Íslendingur


Íslendingur - 11.04.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.04.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Riísíjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 11. apríl 1925 16. töiubl. Skólamálið, Á þinginu 1921 bar stjórnin fram frumvarp til laga um »hinn lærða skóla« í Reykjavík. Var aðalefni þess, að gera skólann að samfeld- um 6 ára skóla og afnema samband það, sem átt hefir sér stað milli Mentaskólans og Qagnfræðaskólans á Akureyri síðan 1904. Voru þær ástæður helztar tilfærðar fyrir breyt- ingunni, að gagnfræðamentun væii og ætti að vera alls annars eðlis en undirbúningsmentun undir vís- indanám í háskóla, og því óheppi- legt að blanda þessu saman. Frum- varpið var samið af þeim dr. phil. Guðm. Finnbogasyni og prófessor Sig. P. Sivertsen, sem stjórnin hafði kvatt sér til aðstoðar til þess að rannsaka og endurskoða skólalög- gjöf landsins samkv. fyrirmælum Alþingis 1Q19. — Afdrif frúmvarps- ins á þinginu urðu þau, að það dagaði uppi. Á næsfa þingi lá svo málið niðri, en á þinginU 1923 ber Bjarni Jóns- son frá Vogi það fram að nýju, lítið eitt breytt. Meiri áherzla lögð á latínukensluna en stjórnarfrumvarpið hafði gert, en að öðru leytinu sömu meginatriðin: Mentaskólinn óbreytt- ur lærður skóli, en Gagnfræðaskó!- inn á Akureyri ráðgerður framhalds- skóli barnaskóla, er yeiti undirstöðu- þekkingu í öllum algengum náms- greinum, eins og hverjum einum unglingaskóla er ætlað að gera. Frumvarp Bjarna dagaði uppi á því þingi; á þinginu í fyrra bar hann það svo fram að nýju og fer þá á sömu leið, en ekki þreytist Bjárni; hann ber það fram að nýju á þessu þingi og nú — þó ólíklegt sé — eru talsverðar líkur á því, að það nái fram að ganga. — Hafa því nær allir »mentamenn« þingsins, þeir sem af eldra skólanum eru, gerst fylgjendur þess og beita sér fyrir Því af óvenjulegu harðfylgi, eins og t- d. Klemens Jónsson, sem jafnvel hefir gengið flutningsmanninum fram- ar í að dásama gamla fyrirkomulagið og syngja latínunni og grískunni lof og dýrð. Dauðu málin setja »lærða« stimp- ilinri á stúdentana. Meðhaldsmennfrumvarpsinshalda því fram, að síðan að sambandið komst á milli skólanna, hafi yfirleitt lélegri stúdentar útskrifast en með- an gamla fyrirkomulagið var við lýði. Sé þessi staðhæfing sönn, mælir mikið með því, að breytt sé aftur í gamla horfið, en mikið bendir til, að staðhæfingin sé aðeins gripin úr lausu lofti. Bendir til þess m. a. bréf Þorleifs yfirkennara Bjarna- sonar til mentamálanefndar neðri deildar 1921, eríþá hafði frumvarpið til meðferðar. Segir þar m. a., »að íslenzkir stúdentar hafi ekki í ann- an tíma tekið betri embœttispróý'við Kaupmannahafnarháskóla en ein- mitt þessi árin, sem liðin se'u síðan breytingin varð.«. Má óhætt fullyrða, að hann fari með rétt mál, því hann hefir rannsakað prófin bæði fyr og síðar, en það munu hinir ekki hafa gert, sem staðhæfa hið gagnstæða. Yfirlýsing Þorleifs kippir því mátt- arstoðunum undan frumvarpinu, eða þeim röksemdum fyrir því, sem við hér nyrðra hefðum helzt orðið að beygja okkur fyrir. Þá verður að líta á þá ,hliðina á málinu, sem að okkur Norðlending- um snýr og raunar Austfirðingum líka, og það er möguleikinn til að setja ungmenni úr þessum lands- fjórðungum til