Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 27.03.1925, Blaðsíða 2
1SLENDINGUR fcHIM hafa fyrir'iggjandi: Rúgmjöl. Kaffi. Kandís. Hveiti, 3 teg. Kaffibætir. Flórsykur. Hafragrjón. Kakao. Rúsínur. Hrísgrjón. Suðu-súkkulaði. Sveskjur. Maísmjöl. At-súkkulaði. Gerduft. Heilmaís. Sykur, höggvinn. Eldspýtur. Hafra. Sáldsykur. Krystalsápu. Jak. Möller og Magn. Torfason. F»ings- ályktunartillaga Tr. P. var þarnæst bor- in undir atkvæði og var hún einmg feld með 14 atkv. gegn 14 og voru allir hinir sömu með tillögunni og verið höfðu á móti dagskránni, en hinir á mót>', er greitt höfðu dagskránni meðafkvæði. - Lauk þannig afskiftum þingsins af þessu Krossanessmáli. Ræktunarsjóðurinn. Landbúnaðarnefnd neðri deildar vill 'eggja til grundvallar ræktunarsjóðs- frumvarp stjórnarinnar og flytur svo- hljóðandi frumvarp ásamt rreirihluta sjávarútvegsnefndar um breyting á lögum um útflutningsgjald: Fyrir 1% komi lV2°/o. 11. gr. laganna (um að þau gildi aðeins eitt ár i senn og verði að endurnýjast á hverju þingi) skuli tár gildi numin svo og lögnr. 14. frá 4., júní 1924 (árs framlenging). Árin 1925 og 1926 greiði ríkissjóður til aukningar höfuðstól ræktutiarsjéðs ís- lands allan þann tekjuauka, sem ríkis- sjóður fær með þessum lögum, en frá 8. jan. 1927 skal SU tekjuaukans varið til reksturskostnaðar strandgæzlusk^pi, en lU renna í ræktunarsjóð, ef þörf krefur, unz framlög sjóðsins til bún- aðarmála nemur 1.000.000 kr. eins og ræktunarsjóðsfrumvarp stjórnai innar ætl- ast til. Ræktunarsjóðnum þannig breyttum er ætlað að koma í stað Búnaðat lánadeildarinnar. Fjárlögín. Fja'rlögin komu til umræðu í neðri deild á mánudaginn. Hefir fjárveit- inganefnd gert allmargar breytingartil- lögur við fjárlagafrv. stjórnarinnar, hækkað gjaldaliði um 942 þús. kr. og tekjuliði um 930 þús. kr. Hækkun teknanna byggist aðallega á auknum verðtolli vegna afnáms innflutnings- haftanna. Aðal gjaldhækkunin er 600 þús. greiðsla í landhelgissjóð. Nefndin vill auka fjárframlög til samgöngumála, læknamála og sinna ýmsum fjárbeiðn- um. Hún vill hækka styrkinn bæði til Búnaðarfélags íslands og Fiskifélags- ins og veita fé til að fullkomna loft- skeytastöðina í Reykjavík, með því óvíst er, hvort samið verðurjvið Stóra Nor- ræna ritsímafélag, á komandi sumri. • Meðal hinna auknu fjárveitinga til vegabóta er 20 þús. kr. til Vaðlaheið- arvegar. — Þá hafa einstakir þingmenn borið fram ýmsar tillögur um auknar fjárveitingar. Jakob Möller og Jón Baldvinsson leggja til að 150 þús. kr. séu veittar til Landspítalabyggingar gegn jafn miklu úr Landspítalasjóði. Björn Líndal o. fl. með tillögu um að veitu Heilsuhælisfél. NI. 75 þús. kr. (áskilja sömu upphæð í fjárlögun- um 1927) gegn jafn miklu tillagi ann- arstaðar að. Þá flytur Líndal og 5 þingmenn aðrir tillögu um að veita Amtsbókasafninu á Akureyri 2þús. kr. aukasfyrk, því skilyrði bundinn, að Davíð skáldi Stefánssyni sé veitt bóka- varðarstaðan. Eldhúsdagurinn reyndist gæfari en búist var við, og gerðist þar ekkert, sem í frásögur er færarandi, nema hvað han:i sfóð lengi yfir frá mánu- degi til miðnættis á miðvikudagsnótt og áttu Framsóknarmenn og Jón Baldv. mest sök á því; — málæðið úr þeim samvinnuherbúðum óstöðvandi. Kvennaskóli Reykjavíkur. Mentamálanefnd n. d. Ieggur á móti því, að hann verði gerður að rikisskóla. Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 26. marz. Útlend: Bandaríkjamenn undirbúa mikil- fengleg hátíðahöld í borginni Phila- delphía sumarið 1926 í tilefni af 150 ára sjálfstæðisafmæli ríkjanna (lýstu sig sjálfstæð 4. júlí 1776). Verður þá alheimssýning í borginni og hafa flesfar þjóðir Iofað þátttöku. Frá Osló er símað, að Ihlen, fyrv. utanríkisráðherra Norðmanna, sé látinn. Frá Kaupmannahöfn er símað, að verkbann sé yfirvofandi þarínokkr- um atvinnugreinum og verkfall íöðr- um. Samvinnutilraunir milli vinnu- veitenda og verkamanna orðið ár- angurslausar. Óvíst talið að skip verði afgreidd á næstunni. Ógurlegur fellibylur geysaði yfir Illinios-ríkið í Bandaríkjunum 21. þ. m. Gereyðilögðust 20 þorp og urn 3000 manns misfu lífið, en um 40 þús. urðu fyrir meiri eða minni meiðslum. Eignatjón nemur minst 100 milj. dollara. Er þetta skelfi- legasti atburður, sem komið hefir fyrir í Bandaríkjunum síðan jarð- skjálftarnir í San Francisco fyrir aldarfjórðungi síðan. Curzon lávarður, ríkisráðsforseti brezku stjórnarinnar, er nýlátinn. Var einn af merkustu stjórnmála- mönnum Breta. Stórbrunar íjapan nýverið, yfir 3000 hús brunnið og tugir þúsunda fólks húsnæðislausir. Roald Amundsen er að Ieggja upp í nýja Norðurpólsför. Farartæki eru að þessu sinni ítalskar flugvél- ar. Leggur upp frá Spitzbergen. Um 7 forsetaefni verður að velja við í hönd farandi forsetakosningu á Þýzkalandi. Nýlega voru kirkjumál Elsass-Lot- hringen rædd í franska þinginu. Herriot deildi hart á klerkastéttina og sagði, að kristindómur katólsku kirkjunnar væri íhalds- og auðvalds- kristindómur. Lenti alt í uppnámi og sló í bardaga í þinginu. Stjórnin fjekk traustsyfirlýsingn upp úr öllu saman. Fregn frá HoIIandi hermir, að hollenzkur togari hafi séð tvo tog- ara farast undan Horni 22. f. m.; varð togarinn fyrir miklum áföllum af rekaldi frá hinum tíndu skipum. Innlend. Pór tók tvo togara í Iandhelgi undan Dyrhólaey, báða þýzka. Sekt- aðir um 10 þúsund gullkrónur hvor og afli og veiðarfæri upptæk. Nokkru áður hafði »FylIa« tekið aðra tvo togara við landhelgisveiðar, og til- heyra þessir 4 togarar tveim fjelög- um. Heilsufar samkvæmt vikulegri skýrslu landlæknis í Morgunblaðinu, óvenjulega gott, þó hafa 3 mænu- sóttartilelli komið fyrir. Fiskiafli góður á togurunum, fá þeir frá 60 til 120 tunnur lifrar, flestir frá 80—100. Vélbátar fá frá 10—41 þús. í 2—5 lögnum. oo Svar til Jönasar Þorbergssonar. Fyrir velvilja ritstjóra íslendings, fæ eg tækifæri til að svara ofanritaðri grein hokkrum orðum áður en eg stíg á skipsfjöl. J. P. (sem eg til þessa hef skoðað sem góðkunningja minn) ryður sér yfir mig með ónotum og útúrsnúningum og ófrægðarorðum Iíkt og eg hefði sent honum pólilískt skeyti úr »andskotaflokkinum miðjum*. Ein- ungis fyrir það, að eg »dirfist« að segja meiningu mína um hvar hælið eigi að standa, og hún er önnur en hans. Petta er þó mál, sem þarf að ræða og helzt með skynsamlegu viti og ofsalaust. Um hitt sýnist mér við séum sam- mála, að stofnunin á að vera sem fullkomnust og sómasamlegust. (Við f u 11 k o m i ð skil eg, að hæiið geti veitt viötöku sem flestum berklasjúk- lingum og á öllum stigum veikinnar og að þar verði þeim veitt sú með- ferð sem bezt tíðkast um heim). Að- eins vil eg, til að flýla því, að hælið komist upp og rúmi sem flesta, byggja strax í sumar það af því, sem hægt er, fyrir það fé sem fdanlegt er, og spara lælsniibústað og fleira sem kom- ast má af án, til að byrja með. Pdð vakir fyrir mér í því efni reynslan frá Vífilslöðum. Þar bjó yfirlæknirinn með fjölskyldu. smni á hælinu sjálfu til skamms tíma, í herbergjum, sem nú rúma 20 sjúklinga o. fl. En sér- stakur læknisbústaður sem síðar var reistur, kostaði me'ra en allur Heilsu- hælissjóður Norðurlands. Að ko!in sparast í Reykhúsum er gott og blessað ef ekki þarf að kaupa annað dýrara í þess stað. Hvað kost- ar rafstöð og hvað kosta aðflutning- arnir o. fl.? J. P. hefir sjálfur sýnt með útreikningi í Degi II. febr., að að aðflutningamir hljóti að verða all- kostnaðarsamir. Hann gerir ráð fyrir að dagleg benzíneyðsla og viöhalds- kostnaður eins bíls verði um eða yfir 8 kr. á dag, en