Íslendingur


Íslendingur - 27.02.1925, Qupperneq 1

Íslendingur - 27.02.1925, Qupperneq 1
 Talsími 105. XI. árgangur. Akureyri, 27. febrúar 1925 10. tölubl. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld og í síðasta sinni sunnudagskvöldið ELDORADO, 6 þátta mynd frá Spáni, leikin af víðfrægum leikuruni. Miðvikudagskvöld: í frumskógum Ameríku. Mynd í7 þáttum. í aðalhlutverkinu hin heimsfræga PRICILLA DEAN. Myndin er stórkostleg og afar-spennandi. I Sýningar byrja kl. 872. HeiIsuhælisfélaq NorðuHands. r A v a r p . Norðlendingar! »Heilsuhælisfélag Norðurlands« var stofnað hér á Akureyri sunnu- daginn 22. þessa mánaðar. Tilgang- ur þess er sá, að beitast fyrir því, að reist verði heilsuhæli á Norður- landi svo fljótt sem framast er unt. Á stofnfundinum gengu þegar í fé- lagið 340 manns. Næstu daga verð- ur hafinn undirbúningur almennrar þátttöku landsmanna í félaginu og almennrar fjársöfnunar í heilsuhæl- issjóðinn. Við undirrituð, sem vor- um á stofnfundinum kjörin til þess að hafa með höndum stjórn og íramkvæmdir félagsins næsta ár, viljum hér með leyfa okkur að gera, í eftirfarandi línum, almenningi grein fyrir málinu. Viljum við þá fyrst drepa nokkuð á fyrirhugaða skipu- lagshætti félagsins og greina síðan frá þeim ástæðunum, sem krefjast einhuga samtaka manna og skjótra framkvæmda í þessu velferðarmáli þjóðarinnar. Á stofnfundinum setti félagið sér eftirfarandi Lög Heilsuhælfsfélag Norðurlands. 1. gr. Félagið heitir „Heilsuhælisfélag Norð- urlands" og er tilgangur þess að vinna að pví, með fjársöfnun og á annan hátt, að heilsuhæli fyrir berklaveika verði reist á Norðurlandi svo fljótt, sem unt er. Pegar þessu takmarki er náð, verður fé- lagið deild í „Berklavarnafélagi íslands". 2. gr. Félagsmenn geta allir orðið, karlar og konur, ,er greiða árstillag til félagsins. Upphæð árstillags ákveður hver félags- niaður sjálfur, fyrir eitt ár í senn. Pö minst 2 krónur. Hver sem ekki greiðir árstillag, skoðast genginn tir félaginu. Pó telst sá æfifélagi, er eitt sinn hefir greitt minst 100 kr. árstillag. 3. gr. Félagsfundi skal halda á Akureyri, að- alfund einu sinni á ári, fyrir miðjan marz- mánuð, og aukafund pegar stjórninni þykir jDörf á eða ininsta 50 félagsuienn krefjast* pess skriflega. Stofnfundur er fyrsti að- alfundur félagsins. Stjórnin boðar lil funcja með auglýs- ingu i blöðuin Akureyrar og hæfileguni fyrirvara. Hver fundarmaður er eitt atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Pó þarf 2/a allra atkvæða fundarmanna til lagabreyt- >nga, enda sé tillögu um Iagabreyting getið i fundarboði.. Fundarbók, undirrituð af kjörnuni fund- arstjóra og fundarskrifara, er full sönnun fyrir gerðuni fundarins. 4' 8r- Stjórnina skipa 3 menn, kosnir á aðal- fundi til 1 árs í einu, formaður og tveir meðstjórnendur. Við hlið stjórnarinnar er framkvæmda- nefnd, skipuð 7 mönnum, kosnum á að- alfundi til eins árs. Á sama hátt skal kjósa varaformann °g einn varamann i stjórn og tvo i fram- kvæmdanefnd. Stjórn og framkvæmdanefnd hafa á hendi öll ráð og*framkvæmdir félagsins milli funda og skulu allir sanmingar stjórnar- innar skuldbindandi fyrir félagið. Pó get- ur stjórnin engar fjárkvaðir lagt á félags- menn umfrain lofuð árstillög. Að öðru leyti skiftir stjórn og fram- kvæmdanefnd sjálf með sér verkum. 