Íslendingur


Íslendingur - 13.03.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 13.03.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDlNGUR 3 ................................................ f HÚSMÆÐUR! f Notið eingöngu f f IDEAL SÁPUDUFTIÐ, f f f 1 því ekkert annað þvottaduft jafnast á við það að I gæðum og verði. I I Fæst í flestum verzlunum. I ■= ^ ................................... »l||||i..-»'llllli1--»lllHi1«"lHIH"0 Uppog niður. Ríkislögreglan. Dagur í gær segir, að ritstjórnar- greinin í síðasta ísl. — »Ríkisvald« — sé ekki eftir ritstjórann. ísl. get- ur fullvissað ritstj. Dags um, að þar fer hann algerlega villur vegar, og mun bókavörður Amtsbókasafnsins geta staðfest, að svo er — og hon- um ætti ritstj. Dags að geta trúað. — Þá segir Dagur, að mikið ósam- ræmi sé í skrifum ísl. um ríkislög- regluna og nefnir sem dæmi, að ísl. hafi í 8. tbl. sagt, að ríkislög- reglan ætti beinlínis að vera vopn gegn gerbreytingamönnum Alþyðu- flokksins, en í 11. tbl. telji hann það mestu endemis-fjarstæðu. fsl. sagði það eitt í 8. tbl., að varalög- reglan ætti að koma í veg fyrir, að ofbeldisverk ójafnaðarmannanna (sem blaðið mintist á) endurtækju sig, og ekkert er það í ll.tbl., sem ríður í bága við þessi orð. I báð- um þessum blöðum — 8. og 11. tbl. — er það skýrt og skilmerki- lega tekið fram, að ríkislögreglan eigi ekki að vera vopn á verkalýð- inn eða heilbrigðan félagsskap verka- manna, og að halda slíku fram sé endemis-fjarstæða. — Hér er full- komið samræmi í öllu, og þó að Degi þyki það leitt, mun meira tekið mark á því, sem ísl. segir um þetta ríkislögreglumál, heldur en á þvf, sem stendur um það í »slíku blaði« ög Degi — jafnmikinn hringlanda- hátt og hann hefir sýnt í málinu. •• Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) r Rvík 12. marz. Utlend: I stórblöðunum um heim allan er skrifað geysimikið um þá uppá- stungu Þjóðverja, að bandalag sé stofrrað milli Þýzkalands, Frakklands, Englands og Belgíu og verði vest- ur landamæri Evrópu. Frakkar hika við og eru studdir af Pólverjum og Tékkóslövum vegna þess, að ekkert er tiltekið um austur landamæri Ev- rópu. Á fundi alþjóðabandalagsins, sem er í þann veginn að koma saman í Genf, verður ekkert rætt um þessa uppástungu Pjóðverja. Aftur kemur þar til umræðu upp- tökubeiðni Þjóðverja í alþjóðabanda- Iagið. Æskja þeir upptöku með vissum skilyrðum. Búist við, að Frakkar og Bretar heimti, að upp- takan verði skilyrðislaus. Ebert, forseti Þýzkalands, jarðsett- ur í Heidelberg að viðstöddum 50 þús. manns. Innlend. Sæsíminn í ólagi. Búist við, að hann komist í lag á hverri stundu. Sorgarhátíðahöld í Reykjavík á þriðjudaginn í tilefni af druknun skipshafnanna af »Leif hepna« og »Roberts«. Druknuðu þar 68 ís- lendingar og 6 Englendingar. Sorg- arathöfnin fór fram á áhrifamikinn hátt í dómkirkjunni. Mætti Knútur prins fyrir hönd konungs og sendi- herrar og ræðismenn fyrir hönd ríkja sinna. Þúsundir urðu að hverfa frá kirkjunni. Um 60 þús. krónur söfn- uðust um daginn til bágstaddra ættingja hinna druknuðu sjómanna. í Hafnarfirði fór fram minningarhá- tíð næsta dag og söfnuðust þar 5000 kr. til ættmenna hinna druknuðu. Mokafli í Vestmannaeyjum, þeg- ar gæftir eru. Mænusóttin farin að stinga sér niður að nýju. 3 tilfelli í Blöndu- ósshéraði. Mislingar og inflúenza í Reykjavík; hvortveggja veikin væg. Vélbáturinn »Oddur« frá Reyðar- firði fórst á leið til Hornafjarðar að- faranótt 4. þ. m. Sjö menn drukn- uðu, þar af þrír giftir barnamenn. Nöfn mannanna: Jón Árnason, Bó- as Malmquist, Sigurður Magnússon, Ágúst Gíslason, Guðni Jónssoti, Gunnar Malmquist, Emil Beck. Sömu nótt strandaði togarinn »Vera« frá Hull á Kerlingadalsfjöru. Skips- höfnin, 15 manns, bjargaðist. Kolaskipið »Jónstein« talið