Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.01.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDlNGUR 3 Leikfélag Akureyrar. DÓMAR, sjónleikur í 4 þáttum eftir Andrés G. Pormar, verða Ieiknir að forfallalausu laugardaginn og sunnudaginn 24. og 25. þ. m. í leikhúsi bæjarins. Húsið verður opnað báða dagana kl. 7'h e. h., en byrjað að leika kl. 8. Við viljum vekja athygli áhorfenda á því, að vera komnir stundvíslega í sæti sín áður en leikurinn byrjar,- javí þá verður dyrum salsins lokað. Sama gildir og, þegar hlé er milli þátta. Ágóði af leiksýningunum gengur til Heilsu- hælissjóðs Norðuríands. Akureyri 22. jan. 1925. Stjórn L eikfélag’S/ns. I. o. G. t. u. M. F. A. ÚTBOÐ. Tilboð óskast í fundarhús, sein Goodtemplarareglan og Ung- mennafélag Akureyrar ætla að byggja á þessu ári. Tilboðin séu send innsigluð til Guðbjörns Björnssonar kaup- manns á Akureyri og verða þau opnuð öll í einu þann 3. febrú- ar n. k. undir lögreglueftirliti. Peir, sem vilja gera tilboð í bygginguna, geta fengið uppdrætti og lýsingar hjá Guðbirni Björnssyni, sem gefur nánari upp- lýsingar. Húsnefndir I. O. G. T. og U. M. F. A. 150 mílur fyrir sunnan land, er ó- veðfið skall á. Var þar sæmilegt veður. í Hafnarfirði urðu skemdir á bryggjum og höfninni. Mótor- skipið »Guðrún« rak á land, lenti á mótorskipi við hafnarbryggjuna og brotnaði rnikið. Togarann »Rán« rak upp í sandfjöru, en líkur til hann náist óskemdur út með flóði. Um slysfarir og mannskaða á sjó hefir ekki frézt. Á Bakkafirði eystra fauk verzlunarhús, er fyr átti Hall- dór heitinn Runólfsson. Geir Thorsteinsson & Co. hafa keypt nýjan fogara í Englandi; er hann kominn hingað og heitir »Karlsefni«. oo Víðboðsstöð (Broadcastingstation) á Akureyri? Reim, sem hafa lesið »Norður- ljósið«, 1. tbl. þ. á,, mun kunnugt um, að ekkja ein í Englandi seldi nýlega hús sitt og afhenti hr. Art- hur Gook trúboða hér í bæ and- virði þess sem gjöf til íslands, er skyldi varið til að setja upp víð- boðsstöð á Akureyri og móttöku- tæki á samkomustaði hér og í grend, eftir því sem efnin Ieyfa. Víðboðið útbreiðist mjög hröð- um skrefum og er viðurkent um allan hinn mentaða lieitn að vera ómissandi menningarliður, enda er hægt að færa svo óendanlega margt því til sönnunar. Fyrir 21/2 ári síðan var aðeins ein víðboðsstöð í Bandaríkjunum; nú eru þar nálægt 600 víðboðsstöövar í Evrópu eru einnig margar víð- boðsstöðvar og þeim fjölgar stöðugt- Pótt hér á landi séu sumstaðar víðboðsmóttökutæki,er íslaud í þeirrá grein rnjög á eftir tímanum, — eng- in víðboðsstöð er hér — og óhætt er að segja, að óvíða mun eins mikil þörf fyrir slíka stöð. Nú gefst íslandi kostur á, að fylgjast dálítið með á þessu sviði, iandi og þjóð algerlega að kostnaðarlausu. Engir peningar fara út úr landinu fyrir þessa fyrirhuguðu stöð, engin fjár. framlög úr ríkissjóði. Til þess að geta heyrt víðboð frá erlendum stöðvum, þarf góð og fullkomin móttökutæki, en þau eru dýr. Mikið gagn og ánægju gætu menn liaft af erlendu víðboði, sem hin fyrirhugaða stöð hér mundi oft geta endurvarpað (relayed broad- casting), þegar lofttruflanir ekki hindra, enda þótt móttökutækin væru ekki margbrotnari en það, að hvert mannsbarn gæti meðhöndlað þau. Að þessu yrði ekki eingöngu skemt- un, lieldur einnig fróðleikur, því hæfir menn gætu flutt fræðandi fyr- irlestra á íslenzka tungu, án þess að ferðast um Jandið. Gert er ráð fyrir, að stöðin varpi á 200 metra öldulengd til þess að konia í veg fyrir, að hún trufli aör- ar skipa- og landstöðvar, sem senda skeyti sín á milli á 300, 600, 800 og 1800 metra öldulengd. Skip nota nær eingöngu 600 metra öldu. Vit- anlega yrði þessi stöð undirgefin lögum