Íslendingur


Íslendingur - 06.03.1925, Page 1

Íslendingur - 06.03.1925, Page 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 5. marz 1925 11. tölubl. AKUREYRAR B#IO » Laugardagskvöld kl. 81 /2. í| Sunnudag kl. 5 síðd. Kvikmynd í 7 þáttum. í aðalhlutverkinu hin heims- || fræga leikkona PRICILLA DEAN. Myndin er stórkostleg og afarspennandi. Engin kvöldsýning á snnnudaginn. Ríkisvald. 1. Landsstjórn íslands verðnr að eiga það víst, að eiga í Reykja- vík nægilega einbeitta og öfl- uga opinbera lögreglu. Tírninn 48. tbl., ,n/n ’21. Það er kunnugra en svo að frá þurfi að segja, að ein aðalorsökin til þess, að íslendingar mistu sitt forna frelsi og urðu að ganga Nor- egskonungi á liönd, var sá megin- galli á stjórnarskipulagi fornmanna, að þá vantaði ríkisvald. Þegar landsmönnum fjölgaði og ósættir og deilur urðu víðtækari, komu strax í ljós þær illu afleiðitigar, sem vönt- un ríkisvaldsins hefir ávalt í för með sér. Lögin voru virt að vett- ugi og yfirgangur og ójöfnuður óð uppi í landinu, án þess að ríkið gæti komið frain réttlátri iiegningu við ofbeldis- og ójafnaðarmennina; — Að lokum — ófriðareldur Sturl- unga-aldarinnar og glötun frels- isins. Fyrir ýmsum fleiri þjóðum hefir líkt farið; skortur á ríkisvaldi hefir orðið þeim frelsismissir, líkt og ís- lendingum 1262. Eftir að íslenzka þjóðin hafði aft- ur náð fullveldi sínu, hlaut að vakna hreyfing um það, að reyna að bæta upp þann galla á stjórnarskipulagi forfeðranna, er orðið hafði þjóðinni til svo átakanlegra óheilla; og eflir atburði þá, er gerðust íhöfuðstaðn- um í vetrarbyrjun 1921, gat engum þjóðhollum matmi dulist lengur, að nauðsynin var brýn, ef vér áttum að geta haldið fullveldi voru og þjóðfélagið ekki að leysast upp. Blaðið Dagur kemst þá meðal annars svo að orði: »Með þessum atburði (þ.e. Ólafs- uppþotinu) virðist komið all-nærri því, að þjóðfélagið leysist upp. Yf- irvöld landsins fá ekki lengur fram- kvæmt lög og stjórnarráðstafanir. Þeir sem vilja lialda þjóðinni sam- an undir einni stjórn, geta ekki un- að þessum úrslitum.« Dagur 47. tbl., 8e/n ’21. Hvað gat þá annað verið fyrir hendi en það, að reyna að gera ríkisvaldið svo traust og örugt, að atburðir sem Ólafs-uppþotið gætu ekki komið fyrir aftur, og blaðið Tíminn benti á, með hverjum hætti þetta gæti bezt látið sig gera — með ríkislögreglu. »Landsstjórn íslands verður að eiga það víst, að eiga í Reykjavík nægilega einbeitla og öfluga opin- bera lögreglu.« Tíminn 48. tbl., ae/n '21. Hér mun ríkislögreglu-hugmyndin koma einna fyrst fram. Að blaðið tiltekur Reykjavík, frekar en kaup- staði Iandsins í heild sinni, stafar af því, að það er þeirrar skoðunar, að slíkir atburðir og þá gerðust þar, geti naumast gerst á öðrum stöðum Iandsins; er talsvert til í þessu, þó útaf geti vitanlega brugð- ið; eins eðlilegt, að ríkisvaldið sé þar bezt trygt, sem stjórnarsetrið er. — Ríkislögreglu-hugmyndinni virtist vel tekið í blöðum landsins yfirleiít, að Alþýðuflokksblöðunum undan- skildum, sein sáu stefnu sinni — kommúnistastefnunni — hag í því, að ríkisvaldið væri sem aumast og vesælast, svo hægt væri að bjóða því byrginn, hvenær sem geðþótta kommúnisía-foringjanna byði svo við að horfa. — Ríkisfriður og rík- ishelgi var einskis virði í þeirra aug- um, og reynsla þjóðarinnar ekki heldur — byltingahugsjónin var þeim fyrir öllu. Blöð hinna flokk- anna litu á málið eins og Dagur, að voði væri þjóðfélaginu búinn, ef yfirvöldin gætu ekki framkvæmt lög landsins og ráðsíafanir ríkisstjórnar- innar, og til þess að afstýra voð- anum, yrði að fylgja ráðum Tímans um, að fryggja ríkisvaldið með »ein- beittri og öflugri opinberri lögreglu.