Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.03.1925, Blaðsíða 1
 Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 27. marz 1925 14. tölubl. Tóbaks-einkasalan Dagur, 12. tbl., gerir tóbaks-einka- söluna að leiðara sínum. Er nauð- syn hennar þar haldið mjög á lofti og fullyrt, að verði hún afnumin, bíði ríkissjóðurinn að minsta kosti 200,000 kr. árlegan hnekki. Færir blaðið mikið af tölum máli sínu til stuðnings, — sömu tölurnar og Landsverzlunar-forstj. bjó í hend- urnar á Framsóknar-þingmönnum neðri deildar .og þeir glömruðu með gegnum fjögra daga umræður, þó sýnt væri með góðum og gildum rökum, að þær voru bæði villandi og vilhallar, —- einkasölunni í hag. Af greinargerðinni, sem fylgir frumvarpinu um afnám einkasöl- unnar, sézt, að tekjur ríkissjóðs af tóbaks-einkasölunni hafa orðið 1924 um 855 þús. krónur, en ekki Q10 þús., eins og tölur Dags sýna. Tollurinn nemur 525 þús. kr., en verzlunarágóðinn 330 þús. krónum. — Aðallega ber hér á milli það, sem lagt hefir verið í varasjóð — 35 þús. kr.- Færa Dagur og Fram- sóknar-þingmennirnir þá upphæð til tekna ársins, en flutningsmenn frv. ekki; telja þennan litla varasjóð ekkert annað en nauðsynlega trygg- ingarráðstöfun, sem beint leiði af því, að ríkið er hér að fást við verzl- un, og sé hann lagður til hliðar fyrir væntanlegum óhöppum, sem altaf geti komið fyrir. Dagur og aðrir andmælendur frumvarpsins vilja aðeins byggja á útkomu ársins 1924, en-flutnings- mennirnir vilja byggja á meðaltali þeirra þriggja ára, sem einkasalan hefir staðið. Hefir meðaltal tekn- anna orðið 723 þús. kr., bæði af tolli og verzlun, ef 25°/» gengis- viðbótin á tollinum er reiknuð frá byrjun einkasölunnar, en hún kom fyrst í gildi þann 1. apríl 1924. Hinar raunverulegu meðalárstekjur einkasölunnar hafa því verið 682,670 krónur. — Með þeirri tollhækkun, sem frv. fer fram á, verða tolltekj- urnar, af svipuðum innflutningi og síðastl. ár, rúmlega 727 þús. kr., eða um 20 þús. hærri en meðal- tekjur einkasölunnar, eins og þær raunverulega hafa verið. En þegar litið er til þess, að inn- flutningur tóbaks hefir farið mjög minkandi síðan einkasalan byrjaði, — svo nemur 20—30% — þá finst flutningsmönnum frv. að ekki sé óvarlega áætlað, þótt innflutningur- inn ykist, ef verzlunin yrði gefin frjáls, um 12°/o, frá því sem hann var 1924, og þá myndu tolltekjurn- ar verða svipaðar tekjum einkasöl- unnar hámarks-ársins 1924. En ef miða mætti við innflutning, eins og hann var að meðaltali frá árinu 1914 —1921, er einkasalan byrjaði, þá kœmu tolltekjurnar til að neina um 100 þús. kr. meira en hámarkstekjur einkasölunnar. — Ef flutningsmenn hefðu viljað reikna jafn óvarlega sínum málstað í vil og andstæðing- ar frumvarpsins gera sínum málstað í vil, þá hefðu þeir tekið meðal- innflutning frjálsu áranna síðustu og bygt á honum.