Íslendingur


Íslendingur - 06.03.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.03.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINOUR Kex í tunnum, sætt og ósætt. Thermosfiöskur. Grænsápa. Mjólk, Lybby’s. Eldspýtur. Stangasápa. Rúsínur. Umbúðapapír í rúlluin. Sódi. Sveskjur. Umbúðapokar fl. stærðir. Smurningsolíur. Apríkósur. Fiskihnífar Hrátjara. Súkkulaði át og suðu. Fiskilínur 2, 2‘/», 3 lbs. Gaddavír. I 'iimmmmmmmmimmmmmmmmimimmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmimmmmmmmmi mmmiimmmimimimiiiimiimimmiimmmmBi officialinsigniX'^S^S^permit no. !l AENNSYLVAMIA GRADE CRUDE OIL ASSN. | WAVERLY heimsfrægu Cylinder- og Smurnings- H oííur ættu allir útgerðarmenn að nota framvegis. i| Æskiiegt að fá pantanir sem fyrst. H BRÆÐURNIR E S P H O L I N. II A f m æ I i s ó s k. Heill sé þér, sem heíir falli' hnellinn varist kerling elli alla næstum öld með snilli öllum fremri þektum köllum. Snjall munt enn og snæfr á velli — snillingur með alira hylli — hallast ei, þótt heims á svelli helli enn á þig brögðum kella. Þessa smellnu vísu sendi einn af kunningjum Jónasar Gunnlaugsson- ar frá Þrastarhóli honum á 89. af- mælisdegi hans, þann 28. f. m. 03 0 Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) , Rvík 6. marz, Útlend: Ebert, forseti Þýzkalands, lézt á sunnudaginn af afleiðingum hol- skurðar. Líkið var á miðvikudag- inn flutt á Postdam-járnbrautarstöð- ina til flutnings til Heidelbergs, þar sem það verður jarðsett. Sorgar- hátíðir um alt Þýzkaland sem um útför keisara væri að ræða. Bretar ráðgéra að auka loftflota sinn að mikJum mun, svo að hann beri langt af loftflotum hinna stór- veldanna. Hjalmar Branting jarðsettur í Stokkhólmi í fyrradag. Jarðarförin sú mikilfenglegasta, sem nokkru sinni hefir farið fram á Norðurlönd- um. Yfir 80 þús. manns voru í líkfylgdinni, þar af fleiri þúsundir frá öðrum löndum. Símað er frá London, að stefnu- munur sé að verða meiri á milli Breta og Frakka snertandi afstöð- una gagnvart Þjóðverjum, einkan- lega setuliðs og afvopnunarmála. Sagt er, að ráðabrugg sé milli Breta og Pjóðverja um samband; vekur það mikið umtal. Chamberlain hefir, að sögn, gert uppkast að bandalagi. Innlend. Landlæknirinn skrifar í »Morgun- blaðið« um Heilsuhæli Norðurlands og telur þörfina brýna að korna því upp sem alira fyrst. Leiíarskipin hætt, eftir árangurs- lausa leit. Ensku 'herskipin komin til Seyðisfjarðar. Pau leita vafalaust eitthvað. Ensku togararnir eru tveir, sem vanta. Læknafélag ísiands ákveður, að gera mikla tilraun til að útrýma allri lús í landinu. Leikfélag Reykjavíkur farið að leika »Candida« eftir Bernhard Shaw. Aflabrögð ágæt alstaðar þar, sem tilspurst hefir, einnig á togara. Vél- báturinn »Percy« frá ísafirði fékk í tveim ferðum rúm 200 skippund fiskjar á 12 dögum alls. Fiskverð fer fallandi. Hvar á Itæilð að slanda? Par er eg var hindraður í að sækja stofnfund Heilsuhælislélagsins um dag- inn verð eg að fá orðið hér í blaðinu. Eg vil endilega að hœlid komisí upp þegar í sttniar og verði not- hœft strax á komandi hausti. Sumir hafa vænt mig þess, að eg vilji ekki hafa stofnunina nógu full- komna. Pað er ekki rétt. Eg vil að- eins byggja hóflega og láta hana þroskast eftir því sem þörfin krefur. Eg vil byrja með kglegri byggingu er rúmi 30 — 40 sjúklinga — þannig gerðri, að auka megi við álmu eða byggja ófan á síðar. Vandað skaf húsið vera, með góðum sjúkrastofum, laglegt umhverfið og landrými í kring, og góður leguskáli. Petta eru aðalat- riðin sem þurfa fyrst að koma, en síðar má bæta við ýmsu útílúri, sér- stökum læknisbústað, Röentgentækjum og ýmsum »!