« II. Þegar núverandi ríkisstjórn bar svo frumvarp sitt um varalögreglu í kaupstöðum fram á Alþingi, hefði mátt ætla, að blöðin Tíminn og Dagur yrðu því einhuga fylgjandi, þar sem þar er stefnt inn á þá braut, er jaau 1921 töldu nauðsyn- lega. En hvað skeður? Bæði leggja þau sig nú niður að drafi Alþýðu- flokksblaðanna og eru jafn heiftúðug og þau í garð frumvarpsins. Hvað veldur? Er afstaðan nokkuð önnur en hún var fyrir rúmum 3 árum síðan? Er ástæðan nokkuð minni til þess að tryggja og efla vald rík- isins en húri var þá? Ekki verður það séð. — Jú, eitt er það. Nú situr stjórn við völd í landinu, sem Framsóknarflokksblöðunum er illa við. Og þau vita jafnframt, að rík- islögreglumálið er þess eðlis, að auðvelt er að nota það til æsinga og vekja óhug til þeirra manna, sein fyrir því berjast, einkum þegar þess er ekki svifist, að rangherma vísvitandi ætlunarverk Iögreglunnar og hvers eðlis hún sé. Því er logið upp frá rótum af Al- þýðuflokksblöðunum, að með vara- lögreglufrumvarpinu sé farið fram á, að stofna her á íslandi. Og Dagur étur þetta eftir þeim, og er nú sem óðast að tala um her og hervald. Öll þessi blöð vita það ofur vel, að hér er engu slíku til að dreifa. Og enginn sá maður, sem veit hvað her og hervald er nú á tímum, get- ur í alvöru látið sér detta í hug, að líkja varalögreglunni fyrirhuguðu við her. Varalögreglan, eða ríkis- lögreglan, ef menn vilja kalla hana það heldur, verður með sama hætti og lögregla í kaupstöðum alment er; og það ættu þó allir að vita, sem séð hafa lögreglu íslenzku kaupstaðanna, að »hervald« er hún ekki og á ekkert skylt við það; og í engu mun varalögreglan verða frá- brugðin því, sem Tíminn hafði hugsað sér — »einbeittu og öflugii opinberu lögregluna« — árið 1921. Þá hafa Alþýðuflokksblöðin reynt að æsa verkafólk upp á móti vara- lögreglunni með því að telja því trú um, að til herinar væri stofnað í þeim megin-tilgangi, að gefa »auð- valdinu" vopn í hendur gegn al- þýðu landsins »í hinni óumflýjan- legu baráttu um launakjör og stjórn- mál«. Þetta er einhver sú mesta endemis-fjarstæða, sem nokkru sinni hefir sést á prenti, og um leið ein sú svívirðilegasta aðdróttun, sem gerð hefir verið í garð yfirvalda landsins, Alþingis og atvinnurek- enda vorra — togaraeigenda, stór- kaupmanna og stórbænda — sem mynda hið ógurlega(l) íslenzka »auðvald«. Blaðið Vísir víkur að þessu ný- lega og kemst m. a. svo að orði: »TiI þess að þessir örfáu menn, »auðvaldið«, gætu misbeitt ríkislög- reglunni til að kúga niður kaup al- þýðu matiua, yrðu þeir í fyrsta lagi að hafa lögreglustjórana á valdi sínu, múta þeim eða þröngva til hins glæpsamlegasta athæfis, sem myndi hafa í för með sér þunga fangelsis- hegningu, ef hægt væri að sanna á þá sökina. Og er þessi getgáta hin svívirðilegasta í garð lögreglustjóra vorra og sýslumanna, og