Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 27.03.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINOUR „Hvítir fuglar." Með þessari fyrirsögn birtist fyrir skömmu grein í íslendingi, eftir Guðm. Friðjónsson. Minnist hann þar tveggja manna, Jóns á Krossastöðum og Magn- úsar á Orund, sem bera eliina afbrigða vel. Þegar eg las grein skáldsms á Sandi, flaug í hug minn >hviturfugl,« sem eg álít, að ekki sé rétt að láta óget ð, þegar þeirra er minst, sem bjóða elli byrgin. Nágranni minn, Einar í Hraukbæjar- koti, er 87 a'ra gamall. Hann er þrek- legur á velli, gamli maðurinn, og bein- vaxinn. Heyrnin er óbiluð og sjónin allgóð. Hann er skýrleiksmaður, ræð- inn og glaðsinna. Fríður sínum hefir hann verið á yngri árum. Ber þess enn glögg merki. Ekki hefir Einar sett svartan blett á tungu sína með ljótu örðbragði. Blót er honum ó- tamt. Og í allri breytni sinni hefir hann verið grandvar maður. >Guð er þar sem bóndinn er að plægja harðan akurinn og þar sem vegagerðamaðurinn mylur grjótið,« segir Rabindr^nath Tagore. Einar hefir plægt harðan akur bóndans alla sína löngu æfi. Hann hefir unnið frá morgni til kvölds. Sjaldan mun hann vakað hafa fram yfir miðnættið við fá- nýta gleði og sofið af sér dýrð morg- unstundarinnar. Ekki hefir Einar kvelli- sjúkur verið. Hann hefir lifað óbrotnu lffi og haft lítil kynni af kræstum mat og víni. En svelgt hefir hann; drjúgum teygum hreina útiloftið og sólin bles;- uð hefir signt hann margan, daginn. Síðastliðið sumar vann Einar að heyskap frá morgni til kvölds. Stóð hann við orfið sitt hverju sem viðraði. Var það vel gert af manni hátt á ní- ræðrsaldri. »Falls er von af fornu tré«. Kjtrnvið- irnir falla. Hvað vex upp í þeirra stað? Guðrán Jóhannsdóttir, Asláksstöðum. oo Kvi 11 u n . Það hefir fokið í ritstjóra Dags útaf smágrein, sem eg skrifaði í 12. tbl. Verkamannsins, með fyrirsögninn »Hvar á hælið að standa*. Ritstjórinn sendir mér svo tóninn í blaðinu í dag, með þeirri ógætni sem honum ersvo töm. Hann telur greinina vera »kersknis- grein«, sem sé rituð af óvildarhug til sín út af þessu máli, telur hana vera skætingsgrein, sern beri mark hreppa- pólitíkurinnar. Ef að. þessi grein mín á þennan dóm skilið, hlyti þá flestar þær grein- ar, sem ritstjórinn hefir skrifað, síðan hann kom til Akureyrar að dæmast kersknisgreinar. Tilefni greinar minn- ar var það að rifstjórinn hefir, með með nokkurri frekju, haldið fram á- kveðnum stað, sem hælið ætti að standa á. Fanst mér, sem mörgum öðrum, að hér væri í meira lagi fljótfærnislega af stað farið af manni, sem búið var að stinga uppá í heilsuhælisnefndina, en sú nefud hlýtur að hafa mikil áhrif á það, hvar h-aelið er sett ntður. Petta staðarval ritstjórans varð því brátt að umtalsefni fjöldans Qg um leið að nokkru áhyggjuefni. Menn vissu að maðurinn var metnaðargjarn, og kapp- samur með að »agitera« fyrir þeim stað, sem hann sjálfur hafði fundið upp. Hann vissi einnig að hann hafði góða aðslöðu til að hafa áhrif þar, sem hann komst f nefndina og hafði þar að auki blað, sem hann nú notar til að berja á Þeim mönnum, sem láta í Ijósi, að Þeir hafa ótrú á þessu vali hans. Pegar ritstj. var búinn að ákveða staðinn, fanst mér sanngjarnt, að hann "PPlýsti það, í því b'aði sem hann var ritstjóri fyrir, hvað þessi staður hefði til síns ágætis. En í staðinn fyrir að verða við þessari sanngirnis kröfu minni, fer hann í skammir og brígslar mér um, að eg vilji gera heilsuhælismálið að persónulegu óvild- armáli, og eru slíkar ásakanir hvorki viturlegar né vinsamlegar. Þá gaf gtein sú sem eg skrifaði í Veikamanninn ekki minsta tilefni til þess, -að álíta, að þar væri hreppapólitík á ferðintii, og hlýtur því sú staðhæfing ritstjórans að byggjast á því ál ti, sem hann he'ir á þeim manni, sem hann eignaði grein- ina, en ekki greininni sjálíri, því íhenni var lýst báðum stöðunum, sem þá heyrðust tilnefndir, sem gölluðum, en hvorugum haldið