Íslendingur


Íslendingur - 20.03.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.03.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 20. marz 1925 13. tölubl. Pað er engum efa bundið leng- ur, að togararnir »Leifur hepni« og »Fieldmarshal Roberts« hafa farist í veðrinu mikla 7.—8. febrúar, og það að Hkindum á miðunum vest- ur á »Hala«, þar sem þeir voru á veiðum, ásamt mestum hluta íslenzka togaraflotans, er veðrið skall yfir. Ofviðrið skall yfir með svo skjótri svipan, að slíks munu ekki þekkj- ast dæmi, enda umhverfðist sjórinn í einu vetfangi, svo að ekki varð við neitt ráðið. Hið síðasta, sem menn yíta um »Leif hepna« og »Roberts«, er það, að þeir voru skamt hvor frá öðrum, en skip þau, er næst þeim voru, mistu brátt sjón- ar á þeim, enda var dimmviðrið af- skaplegt. Veðrið hélst óbreytt í hálfan annan sólarHring, en þá tók heldur að slota. Sennilegast talið, að skipin hafi rekist á og sokkið þegar. Báðir togararnir höfðu loft- skeytaútbúnað. Mest-allur togaraflotinn íslenzki og varðskipið »FylIa« leituðu tog- aranna frá 12.—22. febrúar og síð- ar »Fylla« og 4 togarar frá 24. febr. til 6. þ. m., en leitin bar engan á- rangur; var þó leitað um þvert og endilangt Orænlandshaf. Allar vonir voru nú horfnar um, að þessir tveir togarar væru lengur ofansjávar. F>ar með sá harmur kveðinn að þjóð- inni, að báðir hafi farist í veðrinu mikla með allri áhöfn, 68 mönnum; voru þar af 6 Englendingar, hinir allir íslenzkir. — Áður vissu menn, að mótorbáturinn »Sólveig« hafði farist í veðrinu með 6 mönnum. Hafa þannig 68 íslenzkar sjóhetjur gist hiría votu gröf í þessu mann- skaðaveðri. •»Leifiir hepnU. 'Skipshöfnin á »Leifi hepna« var þessi: 1. Gísli M. Oddsson, skipstjóri, 39 ára, Skólavörðustig 3 Rvik, giftur. 2. Ingólfur Helgason, 1. stýrim., 32 ára, Vesturg. í Hafnarfirði, giftur. 3. Ásgeir Þóröarson, 2. stýrim., 27 ára, Bergstaðastræti 37 Rvík, ógiftur. 4. Valdemar Árnason, 1. vélstjóri, 32, ára, Hverfisg. \q Rvík, ógiftur. 5. Jón H. Einarsson, 2. vélstjóri, 31 árs, Njálsgötu 39 b Rvik, ógiftur. 6. Magnús Brynjólfsson, loftskeytam. 23 ára, Lindargötu 14 RVík, ógiftur. 7. Ólafur Brynjólfsson, 17 ára, Lindar- . götu 14 Rvík, ógiftur. Bróðir nr. 6. 8. Sigurður Guðmundsson, 32ára, Vill- ingadal Önundarfirði, ekkjum., 3 börn. 9. Sigurjón Jónsson, 19 ára, Bergstaða- stræti 30 b Rvik, ógiftur. 10. Helgi Andrésson, 66 ára, Mjóstræti 4, giftur, uppkomin börn. Faðir 1. stýri- manns. 11. Sigmundur Jónsson, 24 ára, Lauga- veg 27 Rvík, ógiftur. 12. Jón Guðmundsson, 36 ára, Frakka- stíg 23 Rvík, kona og 3 börn. 13. Ólafur Gíslason, 21 árs, Hverfisgötu 32 Rvik, ógiftur. 14. Jón Sigmundsson, 52 ára, Laugaveg 50 Rvik, giftur, 4 börn að mestu uppkomin." 15. Ólafur Þorleifsson, kyndari, 27 ára, Vatnsstíg 4 Rvík, ógiftur. 16. Jón Hálfdanarson, 44 ára, Hafnar- stræti 18 Rvik, giftur, 3 börn. 17. Randver Ásbjörnsson, 17 ára, Rauð- arárstíg 9 Rvík, ógiftur. 18. Jón C. Pétursson, bátsmaður, 35 ára, Vesturg. 25 b Rvík, ógiftur, bústýra og 4 börn. 19. Jón Jónsson frá Stykkishólmi, 23 ára, ógiftur. 20. Sigurður Bachmann Lárusson, 16 ára, Bröttugötu 6 Rvík, ógiftur. 21. Sig. Jónsson, 51 árs, Miðstræti 8 b Rvík, giftur, kona og 2 börn. 22. Sigurður Albert Jóhannesson, 25 ára, Hverfisgötu 16 Rvík, ógiftur. 