Íslendingur


Íslendingur - 30.01.1925, Blaðsíða 4

Íslendingur - 30.01.1925, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Stórsala á fasteignufii í Akureyrarbæ. Ti! sölu eru nú allar húseignir inínar hér í bænum, sem öllum, und- antekningarlaust, fylgja eignarlóöir, margar stórar (engin erfðafestulönd eða bæjarlóðir), og því mjög eigulegar eignir hér í bæ. Skal svo hér upptalið það, sem til sölu er: Nr. 1. Húseign mín (íbúðarhús) Spítalastíg nr. 8, sem öllum Ey- firðingum rtiun kunnugt um, að er álitið fallegasta hússtæði og lóð, setn til er í Akureyrarbæ, og þar bygt lítið og snoturt hús og fylgir einn af fallegustu lystigörðum bæjarins. Nr. 2. Reykhús mitt (steinhús) við sömu götu, norðan við íbúðar- húsið, með stórri lóð með kálgarði og túnbletti, ásamt afarmiklu af ra- barbaraplöntum, á annað hundrað. Eignir þessar fást keyptar hvort sem vili í sameiningu eða hvor um sig. Nr. 3. íbúðarhús mitt, Lækjargötu 4, sem er tvílyft hús með ágæt- um kjallara undir öllu húsinu, Iofti með porti, sem á eru 6 herbergi og geymslukompur stórar, alt papplagt, stoppað og málað. í húsi þessu, sem að mestu leyti er alveg nýbygt, er miðstöð með 10 ofnum, sem hita upp alt húsið, hátt og lágt, ennfremur vatnspottur, sem tekur 120 potta, er gefur af sér heitt vatn í kjallara og eldhúsi nótt og dag, þegar mið- stöðin er notuð. Húsið er alt raflýst og suðu- og hitastæði í 5 herbergj- um í húsinu. Yfirleitt eru í þessu húsi öll þau þægindi, er nútíminn útheimtir. Nr. 4. Verzlunarhús mitt, Hafnarstvæti nr. 2, (fyrverandi húseign hr. fyrv. alþingism. Magnúsar Kristjánssonar) hér í bæ. Er alt með þrem- ur gólfum og kjallari undir öllu húsinu, vel innréttaðri verzlunarbúð með skápum og skúffum, tveimur skrifstofum, vörugeymslu og annari at'ar- mikilli geymslu. Eigninni fylgir töluvert mikil lóð og uppfylling fram í sjó austan við húsið. Pess skal getið, að í öllum húsunum er vatnsleiðsla, ennfremur úti- vatnshani í lystigarðinum til vökvunar á suhirin. Öll eru húsin raflýst, að undanteknu reykhúsinu. Eins og áður er tekið fram, eru eignir þessar allar til sölu, ef viðun- anleg boð fást. Skilmálar geta orðið góðir, ef samið er við mig undir- ritaðan eða hr. málfærslumann Böðvar Bjarkan. Pað skal tekið fram, að verði húseignir þessar ekki seldar nú í vetur eða með vorinu snemma, mun hægt að fá sumt af þeim til leigu næsta ár með sanngjörnum kjörum. Virðingarfylst. Akureyri 22. janúar 1925. Carl F. Schiöth. Veitið athygli! Par sem eg undirritaður nú hefi auglýst allar eignir mínar hér í bæ til sölu, hætti hér, að svo stöddu, allri verzlun og ef til vill flyt burtu úr bænum, vil eg vekja athygli manna á því, að í nánustu framtíð verða haldin mörg uppboð hjá mér, og þar selt afarmikið af allskonar varn- ingi, nýjum og gömlum, búðarvarningi og búshlutum, bækur og blöð, innanstokksmunir og margt fleira, sem hér er ómögulegt upp að telja. (Mörgum mun kunnugt um, að margur eigulegur hlutur mun til í Schiöths- ejgu). Til skýringar skal þess getið, að uppboðsauglýsingar verða bornar út um allan bæinn, þegar uppboðin verða haldin, og þar dálítið nánara tekið fram, hvað selt verður þennan og þennan daginn. Petta verður þannig auglýst til þess, að veðurs vegna þurfi ekki að aflýsa uppboðunum eða hætta við þau. En munið eftir, að þegar uppboðsauglýsingarnar koma, verður margt á boðstólum, og