Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1925, Qupperneq 1

Íslendingur - 06.02.1925, Qupperneq 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 6. febrúar 1925 7. tölubl. • AKUREYRAR BIO HBBKBBHni Lífsbaráttan, 6 þátta kvikmynd, óvenjulega tilkomumikil, sýnd laugar- dagskvöldið og í síðasta sinn sunnudagskvöldið næstk. Aðalhlutverkið leikur hinn frægi ameríski leikari Wm. S. Hart. Dansmærin, 6 þátta kvikmynd, tekin úr hringiðu stórborgalífsins, sýnd fyrsta sinn n. k. miðvikudagskvöld. Aðalhlutverkið leikur dansmærin og leikkonan nafnkunna Mae Murray. Sýningar byrja kl. S1/^* Landsverzlun. »Verzlunartíðindi« fluttu nýlega ágæta grein um »Landsverzlun, verzlunarliöft og verzlimareinokun« og er þar sýnt með góðum og gildum rökum, að engin þessara ráðstafana hafa í reyndinni uppfylt þær vonir eða hugsjónir, er þeir menn höfðu, er fyrir þeim hafa barist; — helzti árangurinn sá, að baka þjóðinni fjártjón ogvekjapóli- tiska flokkadrætti og óvild og hat- ur rrianna í milli öðru fremur. Lengsti kafli greinar þessarar er um Landsverzlun og er saga henn- ar' þar sögð í stuttum en glöggum dráttum. Fyrst bent á það, að til hennar hafi verið stofnað sem stríðs- ráðstöfunar og að hún hafi gefist all-vel tvö fyrstu árin, meðan fram- kvæmdirnar hafi verið í höndum vel þektra kaupsýslumantia hvað inn- kaup, flutninga og afgreiðslu var- anna snerti. Seinrii tvö ófriðarárin hafi farið að bóla á töluverðri óá- nægju með rekstur verzlunarinnar, einkum skipaleigur og vöruflutn- inga, en bæði fyrir þeim misfellum og öðrum hafi menn reynt að Ioka augunum sem mest og skrifað þær á reikning ófriðarörðugleikanna. En’ við því hafi fléstir búist, að verzl- unin yrði lögð niður, þegar stríð- inu lyki. En í siað þess hafi þá verið tekið til að hlaða undir hana af alefli og margskonar hindranir lagðar í veginn fyrir frjálsa verzlun. Hámarki þó ekki náð fyrri en 1922 — fjórum árum eftir að stríðinu lauk; þá algerlega stefnt inn á ein- okunarbrautina með ýmsar vöruteg- undir — og það í algerðri óþökk meiri hluta landsmanna. Greinin lieldur svo áfram: »Pað sem virðist liafa vakað fyrir meðhaldsmörinum Landsverzlunar, eru einkum tvö atriði. Fyrst, að henni var ætlað að sjá landsmönn- um fyrir góðum vörum og ódýrari en þær væru fáanlegar, ef verzlun- in væri eingöngu í höndum kaup- manna og kaupfélaga. Það var ekk- ert sparað til þess, að þessi hug- sjón meðhaldsmanna hennar yrði að veruleika. Verzlunin hafði að miklu leyti umráð yfir skipum rík- issjóðs, »Borg« og »Villemoes«, til vöruflutninganna. Hún hafði nóg rekstursfé. Hún hafði greiðan að- gang með yfirfærslur á greiðslum fyrir vörur þær, er hún keypti, þeg- aryfirfærsluörðugleikarnirvorumestir hjá flestum kaupsýslumönnum, sem ekki höfðu ráð á erlendum gjaldeyri. Ennfremur var henni veitt algert skattfrelsi. En jafnvel þó að alt væri þannig í garðinn búið fyrir liana, má með töluvert góðum rökum sýna fram á, að ekkert af hugsjónum eða von- um þeirra manna, sern fastast héldu með henni, hafa uppfylst. Um vörugæði hjá Landsverzlun er það að segja, að þau hafa sízt verið meiri en alment gerist hjá kaup- mönnum og kaupfélögum. Stund- um hefir hún verið mjög óheppin með vörugæðin, eins og