23. Oddur Rósmundsson, 28 ára, Berg- þórugötu 7 Rvik, ókvæntur. 24. Björgvin Friðsteinsson, kyndari, 22 ára, Laufásveg 27 Rvík, ógiftur. 25. Ólafur Jónsson, matsveinn, 24 ára, Laugaveg 38 Rvik, úr Barðastrand- arsýslu, ógiftur. 26. Jónas Guðmundsson af Akranesi, 41 árs. 27. Þorbjörn Sæmundsson, 27 ára, Berg- þórugötu 4 Rvík, ókvæntur. 28. Sveinbjörn Eliasson, 19 ára, úr Bol- ungarvík, ógiftur. 29. Sveinn Stefánsson, 30 ára, frá Mið- húsum í Garði. 30. Þorlákur Grímsson, 25 ára; úr Rúf- eyjum á Breiðafirði. 31. Jón Sigurðsson,'31 árs, úr Dýrafirði. 32. Stefán Magnússon, 31 árs, Njálsgötu . 32 b Rvík, giftur, kona og 3 börn. 33. Jón Stefánsson, 26 ára, Sauðagerði i Rvík, ókvæntur. »Leifur hepni« var eign Geirs Thorsteinssonar & Co. í Reykjavík; átti Gísli skipstjóri þriðjung skips- ins. »Leifur« var 5 ára. Hann var 140 fet á lengd, 24 fet á breidd og 333 smálestir að stærð, eftir ísl. mælingu. Skipið hafði nýlega fengið gagngerða viðgerð í Englandi og var skoðað eitt af beztu skipum togaraflotans. »Fieldmarshal Roberts« var ensk- ur togari, gerður út frá Hafnarfirði, og var áhöfnin mestmegnis íslenzk, 29 af 35. Togarinn var nokkru stærri en »Leifur« og talsvert eldri, en hafði að öllu leyti hinn bezta útbúnað og var hið traustasta skip. Pessi eru nöfn hinna 29 íslendinga, sem á skipinu voru: 1. Einar Magnússon, skipstjóri, 36 ára, Vesturg. 57 Rvík, kona og 2 börn. 2. Björn Árnason, 1. stýrim., 31 árs, Laufásveg 43 Rvik, kona og 2 börn. 3. Sigurður Árnason, 2. stýrim;, 26 ára, frá Móum á Kjalarnesi, ógiftur, 1 barn. 4. Bjarni Árnason, 40 ára, Grund á Kjalarnesi, kona og 7 börn ung. — Stýrimennirnir og Bjami bræður. 5. Jóhann Bjarnason, 25 ára, úr Arnes- sýslu. 6. Gunnlaugur Magnússon, 33 ára, úr Barðastrandarsýslu. 7. Einar Helgason, 25 ára, Geirseyri á Patreksfirði. 8. Anton Magnússon, 23 ára, Vatneyri á Patreksfirði. 9. Halldór Guðjónsson, 28 ára, úr Barðastrandarsýslu. 10. Erlendur Jónsson, 33 ára, Suðurgötu 24 Hafnarf., kona og 5 börn. 11. Þórður Þórðarson, 51 árs, Vestur- hamri í Hafnarf., kona og 10 börn. 12. Tómas Albertsson, 28 ára, úr Rang- árvallasýslu. 13. Sigurjón Guðlaugsson, 25 ára, Hverf- isgötu 5 Hafnarf. 14. Bjarni Eiríksson, bátsmaður, 28 ára, Reykjavíkurveg 22 Hafnarf., kona og 3 börn. 15. Valdemar Kristjánssen, 31 árs, úr Patreksfirði. 16. Halldór Sigurðsson, 19 ára, af Akra- nesi. AKUREYRAR BIO 1 kvöld kl. 872 og Sunnudag kl. 5. ÍSLAND í lifandi myndum Bezt sótta myndin, sem nokkru sinni hefir verið sýnd hér. Laugardags-, Sunnudags-, og Miðvikudagskvöld kl. 872. Á FLJÓTSBAKKANUM 7. þátta kvikmynd úr undirheimum Lundúnaborgar. Mynd þessi er eitt af meistaraverkun snillingsins D. W. GRIFFITHS. Myndin verður send utan með Goðafoss og því ekki sýnd oftar. 17. Ólafur Erlendsson, 27 ára, Linnetsst., Hafnarf. 18. Ólafur B. J. Indriðason, 27 ára, úr Tálknafirði. 19. Árni Jónsson, 50 ára, Þingholtsstræti 15 Rvík. 20. Jón Ólafsson, 26 ára, úr Barðastrand- arsýslu. 21. Einar Hallgrímsson, 20 ára, Vestur- brú 17 Hafnarf. 22. Magnús Jónssson, loftskeytam., 21 árs, úr Flatey. 23. Jon Magnússon, 29 ára, úr Rvik, kona og 3 börn. 24. Vigfús Elíasson, 26 ára, úr Rangár- vallasýslu. 25. Egill Jónsson, 35 ára, Syðri-Lækjarg. 