Íslendingur


Íslendingur - 17.04.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.04.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjöri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 17. apríl 1925 17. tölubí. Sl vsatryy ing. Samkvæmt þingsályktun frá Al- þingi 1924 skipaði atvinnumálaráð- herra þriggja manna nefnd til þess að semja frumv. til laga um almenn- ar slysatryggingar. í nefndina voru skipaðir: Porsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, formaður, Ounnar Egilson forstjóri og Héðinn Valde- marsson skrifstofustj. Nú í þing- byrjun sendi svo nefndin atvinnu- málaráðuneytinu frumvarp það, er henni hafði verið falið að semja, og sendi ráðuneytið það um hæl allsherjarnefnd neðri deildar iil íhug- unar og hefir það nú verið borið fram í þinginu. Hver afdrif þess verða þar er ennþá óvíst, en málið er í sjálfu sér svo merkilegt, að rétt þykir að skýra frá því nánar. Hér á landi hefir hingað til að- eins verið skyldutrygging gegn slys- um fyrir eina stétt manna, sjómenn- ina. Pó að við þau störf sé að vísu miklu hættara við slysum held- ur en nokkur önnur störf, þá hafa þó líka ýms önnur störf talsverða slysahættu í för með sér, og þess vegna hafa ítrekaðar óskir komið um það, að láta slysatrygginguna ná til fleiri starfsgreina. Frumvarp það, sem nú liggur fyrir þinginu, fullnægir að því leyti, að það nær til flestra þeirra starfa, sem nokkra verulega slysahættu hafa í för með sér. En nefndin hefir ekki treyst sér til að leggja það til, að trygg- ingarnar yrðu að svo stöddu gerð- ar svo almennar, að þær yrðu lög- boðnar fyrir alla verkamenn við hverskonar störf sein er. Samkv. 1. gr. frumvarpsins ber að tryggja gegn slysum: 1. Sjómenn, þá er hér greinir: a. Farmenn og fiskimenn, er lög- skráðir eru á íslenzk skip. b. Fiskimenn á vélbátum og róðr- arbátum fjórrónum eða stærri, er stunda fiskiveiðar 1 mánuð á ári eða lengur. 2. Verkamenn og starfsmenn, sem vinna fyrir kaup í þeim atvinnu- greinum, sem hér eru taldar: a. Ferming og afferming skipa og báta, svo og vöruhúsavinna og vöruflutningar í sambandi þar við. b. Vinna í verksmiðjum og verk- stæðum — |}ar með talið gas- og rafmagnsframleiðsla, námu- gröftur; ennfremur fiskverkun, ísvinna og vinna við rafleiðsl- ur, — þar sem notaðar eru aflvélar að staðaldri eða 5 manns eða fleiri vinna. c. Húsabyggingar, bæði smíði nýrra húsa og viðbætur og breytingar á eldri húsum. d. Vegavinna, brúargerð, hafnar- gerð, vitabyggingar, símalagn- ingar og símaviðgerðir, vinna við vatnsleiðslur og gasleiðsl- ur. Ennfremur skulu trygðir hafnsögumenn, sótarar og slökkvilið, sem ráðið er af því opinbera. 1. töluliður er tekinn upp úr lög- unum um slysatryggingu sjómanna með tveimur smábreytingum. Onn- ur er sú, að tryggingin er eigi að- eins bundin við hérlenda sjómenn, heldur við alla sjómenn, sem eru á íslenzkum skipum, og hin breyting- in er sú, að sá tími, sem bátar þurfa að stunda veiði árlega til þess að verða tryggingarskyldir, er settur 1 mánuður, í stað einnar vertíðar. Telur nefndin það skýrara, þar sem sumstaðar á landinu séu engar veru- legar vertíðir. Trygginguna samkv. 