úxus«, ef peningar fást. Eg hef heyrt því fleygt, að sumir haldi mig vilja tefja fyrir að hælið komist upp, þareð sjúkrahúsið mundi þá sianda tómt. Petfa er þvaður, illgjámtþvaður — og vona eg að menn trúi orðum mín- um betur en annara. Eg vildi gjarna losna við alla lungnaberkla úr sjúkra- húsinu. Engín hætta á að ekki verði samt nóg af annarskonar berklum handa mér. Hælið verður að koma; og mér verður það ljósara dag frá degi. Fyrst og fremst af því, að aðsókn berklasjúklinga að sjúkrahúsinu er meiri en plássið leyfir. Og satt er það, að sjúkrahúsið er langt frá því eins vel útbúið og ákjósanlegt væri íyrir liingnatæringarsjúklinga, þó það megi kallast vel viðunandi fyrir aðra. En »einhverstaðar verða vondir að vera.« Pað er naumast hægt að úthýsa nokkr- utn meðan pláss er til. / öðru lagi er nauðsynlegt að hæl- ið verði reist, þar eð berklaveikin fer stöðugt í vöxt í þessu héraði og senni- lega í mörgum héruðum norðanlands og austan. / þriðja lagi má þ3ð heita skylda landstjóinarinnar, að hjálpa til að hæi- ið komist upp hið allra íyrsta til þess að nokkru betur verði framfylgt lands- lögum; en að vísu þarf margt fleira til sigursælla berklavarna. Eg skal gefa fáeinar upplýsingar. Fyrstu árin mín í þessu héraði töldust vera hér um 50 berklasjúklingar. Nú við áramótin voru þeir 141. 1908 voru legudagar berklasjúkl. á spítalan- um 1322, en síðastliðið ár náiægt 12572. Á sjúkrahúsinu og sóttvarnarhúsinu (því það verður stöðugt að notast) dvelja nú 43 berklasjúklingar, þar af 25 með lungnaberkla, en daglega sækja þangað að auki 10 sjúklitigar ufan úr bæ tii ljóslækninga. Ennfremur má geta þess, að úr þessu héraði dveija nú á Vífilstöðum 11 sjúklingar. Pað er áreiðanlega nóg til þess að fylla 40 manna hæli ef safnað er liði. Hvað eftir annað verð eg að neita plássi handa berkla- sjúkiingum víðsvegar að norðan og austan — meðfvam fyrir það að hér safnast saman sjúklingar og erfitt að koma þeim af sér nenia með höpp- um og glöppum. Berklasjúklingar eru þaulsætnari en aðrir. Ef hælið (eða byrjun bælisins) kemur ekki í sumar verður sjúkrahússnefndin senni- lega að leigja hús i bænum. Pví það er ófært að fárveikir, smifandi sjúkling- ar liggji hjúkrunarlausir innan um börn sín í fátæklegum húsakynnum. Nú ríður um frain alt á að fljótt náist samkomulag um hvar hælið á að standa. Mér hefir lengi verið Ijóst að lang- hentugast væri að það stæði í grend við Akureyri. Pví að það er hverju barni skiljanlegt, að afarmikið fé mundi með því sparast við alla aðflutninga og við að njóta góðs af rafveitu bœj- arins og vatnsveitu og þá ekki sízt við að þurfa ekki að reisa séistaklega lœknisbústað a. m. k. í bráðina. En læknir sérfróður i berklafræðum er hér ágætur í bænum Qg útvalmn til að gegna hælinu jafnframt því sem hann getur gegnt sjúklingum í bænum og bæjarbúar inega ekki missa hantt út I sveit. Pegar góð reynsla var nýlega feng- in fyrir notkun laugarvatns til húshit- unar í Reykjadal, fanst mér sem fleir- um sjálfsagt að athuga hvort ekki sparnaðurinn við álíka hltun mundi vega upp á móti sparnaðinum við að vera í nágrenni við Akureyri, og kæmi þá til mála að byggja hælið t. d. í nánd við Reykhús. Hugði eg, að einnig þar mætti spara sérstakan lækn- isbústað, því engum lækni væri ofætl- un að skreppa þangað daglega (að fengnu morgunkaffi) í bíl, á mótor- bjóli eða riðatidi. Nú mun framkvæmdarnefnd félags- ins vinda bráðan bug að rannsókn þessa máls. En ef svo verður, sem mér finst sennilegt, að j^fnve! ókeypis hitun geti tæplega gert nágrennið við Reykhús ákjósaulegra