t. d. rneð belgisku kolin. Tap verzlunarinnar á kolum og salti, sem í landsreikn- ingunum fyrir árið 1922 er talið 1,614,104,85 krónur, og unnið var upp með sérstökum innflutnings- tolli á þessar tvær vörutegundir, er sönnun fyrir því, að um tekjur fyrir ríkissjóðinn var ekki að ræða á þeim vörutegundum, heldur hið gagnstæða. Niðurfærsla á verði verzlunarinnar á matvörum og syk- ' urbirgðum hennar 1921 sýnir einnig, að ekki var um óverulegt tap að ræða, sem sé 170 þús. kr., þó það væri unnið upp, að því er séð verð- ur með óhæfilegri álngningu á slein- olíunni það ár. Landsverzlun hefir selt vörm fyrir * nálega 78 milj. kr. frá því hún tók til starfa og til ársloka 1922. Ef hún hefði verið látin greiða skatta af þessaii verzlun eftir sama mæli- kvarða og heildsalar hér í Reykja- vík, hefði sú upphæð numið ná- lægt 3,400,000,00 kr. og má telja það tapað fé fyrir ríkissjóðiun, þar sem þessi upphæð hefði ellaust verið innheimt hjá kaupmönnum, ef þeir hefðu verið látnir annast verzl- unina með þessar vörur í frjálsri samkepni. Það má ennfremur telja nokkuð af því tapi, sem ríkissjóður hefir beðið á skipaútgerðinni, með tapi á Landsverzluninni, því eins og áður er getið, hafði Landsverzlun að miklu leyti ráð yfir þessum skip- um. Hún reiknaði sama flutnings- gjald á vörum þeim, er hún flutti hingað til landsins, jafnt hvort held- ur að skipin voru losuð á einni eða tveimur höfnum, eða viðkomu- staðir voru 20—30. Eftir því sem viðkomustaðirnir voru fleiri, var tap á skipaútgerðinni meira. Þau gátu ekki farið eins margar ferðir milli íslands og annara landa, sem ella hefði orðið. Af því stafar að mildu leyti tap það, sern á skipaútgerð ríkissjóðs hefir orðið. Pað mun tæplega verða talið of hátt áætlað, þó af tapi skipaútgerðarinnar sé færður tæpur þriðji partur á reikn- ing Landsverzlunar, eða 1 miljón krónur. Tap ríkissjóðs á skipaút- gerðinni frá 1917 til ársloka 1923 er í Iandsreikningunum fyrir árið 1923 talið kr. 3,394,600,88. Hið beina tap ríkissjóðsins af Landsverzlun hefir þá samkvæmt framangreindu verið þetta: Tap á kola- og salt- verzlun . . . . kr. 1,614,104,85 Tap á skattfrelsi verzlunarinnar . — 3,400,000,00 Tap á skipum rík- issjóðs .... — 1,000,000,00 eða samtals kr. 6,014,104,85 Meðhaldsmenn Landsverzlunar hafa haldið því fram, að ef hún hefði ekki verið, mundi vöruverð hafa alment verið hér hærra en raun hefir borið vitni. Siíkt eru ágizk- anir einar, sem engin rök hafa verið færð fyrir, og undarlegt er það, að almenningur fær ekki að kynnast reikningum Landsverzlunar, sem þó virðist jafn sjálfsagt eins og það er talið sjálfsagt, að menn fái að kynnast fjármálum ríkissjóðsins með því að gefa út landsreikningana með athugasemdum endurskoð- endanna. Fyrir þá hulu, sem brugðið hefir verið yfir reikninga Landsverzlunar- innar frá fyrstu tíð, hefir myndast það álit manna, að í stjórn hennar og starfrækslu væri ýmislegt, sem forráðamenn hennar kærðu sig Iítið um að draga fram í dagsbirtuna. Hvert hugmyndir manna um Lands- verzlun eru nærri lagi eða ekki að þessu leyti, verður ekki farið út í hér. En óneitanlega væri ekki ó- fróðlegt að fá að kynnast innkaups- og birgðabókum Landsverzlunar á árunum 1920 og 1921 yfir