Íslendingur


Íslendingur - 17.04.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 17.04.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR 'iilllll MaTHaw a Olsbm (( Fyrirliggjandi: Gaddavír, þýzkur, í 25 kg. rúllum. do. enskur, »Gauchada« í 25 kg. rúllum ca. 280 faðm. Vírnet til girðinga. er engirjn dans. Fið ættuð að sjá þjóðdansana íslenzku, walzana, galopp- aðið og polkann, það eru dansar sem vert er um að tala og undur fallegir. — Hjá ykkur eru það margir, sem hafa það efst í huga að fá eitthvað fyrir ekkert. Á íslandi verðum við að heyja stöðuga baráttu við náttúruöflin fyrir tilverunni. Og það er þessvegna við elskum landið, því það sem mað- ur þarf að berjast fyrir og er dýru verði keypt, er það sem maður virðir og metur.* Hr. Jósefsson kvaðst mundu hverfa heim tii ættjarðarinnar strax og fjárhag- urinn leyfði það. F’ví fóruð þér að heiman? spurðum vér. Til þess að afla mér fjár og frania að forfeðranna sið og til þess að aug- lýsa ísland.* OO Bréf til ritstj. Jónasar korbergssonar. Pegar eg óskaði eftir, að þú sýndir fram á, hvað hin svonefnda Kristnes- alda hefði til sins ágætis sem sfaðu.r fyrir Heilsuhæli Norðurlands, dattmér sízl í hug að málið tæki þá stefnu, sem raun ber vitni um. Nú er þó svo komið, að eg neyðist til að verja mig fyrir þínum árásum og sakargift- um. Ásakauir þínar eru þær, að eg hugsi annað en eg tala, að eg þykist bera umhyggju íyrir málinu, en vilji því illa. Fú segir, að jeg hafi tekið á mig »falska grímu umhyggjuseminnar*. (Hvernig er fölsk gríma? hingeyskt málskrúð?) F>ú segir, að enginn muni trúa því, að mjer gangi góðar hvatir til, segir, að eg leggi óheilindi til málsins, og að þú viljir ekki ræða það við mig, af því að mig vanti þroska, djörfung og góðar hvatir. Þú þykist vera hjartnanna og nýrnanna rannsak- ari og dæmir svo þinn stóra sleggju- dóm frá þeim sjónarhól. En í þessu máli áfellir þú mig gegn betri vitund — þú veist að eg hefi látið mig þetla mál meira skifta en alment gerist. Hefi líklega gefið eins mikið til þess ems °g Þú. og þjer mátti vera það kunn- ugt, að eg var einn af þeim, sem barðist einna fastast fyrir því, að K. E. gæfi hælinu þær 10 þúsundir króna, sem það gaf hér á árunutn og nú koma í góðar þarfir. Samt ert þú að reyna að læða því inn í fólkið, að eg vilji málinu illa, og að vondar hvatir .stjórni gerðum mínum. Nú vil eg spyrja þig að því í mesta bróðerni, hvort þú skammist þín ekki fyrir þessa framkomu. Þá vil eg spyrja þig að því um leið, hvort það muni ekki geta spilt fyrir þessu hælismáli, að skamma og níða þá menn, sem vilja því vel, þó að skoðanir þeirra fari ekki saman við þínar í sumum atriðum. Þá áfellurðu mig fyrir að skrifa ekki undir nafni, en eg gat eða get ekki séð, að það skifti máli, hvort eg skrif- aði smágrein, þar sem á engan var deilt persónulega, undir nafni eða ekki, enda get eg sannað, að þú hefir gert slíkt hið sama, Annars heíði eg hclzl viljað snúa mér til Dags með þessa grein mína, en að jeg gat það ekki liggja til þess þau drög, sem nú skal greina. Eftir Heilsuhælisfundinn á Akureyri, fór eg að tala um það við þig, hvar hælið ælti að standa, En eiris og þú munt verða að kannast við, tókst þú mér afarilla, svo illa, að eg gat ekki fengið mig til að tala mcira um málið við þig »privat*, og heldur ekki til að biðja þig fyrir grein utn það. En þar sem mér fanst að þjer hefði mishepnast með staðarvalið, vildi eg þegar í byrjun, að fólkið íengi rétta hugmynd um staðinn og kaus því heldur að fara til hinna blaðanna en að þegja, enda hefir enginn, ekki einu sinni þú, þorað að halda því fram, að eg hafi gefið ranga lýsingu af staðnum. Eg neyðist til að gefa stutt yfirlit yfir þetta deilumál okkar, til þess að sýna þeim, sem mér er ekki sama um, hvernig þeir líta á það, að það ert þú, sem átt upplökin aðd eil- unni. Byrjunin er þá sú, að eg skrifaði stutta grein í Verkamanninn með fyrir- sögninni: »Hvar á hælið að standa?