Íslendingur


Íslendingur - 20.02.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 20.02.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR Hveiti Hafragrjón Rúgmjöl Hrísgrjón Sagógrjón Kartöflumjöl hafa fyrirliggjandi: Maísmjöl Kaffi Sykur Rúsinur Sveskjur Epli purkuð Mjðlk Suðusúkkulaði Átsúkkulaði Kakao Export Spil lega fulltrúa vorrar kæm bræðtaþjóðar, að.hann haldi eigi ti! streitu kröfu um innflutning a'fengis hingað, þegar hann veit, að hinu íslenzka bannríki er áhuga- mál að nema heimildina úr gildi sam- rœmis vegna. 2, Skipavínið. Ritstjórinn telur ó- gerning að banna íslenzkum millilanda- skipum að hafa önnur vín til neyzlu hér við land eða í millilandaferðum en þau, sem heimiluð eiu með Spán- arundanþágunni. Vér krefjumst þess, að íslerizk skip undir íslenzkum fána hafi eigi þau vín á boðstólum, er bannað er að flytja til landsins. Ritstj. álítur, að af þessu mundi leiða fjár- hagstjón fyrir Eimskipafélagið. Telur hann, að skip Eintskípafélags- ins yrðu eigi lengur samkepnisfær um iarþegaflutning við skip sameinaða fé- lagsins, ef vín væri eigi um hönd haft á þeim. Hann bætir því við, að vín- mennirnir mundu sneiða hjá íslenzku skipunum og kjósa fremur að sigla með útlendum skipum, því að þar væri þó vætan fáanleg. — Aldrei held eg, að íslerizkir vínmenn og and- banningar hafi verið slegnir knýttari knefa á nasir en ritstj. íslendings gerir í þessari grein. Rað liggur við, að eg vorkenni þeim, og telji þennan dóm of harðan, og er eg þó sannar- lega ekki kominn á vettvang til þess að skjóta skildi fyrir þá. Deltur -ritsfj. ísl. það í hug, að nokkur íslendingur sé svo ræktarlaus við land sift, að hann mundi sneiða hjá íslenzkum skipum aðeins vegna þess að þar er eigi að fá sterka drykki? Hefir hann gert sér Ijóst, hvaða dóm hann með þessu fellir um íslenzka vín- menn og andbanninga? Eftir þessum ummælum ættu að vera margir menn hér meðal vor, sem mela meír áfengi heldur en hagsmuni sinnar eigin þjóð- ar, hagsmuni þess félags, sem er eftirlæti þjóðarinnar. Eg vil benda rilstj. á, að margar kvartanir hafa kom- ið fram um drykkjuskap á íslenzkum skipum frá friðsömuin og bindindis- sömum farþegum, en eg hefi aldrei heyrt kvarfanir í gagnstæða átt. En hann minnist ekkert á þetta, og er það skiljanlegt. Eg þykist vita, að hann muni svara mér eitthvað á þá leið, að útlend- ingar muni þá sneiða hjá íslenzku skipunum vínlausu, hvað sem íslend- ingum líði. En þá spyr eg hann: Eigum vér íslendingar að sníða lög vor fyrst og fremst eftir geðþótta nokkurra útlendinga? Rað er ekki leiðin til þess að afla þjóð vorri trausts og halds út á við, að kvika frá lög- um og landsrétti, í hvert sinn sem útlendingurinn lætur til sín heyra í andúðartón. Vegurinn til þess að afla oss virðingar annara þjóða og trausts •'ggur gegnum sigurhlið festunnar og einlægninuar við lög og landsrétt. 3. Lœknavinið. Ritstjórinn vill »tak- marka« heimild lækna og lyfsala til að selja áfengi eftir lyfseðlum og*»gera eftirlitið fullkomnara en það nú er,« en hann færist eigi í fang að skýra lesendum sínum frá, hvernig þetta tnegi verða, svo að bót verði ráðin á núverandi ástandi. Eg skil því eigi, hvað vakir fyrir ritstj. í þessu efni, en i aðalatriðunum erum viðsammálaum þenna lið. — 4. tSpánverfar og efíirliiið. Um þenna lið er ritstjórinn mér samrnála, og fær það mér auðviíað fagnaðar, að þessi þjóðmálaleiðtogi skuli snúast á sveifina með bannmönnum í þessu efni. Oreininni lýkur hann með orðinu »þjóðarskömm«. Hann klifar á því, sem hefir heyrst æði oft áður, að það eigi að afnema bannlögin, af því að þau séu brotin, og að þau séu þjóð- arskömm, af því að þau séu brotin. Retta hefir verið marghrakið, bæði fyr og síðar. — Samkvæmt