Íslendingur


Íslendingur - 20.02.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.02.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 20. febrúar 1925 9. tölubl. Varalög- reglan. í síðasta Vm. er 5 dálka löng grein um varalögregluna fyrirhug- uðu, og þó að aðeins eitt »K« standi undir henni, mun það litlum efa bundið, að höf. hennar er Ein- ar Olgeirsson cand. phil., enda hefir 5>K«-markið venjulega auðkent kom- múnista-skrif hans, og grein þessi er sannarlega af því taginu. Og hún er að mestu endurtekn- ing á ræðu þeirri, er E. O. flutti á^iögreglu-aðstoð, er me"ð þyrfti, sem mikið vit og sanngirni það er, að gera samjöfnuð á herþjónustu er- lendra ríkja og varalögreglu þeirri, sem hér er ráðgerð. En einhverjir kunna nú að segja serri svo: Úr því ekki er ætlast til meira af varalögreglunni en þessa, því er þá verið að stofna til henn- ar? Góðir borgarar mundu af sjálfs- dáðum gera það, sem varalögreglan yrði kvödd til að gera. — Víst mundu þeir gera það, en það, sem unnið er við að fá varalögregluna er það, að bakhjarlinn, sem lög- gæzlan fengi, yrði tryggari, þar sem fyrirvaralítið °væri hægt að fá þá Alþýðuflokksfundinum um daginn"* og fsl. gat um síðast; sömu blekk- ingarnar og sömu staðleysurnar um frumvarpið og sömu aðdróttanirnar í garð valdhafa þjóðarinnar og þar gafst að heyra. Parf því ísl. í raun- inni fáu við þaðað bæta, sem síð- asta blað hans hafði að flytja um málið. Pað væri þá helzt blekkingamar um s>herínn«-. Greinarhöf. segir, að frumv. miði að því, að koma á herskyldu og herliði í landinu og eigi »herinn« að verða fjölmennari »en nokkur fastur her stórveldanna í Evrópu«, eftir hlutföllum skoðað, og kveður hann þetta því hlægilegra, sem þjóð- irnar í kring séu að reyna að draga úr herbúnaði eftir mætti. Pað mætti ætla, að mentaður og sigldur mað- ur, eins og E. O. er, gæti gert greinarmun á herliði og lögreglu, og líkurnar eru, að hann geti það, en það »passi ekki í hans kram« að gera það. Þar sem herskylda er, eru menn á vissum aldri kvaddir til herþjón- ustu um tveggja til þriggja ára tíma. Peir eru teknir frá heimilum sínum og friðsömum störfum til þess að læra herbúnað og vopnaburð. Og þeir geta orðið fallbyssu-kjöftunum að bráð, þegar minst varir. — Vara- lögregluliðinu fyrirhugaða er ætlað að vera til aðstoðar lögreglu kaup- staðanna, ef nauðsyn b'er til. Menn eru ekki kvaddir til þjónustu fleiri eða færri ár í samfellu, eins og þar, sem herskyldan er, og ekki til þess, að Iæra vopnaburð og heræfingar; eina kvöðin, sem gerð er, er sú, að rétta föstu lögreglunni hjálparhönd, ef hún er hjálpar þurfi, til þess að halda uppi landslögunum; þessi kvaðning getur kanske komið fyrir einu sinni eða tvisvar á ári, máske líka aldrei, en þó hún komi oftar fyrir, þá verður »þjónustan« aldrei löng; menn verða ekki teknir frá heimilum sínum í vikur og mánuði, ekki einu sinni nokkra daga; — nokkrar klukkustundir yrði að lík- indum öll þjónustan, því að þótt eitthvað væri á ferðum, sem þarfn- aðist varalögreglunnar lengur, mundi henni flokkað þannig, að »þjón- ustutíminn« yrði sem styztur fyrir hvern flokk, svo að engum yrði 'þyngt tilfinnanlega með þjónust- unni. — Má af þessu sjá, hversu ¦ AKUREYRAR B IO Laugardagskvöld- og í síðasta sinni sunnudagskvöldið SUMARGLEÐI, kvikjnynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkin eru leikin af ýmsum beztu kvikmynda- leikurum Ameríkumanna. Miðvikudagskvöld: ELDORADO, ^6 þátta kvikmynd frá Spáni, leikin af víðfrægum leikurum. Sýningar byrja kl. 8x/2. annars tæki talsverðan tíma að fá safnaða saman. Svo er og hitt, að það mun afira mönnum ekki all-Iítið frá ofbeldisverkum og yfirgangi, að vita öfluga Iögreglu á takteinum. Og ekkert mun það ríki undir sólinni nema ísland, þar sem stjórn ríkisins hefir ekki annaðhvort her eða lögreglu undir sínum umráðum til þess að geta' trygt Iöghlýðni í ríkinu og þegnunum þá vernd, sem ríkið er skylt að veita borgurum sínum. Væri gaman, ef hr. Einar Olgeirsson vildi behda á nokkuð annað ríki en hið íslenzka, se'm er jafn vanmáttugt á þessum sviðum. Ekki getur hann sótt fordæmið til Rússlands, því þar er öflugur her og eykur kommúnistastjótnin hann stöðugt. Greinarhöf. talar mikið um kostn- aðinn, sem verði af varalögreglunni og ríkinu sé ætlað að borga, og lætur í veðri vaka, að hann verði gífurlegur, því launa eigi »general og offisera«. Eftir því, sem ísl. hefir frétt, er allur kostnaðurinn áætlaður innan við 10 þúsund krónur, og getur það ekki talist mikið — varið til lögreglumála. Ætlunin mun því ekki, að hafa fastlaunaða yfirmenn við varalögregluna, heldur gjalda þeim þóknun eftir þeim þjónustu- tíma, sem þeir leggja fram. Pá finnur greinarhöf. frumvarpinu það til foráttu, að refsiákvæði séu í því fyrir brot á lögunum. Hvaða lög eru það, sem hafa ekki refsi- ákvæði gegn því, að þau séu brot- in? Pau lög verða víst fyrst til þegar kommúnistarnir verða lög- ' gjafar þjóðarinnar. Annað í grein þessa »K« hefir ísl. áður hrakið, pg telur óþarft, að endurtaka það, að rninsta kosti ekki að þessu sinni. Og frekari úmræð- ur um þetta varalögreglumál mun hann láta bíða, þar til hann hefir séð greinargerðina fyrir frumvarp- inu og fengið nánari vitneskju um fyrirhugaða starfshætti lögreglu- liðsins. Gjörhygli og umburðarlyndl hins sanntrúaða jafnaðarmanns. „Hver sá, 'seni ekki veröur jafnaðar- maður (þ. e. eiiis og eg sjálfur) við að kynna sjer stjórnmál — hann er fífl." Bernhard Shaw, Bannmálið. í 6. tbl. íslendings er grein um bannmálið, og er þar vikið að tillög- um þeim í þessu máli, sem eg bar fram á þingmálafundinum um daginn og samþyktar voru nærri því í einu hljóði. Greinarhöf. segir, »að ema tillagan, sem samþ. hafi verið á þingmálaf. kaupstað., sem eigi sé hægt að telja kjósendum til sóma, sé tillagan um bannmálið.« Nú er svo að sjá sem ritstj. Islehd- 'ngs telii sig vita betur en alla þd, er saniþyktu HllögU mína, hvað sé rétt og sómasamlegt. Petta er víst einstakur sómsmaður, en eg tek hann eigi gildan sem yfirdómara í þessum efnum og það munu heldur eigi gera þeir, er samþyktu tillögu mína á fund- inum. Pá talar ritstj. um tilfinningar og hita í sambandi við bannmálið og bregður almenningi, eífir því sem mér skilst, um það, ai hann gleypi við vitleysum i þessu máli frekar en i öðrum. En það eru »bannhetjurnar«, að ritsljórans áliti, sem leika á al- menning. Þetta eru talsvert þungar ásakanir í garð