af. 17 dagar síðan það fór frá Englandi og hefir ekki komið fram. Líflátsdómi lngólfs lngólfssonar hefir verið breytt f æfilangt fangelsi að því er nýkomin vestanblöð herma. <§><§> Alþingi. Tóbakseinkasalan. Frv. um afnám tóbakseinkasölunnar er borið fram í neðri deild af 6 þing- mönnum íhaldsOokksins: Birni Líndat, Ágúst Flygenring, Jóni Auðunn, Magn. Jónssyni og Sigurjóni Jónrsyni. — Frumvarpið fer fram á, að hækka að nokkru toll á öllum tóbaksvörum, nema óunnu tóbaki, þannig að tollur- inn verði af nef-, munn- og reyktóbaki kr. 4,80 af kg., en af vindlum og vindlingum kr. 12.80 af hverju kg. — Til þess að forðast tollsvik, skal merkja umbúðir allra tóbakstegunda, hverju nafni sem nefnast, með álínidum mið- um, með áletran þess efnis, að tollur hafi verið af þeitn greiddur. Finnist hjá seljendum ómerktar tóbaksvörur, án þess að talin verði tollsvik, skal það skoðast svo, sem tollur sé ógreiddur nema annað verði sannað, en þó varðar þessi vanræksla sektum, alt að þreföldum tolli. Lög nr. 40, frá 27. júní 1921, um einkasölu á tóbaki skulu úr gildi numin frá l.sept.1925, svo og önnur lög er kunna að koma í bága við lög þessi, er koma eiga til framkvæmda 1. júlí 1925. — Björn Líndal hafði frámsögu í málinu. Kvað hann það engum efa bundið, að með tollauka þeim, sem frv. færi fram á fengi ríkissjóður engu rninni tekjur, en hann haft nú með einkasölufyrir- kotnulaginu, og að tóbakið muni verða neytendunum ódýrara, og vörugæðin meiri. Af einkasölunni leiddi það ó- beinlínis að innflutningur og neyzla þverraði og þar af leiðandi geti og ltafi ríkissjóður eigi geta fengið jafn- miklar tekjur af einkasölunni og búist hafi verið við. Eftir allsnarpar um- ræður var frumvarpinu vísað til 2. umræðu o=>, fjárhagsnefudar. Nefndin befir klofnað, leggja 4 af nefndarmönn- um (B. L., Jón Auðunn, Jak. Möller og Magn. J.) það til, að frumvarpið verði samþykt, en 3 (Kl. J., Sv. Ól. og Halld. Steí.) að það verði felt. — Frv. kemur til 2. urnræðu næstu daga. Nokkur stjórnarfrumvörp. Frv. til loga um breyting á bann- lögunum. Með frv. þessu er reynt að bæta úr ýmsum göllum bannlag- anna, og þyngt mjög á öllum þeim, er gera sér að atvinnu að brjóta þau. Sá, sem flytur áfengi inn fyrir land- helgi í því skyni, að selja eða veita fyrir borgun, sæti selctum, í fyrsta sinn 500-5000 kr., 2. brot er 1000-10000 krónur og brjóti saini maður f þriðja s nn eða altur, skal hann sektaður um 2000 — 20000 krónur. Auk þess skal sökunautur sæta fangelsi, eða ef brot er margítrekað, eða miklar sakir eru að öðru leyti, hegningarvinnu alt að 2 árum. Ef skip flytur svo rr\iktð ó- löglegt áfengi að telja megi verulegan hluta af farmi þess, skal það gert upp- tækt. Gera skal aðför til lúkningar sektinni, en hrökkvi ekki fé þeirra seku, skal afplána sektirnar í fangelsi. Það er og eitt nýmæli fiv. þessa, að hluideildarmönnum í bannlagabrotum skuli refsað. Frv. um fjölda kenslusiunda fastra kennara við rikisskólana. Við Menta- skóíann 27 stundir á viku, við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, Kennara- Vélstjóra- og Stýrimannaskólana 30 stundir. — Stjórnin getur fært niður í 24 stundir stundafjölda kennara, er komnir eru yfir sextugt og enufremur ívilna þeim, er rniklar stílaleiðréttingar hafa. Frv. um skráning skipa kveður á uml að engir erlendir menn eða félög megi hér eít'r skrá skip sín hér á landi og girðir fyrir að innlendir menn gerist »leppar« erlendra manna eða útgerðaríélaga í því efni. Oll lögin um skipaskráningar frá 1919 hafa verið endurskoðuð, en sérstaklega hefir verið lögð áherzla á þessu í frv., að girða fyrir, að aðrir en íslenzkir rikisborg- arar eða al-innlend fé ög geti skráð skip sín hér eða »leppað« þau. Brot á lögunum t. d. ef skip eru ólöglega skráð, eiga að varða 100 — 200 kr. á hverja brútló smálest hlutaðeigandi sk;pa, en tilraun til þess að sniðganga lög þessi, þó hún mistakist, 50 — 100 kr. sektar á lest. Skip er að veði fyrir sektarfé og má gera upptækt. í fram- söguræðu sinni sagði fjármálaráðherra (J. Þ.), »að frv. væri framborið til að tryggja innlendum mönnum afnot fiski- miðanna við strendur landsins og halda þeim handa landsmönnum sjálfum, eftir því sem lög stæðu til.