1. gr. á stofn- un að annast, sem nefnist »Slysa- trygging ríkisins«. Á henni að vera stjórnað af 3 mönnum, er ríkis- sljórnin skipar til 3 ára í senn. Heíir ríkisstjórnin yfirumsjón með stjórn »Slysatryggingaiinnar« og greiðist koslnaðurinn við hana úr ríkissjóði. Sjómannatryggingin, sem nú er, veitir sem kunnugt er aðeins bætur fyrir slys, er valda dauða eða ör- kumlum, er gera menn ófæra til vinnu upp frá því eða draga að minsta kosti verulega úr vinnufær- Ieik þéirra. En þó slysið valdi lang- varandi sjúkleik, greiðast engar bæl- ur fyrir það, ef maðurinn nær sér svo, að hann verður aftur nokkuin veginn fullfær til vinnu. Nefndin telur þetta óréttlátt og tekur upp nokkrar bætur í slíkum tilfellum. Eru badurnar ákveðnar sem dag- peningar meðan maðurinn er ófær til vinnu. Pó er sú takmörkun gerð, að engir dagpeningar greiðast fyrir fyrstu 4 vikurnar eftir að slysið varð og aldrei lengur en 6 mánuði. Dag- peningarnir eru 5 kr. á dag; þó mega þeir aldrei fara fram úr 8U af venjulegu dagkaupi eða tekjum mannsins. Ef slysið veldur váran- legri örorku, greiðast örorkubætur, og nema fullar örorkubætur 4000 kr., en verða að sama skapi lægri sem minna skortir á, að maðurinn sé til fulls vinnufær. Valdi slysið dauða innan árs, ber að greiða eft- irlátnum vandamönnum 2000 kr. í núgildandi lögum um slysa- tryggingu sjómanna eru ákveðnar bæði bæturnar, sem greiddar eru úr slys^tryggingarsjóðnum, og iðgjöld- in, sem greiðast í liann, hvorttveggja jafnhátt fyrir alla. Pessu leggur nefndin til að breytt verði þannig, að í lögunum sé aðeins ákveðnar bæturnar eins fyrir alla, en iðgjöld- in verði ákveðin með reglugerð, mismunandi há eftir því, hvort slysa- hættan er mikil eða lítil og skuli þeim breytt eftir því, sem reynslan sýnir foörf á. Tryggingin á þannig altaf að bera sig sjálf, án nokkurs styrks úr ríkissjóði fram yfir það, sem slysatrygging sjómanna nýtur nú. Oll iðgjöld greiðist af atvinnu- rekendum, hvort heldur það er ríkið, sveitafélög eða einstaklingar. Telur nefndin það í samræmi við þá meginreglu, sem fylgt sé svo að AKUREYRAR BIO Laugardagskv. kl. 8V2 I Sunnudag kl. 5. sd. Spanskar nætur. 7 þátta kvikmynd afarspennandi. Aðalhlutverkið leikur Norma Talmagde. Fjalla-Eyvindur. Síðasta sinn — niðursett verð. Sunnudagskv. ki. s1/2 SpansKar nðBtur. Miðvikudagskvoid ki. 8V2 SpansKar nsBtur. Síðasta sinn. Sumard. fyrsfa kl. 5 sd. Island í lifandi myndum. Síðasta sinn — niðursett verð. segja alstaðar þar, sem slysatrygg- ingar hafa verið lögleiddar — að það sé atvinnurekandinn, en ekki verkamaðurinn, sem beri slysa- áhættuna. þar sem atvinnurekendur eiga samkv. frumvarpinu að standaallan straum af tryggingunni, þá finst nefndinni sjálfsagt, að þeir hafi íhlut- unairétt um skiftingu atvinnugrein- anna í áhæítuflokka og um ákvörð- un iðgjaldanna í hverjum flokki. Til þess að gæta hagsmuna þeirra í þessu efni, er gert ráð fyrir 5 manna nefnd, sem í séu fulltrúar fyrir alla hina stærstu flokka at- vinnurekenda, sem undir trygging- una falla. Ennfremur er gert ráð fyrir, að atvinnurekendur og verka- menn hafi hvorir sinn íulltrúa til þess að fylgjast með stjórn og rekstri Slysatryggingarinnar og gæta þess, að hagsmunir hvorugs