og hagfeldara en nágrennið við Akureyri, þá harma eg það ekki. Pví hér í grend við bæ- inn er nóg af hentugum stöðum að velja úr, og vil eg fastiega ráða til að einn af slíkum stöðum verði valinn. Eg hefði óskað að Heilsuhælisfélag Norðurlands gengi nú þegar í sam- baud við Berklavarnafálag íslands, en gat eklci mætt í fundinum til að beita mér fyrir tillögu í þá átt. Eg vil í þetta sinn láta mjer nægja að segja: Okkar unga ríki hefir hafið sams- konar baráttu gegn berklaveikintii eins og nágrannaþjóðirnar. Og við erum farnir að finna dalítið óþægilega til hve sú barátta er alvarleg og kostn- aðarsöm. Pað sem af er heíir enn ekki sést sigursæll árangur þrátt fyrir vaxandi útgjöld af almanna fé. Heilsu- hæli og sjúkrahús eru góð og að vísu góður þáttur og nauðsynlegur í berklavörnum að vissu marki, en það út af fyrir sig hjálpar ekki þó þau verði stór og fullkomin og því síður það, að sem allra flsstir komist upp á að verðá þurfalingar árt þess aö kallast svo (satnkvæmt lögunum). Hvert heimili í Iandinu þarf að vetða heilsu- hæli og í viðlögum sjúkrahús og allir þurfa að hafa nóg í sig og á, fyrir eigin dugnað sinn eða sinna (ef veik- indi hamla) en ekki fyrir sveitarstyrk eða landsjóðs. Pað er svefn og doði, leti og framtaksieysi og þar af leiðandi fátækt, óþrif og iéleg húsakynui sem gefa berldaveikinni byr undir vængi eins og öilum sjúkdómum öðrum. Með aukinni fræðslu um háttalag sjúk- dóma og heilsufræði, með hjálpar- ítöðvum og heimilum íyrir berkla- veika, til að kenna þeim að bjarga sér þegar þeir koma frá sjúkrahúsum og hælum, með uppeldisheimilum fyrir börn berklaveikra og með út- breiðslu hjúkrunarkvenna um land alt, má með meiri árangri og tiltölulega litlum kostnaði, vinna langtum glæsi- legri sigra gegn tæringunni en með þeim aðferðum sem hingað til hafa viðgeugist. Eg er að vona að Rauði Krossinn geti oiðið okkur talsvert að liði í þessum eínum, ef fólk vill krossast til herferðarinnar. Stgr. Maithlasson. 02 RanisóknarréttBrini. Margt er slcrítið í harn onium. Síðau að bolsarnir fengu yfirráðin í Verkamannafél. Alcureyrar, gerast þar mörg undarleg fyrirb igði, setn kváðu vera sniðin eftir rúrsneskri fyrirmynd. Pað nýjasta, sem þessir lierrar hal'a innleitt, er rannsóknarrétlurinn. Bolsarnir höfðu komist að raun um það, að meðlimir félagsins voru margir hveijir a!t annað en hrifnir af Bolsa- stefnunni og engar líkur til, að þeim yrði snúið til »hinnar réttu trúar«. Þessum mönnum varð að útrýma úr félaginu; — félagið varð að vera ein- iitt boisafélag, svo elcki heyrðist mögl eða hósti gegn vilja »leiðararma«; orð þeirra áttu að falla yfir hjörð, sem gleypti við þeim sem gómsætum svaladrykk, en ekki í eyru manna, sem vissir væru að hefja andmæli og breyta gómsætindunum í gall. Og»leiðararnir« flekuðu félagiðtil þess að samþykkja rannsóknarréttinn — dóm- stól.sem gæfi þeim einræðis dómsvald yfir meðlimunum, dómstól, er gæti ákveðið burtrekstur og refsingar án þess að félagið gæti nokkuð þar við gerl. Og rannsóknarrétturinn tók þegar til starfa. Tvo meðlimi hefir hatm rekið úr félaginu og tveir tugir kváðu vera undir rannsókn. Og sakirnar, þær eru ekkert smá- ræði, þær eru hvorki meira né minna en sú óhœfa, að hafa skorað á Ragnar Ólafsson að gefa liost á sér í bæj- arstjórn. Pað er synd, sem hinn hái rann- sóknarréttur getur ekki fyrirgefið. Hrappur. Snjóbirtu-gleraugu — Barnahnífapör — Munnhörpur — Vasahnífar — Útsögunaráhöld — Skothylki, mess- ing — Skothylki, papp — Högl — Forhlöð — Perlur — Hálfhlaðin skot. VerzL Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.