« Einkasala á saltfiski. Fiumv. Jóns Baldvinssonar um einka- sölu á saltfiski felt í neðri deild við 1. umræðu með 23 atkv. gegn 2 — flutningsmanns og Sveins í Firði. I t Hérmeð tilkynnist vinum og | vandamönnum, að jarðarför ra Sigtryggs Sigurðssonar, er H andaðist 5. þ. m., er ákveðin | finitudaginn 19. marz næstk. ji að Möðruvöllum t Hörgárdal. I Húskveðja hefst kl. 12 á hád. ÍK á Laugalandi á Relamörk. IAðstandendurnir. " Cr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Sjúkrasamlag Akureyrar hélt aðalfund sinn S. þ. m. eins og getið var um í síð- asta ísl. Varasjóður þess er nú orðinn unt 6,300 kr. Síðastl. ár greiddi samlagið tæp 3000 kr. í sjúkrakostnað. Samlagið hefir nýlega fengið 2000 kr. að gjöf frá Ragnari konsúl Olafssyni. Séra Gunnar Benediktsson flutti erindi í Samkomuhúsinu sl. sunnudag, er hann nefndi »Adam og Eva rekin úr Paradís.« Var erindið flutt að tilhlutun Stúdentafé- lagsins og þótti fyrirtak. „Goðafoss" er væntanlegur í kvöld eða snemma í fyrramálið. Hlektist honum á úti fyrir Austfjörðum, gekk brotsjór yfir skipiðog braut yfirbygging framlestarinnar. Fór sjór í lestina og skemdi vörur til rnuna. Voru vörurnar hingað til Norður- landsins. Mannalát. í fyrrinótt lézt hér í bænum úr afleiðingum lífhimnubólgu, Gunnar Antonsson, unglingspiltur 18 ára gamall, sonur Antons Tómassonar sjómanns og konu hans, hinn mannvænlegasti piltur. — í gær andaðist á sjúkrahúsinu, Viktor Magnússon stýrimaður, úr berklaveiki, hinn mesti efnismaður, tæplega þrítugur. — Pá er og nýlátinn Kristján Guðmundsson, fyrv. sótari, rúmlega fimtugur, mesti dugn- aðar- og eljumaður. „Island í lifandi myndum". Akureyrar- Bíó sýnir nú uni helgina og næsta mið- vikudagskvöld fyrstu íslenzku kvikmyndina sem tekin hefir verið hér á landi. >lsland i lifandi myndum« — tekin af Lofti Guð- mundssyni í Reykjavík. — Mynd þessi hefir verið sýnd 30 sinnum í Reykjavík og er það inörgum sinnum oftar en nokk- ur önnur kvikmynd hefir þar verin sýnd áður. Blöðin ljúka einróma lofsorði á myndina og telja Loft hafa unnið mikið og þarft verk með töku hennar. Morgunbl. segir m. a.: »Margir þættir myndarinnar eru prýði- lega gerðir, vel fyrir komið og tilkomu- miklir í alla staði.«— Akureyrarbúum mun sjálfsagt forvitni á að sjá myndina. Embœttisprófi í guðfræði við Háskólann hafa nýlega lokið Gunnar Árnason frá Skútustöðum og ÓIi Ketilsson, báðir með I. eink. Aflabrögð. Reitingur af fiski og síld hefir fengist hér á Poliinum, þegar gæftir hafa verið. Heilsuhcelissjóðurinn. Leikféi. Ak. hefir afhent gjaldkera sjóðsins kr. 1764,49. Arð- ur af leiksýningutn Dóma. Tengdapabbi var leikinn í allra síðasta sinn á sunnudagskvöldið fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Haraldur Björnsson, sem að langmestu leyti hefir annast framkvæmd leikjanna í vetur, er nú á förum til Reykja- víkur og býst því Leikfélagið við að hætta hér með starfsemi sinni á þessum vetri. Er það leitt, þar sem Leikfélagið hefir ávalt á boðstólum beztu skemtanirnar í bænum. OO > f Gengl peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 27,30 Dollar . . . - 5,73 Svensk króna . . - 154,26 Norsk króna . . - 87,65 Dönsk króna . . - 102,94 OO Verzlunarstúlka getur fengið atvinnu á Austfjörðum. Upplýsingar gefur Karl Nikulásson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.