi. Andrés Þormar leitar djúpt eftir viðfangsefnum sínum. Hanu gefur sig inn á það svið, þar sem þroski og vizka með vaxandi iíísreynslu fær notið sín. Eg efa það ekki, að hann eigi eftir að vekja hjá þjóð sinni tnarga f3gra hugsun, og bera eitthvað það fram, er geri bjartara í kring um hana, geri hana heilbrigðari og hraustari, listelskari og göfugri, ef honum endist iíf og heilsa og verður einhver sómi sýndur af þeim, sem við völdin sitja á bstasviðinu. Honum treysti eg betur en nokkru öðru ungu skáldanna til að gefa þjóð sinni eitthvað það, sem hefir gildi fyrir andlegt líf hennar.« Stúlka óskast í vist nú þegar. Gott kaup í boði. Sæmundur Pálsson klæðskeri. ■■iihimwií ■m«nu»rnra—imii iBnnnrnni—ri—n Grábotnuðu Gummístígvélin komin aftur. Verðið lægra en áður. Verzl. Braitahlíð. Úr heimahögum. Kirkjun. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Góö lánskjör. Nýlega gat Ragnar Ól- afsson útvegað bænum 150 þús. króna lánstilboð í Kaupmannahöfn, lánið til 20 ára affallalaust og með aðeins 6'/í°/o vöxt- um. Lánsins þurfti með til þess að geta greitt Ián það, sem fengið var til rafveit- unnar, hjá Fredriksbergsbanka, fyrir 3 ár- um síðan og borgast á 1. febr. nk. En eins og fyrir gamla láninu þurfti ríkis- ábyrgð fyrir þessu láni, en er tekist haíði að fá hana og leggja skyldi málið fyrir bæjarstjórn, hafði komið tilkynning frá lánveitendum, að sökum dráttarins. er orð- ið hafði á samþykki lánstilboðsins, hefðu þeir haldið að bærinn ætlaði ekki að sinna því, og höfðu ráðstafað á annan hátt helming upphæðarinnar. Hinn helmingur- inn stóð bænutn til boða með sömu kjör- um, og var samþykt á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn að taka boðinu, og R. Ó. jafnframt gefið umboð til þess að semja fyrir bæjarins hönd um iántöku nieð sömu kjörum; var liann vongóður um, að sér mundi takast það gegnum satnbönd sín í Kaupmannahöfn. Þess er vert að geta, að bankarnir íslenzku þóttust ekki geta Iánað bænum þessar 150 þús. krónur, og virðist það all einkennilegt, þegar þess er gætt, að bezt stæði kaupstaðurinn á hlut að máli. Sildarcifli er nú nokkur á Pollinum. Mest er það stnásíld og millisild, sem veiðist. Dr. phil. Jón Stefánsson kom i.ingað til bæjarins með Díönu síðast. Er hann nú búsettur á eyjunni Mauritius og hér aðeins í kynnisför til frændfólks og vina. Dr. Jón hefir lengstaf verið búsettur í Lundúuum og fengist þar við kenslu og ritstörf. Hér í bænum dvelur hann þar til Goðafoss fer suður. Kappskák milli Akureyringa og Reyk- víkinga fór fram símleiðis á sunnudags- nóttina. Ellefu keptu af hvorum, og höfðu Akureyringar 7'/a vinning en Reykvíkingar 3'/a. — í fyrra sigruðu Akureyringar líka. Bœjarstjórnarkosning á 3 fulltrúum fór nýlega fram á Seyðisfirði. Fékk borgara- flokkurinn 2 kosua, þá Jón Jónsson í Firði og Eyjólf Jónsson bankastjóra, en verka- menn komu einum að, Gesti Jóhannssyui verzlunarmanni. Verkameun töpuðu sæti. Þingmálajund heldur þingmaður kaup- staðarins í Samkomuhúsinu n. k. inánu- dagskvöld. Byrjar fundurinn kl. 8. „Cliarles Tante", gamanleikinn góðkunna, ætlar gamalmennahælisnefnd kvenfélagsins »Framtíðin« að sýna næstkomandi laugar- dags- og sunnudagskvöld. Öllu því sem inn kemur verður varið til hins fyrirhug- aða gamalmenuahælis, og er nú talsverður sjóður safnaður í þvi skyni. Er þess að vænta, að fólk sæki vel þessa skemtun, þegar þess er gætt í livaða tilgangi er til hennar/stofnað. Sunnlendingamót er í ráði að halda, ef tiægileg þátttaka fæst, næstk. miðvikudag 21. jan. í Samkomuhúsinu. Til skemtunar: ræðuhöld, söngur og dans. Áætlaður kostn- aður ; kr. 3 fyrir manninn, þar í innifalið kaffi. Þeir sem vilja taka þátt í mótinu og fæddir eru á Suðutlandi eða verið þar latigdvölum, gefi sig fram við ein- hvern þessara inanna: Bjarna Jónssoti bankastjóra, Karl Nikulásson konsúl, Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir og Gunnar Schram símstjóra. Dótnar, leikrit Andrésar G. Þormars, sem Leikfélag Akureyrar er að æfa, verð- ur leikið að forfallalausu um aðra helgi hér frá. Verður ágætlega til leiksins vand- að, og meðal annars er Freymóður málari að mála ný tjöld. Leikendur eru_: Sigtr. i'orsteinsson (Kristján bónda á Núpi), frú Þóra Hallgrímsdóttir (i-órhildur húsfreyja á Núpi), frú Svafa Jónsdóttir (Erla), frú póra Havsteen (Regína), Haraldur Björns- son (Pórólfur Loftsson), Gísli R. Magnús- son (v>lafur Sigurðsson), Gunnar Magnús- sou (Hilmar), frú Álfheiður Einarsdóttir (Agla), Björn Sigmundsson (jón), Páll Vatnsdal (Hinn líkþrái). Akureyrar-bló sýnir »Skipbrotið« á laug- ardags- og sunnudagskvöldið kl. 8'/» »Mark Zorros« á sunnudaginn kl. 5 síðdegis. »Gildran« heitir afarspennandi mynd frá Alaska, sem sýnd verður á miðvikudags- kvöldið kemur. Mannalát. Nýlega er látin í Litla-Dun- haga í Möðruvallasókn húsfreyjan Rósa Jónsdóttir, kona Jóns Arnfinnssonar bónda þar, greind og góð kona á sjötugs aldri. Hér í bænum andaðist á miðvikudags- nótíiua Helga Einarsdóttir, kona Stein- gríms Pálssonar, beykis, 54 ára gömul. 11. þ. m. urðu þau hjón Sæmundur Páls- son klæðskeri og kona hans fyrir þeirri sorg að missa sveinbarn, tæpra tveggja ára gamalt, úr lífhimnubólgu. Þá er og nýlátinn hér á bænum, Ólafur Þorsteins- son ökumaður, er fyr bjó á Hrappstöðum, atorkumaður hinn mesti og vel látinn. Tcngdamamma verður leikin í Sam- komulnisi Svalbarðstrandarhrepps um næstu helgar. Byrjar kl. 5 alla dagana, nema á sunnudaginn kemur kl. 3. e. m.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.