og reglum, sem settar hafa verið um rekstur loftskeytastöðva á íslandi, og landssíminn eða stjórn- in hafi aðgang að stöðinni til af- nota, þegar þörf krefur, og skal eg hér benda á, hversu mikils virði það er. Reynsla margra undanfar- inna ára hefir sýnt, að símalínurnar standast ekki óveðrin á veturna. Pað kemur fyrir á hverju ári, að ekkert símasamband er milli Norð- ur- og Suðurlands dögum saman, þegar stórar bilanir hafa verið og veður svo ill, að ekki hefir verið fært að vinna úti. Pað getur verið óþægilegt fyrir kaupmenn, kaupfé- lög og viðskiftalífið alt, að sjá eng- in ráð til að reka verzlunarviðskifti sín við aðra landshluta, en síminn er lang-stærsti milliliðurinn í öllum verzlunarviðskiftum. í slíkum tilfell- um er stöð eins og hér ræðir um eina leiðin til símasambands við Suðurland, nefnil. við loftskeytastöð- ina í Reykjavík, og þannig hægt að senda símskeyti fram og til baka- Til þess þarf ekki að stofna nýtt embætti; afgreiðslu skeytanna mundu símritarar landssímansannast. Full þörf hefir verið á loftskeyta- stöð á stærri verzlunarstöðum lands- ins, Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði sem vara-samband, og mun þar meslu um að kenna þröngum fjár- hag ríkisins, að slíkar stöðvar ekki eru þegar komnar upp. Hér fæst ein stöð fyrir ekki neití — ríkissjóði að kostnaðarlausu, eins og fyr er getið — og sparnaður er efst á dagskrá landsmála. í sambandi við þetta er ekki um neitt eirikaleyfi að ræða, og stöðin á ekki að vera tekjulind; það er ein- göngu einkamál milli gefenda tækj- anna, trúboðans og landsmanna. Mér er kunnugt um, að ekkert er- lent félag og engin stjórn erlends ríkis stendur hér á bak við. Eng- inn hefir beðið mig að skrifa um þetta, en eg vil vekja athygli á því, að allir þurfa að gera sér Ijóst, hversu mikla þýðingu víðboðsrnálið hefir fyrir okkur Islendinga. Pótt eg lrér að ofan aðeins hafi bent á dærrii, er eða verður víðboðið og hagnýting þess ótaknrarkanleg, og nregum við vera þakkláíir þeim, sem vilja hjálpa okkur til að stíga fyrsta sporið í þessa átt. Stjórnin kemst ekki hjá því, að taka fljótlega einhverja afstöðu í víðboðsmálinu yfiileitt, og stöð sú, sem hér ræðir um, gæti orðify góður prófsteinn hér á landi, ef ríkið sjálft síðar setur upp víðboðsstöðvar í iandinu. Leyfis- beiðni til að setja upp þessa stöð verður send Alþingi. Flokksmál getur þetta ekki verið og ekki þarf að líta á peningahliðina. Þing og stjórn ætti því ekki að lrafna slíku kostaboði. 77/. LilliendahL ®<§> Úr heimahögum. Afspyrnuveður íir sunnanált gerði á iniðvikudagsnóttiiia og liélzt mestallan næsta dag. Var livassviðrið svo inikíð, að ilTstætt var á götum úti og á skömmum tíma hafði snjór og ís bráðnað, svo að lækir runnu eftir götunum. í báða bæjar- lækina, Toifunefs- og Gillækinn, hljóp svo mikill vöxtur, að þeir brutu lirýrnar og flóðu yfir bakka sína, og gerðu spell mikil á eignum manna. Sérstaklega varð Höepfnersverzlun fyrir slæmum búsifjum af innri læknum, flóði hann inn í vöru- geymsluhús hennar og skemdi talsvert af þurkuðum saltfiski, er þar lá pakkaður og beið útflutnings, og ytri lækuripn skemdi talsvert af vörum fyrir verzlununum í ís- landsbankakjallaranum og eitthvað fyrir Kaupfélagi Eyfirðinga. Gluggar brotnuðu víða, bátar fuku og skemdust og ýms ötinur spell urðu af völdum óveðursins víða um bæinn. Símaslit á öllum landsíma- línum og sambandslaust við aðrar stöðvar, þar lil síðdegis í gær, að komið var að- gerðum við. Kaldalónsþankar III heitir nýútkomið lag eftir Sigv. Kaldalóns lækni, sem ísl. hefir verið sent. Er það einvörðungu fyrir harmonium, og þykir ágætt að dóini þeirra setn dómhæfir eru í þeim efnum. Rauði krossinn. Fimtudaginn 29. janúar kl. 9 e. h. ætlar Steingr, héraðsl. Matthíáss. að halda alþ.fyrirlestur í Sainkomuhúsi bæj- arins. Efni: »Ilt er að deyja ráðalaus.