almennings og »bann- hetjanna*, en eg fæ eigi séð, að þær séu reistar á rökum. Bannmálið var rætt hitalaust,á fundinum um daginn, og í engu máli, að undanteknu heilsu- hælismálinu, kom fram jafn eindreginu vilji eins og í því. Þessi eindregni vilji kjósendanna í bannmálinu er svo stimplaður af ritstj. íslendings sem »hiti og tilfinningar«, er eigi styðjist við »kalda rósemi«, eins og hann órðar það. Pví næst segir ritstjórinn, »að Bryn- leifur Tobiasson stórtemplar hafi feng- ið fundinn til að samþykkja einhverja hina varhugaverðustu tillögu í bann- málinu, sem ennþá hafi fram komið«. Þetta orðalag er einkennilegt. Það er eins og að eg hafi eigi þurft annað en sýna mig og bera fram tillögu, til þéss að hún yrði samþykt. Fundurinn hafi í blindni gleypt við öllu, er kom úr þeini átt. Samkvæmt þessu er eg slíkur áhrifamaður hér í bænum, að eigi getur aðra meiri. Én eg get sagt ritstj. íslendings, að þetta er altof mikið hól um mig. Mikill meiri hluti kjósenda í Akureyrarkaupstað voru eindregnir og sannfærðir bannmenn, áður^en eg kom hér til bæjarins, en hins vegar bættist þeim góður liðs- maður í hópinn, þegar eg kom. og margir góðir bannmenn hafa bætst við á síðari árum. Pá kem eg að tillögunni sjálfri, sem hann kallar varhugaverða. 1. Konsúlarnir. Ritstjórinn kallar það hletgiíegt, að fara fram á að afnetna heimild sendiræðismanna erlendra ríkja, til þess að flytja inn áfengi. Þetta sannar ekkert um fánýti málsins.' Því að hvað er hlægilegt? Eg býst við, að ritstj. íslendings þekki enga algilda skýrgreiningu (definition)! á því. Og sleppum því þesskonar masi. Ritstjórinn segir, að bHstaður sendi- ræðismanna eriendra ríkja hér sé hluti þess ríkis, sem þeir eru fri (réttara: sem þeir vinna fyrir) og lögum þess háður. Þetta er alveg rétt, og er mér þetta löngu kunnugt. Það er enn- fremur rétt, að lögregla hér má eigi gera aðsúg eða leita í hýbýlum þeirra. En þar með er eigi sagt, að þeir megi flytja alt, sem þeim sýniat, inn á þetta svœði, sem er hluti ríkis þess, er þeir vinna fyrir. — Pað liggur í hlutarins eðli, að íslenzkt löggjafavald getur bannað sendiræðismönnum er- lendra ríkja innflutning áfengis eða annara vörutegunda. Eg skal taka það fram, að tivorki eg né aðrir þeir, er að tillögunni standa, gerumst til þess að gruna hina virðu- legu sendiræðismenn um græsku, þ. e. að þeir misbrúki heimildina um inn- flutning áfengis. Það gerir enginn að óreyndu, en vér viljum eigi að síður nema heimildina tír lögum, að- eins samrœmis vegna. Vér heimtum undantekningarlaust aðflutningsbann áfengis. Og þess er vænst af hinum virðulegu sendiræðismðnnum erlendra ríkja, að þeir leggi eigi kapp á að halda þessari heimild; þeim er vænt- anlega kunnur vilji þjóðarinnar í þessu máli og að lögin eru bygð á honunt. Þeir einir, sem hægt er að kalla sendiræðismenn (consules missi)erlendra ríkja hér nú, eru ræðismenn Dana og Norðmanna. Nú er Noregur bann- ríki, og verður að teljast ólíklegt, að sendiræðismaður norska bannríkisins gerist til þess að fara fram á að flytja áfengi inn í íslenzka bannríkið. Þá er eftir sendiræðismaðurinn danski. Vér væntum svo góðs af þessum viður-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.