Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.02.1925, Blaðsíða 2
2 ISI.ENDINGUR Rúgmjöl Hveiti Baunir Hænsabygg Maísmjöl Haframjöl hafa fyririiggjandi: Kaffi Kaffibætir Sykur Sveskjur Rúsínur Apricósur þurk. Epli þurkuð Gerduft Kartöflumjöl Kartöflur Laukur Mjólk. OFFICIAL JgRMIT NO. II f’ENNSYLVANíA GRADE CRUDE OIL ASSN. WAVERLY heimsfrægu Cylinder- og ;Smurnings- olíur ættu allir útgerðarmenn að nota framvegis. Æskilegt að fá pantanir sem fyrst. BRÆÐURNIR ESPHOLIN. Fátækranefnd: Bæjarstjóri, Halldór Friðjónsson, Steingr. Jónsson, Sveinn Sigurjónsson, Hallgr. Jónsson-. Húseignanefnd: Bæjarstjóri, Sveinn Sigurjónsson, Kristján Arnason. Brunamálanefnd: Bæjarstjóri, slökkvi- liðssljóri, Ód<ar Sigurgeirsson. Ingimar Eydal, Steingrímur Jónsson. Ellistyrkarsfóðsnefnd: Bæjarstjóri, Sveinn Sigurjónsson, Halldór Frið- jónsson. Sundnefnd: Bæjarstjóri, Óskar Sig- urgeirsson, Sig. Ein. Hlíðar. * Caroline Rest« nefnd: Sig. Ein. Hlíðar, Porsteinn Porsteinsson, Due Benediktsson. Verðlagsskrárnefnd: Erlingur Frið- jónsson með bæjarstjóra og sóknar- presti, sem báðir eru sjálfkjörnir. Heilbrigðisnefnd: Erlingur Friðjóns- son með bæjaríógeta og héraðslækni, sem báðir eru sjálfkjörnir. Sótivarnarnefnd: Sig. Ein. Hlíðar með bæjarfógeta og héracslækni. Spitalanefnd: Ragnar Ólafsson. Kjörstjórn: Bæjarstjóri, Ingimar Eydal, Steingrímur Jónsson. Kjörskárnefnd: Bæjarstjóri, Ingimar Eydal, Hallgrímur Iónsson, Bókasafnsnefnd: Guðm. G. Bárð- arson. Nefndirnar flestar kosnar með 6 atkv. 3 bæjarfulltrúar (Erlingur, Halldór og Hallgrímur) greiddu ekkí aíkvæði, einn (Ingimar Eydal) skilaði venjulegast auðum seðli og fjarverandi var Sig. Ein. Hliðar. OO Bókagerð og ótgáfa á Akureyri. N.l. ár hafa þau gleðitíðindi gerst, að lifsmark hefir sést á bókaútgáfu í höfuðstað Norðurlands. Hulda reið á vaðið með Myndirnar sínar og Kristín Sigfússdóttir kom á eftir. Þesssr and- legu hannyrðakonur fara vel o;> sóma- samlega í söðlinum, enda ríður hvor- ug »leiruna« á Pegasus. — Sr. Jakob Kristinsson rekur þessa lest með Skap- gerðarlist sinni, orðfár en orðhagur og orðheppinn rithöfundur. Síðastur kemur Margeir Jónssön með bæjanafna- skýringar úr Húnavatns- og Skagafjarð- arsýslum — sælgæfi sinnar tegundar. Pessir höfundar ríða allir í litklæðum. Á öðru leiti hillir undir mann á hesti litföróttum: Jónas nokkur Jónsson, kunnan fyrir misendis bl3Öagreinar. Parna hefir hann í þverpokanum Ný gkólaljóð, sem hann hefir valið úr kvæðabókum skálda vorra. Kennir margra skáldskapargrasa í kverinu, svo sem vænta má, því að maðurinn er óheimskur, og úr miklu er að velja, þegar frá mörgum skáldum er tekið í litla bók. Pó hefir valið mistekist að ýmsu leyti. Pað tel eg fyist, að allmikið er tekið eftir skáld, sem ekki yrkja við barna hæfi eða unglinga. Svo er um Bjarna antmann, Bólu Hjálmár, Grím á Bessastöðum, Stephan G. og Einar Benediktsson. Proskaðri hluti fulloið- ir.na manna hefir fult í fangi með að skilja þessi skáld, en barnameðfæri eru þau ekki. J. J. hefir limlest skáld- in, bryljað þiu í spað í þessa barna- skólasúpu sína og veit eg engin dæmi til slíkrar meðferðar. Annað rnál er það, þó vísur og kvæðabrot séu tekin og sett í ritgerðir, sem skráðar eru til þess, að skýra skáldskap manna. Pau dæmi era algeng. J. J. geiir þá grein fyrir þessu, að hann sé með því að koma skólalýönum á bragðið, vekja lystina. En því gengur hann