þökk er mér á því, ef fólk sjálft vill óska eftir ein- hverjum sérstökum hlutum, sem auglýstir verða. Virðingarfylst. Akureyri 22. janúar 1925. Carí F. Schiöth. T i 1 k y n n i n g. Þar sem eg og sonur minn, að svo stöddu, ætlum að hætta verzlun okkar hér í bæ nú með vori komanda, viljum við hér með þakka öllum g ó ð u m viðskiftamönnum fyrir góð viðskifti undanfarin ár, og árna þeim allra heilla og blessunar í framtíðinni. En samhliða vil eg aðvara alla þá, er skulda bæði mér persónulega og verzlun okkar feðga, að borga skuldir sínar nú þegar til okkar hið allra fyrsta, eða að öðrum kosti semja um þær, þar sem þær annars verða nú tafarlaust afhentar lögmanni til innheimtu, sem eg einnig hefi skriflega tilkynt flestum af mínum og okkar viðskiftamönnum. Virðingarfylst. 0 Akureyri 22. janúar 1925, Carl F. Schiöth & Schiöths- verzlun. Takið efti r! Þar sem við undirritaðir ætlum að hætta verzlun okkar í Hafnarstræti 2 hér í bæ nú með vorinu, verður alt, sem til er í verzluninni, selt með afföllum og það töluverðum, ef um stærri kaup er að ræða. Vil ekki fjölyrða um þetta. Mönnum gefst bezt kostur á að sjá hvað fá má, með því að koma og skoða varninginn — og kaupa, ef þeim líkar. Schiöths- verzlun. Otto Schiöth & Carl F. Schiöth, S k rá um gjaldskylda menn til ellistyrktarsjóðs Akureyrarkaupstaðar liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjarins dagana frá 1.—7. febrúarmánaðar þessa árs. Mótbárum gegn skránni sé skilað undirrituðum innan 15. sama mánaðar. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28 janúar 1925. Jón Guðlaugsson, settur. Kj ö rs k rá til hlutbundinna kosninga til Alþingis í Akureyrarkaupstað, gild- andi frá 1. júlí þ. á. til 30. júní n. á., liggurframmi — almenn- ingi til sýnis — á skrifstofu bæjarins dagana 1.—14. febrúar- mánaðar næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Kærur út af kjörskránni séu afhentar undirrituðum fyrir 21. febrúar þ. á. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. janúar 1925. Jón Guðlaugsson, settur. BANN. Hér með er öllum fyrirboðið, að taka sand og möl á lóð h.f. Carl Höepfners á Oddeyrartanga. Peir sem framvegis verða uppvísir að því, án þess að hafa skriflegt leyfi frá mér, verða sóttir að lögum. Akureyri 22. jan. 1925. Hallgr. Daviösson. I. Hérmeð tilkynnist, að í dag framkvæmdi notarius publicus á Akureyri útdrátt á skuldabréfum, samkvæmt skilmálum um 6% lán bæjarsjóðs Akureyrar til raforku fyrir bæinn. Pessi bréf voru dregin út: Litra A. nr. 26, 28, 44. Litra B. nr. 1, 28, 32, 51, 116. Litra C. nr. 5, 14. Skuldabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra 1. júlí næst- komandi á skrifslofu bæjarins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. janúar 1925. Jón Guðlaugsson, settur. Með e.s. Goðafoss fékk verzlunin mikið af allskonar N A U Ð SYNJAVÖRUM, svo sem: Melís Kaffi Strausykur Export Púðursykur Kandís Hrísgrjón Hveiti Haframjöl Baunir Niðursoðin mjólk Sveskjur o. fl. o. fl. Verzl. Brattahlíð. alþektu, brúnu með gráu botnunum, fást með lægra verði en áður í Verzl. Brattah/íð. Kaupi háu verði þessar prentaðar bækur: íslenzkt Almanak 1840, Sýslufundar- gjörðir Eyfirðinga 1889—1890 og 1897. Hefi til sölu gömul Almanök og fl. gamlar bækur. Hofi í Svarfaðardal 15. jan. 1925. Gísli Jónsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.