það verður um kr. 3000 á ári. Nú má gera ráð fyrir, að hælið þurfi að halda bílstjóra sem kostar töluvert og það þarf að c'ga bæði sjúkrabíl og vörubil. Verður eft'r þeim reikningi dýrt að flytja sjúk- lingana til hælisins og frá því, auk alls sem daglega þarf að sækja til kaupstaðarins. En það má nú vera, að J. P. hafi hér krítað eitthvað liðugt, þvf útreikningur hans var gerður til að sýna hver fjarslæða væri kostnað- arins vegna að láta læknir aka daglega í bíl til hælisins frá Akureyri. Eg er líka smeykur um, að áætlun hans um kolakostnaðinn sé varhugaverð. Pví þá gera ráð fyrir svo m i k I u meiri kolaeyðslu á hæli fyrir 35-50 sjúk- linga heldur en handa Akureyrarspítala og sóttvarnarhúsi þar sem eru 60 sjúklingar? Hvaðsneitir beitarhússtefnuna, er hann svo kurteyilega skírir tillögu mína um að læknir búi utan hælisins, þá get eg frætt góðfúsan lesara á því, að altitt er erlendis um sjúkrahúslækna, Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samtíð og hluttekningu við frá- fall og jarðarför okkar elskulega bróður, Viktors Magnússonar. Systkinin að þeir btii jafnvel lengri leið frá sjiíkrahúsi sínu heldur en héðan fram að Reykhústim. Nú á túnurn er slíkt talið vel viðunandi þegar flutnings- fæki cru góð enda sparnaður mikill. Eg hef mesta ógeð á því, svona í byrjun á hæli með 35 — 50 sjtíklingum að tjóðra einn lækni fastari svo hann megi ekkert aðhafast nema núlla við þann hóp. allan daginn. J. ætlar hon- um reyndar að græða á því að skjót- ast við og við fram utn allan fjörð. En hvernig fer þá fyrir veslings hælis- sjúklingunum sem fá blóðspýtirig eða niðurgang meðán hann er burtu? — Annað mál er það, að þegar Heilsu- hæli Norðutlands er orðið svo stórt, að það rúmar 100 'sjúHinga eða þar yíir, þá er sjálfsagt að ungur aðstoð- arlæknir búi á hælinu. En hann þarf ekki r.ema litla stofu. J. P. þarf að koma með rök sem duga fyrir því. að hælið sé betur sett bjá Reykhúsum eða Kristnesi en hér við Akureyri. Sök sér ef góð jörð 'fengist gifins. Laugarvatn má kaupa of dýrt. E<> sé engan laglegan, af- vikinn stað í grend við Reykhúslaug- ina sem hentugur sé fyrir berklahæli. En hér ofan við k.iupstaðmn er margir slíkir staðir. Og þar sem Akureyrar- búar hafa lagt miklu meira af mörkum til stofnunarinuar he'dur en aðrir lands- búar, þá finnst mér sanngjarnt að þeir njóti þess að nokkru. Að endingu v;l eg biðja J. P., að sleppa öllum f í t o n s a « d a , ef hann skrifar enn M að andmæla tnér. Pað er bezt fyrir máli^, að það sé rætt með stillingu. Og eg veit marga góða menn hafa ávipaðar skoðanir eins og eg, og eg k a n n a s t a 11 s e k k i við, að hafa sýnt neinn hringlanda í Heilsuhælis- m á 1 i n u . Og enn eitt. Heilsuhæli Norðurlands verður aldrei veglegra og kemst ekki fljólar upp fyrir það, þó reynt sé hvað eftir annað að lasta og gera lítið úr Akureyratspítala. Pó hon- um sé ábótavant í ýmsu (nema hinum sólríku kömrum, eftir því sem J. segir), þá er svo skrítið, að f u r ð u v e I tufir tekist að lækna berklasjúklinga þar. Gæti eg fært mörg rök að því. Vafasamt að betur takist á mörgum f u 11 k o m n u m heilsuhælum. Og dæmi þess veit meira að segja J. P. sjálfur, að sjúklingar, er dvalið hafa bæði á Vífilstöðum og á spítalauum, hafa kunnað fult eins vel við vistina hér nyrðra sem syðra. Loks vil eg óska Heilsuhæli Norð- urlands þess, að það megi f framtíð- inni ætíð eiga greiðari aðgang að fjár- styrk úr ríkissjóði en sjúkrahúsið á Akureyii hefir haft til þessa. Það hefir reynst okkur spítalanefudarmönnum all- erfitt að fá það íé, sem við vildum, til sæmilegs viðhalds og reksturs stofn- unarinnar. Stgr. Matthíassen. u S v> '/3 oa Nýkomið: 0) Karamellur g oi VerzL Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.