þessu ætti að afnema tíu boðorð guðs. Allir vita, að þau eru meira og minna brotin. Samkvæmt þessu ætti að afnema kristna kirkju, af því að kenningum þeim, er hún fylgir og boðar, er eigi fram- fylgt, nema í mjög ófullkomnum stíl. Og svona mætti lengi halda áfram. Nei, ritstjóri góður! Bannhreyfingin er að hefja sigurför um veröldina. Alþjóða- fundir, einn eftir annan, eru haldnir um málið. Og öllum kemur saman um, að baráttan fyrir útrýmingu áfengis úr heiminum sé merkilegasti þátturinn í viðreisnarbaráttu mannkynsins á vorum tímum. Akureyri, 5. febr. 1925. Brynleifur Tobicisson. Aths. ritstj. Rað er misskilningur hjá hr. Bryn- leifi Tobiassyni að ritstj. ísl. álíti hann slíkan áhrifamann, að hann þurfi ekki annað en sýna s!g og bera fram til- lögu til þess að hún verði samþykt; ekkert er fjarlægara skoðun ritstj. en einm!tt það, enda hefir það svo mörg- um sinnum sýnt sig áður, að hr. B. T. hefir ekki sigrað, þó hans göfuga persóna hafi blasað við sjónum áheyr- endanna frá ræðupallinum. En að bera frarn tillögu í bannmálinu á bann- manriahlið hér á Akureyri og fá hana samþykta, er álíka vandamikið og að fá 6 ára gamlan krakka til að eta sætindi og vita allir, hversu örðugt það er. Og að heilbrigð skynsemi fái ætíð notið sín í jafnmiklu tilfinn- inga- og hitamáli sem bannmálið er, — hvað svo sem hr. B. T. segir um það, munu fleiri verða til að véfengja en ritstj. ísl. Rá fær hinn virðulegi Stórtemplar Brynleifur Tobiasson ekki skilið, að það geti gert þing og þjóð hlægilega að afnema víninnflutningsheimild er- lendra ræðismanna. Ritstj. ísl. fær ekki að því gert, þó hr. B. T. sé skilnings- sljór á þessu sviði, en fyrir augum flestra mun það sýnast hlægilegt, að kotríkið íslenzka fari að setja sig upp á móti alþjóðalögum og rétti. Og ekki myndi ritstj. ísl. öfunda hr. B. T. af, að verja það tiltæki frammi fyrir alþjóðafundi, t. d. fundi Alþjóðabanda- lagsins í Genf. Ritstj, ísl. leyfir sér að fræða hr. B. T., um það, að sendiræðismennirnir, sem hér á landi eru nú, eru þrír tals- ins, en ekki fyeir, eins og hann segir; gleymir Stórtemplarinn franska ræðis- 1 manninum og mun hann þó sá þeirra, er mest flytur inn af vínum og hefði því átt að vera hr. Stórtemplaranum kunnastur, og þá sem sá er sízt mundi una því, að réttur væri á sér brotinn. Hvað skipavininu viðvíkur, þá vill ritstj. ísl. benda á, að framkvæmd r- stjóri Eimskipafélagsins hefir tdið nauð syn á því, að skip félagsins héfðu átenga drykki til neyzlu í millilanda- ferðum, því annars væru þau ekki samkepnisfær um farþegaflutning við skip Sameinaða félagsins. Og hvernig svo sem hr. Stórtemplaranum þóknast að líta á málið og túlka það, munu orð framkvæmdarstjórans vega meira hjá ölium þeim, sem bera hag Eim- skipafélagsins fyrir brjósti, og í þeirra augum hlýtur sú tillaga að vera var- hugaverð, sem miðar að því að skaða félagið. ísl. sagði um daginn, að lög, sem værn fótum troðin og ríkið væri van- máttugt að halda uppi, væru verri en engin lög, þau væru (ajóðarsköinm. Hr. B. T. heimfærir þetta uppá bann- lögin, látum svo vera; hann ætti að vera framkvæmdum þeirra kunnugur; en samanburður hans á kristinni kirkju og bannlögunum er ekki sem heppi- iegastur fyrir málstað hans. Hann segir, að ef afneina ætti bann- lögin vegna þess að þau séu brotin, þá ætti samkvænt því að afnema kristna kirkju, af því að kenningum hennar sé eigi framfylgt nerna í mjög ófull- komnum stíl. Hér á landi er t:úar- bragðafrelsi eins og hr. B. T. ætti að vera kunnugt, og prestar og aðrir kenni- menn mega teygja trúarbragðalopann eftir vild sinni, og almeuningur má trúa því sem honum sýnist; hcr er þvi frelsið i fylsia skiiningi orðsins, en innan ramma bannlaganna