« Jafnframt fyrirlestrinum mun læknírinu með aðstoð nokkurra ungra manna úr Skátafélaginu sýna aðferðir til bráðabirgða- hjálpar við slysfarir. Par á eftir verður haldinn stofnfundur Rauðakrossdeildar Ak- urcyrar. Stjórn kosin og meðlimir teknir inn. Aðgangur að fyrirlestrinum kostar 25 aura, en þeim sem þegar hafa skrifað nöfn sín til upptöku í Rauðakrossfjelagið mun verða sendur aðgöngutniði. Húsið verður opnað kl. 8'/n. e. h. Dómar, leikrit Andrésar G. Þormars, verður leikið í Samkomuhúsinu n. k. laug- ardags- og suimudagskvöld. ísl. vill vekja athygii bæjarbúa á því, að Leikfélagið hefir ákveðið að sýna leikinn til ágóða fyrir Heilsuhæli Norðurlands. Þegar þess er gætt, að Leikfélagið er fátækt og örð- ugleikarnir miklir við að koma jafn um- fangsmiklum leik og Dómum upp á svið- ið, og þó ekkert til sparað að það geti stm bezt tekist, er það ekki lítið, sem fé- lagið leggur fram til stuðnings þessu mannúðarfyrirtæki: Heilsuhælinu. Er því þess að vænta, að bæjarbúar viðurkenni þessa göfugu viðleitni Leikfélagsins og sæki leikinn vel. Á linuveiðar fyrir Suðurlandi er mk. »Björu« nýlega farinn. Mun það eina skipið, sem héðan er gert út á þessuin vetri. Eigandi skipsins er Ingvar Guðjóns- son útgerðarmaður. Akureyrar-Bió sýnir á laugardags- og sunnudagskvöldið hina afarspennandi Alaskamynd »Gildruna«, þar sem Lewis S. Stone sýnir afburðagóðan leik. A mið- vikudagskvölðið n. k. verður sýnd ensk niynd: »Baráttan |um ástir konunnar«; er hún í sjö þáttum og fer af henni mikið orð. Aðalhlutverkið leikur enska leikkonan Daisy Robison. E.s. „Mjölnir" kom hingað á mánudag- inn til þess að taka fisk hjá Höepfners- verzlun og Hinum sameinuðu íslenzku verzlunum. E.s. „Goðajoss" var á Norðfirði í morgun. Söngskemtun hélt söngfélagið »Geysir« í Samkomuhúsinu í gærkvöldi. Söngflokk- urinn er nú undir stjórn Ingimundar Árna- sonar frá Grenivík og hefir sérlega góð- um söngkröftum á að skipa. Retta er fyrsta opinbera framkoma flokksins á vetrinum og var hontim og leiðtoga hans fil hins mesta sóma. Flest lögin voru vel og sum aðdáanlega vel sungin. Má þar til nefna: »Andvarpið«, »Æðstur drottinn«, »Um sumardag«, »Hör os Svea« og »Sjá þann hinn ntikla flokk«. Solo Gunnars Magnús- sonar í hinu síðastnefnda lagi var hrífandi fögur. Vonandi lætur »Geysir« heyra til sín oít og niörguin sinnum á þessunt vetri. Takið eftir! Þar senr við undirritaðir ætlum að lrætta verzlun okkar í Hafnar- arstræti 2 hér í bæ nú nieð vorinu, verður alt, sem til er í verzluninni, selt með afföllum og það töluverð- um, ef um stærri kaup er að ræða. Vil ekki fjölyrða um þetta. Mönn- unr gefst bezt kostur á að sjá hvað fá nrá með því að koma og skoða varninginn— og kaupa, ef þeim líkar. Schiöths- verzlun. Otto Schiöth & Carl F. Schiöth. Teikninámskeið liefí eg ákveðið að halda hér í bæn- ufn í íebrúar og marz, 6 — 9 kl.st. á viku, eftir kl. 7 síðdegis. Kenslugjald 10 til 15 kr. á nrán- uði og fer það eftir nemendafjölda. Kend verður margskonar teikning. Væritanlegir uemendur láti nrig vita fyrir 1. febr. ti. k. Akureyri 23. jan. 1925. Freymóður Jóhannsson. Tengdamamma verður leikin í Samkomuhúsi Svalbarðs- strandar n. k. sunnudag, síðdegis. M.k. Sjöstjarnan flytur fóik héð- an til Svalbarðseyrar þann dag, ef veð- ur leyfir. Fargjaldið er 2 krónur og gengur í sjóð Heilsuhælis Norð- urlands. Nánar á götuauglýringum. Rúgmjöl — Flörmjöl o. fl. nauðsynjavörur koma með Goðafoss. Páll Skúlason.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.