24 Hafnarf., kona og 5 börn. 26. Óli Sigurðsson, 25 ára, frá Nesi í Norðfirði. 27. Óskar Einarsson, 26 ára, úv Rvík. 28. Kristján Karvel Friðriksson, 47 ára, úr Rvík. 29. Jóhannes Kr. Helgason, 24 ára, Vest- urbrú 3 Hafnarf. Englendingarnir, sem á skipinu voru, hétu: C. Beard, skipstjórinn, er kom með skipið frá Englandi. A. Wright, stýrimaður. F. Bartle, 1. vélameistari. W. Lowley, 2. vélam. J. Newbury, kyndari. . F. Jakson, kyndari. Mótorbáturinn »Sótveig« var gerð- ur út af Óskari Halldórssyni í Reykjavík og stundaði veiðar suður í Sandgerði. Fór þaðan rétt áður en veðrið skall á, en náði ekki aft- úr til Iands og strandaði á Stafnes- skerjum og druknuðu allir, er á honum voru. Þessir voru á bátnum: Björn H. Guðmundsson, form., 44 ára, ísafirði, ókvongaður. Kristján Albertsson, stýrimaður, 32 ára, ísafirði, kvongaður. Lárus Sveinsson, vélamaður, 33 ára, Freyiugötu 27 Rvik, ógiftur. Guðmundur Helgason, 29 ára, Patreks- firði, ógiftur. Friðjón Hjartarson, 20 ára, Hellissandi, ógiftur. Guðmundur Jónsson, Bergþórugötu 11 Rvik, ógiftur. Manntjónið, sem þjóðin okkar hefir beðið að þessu sinni, er stór- felt, og verður okkur það bezt Ijóst með því, að gera samanburð á okk- ur og öðrum þjóðum. Eftir mann- fjölda að reikna, verða hlutföllin þau, að á móti 68 íslendingum hefði Danmörk átt að missa í sjóinn á einum degi rúmlega 2000 menn, Noregur 1600, Svíþjóð 3600, Frakk- land 23,700, Bretland 24,500 og Pýzkaland 36,000. Geta menn gert sér í hugarlund þá alheimssorg, sem orðið hefði, ef t. d. 25 þús- undir Breta hefðu farist á einum degi, — en um blóðtökuna, sern litla þjóðin okkar hefir orðið fyrir, — þó hún sé í sama hlutfalli — lætur umheimurinn sig litlu skifta. — Og þetta er ekki eina blóðtak- an, sem Ægir hefir heimt frá okk- ur á árinu — aðeins helmingur hennar eða varla það, — því á síð- ustu þremur eð'a fjórum mánuðun- um hafa um 150 íslenzk mannslíf farið í sjóinn. Vestfirðingafjórðung- ur hefir orðið fyrir mestu manntjóni — Norðlendingafjórðungur fyrir minstu. Samskot hafa verið hafin í Reykja- vík og Hafnarfirði til styrktar að- standendum sjómannanna, er fórust 7.-8. febr. Síðast, þegar ísl. frétti til, námu þau um 50 þúsund krónum og höfðu togarafélögin gefið þar af rúman helming eða 30 þús. krónur. — Er slíkt vel og drengilega gert. Hvar á hæiið að standa ?" ?? ii. Pá er að snúa sér sð kostnafiarhlið- inni. Héraðslæknirinn vill, af sparn- aðarástæðum, láta reisa hælið á eða í grend við Akureyri. Hann segir: »Því það er hverju barni skiljanlegt, að af- arrnikið fé mundi með því sparast við alla aðflutninga og við að njóta góðs af rafveitu bœjarins og vatnsveitu og þá ekkí sízt við að þurfa ekki að reisa sárstakan lœknisbústað a. m. k. í bráð- ina.« Petta eru rökin. Mér er kunnugt um, að héraðslækn- irinn var því hlyntur fyrir skömmu siðan, að heilsuhælið yrði reist við laugar fram í firði, ef ástæður leyfðu. En það mun hafa verið bundið því skilyrði, að læknirinn gæti samt verið búsettur hér á Akureyri. Hann segir í grein sinni í 11. tbl. fsl.: »Hugði eg, að einnig þar mætti spara sérstak- an læknisbústað, því engum lækni væri ofætlun að skreppa þangað dag- lega (að fengnu morgunkaffi) í bíl, á mótorhjóli eða ríðandi.* í 6. tbl. Dags

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.