menta. Akureyrar- skólinn er langtum hægri aðsóknar fyrir ungmenni úr þessum lands- fjórðungum, heldur en Reykjavíkur- skólinn — og það sém mestu varð- ar: skólaveran langtum ódýrari. Mun láta nærri, að piltar, sem suð- ur fara, verði að greiða frá 1500— 2000 kr. fyrir sig yfir skólaárið, þar sem þeir komast hér af með 600 —800 kr., — vegna heimavistanna og ódýrari matarkaupa. Er þetta svo mikill munur, að þingmenn vorir ættu að taka tillit til hans öðru framar. Það ætti því öllum að vera Ijóst, að verði sambandi skólanna slitið, geta ekki aðrir en efnamenn sent syni sína suður til þess að ganga »lærða veginn« — fátækling- unum verður það ógerningur. Er þetta réítlátt? Metnaðarsök ætti það einnig að vera öllum Norðlendingum.að Gagn- fræðaskólinn verði ekki settur á ó- æðri bekk en hann skipar nú. Verði fiumv. Bjarna samþykt, dregst skól- inn niður í jöfnuð við almenna ungl- ingaskóla, og væri ósæmandi, að sjá hugsjón Stefáns heitins skólameist- ara þannig fótum troðna. — Við verðum því að halda því fast og eindregið fram, að sambandið milli skólanna haldist; en fari nú samt svo, að frumvarp Bjarna verði sam- þykt af þinginu, verða Norðlend- ingar og Austfirðingar að krefjast þess, að skólanum hér verði breytt í 4 ára lærða skóla kenslu, — m. ö. o., að við skólann hér verði kent það sama og í 4 fyrstu bekkjum lærða skólans í Reykjavík, — það er minsta og vægasta krafan, sem héðan getur komið og mun hafa tiltölulega lítinn aukakostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Þá verður aðstaða okkar svipuð því, sem hún er nú, þótt kenslu- fyrirkomulaginu verði breytt i það horf, sem þeir Bjarni frá Vogi og Klemens Jónsson þrá svo mjög að verði. AKUREYRAR BIO SIIPIIII. Fiéítaritiri Ferslewsblaðanna (Natio- naltideude, Dagens Nyheder, Dagbladat og Aftenposten) ritar þaonig frá London: Það er mikið rætt í öllurn enskum blöðutn nú um þá endanlegu ákvörð- un, sem stjórnin í A;trali;j hefir tekið um það, að selja þann verzlunarfiota, sem ríkið hefir rekið fyrir sinn reikn- Annan páskadag kl. 5: Hjarðsveinn og miljónamæringur. Annað páskadagskvöld kl. 872, og í síðasta sinn n. k. Miðvikudagskvöld kl. 81/*: FJALLA-EYVINDTJR. ing, og er það talið enn eitt dæmi upp á það, hve vonlaust það sé, að hið opinbera geli rekið útgerð. Allur flotinn eru 38 farþega- og vöruskip, þar á meðal 4 túrbínuskip, og er hann alls 200,000 tons. »Times« áætlar alt tapið á ásttðlsku útgerðtnni rúmar 11 miljónir sterlings- punda, eða um 310 milj. krónur í ísletizkum peningum, og eru þar reikn- aðar með þær feikna upphæðir, sém skip- in hafa fallið í verði. í fyrra féllu skipin 7 milj. sterlingspund í verði. Stjórrarnefnd þjóðeignarskipanna (»Shippings Boaid«) í Astralíu viður- kennir, að ríkisrekstri verði ekí-i haldið áfram nema með mjög miklu tapi. Ætlnn'n er, að selja skipin þannig, að nýja félagið, sem kaupir þau, taki að sér að .halda uppi reglubundnum ferðutn milli Englands og meginhndsins annarsvegar, og Asiralíu hinsvegar, án þess ao hækka farmgjöld, og ekki má það héldur taka þátt í nokkrum skpa-hring. Ef hægt verður að fá sæmilegt boð í skipin, ætlar Ástralíu- stjórnin að ráða þinginu iil að selja þau. Sérstaklega helir þetta vakið milda athygli vegna þess, að Canadastjórn hefir nýlega