alveg á- tyllulaus. — En nú er þetía ekki nóg. Þessir örfáu menn, »auðvald- ið«, yrðu að ná á sitt vald með mútum eða öðrum óheiðarlegum meðölum allri stjórninni, því annars ættu þeir á hættu, að hún ræki þeg- ar í stað þann eða þá lögreglu- stjóra, sem misbeitingunni hefðu valdið. Með öðrum orðum: Allir þrír ráðherrarnir yrðu að vera glæpa- menn og samvizkulausir fantar. En ekki væri það nóg að heldur; »auð- valdið« yrði að fara enn þá lengra. Það yrði að múta stórum meiri hluta allra alþingismannanna; gera þá einnig meðseka í glæpnum, því ann- ars yrði stjórnin feld og dregin fyrir landsdóm og dæmd í liina þyngstu refsingu. Og enn myndi það ekki stoða, því að þingtíminn rynni út og þingmenn yrðu að standa al- þjóð reikningsskap gerða sinna. Og myndi þá varla nokkur maður öf- undsverður af þeim dómi, sem þjóð- in feldi yfir þeim mönnum, sem svo hefðu hagað sér, að níðast á þjóðinni með því valdi, sem nota átti til að vernda frið hennar og lög.« — Hér er engu við að bæfa, svo skýrt og áþreifanlega er fjarstæða Alþýðuflokksblaðanna dregin fram í dagsljósið. Verkafólk þessa lands getur verið fullkomlega rólegt þess vegna, að það hefir aldrei verið tilgangur nokk- urs stjórnmálaflokks, að stofna ríkis- eða varalögreglu til þess að nota hana sem vopn á alþýðu til að kúga hana til kauplækkunar og ófrelsis. Enda ætti það að vera öllum óbrjál- uðum mönnum auðsætt, áð í þing- frjálsu landi væri slíkur tilgangur dauðadómur á hvern 'stjórnmála- flokk, ekki sízt þar sem kosninga- rétturinn er jafn víðtækur og hann er hér á landi, og pólitiskt sjálfs- morð munu stjórnmálaflokkarnir hafa litla löngun til að fremja, — að minsta kosti ekki íhaldsflokk- urinn. III. Vel má það vera, að varalögreglu- frumvarp stjórnarinnar hafi einhverja galla. T. d. munu ýmsir þeirrar skoðunar, að heppilegra hefði verið, að í staðinn fyrir að gefa stjórninni heimild til að lcoma lögreglunni á fót, þá hefði hún verið fast ákveðin í frumvarpinu í þeirri inynd, sem ráðgerð er. — ísl. vill engan dóm þar á leggja; aðeins benda á, að engin ástæða er fyrir þá, sem hafa verið ríkislögregluhugmyndinni fylgj- andi áður, að snúast á móti henni nú. af þeim ástæðum, að þeim geðj- ist ekki frumvarpið eins og það liggur fyrir þinginu, — því má breyta þar og sníða af því misfellurnar, ef einhverjar eru. Það sem mestu varðar er að þingið afgreiði lög, annaðhvort um vara- lögreglu eða rikislögreglu, í þeirri mynd, er ætla megi að geri ríkis- valdið traust og örugt, því annars hefir þjóðin sífelt þann voða yfir höfði sér, að smáhópar ofbeldis- manna geti boðið því byrginn, geti hætt það og svívirt og jafnvel stært sig af ofbeldisverkum sínum og lög- brotum, en þá mun brátt koma að því, sem Dagur óttast 1921, »að þjóðfélagið leysist upp« og íslenzka þjóðin glati frelsi sínu í annað sinn. OO Innflutningsbannið. Atvinniunálaráðuiieytiö hefir felt úr gildi b-iið innflutningsbannsins; náði hann að- allega yfir vefnaðarvörur, fatnað, gler- og postulinsvörur, ávexti, smjör og feitinetis- vörur, öl, saft, sápu, sjónauka, Ijósmynda- vólar, bifreiðar, bifhjðl, /eiðhjól og ýinsar iðnaðarvörur. Þessar vörur eru hér eftir frjálsar til innflutnings.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.