Íslendingur


Íslendingur - 13.03.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.03.1925, Blaðsíða 1
» Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 13. marz 1925 12. tölubl. Líndal og Jónas. • Fyrlrspurn Hrlflumannsins. Nýlega gat Dagur þess, að Jónas frá Hriflu hefði skorað á B. Líndal í Tímanum, að færa sannanir á, að hann — Jónas — hafi verið á móti kjöttollssamningunum á síðasta þingi, en B. L hafi þagað við á- skoruninni og sé það sönnun þess, að B. L. hafi farið með ósannindi. Er B. L. var spurður um þessa »áskorun« Jónasar og því hann svaraði henni ekki, svaraði hann því, að engin »áskorun« þess efnis, er Dagur segði frá, hefði birst í Tímanum, en þar hefði birst fyrir- spurn til sín, er hann hefði ekki virt þess að svara sökum þess, hvað hún hefði verið vitlaus og fjarlæg þeim orðum, er hann hefði látið falla á þingmálafundinum, og Dagur hefði gert mest veðrið útaf. Bað hann menn bíða rólega, þar til þetta bIað„Tímans kæmi norður, svo þeir gætu sannfærst um þetta af eigin sjón. Nú er þetta Tímablað komið hingað og gefst þar að lesa svo- hljóðandi: Fyrirspurn til B. Líndals. Á fundi á Akureyri hefir Björn Líndal dylgiað um, að eg og helzt tveir aðrir þingmenn úr Framsóknar- flokknum höfum á slðasta þingi greitt aikvœði um kjöttollsmálið i samrœmi við óskir sildarmanna, en móli hags munum bœnda. Ef Björn hefir verið með fullum mjalla, er hann slepti þessum orðum, er hér með skorað á hann ad skýra- opinberlega, hvernig þessi hringavitleysa er komin t huga hans. fónas fónsson frá Hriflu. Hvernig lýst mönnum á? Er dómur B. L. á fyrirspurninni fjarri sanni? Eins og menn muna, voru orð B. L. á þingmálafundinum á þá leið, að Jónas frá Hriflu hefði verið móti kjöttollssamningnum eins og þingið samþykti hann, og er Dagur lýsti þetta ósatt, áréttaði B. L. orð sín í ísl. á þessa leið: »Jónas Jónsson og tveir aðrir af þingmönnum Framsóknarflokksins greiddu atkvæði móti kjöttollssamn- ingnum eins og hann lá fyrir þing- inu. Að sú framkoma hafi »stefnt til hagsmuna fyrir íslenzka kjötfram- leiðendur« læt eg dómgreind manna um.« Hér eru engar dylgjur á ferðinni og orðin vivðast eins ótvíræð og þau frekast geta verið, en þó fær Hriflumaðurinn þá furðulegu merk- ingu út úr þeim, að þau séu dylgj- ur um að hann — og fjelagar hans tveir — hafi greitt atkvæði um mál- ið »í samræmi við óskir síldar- manna«. Vissulega hefði B, L. ekki vítt framkomu þeirra félaga, ef þeir hefðu gert það, því það voru ein- mitt óskir útgerðarmanna— síldar- manna, sem Hriflumaðurinn kallar — engu síður en helztu fulltrúa bændastéttarinnar -- a.ð samningar næðu fram að ganga. Þessi »fyrirspurn« Jónasar er nokkurnveginn óræk sönnun þess, að Líndal hefir sagt satt um fram- komu þeirra félaga; orðalag hennar, undanbrögðin og vífilengjurnar benda að því. Jónas mundi ekki hafa hagað sér þannig, ef hann hefði vitað sig saklausan. Þá mundi hann annaðhvort hafa hreinsað sig af sakargiftunum með vottorðum samþingismanna sinna, eða skýrt og skilmerkilega krafist, að Líndal sannaði orð sín eins og, þau voru töluð, en ekki farið að leggja hon- um orð í munn, er höfðu alt aðra merkingu. — Undanbrögð, rang- færslur og ósvífnis aðdrótianir — en alt þetta er í fyrirspurninni — lýsir vondum málstað og mórauðri samvizku. OC Eins og marga mun reka minni tii, höfðaði Guðm. Hannesson bæjar- fógeti á Siglufirði meiðyrðamál — ekki eitt, heldur tvö — gegn ritstj. ísl. á áliðnu sumri 1923, fyrir grein- ar, er staðið höfðu í blaðinu nokkru áður, um framkvæmd fiskiveiðalag- anna — á Siglufirði. Þótti bæjar- fógeta sem höggvið væri svo nærri embættisfærslu sinni í greinum þess- um, að eigi gæti liðist bótalaust. Eftir heils árs málavafstur falla svo dómar í málunum — þann 20. okt. 1924 —- í aukarétti Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrarkaupstaðar. Af hlífð við Siglufjarðar-yfirvaldið ætlaði ísl. sér ekki að birta dóm- ana, en nú, 4 mánuðum eftir að þeir voru uppkveðnir, kemur krafa frá því urn birtingu þeirra. Við þeirri kröfu er sjálfsagt að verða og birt- ast því báðir dómarnir hér — með forsendum: ÚTSKRIFT úrclómabókEyjafjarðarsýsluogAkureyrar. Ár 1924, mánudaginn 20. okt., var auka- réttur Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaup- staðar settur og haldinn á skrifstofu sýslu og kaupstaðar á Akureyri af sýslumauni og bæjarfógeta Steingrími Jónssyni, með undinituðum réttarvottum. Var þar og þá fyrir tekið I. Meiðyrðamálið Bæjarfógeti Guðmundur Hannesson gegn ritstjóra Gunnlaugi Tr. Jónssyni og i þvi uppkveðinn svofeldur D ó m u r: Meiðyrðamál þetta, sem er hafið með sáttakæru 14. sept. f. á. ogstefnu 8. nóv- ember s. á., er risið útaf blaðagrein með fyrirsögninni „Slæm löggæzla" í 33. tölubl. blaðsins (slendingur, er kom út 10. ágúst 1923, en stefndur er ritstjóri þess blaðs, og var greinin ritstjórnargrein. Stefnandinn telur alla grcinina móðg- andi og ærutneiðandi fyrir sig, en sér- AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. S1^. Sunnudagskvöld kl. 8J/2. Sunnudag kl. 5 síðd. Miðvikudagskvöld kl. 872- LfllO í lifandi myndum eftir Loft Guðmundsson, í 6 löngúm þáttum með ísl. texta. • Mynd þessí, er eins og kunnugt er, tekin víðsvegar um alt land af fallegustu stöðum, einnig fiskiveiðar vorar á botnvörp- ungum og bátum, síldveiðin og stöðvarnar o. m. fl. Svo er Iandbúnaður fyr og nú. Þjóðbúningar. Fallegar stúlkur o. m. fl. Myndin er ljómandi falleg og sérlega fróðleg og skemtileg, og ættu helzt allir, sem vetlingi geta valdið, að sjá hana. I I staklega átelur hann: Fyrirsögn grein- arinnar: „Slæleg löggæzla" og orðin: „En eftir þvi, sem orð fór af, var þessum „embæftismanni starfið um megn, og Iög- „in eru brotin daglega i ýmsum eða flest- * „um atriðum, að þvf er nákunnugur mað- „ur staðhæfir við íslending". „Útlend síldveiðiskip liggja á Siglufjarð- „arhöfn dögum saman, þráttfyrir skýlaust „bann laganna, þau gera þar að veiði „sinni, þau umskipa í önnur skip, taka „salt og tunnur úr geymsluskipum sínum, „selia • veiðina og brjóta í einu og öðru „flest þau ákvæði, er lögin setja". „Og lagagætirinn hefst ekki að. Hann „situr á skrifstofu sinni og leggur saman „tölur í tollreikninguin íslenzkra ríkis- „borgara". „Svona var ísl. sögð þessi saga". Krefst hann, að öll greinin verði dæmd dauð og ómerk, að stefndur verði dæmd- ur i refsingu fyrir hin meiðandi ummæli, og að hann verði dæmdur til að greiða sér málskostnað eftir reikningi eða eftir mati dómarans. Leggur stefnandinn -sér- staka áherzlu á, að hinum ærumeiðandi uiumælum sé beint gegn embættismanni, og varði þau því þyngri hegningu en ella. Stefndur krefst hinsvegar, að hann verði alsýknaður í máli þessu, að stefnandinn verði sektaður fyrir óþarfa málsýfingu, og fyrir ósæmilegan rithátt í sóknarskjalí hans, og til að greiða sér málskostnað eftir mati réttarins. Stefndur byggir sýknukröfur sinar á þvl, að í grein þcirri, sem stefnt cr útaf, sé aðeins um réttmæta „kritik" að ræða á framkvæmd fiskiveiðalaganna frá 1922, að því er sildveiði snertir á Siglufirði, og séu ummæli greinarinnar bygð á göðum