verður það ekki séð, þó leitað væri með logandi Ijósi. Sjálfsákvörðunarréltur einstaklinganua, sem trúarbragðafrelsið viðuikennir í fylsta máta, er algerlega úthýst í bannlögunum. Röksemdafærsla virðulegs Stórtemplars er því alger meinloka. »Bannhreyfingin er að hefja sigur- för sína um verö!dina« — segir hr. B. T.; má vera að salt sé, en skyldi það þá ekki einmitt vera af þeim or- sökuni að nú bergmála land úr' landi, í blöðum og frá ræðupöllum þessi alvöruþrungnu ásökunarorð: Heimur versnandi fer! OO Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) Rvík 18. febr. Útlend: Nýtt fjársvikamál komið upp í Pýzkalandi, nokkurskonar eftirhreyta frá stríðsárunum. Páverandi póst- málaráðherra lánaði 15 miljónir gull- marka af póstfé, gegn ónýtri trygg- ingu, manni, sem socialdemokratar studdu. Póstmálaráðherrann, Höfler, handtekinn, einnig Richter lögreglu-' • stjóri í Berlín, einn helzti social- demokrati. Socialdemokratar í Frakklandi heita Herriot stuðningi, á meðan hann fylgi stefnu og gæti hagsmuna flokksins. Blaðið »Lokalanzeiger« segir, að Rússar og Japanar ákveði í nýgerð- um samningi, að þeir heiti Kína 200 þús. manna her, verði ráðist á þá af Evrópustórveldi eða Banda- ríkjunum. Kaupdeilur í Stokkhólmi. Um 130 Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðartör föður okkar og tengdaföður Davíðs Ketilssonar. Hallgr, Davíðsson. Sigríður Davíðsson. Jtús. verkamenn í ýmsum iðngrein- um eiga í deilum við vinnukaup- endur. banni. rríálum Vinnukaupendur hóta verk- Stjórnin reynir að miðla Rvík 19. febr. Hræðilegt námuslys varð nýlega í bænum Dortmund á Pýzkalandi, köfnuðu 130 manns í námunni. Frá Lundúnum er símað, að Ratnsey MacDonald hafi flutt frurn- varp í enska þinginu til Jaess að koina tollverndunarfrumvarpi Bald- wins-stjórnarinnar fyrir kattarnef, en að fruinvarp hans hafi verið felt með miklum atkvæðamun. — Georg Bretakonungur veikur. Snælduskip Flettners hins þýzka hefir farið á 4 dögum frá Kiel til Firth of Forth á Skotlandi; áður hafði Joað farið reynsluferð um Aust- ursjóinn. Dómar manna misjafnir um framtíð slíkra skípa, þó kerfið í sjálfu sér sé sannað. Frá París er símað, að Herriot forsætisráðherra Frakka og Chamber- lain utamíkisráðherra Breta geri upp- kast að öryggissamþykt, sem á að vera einskonar millispor milli venju- legs hernaðarbandalags og Genf- afvopnunarsamþyktarinnar. Aáá bú- ast við, að allir aðiljar skrifi ekki undir samþykt þessa. Tilgangurinn er, að fá öll nágrannalönd Þýzka- lands til að standa sameinuð gegn árás frá því. Frá Helsingfors er símað: Re- Iander landshöfðingi er gerður rík- isforseti. Innlend. Konan í Skyttudal í Húnavatnss. Rósa Helgadóttir, varð úti í sunnu- dags-stórhríðinni. Hafði verið ein heima í bænum og farið að ná í fé, er úti var, er hríðin skall yfir. (Rósa var ættuð héðan úr Eyjafirði, systir Kristjáns Helgasonar verzlunarmanns við Kaupfél. Eyf.). Nánari atvik að slysunum á Flesju- stöðum kunn. Börnin voru send að sækja hesta, rétt fyrir utan tún- garð. Óveðrið skall yfir. Faðir barnatina fór að leita þeirra og fann þau, en viltist í hrfðinni og hraktist í 9 tíma. Börnin dóu bæði í hönd- um hans. Um miðnætti náði hann nágrannabæ. Konan ein í bænum í sólarhring. Veðrið var svo mikið á þessum slóðum, að 19ferðamenn í hóp treystust ekki að halda áfram eftir þjóðveginum. Hestum þeirra skelti niður margsinnis. Að tilhlutun Listavinafélagsins verður að líkindum haldin mikil sýn- ing í Reykjavík í vor, á 300 dönsk- um listaverkum, aðallega málverkum. Búist við, að síðar verði sýning haldin í Danmörku á íslenzkum listaverkum. M u n i ð! að T Ó B A K Og S Æ L G Æ T I er ávalt bezt að kaupa í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.