fram af rrsér, aðeins lauslega skýrt frá umsögn Rafnars læknis um staðinn. Mfn sök í þessu máli er þá sú, ef nokkur er, að það má ef til vill skilja það svo, að eg hafi í áðuritnefndri grein ofurlítið skopast að rs'tjóranum, en það sem það var alveg græskulaust og meinlaust, datt mér ekki í h"g að hann færi að stökkva upp á nef sér útaf því, og mig undrar það að hann skuli ekki þola slíka smámuni, þegar hann sjálfur er ný búinn að skrifa Iúalega og illkvitnis- lega árás á Steingrím héraðslæknir, og er þó sannarlega ekki hægt að sjá, að tilefnið hafi verið mikið. Ekki annað en það, að hann lét í Ijósi, að ekki væri víst að þessi útvaldi staður ritstj. væri notandi. Telur læknirinn, að í grend við bæinn sé nóg af hentugum stöðum og ræður til að einn af slík- um stöðum verði tekinn. Það skal hér látið b'ggja milli hluta hversu heppi- legar tillögur læknisins eru. En að héraðslæknir Eyjafjarðarsýslu megi ekki láta álit sitt upp um það, hvar íieilsu- hælið væri bezt sett, fyrir það, að það kemur í bága við fyrirætlanir ritstjóra Dags, virðist í meira lagi frekjulegt. Annars ætla eg ekki að fara að bera skjöld fyrir Steingrím læknir, hann þarf þess ekki með. En eg bendi á framkvæmdir ritstjórans, t'il að sína, hversu feikilega óhygginn og ógætinn hann er, að gera leik til að stofna til sundrungár í jafn viðkvæmu máli. Reyndar höfðu nú flestir búist við því, að þeir, sem komu sér í þessa heilsu- hælisnefnd, færu ekki opinberlega að' halda fram neinum stað alveg að ó- rannsökuðu máli. En ritstjón D.>gs byrjar á því, á hverju sem hann kann nú að enda á. Frekja þessi og baegsla- gangur ritstjórans getur aldrei orðið heilsuhælismálinu á nokkurn hátt að liði, þvert á móti, og er hin mesta furða, að nefndin skyldi ekki stinga upp í þennan samiiéfndarmann sinn á meðan rannsókn stóð yfr. Þá notar 'hann tækifærið til að hnjóða í riistjóra Verkamannsins fyrir afskiftaleysi af málinu*. En rilstjóri Verkamannsins getur þó hrósað sér af því, að hann hafi ekki á nokkurn hátt spilt fyrir því, en það getur ritstjóri Dags því miður ekki. Fljótfærir og ógætnir ofstopamenn eru ekki líklegir til að ráða heppilega fram úr þeim málutn, sem þarf að hafa »heill ófæddra kynslóða fyrir augum. Akureyri 19. marz 1925. Athugugull. Aths. rítst/. Framanrituð grein hefði belur átt heima í Verkarnanninum en í ísl., en þar sem höf. hennar hvað hana koma tyrir svo »fárra augu sem helzt æltu að lesa hana, kæmi hún í Vm.«, vildi ritstj. ísl. ekki amast við henni, en vill taka það fram, að hann er í aðalatriðum samdóma grein Jónasar Þorbergssonar, þeirri er birtist hér í blaðinu, og skoðar hana hvorki =>lúa- eða illkvitnislega árás á Stgr. héraðs- Iæknir«, heldur téltmæta ofauígiöf til þess háa herra fyrir vítaverðan hringl- andahátt í heilsuhælismálinu. Annars er ritstj. ísl. þeiirar skoðunar að heppi- legast sé, að sem minst sé deilt um heilsuhælismálið í blöðunum, að minsta kosti ekki á þessu stigi þess og mun breyta samkvæmt þvi. Góð stofa handa einhleypum til leigu í Brekkugötu 1. f>'"iiiiiiil"">iiiiii."."iiiiiii,......iiiiii..-"iiiiiii."."iiiiiii,"."iiiiiii,..."iiiiiii,.....iiiiin.....>ii!iiii,"@..'iiiiiii,.....iiiiiiii,.."iiini....."iiiiiii,"."miiii„-"iiiiiii„.."iiiiiii......ninii,.....iiiiiii„k|) J BRÆÐU.RNIR ESPHOLIN J ^ fyrirliggjandi: i Súkkuluði Titanhvíta I Kaffibætir Skilvindur 1 \ Makkaroni Prjónavélar I LÍNUVERKogÖNGLAR. í ©.....iiin.......miii.......illiiii'finii.......'iin..........Hiiu".....iin......'Hiiiii,".....inii......mii......"Hiiiii."