5. gr. Ársreikning félagsins skal fullgera eftir lok hvers almanaksárs. Skal hann endurskoðaður af tveim mönnum, kosn- um á aðalfundi árið áður, og siðan úr- skurðaðir á næsta aðalfundi. 6. gr. Nú jiykir ráðlegt að slíta félaginu og fer pá um félagsslit og ráðstöfun á eignum þess sem um lagabreytingar. Svo er til ætlast, að sveitir og landshlutar, sem vilja beita sér í þessu máli, stofni félagsdeildir, sem starfi að fjársöfnun og framkvæmd- um á skipulegan hátt, eftir því sem við verður komið og eftir því sem nefncjum deildum og stjórn og framkvæmdanefnd félagsins kemur saman um. Sókn manna' á fundi félagsins er algerlega frjáls og ó- bundin. Afl atkvæða ræður úrslit- um mála. Aðstaða félagsmanna til þess að hafa áhrif á úrslit mála er því jöfn að öðru en þeim mismun, sem stafar af mismunandi íjarlægð félagsmanna frá miðstöð félagsins. Orsakirnar til þess, að nú er hafist handa um byggingu Heilsuhælis Norðurlands eru margvíslegar og knýjandi. Skulu hér taldar hinar helztu: Það er álit lækna, að berklaveikin fari í vöxt hér á Norðurlandi. Áður hefir hún verið þessum landssvæð- um ærið þung í skauti, orsakað ægilegt mannfall og margháttað böl, eins og víðar á landinu. Pörfin á sterkum vörnum gegn vaxandi á- gangi veikinnar verður augljósari með hverju ári, sem líður. Vegna berklavarnalaganna og ókeypis sjúkrahússvistar fyrir berkla- veika menn, hefir aðsóknin að sjúkra- húsinu á Akureyri vaxið svo stór- kostlega á síðustu árum, að til vand- ræða horfir. í sjúkrahúsinu munu nú dvelja um 40 til 50 berklasjúkir menn af um 60, sem húsið rúmar. Húsið er þannig bygt, að það er á engan hátt til þess fallið, að vera berklasjúkrahús. Pað getur alls ekki, þrátt fyrir ósleitilegt starf lækr.isins og hjúkrunarliðsins, fullnægt þeim kröfum, sem gera verður um sjúkra- vist berklaveikra manna, né veitt þau skilyrði, sem heilsuhæli veita. Sjúkravistin er því ekki einurigis ófullnægjandi hinum berklaveiku sjúklingum, heldur er hún gersam- lega óviðunandi öðrum sjúklingum vegna ótta við smithættu. Eins og allir munu sjá, stefnir þetta til ófarn- aðar í sjúkramálum þjóðarinnar og krefst skjótra aðgerða. Eins og nú er háttað, brestur mjög mikið á, að allir þeir, sem þarfnast heilsuhælisvistar geti fengið hana á Vífilsstöðum. Og næstum allir sjúklingarnir, sem þangað leita, þurfa að bíða lengri og skemri tíma, jafnvel mánuðum saman, eftir því, að rúm losni í hælinu. Pessi bið getur þráfaldlega orsakað, að veikin ágerist örar, en ella myndi, ogkom- ist á svo hátt stig, að hún verði ekki læknuð með hælisvist. Nú er að hefjast allsherjarsókn í landinu gegn berklaveikinni. Með þessari félagsstofnun göngum við inn í liðssveitir landsins í baráttunni. Við viljum fara að dæmi »Heilsu- hælisfélags íslands« og snúa okkur beint að því verkefni, sem næst liggur og brýnust þörf er á, að hrundið verði í framkvæmd. Við teljum, að með því færumst við í fang stærsta verkefni, sem líkur eru til að unt sé að vinna í berklavörn- um hér á landi á næstu árum. Að því verkefni loknu höldum við á- fram