þá fram hjá fjölda skáida, sem yrkir betur við barna og unglingahæfi en gömlu skáld- in og jafnvel að listfengi sem þau gcrðu ? Pessum skáldum steppir J. J. algerlega úr skólaljóðasafninu: Páli Ólafssyni, Guðm. Guðmundssyni, Sig- urði Sigurðssyni, Pál; Jónssyni, öllum kvenskálduni, ölluni alþýðuskáldum (að St. G. St. ogBólu-Hj, undanskild- um.) Maðurinn sem dillar tungubrodd- inum við alþýðuna, svo sem Tíminn ber vott um, sjálfur alþýðumaðurinn, gengur svona í þessari bók fram hjá sinni stétt! Ekki svo að skilja, að nokkurru skáldi þurfi að vera eftirsjá að því, þó þau sleppi við limlesting- ar. Engum sem yrkir, mundi vera kært, að vita tætlu af sér handvolkaða á skólabekk, eða þar á borð borna af sér smábita úr læri, lunga, lifur, nýra, hjarta, kjúku eða tá, eyrnasnepil, neíbrodd eða tungurót, Pó að margra skáldskapargrasa kenni í kveri þessu, eru þar meingallaðar vísur innan um og jafnvel léleg kvæði. Pessi umyrði skal eg nú rökstyðja. Ein vísa í kverinu er um Bólu- Hjálmar eftir Einar Hjörleifsson. Hún er á þessa leið: »Pví orð hans er þungt eins og græðisgnýr er gengur að ofsa veður, er himininn yfir hamförum býr, en hafaldan innganginn kveður. Aldrei það hrín eins og heimskingjans mál; þess hljómur er traustur og slyrkur; og það læsir sig gegnum líf og sál eins og Ijósið í gegnum myrku'-.* Vísan smellur vel í hl stunum í fyrsta kasti. En við aíhugun koma gallarnir í Ijós. Engin vísa er góð, sem endurkveður sjálfa sig — nerna svo sé, að endurlekningin sé til áhersiu eða rfmskrauts og er þá endurtekning- in oftast í vísulok. T. d. skal ig benda á niðurlag í Niðaróði eftir H. H. _ — »hvort fer um urðargrjót eða hellur, að er.ding fer það í djúpa hafið — í !iafið.« í iilfærðri vísu E. H. eru niargar endurtekningar, en ekki af góðii teg- und. Fjórða vísuorð er endurtekning þriggja fyrstu ijóðlína, því að iringang- urinn, sem hafaldan kveður, er vissu- lega sama sem græðisgnýr, þegar gengur að ofsaveður. Og allir vita, að þ á býr himininn, þ. e. loftið, yfir hamförum. Nærri má geta, að það mál, sem er þungt eins og græðisgnýr, hljómar ekki eins og mál heimskingja. »Pess hljómur er traustur og styrkur« — sú ljóðlína er áður sögð með orð- unum: »mál hans var þungt eins og græðisgnýr*. Hún er bláber upp- fylling. »Og það læsir sig gegnum líf og sál, e!ns og ljósið í gegnum myrkur* er ekki vel sagt. Smýgur gegn um merg og bein er miklu betra orðatiltæki og algengara. »Hvert stynj- andi næturhljóð nístir mig í gegn« segir H. H. Gengur í gegnum mig, segja menn, en ekki hitt, að eitthvað læsi sig gegnum iif og sál, svo sem nærri má geta, því að enginn veit hvort líf og sál er tvent eða ekki. Þrjár fyrstu Ijóðlínur þessa erindis eru vel kveðnar, en fimm vísuorðin þar á eftir vankantasmíð. Og þetta tekur J. J. í úrvalið! Hafi J. J. viljað I o f a Bólu-Hi. með kvæði, þá var þess kostur. Mattfiías hefir kveðið um hann einkenn'legt og goít kvæði. Og índriði á Fjalli snild- arlegt Ijóðmæli. Ef J. J. hef r ekki vitað urrt það, þá er það hans skuld, því að hann fréttir það, sem þó er í meira lágmæli, en Ijóðagerð Pingey- inga — þ. e. a. s. aumasta og leiðin- legasta baðstofuhjal í fjarlægustu sveit- um. Svo smáriðna nót hefir forvitni þessa rithöfunda til fyrirdráttar síns, þegar hann fiskar í gruggugu vatui. J. J. hefir tekið »Börnin í Hvanitn- kntic eftir Matthías. Bogi tók það í Sýnisbók sína um árið, et c-g rr.an rétt. Pað er samt lítilsháttar kvæði í samanburði við ýms kvæði M. J. »Dauðinn er lækur en lífið er strá.c Pelta er uppistaða kvæðisins. Skáldið mik!a frá Nasaret líkti llfinu við vatn og endurfæðingunni við þvott úr vatni. Og spámennirnir, sem voru stórskáld, gerðu slíkt hið sama. Lækur, sem er gerður af hreinurn uppsprettum er ó- heppilegt tákn dauðans, þrátt fynr það, þó að gott skáld tvístígi á lækjarbakk- anum með snjöllum orðum. Fratnh. 