borið fram frumvarp, þess efnis, að koma að nokkru leyti á fót rfkisrekstri á reglubundnum gufuskipa- ferðum. Það er álitið, að þessi sorglega reynsla Astralíumanna muni draga mikið úr ákafa Canadastjórnar í að hefja sam- kepni við útgerðir einstaklinganna. Q-i Undirfellsrnálið eftir Hafstein Pétursson. í 2. lölubl. Lögréttu þ. á. er nafn mitt nefnt í grein Jóns Jóns- sonar bónda og sýslunefndarmanns í Stóradal. Fyrirsögn hennar er »Undir- fellsmálið^ og ræðir hún uin afgreiðslu sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu á kaupbeiðni ábúanda jarðarinnar Undir- fells, sem er kirkjujörð. Vegna orðalags höfundar um fram- komu mína í þessu máli á síðasta sýslufundi þykir mér a'stæða til að lýsa afstöðu minni til þess, og láta í Ijósi álit mitt á afgreiðslu sýslunemd- ar á því. Til skýringar skal þess get- ið, að greiniii' er svar við grein Magnúsar Stefánssonar bónda á Flögu í Vatnsdal. Máisgieinin, ssm nafn mitt stcndur í, er þannig: »Loks þegir höf. vendilega um þá afgreiðslu málsius, sem við Ólafur Lárusson vildum helzt hafa á sýslu- fundi: að gefa Vatnsdælum kost á að segja álit sitt um málið áður sýslu- nefnd afgreiddi það til fullnustu. Lýsti eg þvf yfir jafnframt, að yrði þessi tillaga okkar feld, mundi eg greiða tillögunni, er samþykt var, atkvæði. Hugði eg að þeir, sem töldu sölu jarðarinnar lagabrot, mundu þá kjósa heldur okkar tillögu, en Hafsteinn Pétursson kom þá umsækjanda til liðs um að fella hana.« Með þessari tillögu voru þeir einir tillögumennirnir Jón og Olafur, svo einkennilegt virðist að nefna einungis mitt nafn, og skil eg ekki hvaða skyn- samlegar ástæður er til þess. Einnig virðist mér hægt að le.jgja þann skiln- ing í þessi ummæli, að eg hafi notað aikvæði mitt í því skyni að hjálpa umsækjanda og þá eðlilega lagt sann- færing mína á hilluna. Vil eg því ber.da á þau rök, er eg bygði það álit mstt á, að ekki væri þörí né viðeig- andi að senda málið heim í hreppinn. 1. Umsókn um kaup á jörð þessari hefir áður komið fyrir sýslunefr.d og verið afgreitt. 2. Álit íbúa Ashrepps var ekki unt að fá, nema með atkvæðagreiðslu á opinberum fundi, og hlaut að verða þess efnis, að sumir voru með sölunni, en aðrir á mót;, en alls ekki hægt að fá upplýsingar bygðar á rannsókn málsins með þessari aðferð. 3. Almenningsálitið er breytilegt og ekki rélt að mynda sér skoðun með því að fylgjast með álití meirihluta. Mundi vera hægt að sýna fram á, að í jarðar-sölumáli þessu hafa góðir menn í Áshrepp aðra skoðun nú en þeir höfðu fyrir nokkrum árum. Af þessu leiðir, að þeir menn, sem vilja gæta skyldu sinnar gagnvart þjóð- félaginu, verða að mynda sér áiit í þeim málum, sem lög leggja þeim á herðar að segja álit sitt um, á sem sjálfstæðastri rannsókn, en ekki fara eftir áliti annara, jafnvel þó meiri hiuta álit sé. 4. Mér gat ekki skilist, að það breytti áliti nokkurs sjálfstæðs manns á málinu, þó hann vissi að meiri hluti Áshreppsmanna væri á annari skoðun en hann. Hefði t. d. Ólafur Lárusson, sem ekki greiðir atkvæði um síðari tillöguna, orðið meö henni bara af því, að híinn hefði fengið að vita, að meiri hluti Áshreppsmanna voru með henni, þ.i var það honum ekki sæmandi, því þá hefði hann greitt at-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.