þess- ara aðilja séu þar fyrir borð bornir. Frumvarpið breytir að engu þeim reglum, sem verið hafa um slysa- trygging sjómanna; fyrirkomulagið verður hið sama; en hinum trygg- ingarskyldu fyrirtækjum, sem bætast við trygginguna samkvæmt því, er gert að skyldu, að senda lögreglu- stjóra eða hreppstjóra tilkynningu með öllum þeim upplýsingum, sem nauðsynlegar eru til þess, að ákveða iðgjaldagreiðslu þess. Peim er einnig gert að skyldu, að halda vinnuskrár, er nota skal við útreikning iðgjald- anna, en innheimtu jjeirra annast lögreglustjórar eða umboðsmenn þeirra. Verkamenn skoðast trygðir frá þeim tíma, er lögin ganga í gildi eða fyrirtækið byrjar, hvort sem það hefir verið tilkynt eða ekki. — Nái frumvarpið fram að ganga, er lög- unum ætlað að ganga í gildi 1. jan. 1926. Hér hefir þá verið sagt frá aðal- kjarna þessa frumvarps. Fær fsl. ekki annað séð en að tillögur nefnd- arinnar séu fyllilega réttmætar og frumvarpið eigi því að verða að lögum. Það er nú svo komið, að slysatryggingar eru nú lögboðnar hjá flestum Evrópu-þjóðunum og eins víða í Ameríku. Erum við því aðeins að feta hér í annara fótspor, eftir því sem aðstaða okkar er til. Frá Johannesi Jásefssvni. Hann þráir að koma heim. Ekki er írægðarorð jóhaniiesar Jós- efssonar að dvína meða! Ameríkumanna, þó lengi sé hann búinn að ílengjast meðal þeirra með íþróttir sínar. Ame- ríkumenn eru þó breytingagjarnir í þeim efnum og »stjörnurnar« skína sjaldnast lengur en tvö eða þrjú ár á íþrólta- eða leik himninum þar vestra. En Jóhannes er orðinn þar fasta-stjarna, sem magnar Ijóma sinn með ári hverju er líður. Nú í vetur hefir Jóhannes og flokk- ur hans ferðast milli helztu leikhúsa Bandaríkjanna og sýnt iþróttir. Sýning þessi hefir yfir sér sögublæ og er efn- ið tekið úr ftumbyggjaralífi Ameríku- nranna. Leikur Jóhannes hvítan frum- byggjara, sem Indíánar sækja að og vilja drepa og er efni leiksins að sýna, hvernig Jóhannes verst Indíánunum og ber sigur úr býtum að lokum. íþrótt- irnar, sjálfsvörn hans og glíman íslenzka mega sín meira í bardaganum en fjöld- inn, sem sækir að. Róma blöðin mjög þessa sýningu Jóhannesar og segja, að aldrei hafi honum og flokki hans tek- ist betur. En í sambandi við þessa dóma um íþróttir Jóhannesar birtast svo þráfaldlega ýmsar frásagnir um ísland og Íslendinga, sem sýna, að ennþá eru blöðin næsta ófróð um landsháttu hér og þjóðina. í helzta blaði höfuðborgar Banda- ríkjana, »Washington Herald«, stendur m. a. 24. febr. sl. svolátandi smágrein um Jóhannes og ættjörð hans: »Úti á íslandi, þar sem 6li Hlutar landsins eru ísþaktir og */? snæviþakinn er paradís Jóhannesar Jósefssonar og hann þráir að hverfa þangað aftur, eftir því sem honum sagðist í gær, er vér áttum tal við hann í leikhúsinu. Hr. Jósefsson, sem er einasti íslend- ingurinn á leiksviði í Ameríku, sem þar er kunnur orðinn, játaði, að nafn sitt mundi þó ekki glitra í rafljósurn fyrir ofan leikhúsdyr á ættlandi sínu, en hann kærði sig minst um það. Og margt var það, sem hann fann okkur Bandaríkjamönnum til foráttu og taldi sér geðþekkara í ættlandi sinu. »Pessi jazz-dans, sem þið iðkið hér,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.