®.....iiii.........iiin.......miii........iiim.....iiiiiii,"."iiiin.........iiin,......miii."0 Allskonar ^i nauðsynjavörur, þar á meðal flest sem þarf til skipaútgerðar nýkomið í M. Carl Höepfners-verzlun. Ur hesmahögum. Skriðufall. A miðvikudaginn í fyrri viku féll snjóskriða úr fjalliuu fyrir ofan bæinn Úlfá, sem er annar fremsti bærinn í Eyja- firði, og rann yfir túnið. Sópaði hún á burtu heslhúsi og fjárhúsi. Tókst a'ð bjarga hestunum, en nm 20 kindur fórust. Bónd- inn á Úlfá heitir Jóhann Jósefsson og hefir hann orðið fyrir miklu Ijóni. Á skiðum yfir Örœfi. Með fslandi síð- ast komu hingað 4 íþróttamenn úr Reykja- vík, er höfðu sett sér það markmið að fara á skíðum 'suður aftur. Lögðu þeir upp í för þessa 19. f. m. upp frá Tjörnum í Eyjafirði og var ferðinni heitið suður Arnarfellsveg og niður í Hreppa. Hvernig að skíðamönnunum hctir reilt af hefir enn ekki frést, en vonandi hefir ferðalagið gengið þeim að óskum. Mun þetta í fyrsta sinni sem menn hafa farið á skíðum yfir öræfi landsins og er það hreystilega af sér vikið um þetta leiti árs. Rafveitan og Gefjun. Á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudaginn var rafveitu- og Gefjunarmálið svokallaða til umræðu. Eftir langar umræður var svohljóðandi til- laga frá Jakob Karlssyni samþykt: »Upp- kast það, að samningi milli Akureyrar- kaupstaðar og klæðaverksmiðjunnar »Qefj- un« um' vatnsnotkun úr Glerá, náðist við að jafnframt stýflugarði við Rángárvelli yrði lögð pípa niður í núverandi stöðvar- hús og seftar þar upp nýjar vélar, sem kosta mundu ca. 250,000 kr. En samkvæmt nýfenginni kostnaðaráætlun, er gert ráð fyrir að þær kosti 350,000 kr. eða að minsta kosti 100 þús. kr. meira, en gengið var út frá þegar samningstilraunir fóru fram. Af framangreindum ástæðum og að fenginni reynslu síðastliðinn vetur, sér bæjarstjórn- in sér ekki fært eins og að sakir standa, að ráðist sé í þessa viðbótatbyggingu, enda telur líkur til, að hægt sé ennþá að auka vatnsrensli í Glerá að töluverðum nmn, og með þvi fullnægja vatnsþörf Gefj- unnar, jafnframt því að afla rafstöðinni meiri orku, og tryggja með því bæði fyrir- tækin án tilfinnanlegs framhaldskostnaðar. í sambandi við þetta vill bæjarstjórnin reyna nýjar samningstilraunir við Gefjun, viðvíkjandi vatnsréttinum í Glerá.« Ragnar Olafsson, sem er formaður Gefjunar, greiddi ekki atkvæði um málið og heldur eigi bæjarfógeti. 6 bæjarfuiltrúar greiddu tillögunni meðatkvæði og einn (Sig. Ein. Hlíðar) var á móti heniii, og tveir fjar- verandi. ÍDEAL SAPUDUFTIÐ reynist b'ezt. Caroline Rest. Umsjónarmannsstarfið við Caroline Rest veitti bæjarstjórnin á síðasta fundi, samkvæmt tillögu stjórnaruefndar- innar, Halldóri Einarssyni frá Skógum. Umsækjeiidur um starfann voru 18 talsins. Mannalat. Á sunnudaginn lézt að heimili sínu Hvammi í Hrafnagilshreppi ekkjan Kristbjörg Halldórsdóttir, 70 ára að aldri, var banarneinið krabbi. Krist- björg heitin var ekkja Guðlaugs Jónssonar er utn mörg ár bjó rausnarbúi á Hvammi og eru börn þeirra Jón Guðlaugsson bæj- argjaldkeri, Halldór og Aðalsteinn bænd- ur í Hvammi og Kristjana gift Tryggva Björnssyni skipstjóra í Reykjavík. Krist- björg heitin var hin mesta dugnaðar og ágætiskona. Á þriðjudaginn 24. þ. m. and- aðist Jóhannes Jósefsson bóndi á Gilsbakka 1 Eyjafirði og á miðvikudaginn sonur hans Jakob, er þar bjó með honum, báðir úr lungnabólgu. Báðir voru þeir feðgar hinir mestu atorkumenn og er að þeim mikil eftirsjá. Leiðrétting. I auglýsingu frú Sigríðar Kristjánsdóttur í síðasta blaði stóð. »Sauma fermingarhatta eftir máli« en átti að vera, sauma framvegis hatta eftir máli. Petta er kvenþjóðin beðin að athuga. Kvöldskemtun ætlar Hjúkrunarfélagið Hlíf að halda næsta laugardagskvöld Fjöl- breytt skemtiskrá. MÓTORBATUR til sölu. Báturinn er 36 feta langur, 9^2 á breidd, um 6 fetá djúpur. Bátnum fylgir skutulbyssa 1V2 þml. vídd með tilheyrandi skutlum og skot- um, legúfæri, segl, krufuspil og mót- ordæla, sem pumpar 11 tonn á klukkutímanum. í bátnum er 10 hesta norsk Grey-vél. Báturinn er stokk- byrtur úr IV2 þml. plönkum, eikarbönd. Báturinn fæst keyptur með sérstöku tækifærisverði, semja ber við Jón Einarsson, rakara, Akureyri. Stor netabátur til sölu með tækifærisverði. R. v. á. í''renUuiiðju Björns Jónssonar, Akurafft.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.