Íslendingur


Íslendingur - 30.01.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.01.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 30. janúar 1925 6. tölubl. Brimsog. Bannmálið. Um landið berast þau boð frá Unni, sem blástur hljómi í lúðurmunni: »í fang mitt tók eg þá mætu menn, í mínu herbergi fjölgar enn.« Og raddarkuldann til lífsins lagði. Á leiti sérhverju föl í bragði og hnípin skulfu 'in gisnu grös við gný, er hafsjóinn braut á flös. Ef sævar misgerð er sundur rakin, er sorgar-athöfn í brjósti vakin. Pau undirförulu vöðu-völd — hve veiðibráð, en þó rifjaköld. Á hverju dægri um aldir alda er Ægi slysförum Ieyft að valda. Hver bylgjugangur og brimtónn hár er brjósti lagvopn og hjartasár. í byrgðu einrúmi er vöku varið á vonarlampa að tendra skarið; um miskunn biðja það mikla vald, er mönnum dæmir 'ið þunga gjald. En Dröf n er sköpuð með dumbu eyra. Hún drýgir fasið og heimtar meira á ári hverju, sem yfir dregst. Að ormsins hætti á gullið legst. Með Ægisdætrum að ganga á gjögri er garpi ofraun, þó dirfska ögii. í löðri og drifi er hellan hál og hverjum Gangiera mesta tái. Með hásum rómi, er hugnast öngum, í húmi geysa þær út hjá dröngum, og yngsta holskeflan ætíð fæst, að efla boðann, sem lætur hæst. Pær kasta steinunum upp um urðir, frá álfa búsíöðum sprengja hurðir, og sópa greipum um sjávarströnd og síga á hömlu og standa á önd. Með svona táldrægum tvístíganda og tónlist æfðri við flös og granda og flærð, sem dylst undir fagur-kinn, þær fleka og ánetja þenna og hinn. £>ær skila herfangi aftur eigi, þó endur-grátbæni sorg og tregi; en byrstast heldur við brennheit tár og beygðra ástvina hjartasár.' Að fremsta hlunni er för vor gjörð, í flæðarmál, yfir grýtta jörð. Sú furðuströnd hefir boð að bjóða: að brimsog taki vorn æfigróða. Ouðmundur Friðjónsson. oo Eina tillagan, sem samþykt var á þingmálafundi kaupstaðarins, sem ekki er hægt að telja kjósendunum til sóma, er tillagan í bannmálinu. Bannmálið er og verður jafnan til- finninga- og hitamál og almenning- úr festir því síður auga á vitleys- unum, sem bornar eru á borð fyrir hann af »bannhetjunum«, en ef til grundvallar lægi mál, sem yfirvegað væri með kaldri rósemi. Tillagan, sem Brynleifur stórtempl- ari Tobiasson fékk fundinn til að samþykkja, er einhver sú varhuga- verðasta tillaga, sem enn þá hefir fram komið í bannmálinu, og er þar með mikið sagt. Sérstaklega er það þó annar liður hennar, sem þetinan dóm verðskuldar, og skal því farið um hann hér nokkrum orðum — hinum fremur. Þar er skorað á þingið, að nema úr gildi heimild erlendra ræðismanna að flytja inn áfengi og heimild handa íslenzkum skipum hér við land og í millilandaferðum að hafa önnur vín til neyzlu handa skipshöfn og farþegum en þau, sem heimiluð eru með Spánarundanþágunni. Við fyrri hluta liðarins er það að athuga, að íslenzka ríkið hefir ekk- ert yfir útlendum sendiherrum eða ræðismönnum, sem eru aðalfulltrú- ar þjóðar sinnar hér á Iandi, að segja; þeirra bústaður hér er hluti þess ríkis, sem þeir eru frá, og lög- um þess háður. Þetta eru alríkja- lög og hefðu átt að vera stórtempl- ar kunn, jafn fróður maður og hann lætur í veðri vaka að hann sé. T. d. ætti þeim góða manni að vera það kunnugt, að hæstiréttur þess ríkisins, sem hann dáist mest að sem bannlandi.Bandaríkjanna í Norð- ur-Ameríku, feldi þann úrskurð haustið 1922, að sendiherrar erlendra ríkja, búsettir í Bandaríkjunum.mættu flytja inn áfengi til eigin þarfa eins og þeim þóknaðist, og að áfengis- lögreglan mætti ekki gera þeim að- súg eða leita að áfengi í híbýlum þeirra; bannlög Bandaríkjanna næðu ekki inn fyrir vébönd alríkjalaga. Og vissulega munu dómarar hæsta- réttar Bandaríkjanna vita, hvað al- ríkjalög eru. — Að fara því að skora á Alþingi að nema heimild útlendu ræðismannanna til víninnflutnings burt úr bannlögunum er að gera þing og þjóð hlægilega í augum erlendra þjóða. Pá er seinni hlutinn, að skora á þingið að banna innlendum skipum að hafa önnur vín en Spánarvín til neyzlu hér við land eða í millilanda- ferðum. Hér er farið fram á það, sem er ógerningur, og er þrent til þess. Fyrst er það vafamál, að þingið hafi heimild til að gera svo víðtækt bann, að það nái til milli- landaferða, þó náð geti til neyzlu hér við land; annað