« Fór eg þar frarn á við þig, að þú skýrðir frá því, hvað sá staður, sem þú fyrir þitt leyti hafðir ákveðið að hælið yrði reist á, hefði til sins ágætis. Lýsti nokkuð staðnum og gat um, hvað emn merkur læknir hefði sagt um þá staði, sem þá höfðu heyrst tilnefndir. Að öðru leyti lagði eg ekkert til mál- anna. Eg er viss um, að þeir, sem vilclu hafa fyrir því að lesa þessa smá- grein mína, verða að kannast við, að hún gaf ekki hið allra minsta tilefni til illinda. En hvað skeður? 1 staðinn fyrir að svara mér blátt áfram eins og beinast lá við, og mér fanst eg eiga heimting á, eyst þú yfir mig óbótaskömmum, sem þú lætur það blað flytja, sem eg hefi líklega stutt einna mest, af ein- stökum mönnum, og þú ert ritstjóri fyrir. Eg ákvað þegar, að fyrir þetta frumhlaup þitt og óhemjuskap, skyldir þú þó fá sæmilega vel útilátinn sel- bita, og hann fékst þú með grein í 14. tölubl. íslendings með fyrirsögn- inni »Kvittun«, og eftir að hafa lesið opna bréfið þitt til mín, sé eg að hann hefir hitt — þar sem til var ætlast. Þú hefir í bréfi þínu mælst til þess, að eg gætti þess »að halda ágreiningn- um innan vébanda málsins« og 'hefi eg orðið við þessum tilmælum þínum, eins og þú getur séð. Þá vil eg benda þér á, sem þó ekki ætti að þurfa, að það er ekkert hé- gómamál, hvar hælið verði reist, þótt þú látir það í veðri vaka. Þú ættir að vita, að það eru ekki til neinir sér- fræðingar í því, hvar heppilegast sá að setja niður heilsuhæli, »þegar alt er skoðað«. Það er ekki til neins fyrir heilsuhælisnefndina að ætla sér að láta ábyrgðina skella á húsameistara ríkisins, meðal annars af því, að hann lítur eðlilega ekki á aðra staði en þá, sem nefndin bendir honum á — það verður því heilsuhælisnefndin sem mestu ræður um þetta staðar val, ef ekki verður því harðari árekstur, en sá á- rekstur þarf að koma og mun koma, ef valið tekst illa. Nefndin verðu.r því að gef i sér tíma og hafa tírna til að rannsaka málið frá öllum hliðum, áður en hún ákveður hvar hælið verð- ur reist. - Flas gerir engan flýtir. Ekki eykur það álit mitt á þér.sem nefndarrnanni, að þú skulir vera undi- andi yfir því, að nokkrum væri »það aðal áhyggjúefnið í þessu máli hvar hælið yrði reist.« Þú mútt trúa því, að fólkið spyr ó- aflátanlega: »Hvar á hælið að standa?« og |oessar raddir eru háværastar fyrir það, að það er hrætt um, að því verði klest niður á Kristnesölduna, þar sem svo er þröngt, að það þarf að fylla upp um 10 faðma fram í Eyjafjarðará og taka þjóðveginn undir bygginguna, og eru þetta þó minstu ókostirnir. Eini kosturinn við þetta hússtæði, sem er að vísu stór, að talið er, að á þess- um stað mætti hita hælið upp með laugavatni. En sterkar líkur eru nú fengnar fyrir því, að til séu hér í Eyjafirði fleiri staðir, þar sem hælið væri margfalt betur selt, og einnig væri hægt að nota laugarvatn til upp- hítunar og hefir arkitekt Halldór Hall- dórsson frá Garðsvík, sem athugað hefir þá staði sem líklegastir þykja fyrir heilsuhælið og rannsakað þá bet- ur en áður hefir verið geit, komist afi þeirri niðursföðu. En þar sem heilsu- hælisnefndin hefir tekið tillögur Hall-. dórs til greina, er ekki, að svo stöddu, ástæða til að örvænta um að heilsu- hælið verði reist á bezta staðnum, sem völ er á. Nú vil eg vona, ritstjóri góður, að eg sé teúinn að sannfæra þig um, að þú hafir komið í meira hgLógætilega fram í þessu máli okkar, og framkorna þín við mig sé ekki sæmileg og það sé þín sök, að uppá hef r slest. Bergsteinn Kolbeinsson. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum. að jarðarför okk- ar ástríku móður og tengdamóður, Kristjönu Guðmundsdóttur, sem andaðist 11. þ. m., er ákveðin að forfallalausu laugardaginn 25. þ. m. og hefst kl. 1 e. h með hús- kveðju frá heimili hinnar látnu, Oddeyrargötu 6. Paðan verður farið í kirkjugarð. Kranzar eru afbeðnir. Aðstandendur. 03 Al þi ng i Lærðaskóla frumvarpi Bjarna frá Vogi var eftir mergjaðar ræður á mið- vikudaginn vísað til stjórnarinnar til frekari undirbúnings, með 14 atkv. gegn 13, samkv. tillögu frá Hákoni 1 Haga. - Aðflutningsbannsmálinu vísað til 3. umræðu í neðri deild eftir að feldar höfðu verið tillögur um að af- nema heimild lækna og lyfsala til að selja mönnum áfenga drykki eftir lyf- seðlum, um að nema úr gildi heimild erlendra ræðismanna til að flytja inn áfengi til heimanotkunar og utn að leyfa húsrannsókn án dómsúrskurðar. Fjárlögin komin í nefnd i efr’ ðeild. Tryggvi Þórhallsson ber fram þings- ályktun að skora á stjórnina að veita ekki ýms embætti, er kunna að losna, fyr en Alþingi hefir álcveðið hvort skuli lögð niður eða sameinuð öðrum. Blaðadeilur í Reykjavík um hækkun á útgjöldum fjárlaganna. Eitt blaðið heldur því fram, að flokkarnir hafi staðið að hækkuninni, þannig, að 114 þús. kr. komi á Sjálfstæðismenn, þar af landspítalasjóðsveiting, 104 þús. kr. á íhaldsmenn, þar af 75 þús. kr. til heilsuhælis nyrðra, 80 þús. kr. átFram- sóknarmenn, þar af 56 þús. kr. til Eiðabyggingar. Vísir lcveður þessa hækkunnrliði þannig vaxna, að þinginu verði ekki borin á brýn fjármálaléttúð. Fjárhagur rikisins er ekki eins slæin- ur og margir álitu, allar líkur eru til, að tekjuafgangur verði 2 miljónir á þessu ári. Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 16. apríl. Út/end: Frá Khöfn er símað, að samning- ar liafi tekist milli Sameinaða gufu- skipafélagsins og Gufuskipafélags Færeyinga að tilstuðlun ríkisstjórn- arinnar. Á stip Sameinaða félags- ins, »Sleipnir«, að ganga frá Khöfn via- Leith til Færeyja, en skip Fær- eyiuga, »Tjaldur«, halda uppi bein- um ferðum milli Danrnerkur og Færeyja, og njóta tii þess 50 þús. króna styrks af ríkisfé. Takist fé- laginu ekki að halda uppi viðun- andi beinum ferðum, hefir ríkis stjórnin óbundnar hendur í nrálinu. — Atvinnudeilurnar halda enn áfram í Danmörku. Hafnarverkamenn vinna þó áfram með þeim skilmálum, að geta lagt niður vinnu með hálfs- mánaðar fyrirvara. Frá París er símað: Öldunga- deilditi samþykti á laugardaginn van- traust á Herriot fyrir skattafrumvörp stjórnarinnar og 'oaðst hann þegar lausnar. Lýðveldisforsetiun hefir skorað á vinstri tnenn að mynda stjórn, en þeir færast undan. Aftur hefir Briand að tilmælum hans gert tilraun til stjórnarmyndunar, en orðið lítið ágengt, þar sem jafnað- armenn vilja ekki styðja stjórn, sem hann veitir forstöðu. — Hægri flokkarnir ekki tnegnugir að mynda stjórn. Nú búist við, að þingið verði uppleyst og nýjar kosningar látnar fara frarn og hafi bráðabirgða- stjórn völdin á meðan. — Þá hefir Herriot hlotið harðvítugar árásir fyrir að hafa látið Þjóðbankatm gefa úf 2 miljarða franka án heimildar þingsins. Frá Brussel er símað, að Albert konungur hafi falið Vandervelde for- ingja jafnaðarmanna að mynda stjórn í Belgíu. Frá Jerúsalem er símaö, að Arabar séu mjög fjandsamlegir t garð Gyð- inga-háskólans nývígða. Réðist ný- verið flokkur þeirra á yistihús það, sent Balfour lávarður bjó í og komst hann nauðuglega undan í bifreið. Hermenn halda vörð utn háskólann. Frá Stavanger er símað, að allir pólfararnir séu komnir til Spitzbergen og sé alt efni í góðu standi. Frá Berlín er símað, að Hinden- burg verði sameiginlegur frambjóð- andi hægri flokkanna við í hönd farandi forsetakosningar á Þýzka- landi, en Dr. Marx forsetaefni lýð- veldisflokkanna. Nýkomið: Karamellur Átsúkkulaði Brjóstsykur. Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.