baráttunni í hinum almennu samtökum í landinu. Heilsuhæiissjóður Norðurlands er orðinn um 100 þús. króna, þegar talin eru loforð, sem búist er við að greidd verði, þegar hafist veröur handa um framkvæmdir. Við ger- um okkur vonir um, að með nýju átaki verði hægt að hleypa miklum vexti í sjóðinn. Við teljum að upp- hæð sjóðsins réttlæti fyllilega, að hann sé nú tekinn til beinna nota samkvæmt tilgangi hans. Við telj- um það alveg óverjandi, úr því sem komið er, að láta sér lynda, að sjóð- urinn liggi á vöxtum, meðan berkla- veikin herjar með auknum ákafa og leggur heimilin í rústir. Meðan aur- unum fjölgar í sjóðnum, fjölgar jafn- framt hættulega smituðum börnum í landinu. Á hverju ári, sem líður, eru með ágangi veikinnar lögð drög að mörgum gersamlegum ósigrum í lífi einstaklinga og heilla heimila. Við teljum, að allar þessar ástæð- ur séu svo veigamiklar, að þær muni orka því, að fylkja almenningi undir merki þessa bjargráðamáls. Sjúkramálin gera, fremur en flest önnur mál, kröfu til allra lands- manna um, að standa saman til varnar lífi og heilbrigði í landinu og til að stemma þá bölstrauma, sem að öðruni kosti falla óbrotnir inn í framtíð þjóðarinnar. Ekkert sjúkraböl gerir þó eindregnari kröfu um sameiginlegar varnir en berkla- veikin, vegna hinnar næmu og víð- tæku smithættu, sem börnunum er búin. »Pegar hús nágrannans brenn- ur, þá er okkar hætt«. í dag hefir ógæfan heimsótt nágranna þinn og lagt heimili hans í rústir. Hvenær keiriur röðin að þjer?! Af framangreindum ástæðum leyf- um við okkur að skora^á alla þá, sem lesa þessar línur, að taka hönd- um saman til þess að hrinda þessu máli fram með fjársöfnun eða á annan hátt, sem til liðsemdar horfir. Menn eru beðnir að snúa sér til formanns félagsins með öll bréf og erindi viðkomandi málinu. Akureyri 24. febr. 1925. Stjórn félagsins: Ragnar Ólafsson Böðvar Bjarkan form. féhirðir. Kristbjörg Jónatansdóttir ritari. Framkvæmdanefnd félagsins: Anna Magnúsd., Hallgr. Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbj. Jónsson, Vilhjálmur Þór. Önnur blöð landsins eru vinsamlegast beðin að birta ávarp petta. co Uppog niður. Samræmið. Verkamaðurinn hefir áður fyr blaða mest kvartað yfir því, hve lögreglumál landsins væru stutt á veg komin og hve lögreglan væri vanmáttug og lítil. — Nú, þegar ríkisstjórnin gerir ráðstafanir til þess að bæta úr þessu, telur sama blað hana vera að fremja óverjandi ger- ræði gagnvart Jojóðinni. — Hann er altaf samkvæmur sjálfum sér hann Halldór. Tollar og skattar. Vm. segir, að íhaldsstjórnin »hlaði tollum á alþýðu manna, en hlífi efnamönnum við útgjöldum«. — Fróðlegt væri að vita hvaða tollar það væru, sem »alþýðan« þyrfti að greiða, en sem »efnamennirnir« slyppu við. Eins ætti Vm. að vera Jjað kunnugt, að efnamennirnir, sem hann svo kallar (þ. e. útgerðarmenn og kaupmenn) bera rúmlega 3/<t af allri skattabyrði landsins og munu Jaað hærri hlutföll en á sér stað hjá nokkurri annari þjóð um víða veröld. Persónufrelsið. Vm. telur það ganga nær per- sónufrelsi einstaklinganna en nokk- uð annað, sem fram hefir komið með Jjjóðinni: — að leggja þá kvöð i

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.