kola- verzlunina. Af þeim væri eflaust hægt að fá töluvert glöggar upplýs- ingar um verzlunarreksturinn. Með því að kynnast þeim skjölum, fengi almenningur gleggri hugmynd um en nú hefir hann, hvort Landsverzl- un hefir verið til óbeins hagnaðar fyrir jjjóðina á þeim árum eða hið gagnstæða. En hvað sem öðru líð- ur, bendir það óneitanlega í þá átt, að meðhaldsmenn verzlunarinnar telji það muni ekki vera til stuðn- ings sínum málstað, að reikning- arnir komi fyrir almenningssjónir, því ef svo væri, er lítill efi á, að þeir væru nú almenningi kunnir fyrir löngu.« <§>© Bæjðrstjórnarfunitur. Nefndakosningar. Á föstudaginn var hélt bæjarstjórn Akureyrar fuud. Var aðalstarf lians, að kjósa forseta og nefndir fyrir næstu tvö árin. Aður en gengið var til kosninga, var nokkuð þref um hlutfallskosningu í nefndirnar. Hafði á næsta fundi á undan komið fram tillaga í þá átt, en verið frestað til næsta fundar. Var tillagan í tveimur liðum, sá fyrri að fá á næsta þingi ákvæði inn í bæjarstjórn arlögin, er heimilaði hlutfallskosningu, og sá síðari um, að bæjarstjórnin tæki upp þá kosningaaðferð þegar að þessu sinni. Um fyrri liðinn voru roenn nokkurnveginn sammála, en greindi á um þann síðari. Benti forseti á, að þar sem lögin leyfðu ekki hlutfallskosn- ingu yrði hann að vera á móti því, að þær væru látnar fara fratn, fyr en lögunum hefði verið breytt og heim- ildarákvæðið sett þar inn. öðru máli gengdi, þó flokkarnir í bæjarstjórninni kæmu sér saman á lokuðum fundi um, hvernig nefndirnar skyldu skipaðar, en engin ósk hefði sér borist í þá átt. Ingimar Eydal viðurkendi, að forseti hefði lög að mæla, en vildi að santi- girnin fengi að ráða, úr því nú að svona stæði á, að lögunum mundi breytt á næstunro'. Forseti kvað sanngirnina ekki geta réttlætt lagabrot og kvaðst neita að láta hlutfallskosn- ingar fara fram á fundinum þó sam- þykt væri. Atkvæðagreiðslan fór þanu- ig, að fyrri liðurinn var samþyktur í einu hljóði en sá s'ðari með 7 atkv. gegn þrenmr. Forseti úrskurðaði, að kosið yrði með gamla laginu. Erl. Friðjónsson lýsti því þá yfir, að hann mundi sitja hjávið nefndarkosningarnar. Var þá vikið að forsctakosningum. Forsetí var endurkosinn Steingrímur Jónsson með 7 atkv., Ingimar Eydal fékk 3 atkv. og varaforseti sömuleiðis endurkosinn Ingimar Eydal með 9 atkv., Jakob Karlsson fékk 1 atkvæði. Erl. Friðjónsson gerði þá yfirlýsingu, að hann vildi enga ábyrgð bera á bæjarfógeta í forsetasætinu. Nefndarkosningarnar féllu þannig: Fjárhagsnefnd: Bæjarstjóri, Ragnar Ólafsson, Jakob Karlsson. Hafnarnefnd: Bæjarstjóri, Jakob Karlsson, Ragnar Ólafsson, og utan bæjarstjórnar: Bjarni Einarsson og Stefán Jónasson skipstjóri. Jarðeignanefnd: Bæjarstjóri. Sig. Ein. Hlíðar, Steingrímur Jónsson, Sveinn Sigurjónsson, Halldór Friðjónsson. Rafveitunefnd: Bæjarstjóri, Erlingur Friðjónsson, Jakob Karlsson, Ragnar Ólafsson og utan bæjarstjórnar Sigurður Bjarnason. Byggingancfnd: Bæjarstjóri, Kristján Árnason, Hallgrímur Jónsson, og utan bæjarsljórnar: Sigtryggur Jónsson og Sig. Biarnason. Veganefnd: Bæjarstjóri, Ingimar Eydal, Sig. Ein. Hlíðar. Vatnsveitunefnd: Bæjarstjóri, Óskar Sigurgeirsson, Erlingur Friðjónsson,

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.