6uðm. Friðjónsson. CC Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 3. febr. Útlend: Stórpólitiskur samningur nýgerð- ur milli Rússa og Japana. Japanar fá forréttindi til að hagnýta olíu- lindir á eyjunni Shachalin og kola- námur í Síberíu. ,Er þetta talinn fyrirboði nánara sambands tnilU þessara þjóða og ef til vill einnig Kínverja. Bandartkjamenn og Bretar eru áhyggjufullir út af þessu. Hjalmar Branting, stjórnarformað- Jaijðarför Davíðs Ketilssonar fer fraiti niánudaginn 9. þ. m. frá heimili hans, Hafnarstræti 20, og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Aðstandendurnir. ur Svíþjóðar, er farinn frá völdum uni stundarsakir vegna heilsubilun- ar. Sandler verzlunarmálaráðherra er settnr forsætisráðherra fyrst um sinn. Bretakonungur gerir Asquith, for- ingja frjálslynda flokksins, að »jarli af Oxford« fyrir störf hans í þágu ríkisins. Mælist hvívetna mjög vel fyrir. Fregnir frá Moskva herma, að Trotsky leiti sætta við miðstjórn Kommúnista, og bjóðist til að starfa fyrir flokkinn, en stjórnin vantreySti honum og útiloki hann sennilega frá öllunt störfum. Símað er frá Berlín, að Luther ríkiskanzlari hafi haldið blaðamöpn- um samsæti og svarað ræðu, er Herriot forsætisráðherra Frakka hélt nýlega um afstöðu bandamanna gagnvart Þýzkalandi. Herriot hélt því fram, að Þjóðverjar hefðu ekki uppfylt afvopnundtskilyrðin og bæri því að sýna varkárni í viðskiftum við þá. Luther kveður hróplegt ranglæti, að ásaka Pjóðverja; setu- liðstíminn liafi ranglega verið fram- lengdur, og tortrygnin milli land- anna sé stórskaðleg fyrir alla. Jafriaðarmenn í Berlín héldu ný- lega útifund, til að mótmæla nýju sljórninni. Sló í ryskingar og særð- ist fjöldi manna. Símað frá Chicago, að vegna upp- skerubrests hafi hveiti hækkað stór- kostlega í verði. Vitfirringslég hveiti- kaup í kauphöílinni. Brauð er þeg- ar orðið dýrara í París og Lundún- um en dæmi eru ti! áður. Sendiherra Frakka í Leningrad segir, að stolið hafi verið úr sendi- herrahöllinni þar húsgögnum, silfur- munitm og málverkum fyrir 50—100 milj. franka. Höllin hafi staðið auð árum saman. Rvík 4. febr. Frá Moskva er símað: Eftirinatuii Trotskys í hermálaráðherrastöðunni hefir verið vikið frá, af því að hann var álitinn óhollur flokknum. Sino- vioff tekur við stöðunni. Frá París er símað: Varaforseti franska þingsins ásakar Pjóðverja f blaðagreinum fyrir, að þeir byggi flugvélar og hagi flugæfingum þann- ig, að flugvélunum megi fyrirvara- laust beita til hernaðar. Grein hans hefir vakið hræðslu og tortrygni um alt Frakkland. Samningurinn milli Japana og Rússa er álitinn stærsti heimspóli- tiski viðburðurinn, eftir að friður vai' saminn í Versölum. Er af sum- um álitið, að Japanar hafi lofað Rússum hlutleysi í hernaði, en það er talið andstætt aGenf-samþyktinni Heimsins beztu Sun-made-nísínur °g ágætt hoilenskt Cacac fæst í Qeysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.