— »En þeim þykir réttara að byggja traust, en glamra hátt« — eins og einn háttv. þingmaður komst að orði. Pá ber að geta þess, að útistand- andi skuldir viðskiftamanna og vöru- birgðir einkasölunnar eru taldar nema næstum V2 miljón króna, en sjálf skuldar einkasalan fyrir vöru- lán erlendis um 470 þús. krónur. Nú er það vitanlegt, að vörubirgðir einkasölunnar munu aldrei seljast fyrir það verð, sem þær eru virtar á, þar sem talsverður hluti þeirra munu vera gamlar vörur, sem einka- salan keypti í upphafi tilveru sinn- ar, og sem hún hefir átt örðugt með að selja og mun nú mega telja að mestu óseljanlegar. Eins má telja það nokkurn veginn gefið, að eitthvað tapist af skuldum þeim, sem einkasalan á útistandandi. Skyldi því engum koma það á óvart, þó aðeins helmingur kæmi inn við reikningslok fyrir vörubirgðirnar og skuldirnar, eða V* milj. kr., í stað x/2 milj. kr., sem þessir tveir póstar nú flagga með. En vörulánin er- lendu yrði að borga, þegar einka- salan yrði lögð niður, og þar sem alt virðist benda til, að hún geti það ekki af eigin bolmagni, eins og málunum horfir nú við, verður það ríkissjóður, sem kemur til að hlaupa undir bagga og borga mismuninn, og kæmi þá ekki all-Iítið fjöruborð á þær tekjur, sem í hann hafa runnið af einkasölunni. Pá segir Dagur og aðrir dáend- ur einkasölunnar, að tóbaksverðið muni hækka til muná, verði einka- salan afnumin. Fyrir þessari full- yrðingu er ekki hin minsta átylla. Tollurinn, eins og frumvarpið ráð- gerir hann, er mun lægri en hann er nú, að viðbættri álagningu einka- sölunnar; segir svo í greinargerð frumvarpsins, að kaupmenn og kaup- fél. megi leggja frá 20—30°/» á vör- una og vera þó undir vöruverði einkasölunnar. Hærri álagningu er engin ástæða til að kvíða og að minsta kosti ætti Dagur að bera svo mikið traust til kaupfélaganna, að þau færu ekki fram úr þessari álagningu — og dýrseldari. yrðu kaupmennirnir ekki. Að þessu sinni er óþarft að fjöl- yrða um íóbaks-einkasöluna frekar. Það mun gert síðar, ef þurfa þykir, en vert er að draga athygli almenn- ings að framkomu Framsóknar- flokks-þingmannanna í málinu. — Það er ekki einasta að þeir séu fylgjandi einkasölunni., heldur hafa sumir þeirra lýst sig eindregið fylgj- andi þjóðnýtingarstefnu jafnaðar- manna í verzlunarmálum — og þar með algerða andstæðinga frjálsrar verzlunar. íhaldsflokkurinn aftur á móti, að undanteknum ef til vill tveimur mönnum, og Sjálfstæðis- flokkurinn, að einum manni undan- skildum — eru fylgjendur frjálsrar AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 872: Hjarðsvernn og milfánamæringur. 5 þátta kvikmynd frá Ameríku. Myndin sýnir baráttuna milli gamla og nýja tímans og gerist þar margt sögulegt. Myndin er í senn bæði skemtileg og spennandi, og er frábrugðin að efni og búnaði flestum þeim myndum, sem hér hafa verið sýndar. Aðalhlutverkið leikur TOM M I X. Þeir, sem hafa einsinni séð hann leika, fýsir að sjá hann aftur. verzlunar. Um þetta verður ekki lengur deilt. Þetta er sá mikli stefnu- munur, sem fram hefir komið í þessu máli — og af honum gerir þjóðin upp á milli flokkanna. Og íhaldsflokkurinn þarf ekki að kvíða þeim dómi. íslenzka þjóðin er þess fyllilega meðvitandi, hvers virði verzlunarfrelsið er. ba Uppog niður. Sparnaður Framsóknar. Framsóknarflokks-þingmenn neðri deildar eyddu 8 dögum í 1. um- ræðu um 2 mál, — tóbaks-einka- söluna og varalögregluna — af ein- tómri þrákelkni og yfirdrepsskap, — en þetta málæði þeirra kostar rík- issjóðinn um 20 þúsund krónur. Vel að verið eða hitt þó heldur! Skoðanafrelsi úthýst? Sú saga gengur um bæinn, að á fundi Verkamannafélagsins