er það, að þó lögleiða mætti bannið, þá hlýtur það að liggja í augum uppi, að ó- AKUREYRARBIO um ástir konunnar. Sýnd laugardagskvöldið kl. 872, og í síðasta sinn sunnu- dagskvöldið kl.8^/2 n. k. Petta er mynd sem allir verða að sjá. FÓSÍbræðumÍr (De tre Musketerer), myndin heimsfræga, sýnd samkvæmt ítrekuðum áskorun- um sunnudaginn kl. 5. e. h. Lífsbaráttan, 6 þátta kvikmynd amerísk, afarspennandi, sýnd fyrsta sinn miðvikudagskvöldið kl. 8V2. Aðalhlutverkið leikur Wm. S. Hart. mögulegt væri að fylgja því fram, er skipin lægju t. d. á útlendum höfnum eða væru á ferð þeirra í milli, og í þriðja lagi gerði svona iagað ákvæði innlendum farþega- skigum þann skaða, að vafasamt væri, að þau gætu undir risið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Eimskipafélag íslands á við tvo öfl- uga keppinauta að stríða. Góðir menn hafa kvatt þjóðina til þess að styðja það með ráði og dáð, svo að það geti staðist samkepnina, en eitt af fyrstu skiiyrðunum fyrir því, að félagið geti staðist hana er, að skip þess háfi ekki verri aðstöðu til eins eða annars heldur en skip keppinautanna. Næði þetta bann- ákvæði fram að ganga, versnaði að- staða Eimskipafélagsskipanna svo mjög, að þau yrðu ekki Iengur sam- kepnisfær um farþegaflutning við t. d. skip Sameinaða félagsins; við værum því að öllum líkiridum að murka lífið úr innlenda félaginu, en hlaða undir keppinauta þess, ef væri farið að óskum stórtemplars í þessum efnum. Er vart hægt að hugsa sér öllu meira glapræði. Menn þurfa heldur ekki að halda, að drykkjuskapur minki til muna, þó þetta ákvæði kæmist inn í bann- lögin. Þeir, sem ætluðu sér að ferðast og langaði í áfengi, mundu velja þau skip til fararinnar, sem það væri fáanlegt á, en sneiða hjá hinum. — Áfengisneyzlan yrði því nær hin sama; munurinn aðeins sá, að útlendingurinn hagnaðist enn þá meir en áður á kostnað okkar ís- lendinga. Hvað hinum liðum tillögunnar viðvíkur, þá verður fsl. að skoða 1. liðinn einnig nokkuð varhugaverð- an, en hann er á þá leið, að skora á þingið, að fella úr gildi heimild lyfsala og lækna til að selja áfengi eftir lyfseðlum. Raunar er það vit- anlegt, að þessi heimild hefir oft verið misbrúkuð, en það er jafn- víst, að ýmiskonar áfengi er nauð- synlegt til lækninga og að án þess er ekki hægt að vera. Má vitna í »Læknablaðið« því til sönnunar. Að takmarka heimildina og gera efíir- litið fullkomnara en það nú er, væri vegurinn, sem fara ætti, en ekki að upphefja heimildina með öllu. Aftur á móti getur ísl. felt sig við hina tvo liði tillögunnar að mestu: að auka eftirlit og löggæzlu og að gera alvarlegar tilraunir til þess að losa landið undan áhrifum Spánverja á áfengislöggjöf vora, sér- staklega síðari liðinn. Aukin lög- gæzla og eftirlit með bannlögunum kostar auðvitað peninga og þá tals- vert mikla, ef í lagi á að vera, en um tvent er að gera, annaðhvort að ráðast í þann kostnað — þegar þess eru nokkur tök fjárhagsins vegna — svo að nokkurn veginn fáist trygg- ing fyrir því, að bannlögin séu fram- kvæmd viðnnanlega eða þá að nema lögin algerlega úr gildi. Lög, sem eru fótum troðin og ríkið er van- máttugt að halda uppi, eru verri en engin Iög — og þau eru þjóðar- skömm. OO dæmdiir til dauða. Blaðið »Lögberg« hefir þau hörmulegu tíðindi að flytja rétt fyrir jólin, að íslenzkur maður, Ingólfur Ingólfsson að nafni, hafi verið fund- inn sekur um morð í borginni Ed- monton í Albertafylki í Vestur- Canada, og verið dæmdur til dauða. Dauðadóminum, sem er henging, á að fullnægja 4. febrúar næstkom- andi, verði hinn ógæfusami maður ekki náðaður eða frestur hafi feng- ist til nýrrar rannsóknar á málinu. Vestur-íslenzka blaðið segir ekkert nánara frá málavöxtum; getur að- eins þess, að Þjóðræknisfélagið ís- lenzka hafi hafið baráttu til þess að reyna að frelsa hinn sakfelda frá gálganum. Félagið hafi fengið mikil- hæfasta íslenzka lögmanninn í Can- ada, Hjalmar A. Bergmann, til þess að rannsaka málið að nýju, ogbera þær málsbætur, er kunni að finnast, fram fyrir dómsmálaráðherra Can- adastjórnar. Áfrýjunarrétturinn í Al- berta hafði synjað að leyfa að taka málið fyrir að nýju. Þeíta er í fyrsta sinni, að íslend- ingur hefir verið fundinn sekur um stórglæp í Vesturheimi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.