heimildum, þar sem er vitnisburður meg- inþorra helztu útgerðarmanna á Siglufirði. Hefir hann lagt fram vottorð og bréf frá ýmsum þessum mönnum til sönnunar sin- um málstað, sjá réttarskjal 8—17. Telur hann, að það hafi verið skylda sín sem blaðamanns, að finna að því, sem miður fór í framkvæmd laganna. Hafi hann auð- vitað, þar sem hann var sjálfur ókunnug- ur, farið að mestu eftir umsógn og sög- um ýmsra útgerðarmanna. En hann tel- ur, að hann hafi haft fullgildar ástæður til að trúa framburði þeirra, og fullyrðir, að þeir cigi að bera ábyrgð á honum, enda séu þeir fúsir til þess, eins og hin framlögðu bréf og vottorð sýna. Það er rétt liermt hjá stefnda, aö aðaU innihald blaðagreinar þeirrar, sem mál þetta er risið útaf, er „kritlk" ú fram- kvœmd fiskiveiðalaganna frá 1922, er verður að teljast réttmæt, eöa aö minsta kosti ósaknæm.*) En fyrirsögn grein- arinnar og orðalag er óþarflega áreitnis- legt og jafnframt móðgandi og særandi fyrir stefnandann sem embættismann. Orðln: „Slæleg löggæzla". „En eftir þvi sem orð fer af, var þessum embættis- manni starfið um megn", „lögin eru brot- *) Leturbreytingar mínar. RitstJ. in og s. frv.....og lagagætirinn hefst ekki að", hlaut stefnandinn að taka til sín, og finna að í þeim lá særandi lítils- virðing. Og þar sem þessi orð ekki hafa verið réttlætt, verður rétturinn að lita svo á, að þau séu saknæm, samkvæmt 219. gr. almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869. Ber því að dæma stefnda til sekta fyrir þau, og 'til að greiða stefnandanum málskostnað, sem eftir atvikum virðist hæfilega ákveðinn 80 krónur. Ennfremur ber að dæma hin sérstaklega átöldu sak- næmu ummæli dauð og ómerk. Þess skal getið, að sökum sérstaklega mikils annrikis dómarans, fyrst I yfir- skattanefnd og við manntalsþing og sið- an um aðalútgerðartimann 1. júli til sept- ember, hefir dregist svo lengi, að leggja dóm á mál þetta. Því dæmist rétt vera: Hin framangreindu saknæmu ummæli skulu vera dauð og ómerk. Stefndi, rit- stjóri Gunnlaugur Tr. jónsson, Akureyri, greiði 80 — áttatiu — króna sekt í ríkis- sjóð, eða sæti einföldu fangelsi í 18 — átján — daga, ef sektin eigi greiðist inn- an ákveðins tima. Svo greiði hann og stefnandanum, bæjarfógeta Guðmundi Hannessyni á Siglufirði, 80 — áttatíu — krónur í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá löglegri birtingu hans, að viðlagðri að- för að lögum. Steingrímur Jónsson. Dómurinn var í réttinum upplesinn og undirritaður og var hvorugur málspart- anna viðstaddur. Rétti slitið. Steingrímur Jónsson. Réttarvottar: Jón Steingrímsson. Friðbjörn Bjarnarson. Rétta útskrift staðfestir. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 5. nóvember 1924. Steingrimur Jónsson. Var . . . . þá tekið fyrir: II. Meiðyrðamálið Bæjarfógeti Guðmundur Hannesson gegn ritstjóra Gunnlaugi Tr. Jónssyni og í því uppkveðinn svohljóðandi D ó m u r : f 33. tölubl. blaðsins íslendingur, er kom út 10. ágúst 1923, ritaði ritstjóri blaðsins grein með fyrirsögninni: „Slæ- leg löggæzla". Var grein þessi allharðorð „kritik" á framkvæmd fiskiveiðalaganna frá 1922 á Siglufirði, að þvi er sildveiðar snerti, og taldi bæjarfógetinn þar, að greinin væri ærumeiðandi fyrir sig. Svaraði hann henni því með greín í 35. tölubl. blaðs- ins, og höfðaði siðan meiðyrðamál. En um Ieið og grein bæjarfógetans var birt i blaðinu, tengdi ritstjórinn við hana at- hugasemdir, er bæjarfógetinn telur æru- meiðandi og varða, við lög. Hefir hann

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.