síðastl. sunnudag hafi einn félagsmaður lagt þá fyrirspurn fyrir formanninn og krafist svars,. »hvort maður með því að ganga í félagið afsalaði sér skoð- anafrelsi og sannfæringu« — en formaður hafi orðið fár við og svar- að engu. — Sagan er góð, sé hún sönn, og ætti að gefa mörgum manninum tilefni til umhugsunar. Eftirmæli verkalýðsforingjanna. Hr. »X« skrifar í síðasta Vm. eft-« irmæli 4 nýlátinna verkalýðsforingja. Tveir þeirra finna náð fyrir augum hans og er hrósað, en í garð hinna tveggja blæs kaldan — þeirra Hjalmars Brantings, hins nýlátna for- sætisráðherra Svíþjóðar, og Eberts, hins látna forseta Þýzkalands. Um Branting segir blaðritarinn, að hann hafi »verið hægfara hvað stefnu snerti og varhugaverður í alþjóða- pólitík«, en um Ebert, að hann hafF rekið »erindi auðvaldsins undir yfir- skini jafnaðarmenskunnar«. — Nú er það á allra vitorði, sem nokkuð þekkja til stjórnmála annara Ianda, að báðir þessir menn eru meðal helztu jafnaðarmannaforingja heims- ins. Branting auk þess skoðaður einhver mesti stjórnmálamaður, er uppi hefir verið á Norðurlöndum síðastliðinn aldarfjórðung. — Hefði því mátt ætla, að Verkamaðurinn, sem telur sig málgagn jafnaðar- mannastefnunnar, kynni sér naum- ast hóf í lofsyrðum um hina látnu foringja, en í stað þess kastar hann, eða þessi »X«, hnútum að þeim látnum. Hvað veldur? Það eitt, að þeir voru jafnaðarmenn, en ekki kommúnistar. Sýnir sig það hér sem oftar, að blaðið siglir undir fölsku flaggi. Var Lenin geðveikur? f alfræðibókinni »Store Nordiske Konversation Lexikon«, 26. bindi, bls. 467, stendur svohljóðandi fræðsla um kommúnistaforingjann rússneska, Lenin (í íslenzkri þýðingu): L e n i n (1870-1924). Við krufn- ing á líki Lenins hafa merkir lækn- ar komist að þeirri niðurstöðu, að hann hafi ekki síðan 1917 verið með öllum mjalla vegna geðveiki (været uíilregneiig som fölge af Sindsygdom). — Og þennan geggj- aða mann dýrka jafnaðarmennirnir(l) íslenzku sem sitt æðsta skurðgoð, og vilja láta þjóðina falla fram og tilbiðja það, — en við minningu Brantings fussa þeir og sveia. Og þetta þykjast vera þjóðhollir menn og alþýðuvinir. — Svei! Alþingi. Krossanessmálið. Þingsályktunartillaga Tryggva Pór- hallsonar var til umræðu i neðri deild á föstudaginn og laugardaginn, og varð vegna þess að fresta eldhúsdeg- inum til mánudags. Tr. P. mælti fyrir tillögu sinni um að skipa nefnd til að rannsaka málið og las upp ýrns plögg, er hann taldi því viðkomandi. At- vinnumálaráðh. Magnús Guðmundsson hvað stjórnina ekki get aðhylst rann- sóknarnefnd, og vítti það moldveður, sem þyrlað hafi verið upp um þetía mál. Umræður hörðnuðu úr þessu og veittust einna harðast að stjórninni Jakob Möller og Magnús Torfason. A laugardaginn bar Bjarni frá Vogi fram rökstudda dagskrá þess el'nis, að í trausti þess að stjórnin tæki fyrir og léti rannsaka kærur, er fram kæmu á hendur Krossanessverksmiðjunni, tæki deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Tjáði stjó nin sig ánægða með dag- skrána, en er hún var borin til atkvæða var hún feld með 14 atkv. gegn 14. Með henni íhaldsmenn 13 talsins og Bjarni frá Vogi, en móti Framsóknarfl.- menn 10, Jón Baldv., Ben Sveinsson,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.