Íslendingur


Íslendingur - 24.04.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.04.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 24. apríl 1925 18. tölubl. A yíediíegt sumap! I urinn. AKUREYRAR BIO r. Fylgifiskar Landsverzlunar eru sí- felt að hrósa henni eða stjórnend- um hennar fyrir það, að hún eigi talsverðan varasjóð. Það eitt virðist svo mikils virði í þeirra augum, að slegið er fyrirgefningarstryki yfir alla ókostina, sem hún hefir haft í för með sér, og það tjón, sem hún hefir beinlínis og óbeinlínis bakað landi og lýð. — Jafnvel ganga sumir dáendur hennar, eins og t. d. Dag- ur, svo langt, að þeir bera það blá- kalt fram, að ekkert minsta tap hafi hlotist af þessum verzlunarrekstri ríkisins fyrir ríkissjóðinn eða þjóð- ina, — varasjóðurinn — þessi dæma- lausi varasjóður — sé hreinn og beinn gróði af verzlunarrekstrinum. Og varasjóðurinn er talinn á papp- írnum eitthvað um 1-Va milj. krónur. Satt er það, þetta er dálagleg upp- hæð, en athuga verður, hvernig að þessi sjóður hefir orðið til. Á hvers kostnað er hann til orðinn? Landsverzlun hefir verið skatt- frjáls. Eftir skýrslum hennar seldi hún fram til ársloka 1Q22 vörur fyrir rúmar 78 miljónir kr. Ef hún hefði verið látin greiða skatta af þessari verzlun, eftir sama mælikvarða og heildsalar í Reykjavík, hefði sú upp- hæð numið nálægt kr. 3,400,000,00, eftir því sem ritstj. Verzlunartíðind- anna reiknast til. Ríkissjóður tapaði á skipaútgerð sinni frá 1917 til ársloka 1923 kr. 3,394,600,00. Landsverzlun hafði mest not skipanna og að miklu leyti umráð yfir þeim. Að færa því þriðjung tapsins á hennar reikning virðist langt frá að vera ósanngjarnt, og yrði það þá um kr. 1,132,000,00. — Landsverzlun verzlaði hérna á árunum með kol og salt. Tap henn- ar á þeirri verzlun nam kr. 1,614,- 104,85, eða meiru en varasjóðurinn góði nemur, og þetta tap varð rík- issjóður að greiða, ekkert gekk upp í það úr sjóði Landsverzlunar. — Hið beina tap ríkissjóðs á Lands- ' verzlun, eftir því sem landsreikning- arnir og opinberar skýrslur sýna, hefir þá numið um 6 miljónum og 50 þús. krónum, og upp á móti þeirri upphæð vegúr varasjóðurinn lítið, þó fallegur sé á pappírnum. Og bágborið mætti í sannleika það verzlunarfyrirtæki kallast, sem ekki gæti lagt upp álitlegan vara- sjóð, þegar aðrir borguðu skakka- föllin, sem fyrir koma í rekstri þess, og þegar það svo þar á ofan hefir stórkostleg hlunnindi, er gerir þeim alla aðstöðu langtum hagvænlegri en keppinautanna. Neðri deild Alþingis hefir sam- þykt frumv. um framlenging verð- tollslaganna, í þeirri mynd, sem meiri hluti fjárhagsnefndar deildar- innar lagði til, og eru allar líkur til, að efri deild muni afgreiða það óbreytt. Eftir því eiga lögin að gilda til ársloka 1926 og öllum tollskyldum vörum skift í 3 flokka, er tollaðir séu með 30, 20 og 10 af hundraði, og er flokkunin ráðgerð þannig: Með 3 0% tolli: Fiskmeti, nýtt, saltað, hert, reykt eða niðursoðið. Kjötmeti og pylsur, nýtt, salt- að, þurkað, reykt eða niðursoðið. Ávaxta- mauk. Hnetur. Makrónudeig. Kaffibrauð allskonar. Kex, annað en matarkex. Lakk- rís. Marsipan. Ilmyötn og hárvötn, sem ekki falla undir lög nr. 41, 27. júní 1921. Hársmyrsl. Lifandi jurtir og blóm. Tilbúin blóm. Jólatrésskraut. Loðskinn og fatnaður íir þeim. Silkihattar. Floshattar. Lakkskór, silkiskór og flosskór. Sólhlífar. Kniplingar. Silki og silfurvarningur. Fiður. Dúnn. Skrautfjaðrir. Veggmyndir. Myndabækur. Myndarammar. Qlysvarningur og leikföng allsk. Flugeldar og flugeldaefni. Úr. Klukk- ur. Gullsmíðis- og silfursmíðisvörur. Plett- vörur Oimsteinar og hverskonar skraut- gripir. Eirvörur. Nýsilfursvörur. Nikkelvör- ur. Tinvörur. M e ð 1 0 °/o v e r ð a s t i m p 1- aðar þessar vörur: Ávexíir, nýir og niðursoðnir. Blaðgull til gyllingar. Bókbaudsefni. Boltar og rær. Brennisteinssýrur. Bæs. Ný egg. Eldavéla- og ofnahlutar. Gibslistar. Gleraugu. Græn- meti niðursoðið. Hagldabrauð og tvíbök- ur. Hellulitur. Heygrímur. Heymælar. Hjólvax. Hljóðfæri, nema grammófónar og grammófónplötur. Hnoð. Hunang. Hurð- arhúnar. Húsgagnafjaðrir og keðjubotnar í rúm. Húsnúmer. Hvalur. Kaffikvarriir. Kaffikönnur. Keðjulásar. Kítti. Kjötkvarnir. Kristallakk. Leðurlíking. Lofthanar. Nálar. Oliuhanar. Pakkalitur. Prjónar. Reiðhjóla- hlutar. Ritvélar. Skotfæri. Skrúfur. Spor- vagnar. Stoppefni í húsgögn. Straujárn. Terpentína. Trélím. Varahlutar til viðgerð- ar á vélum og áhöldum. Vatnshanar. Við- hafnarlausirolíulampar. Vörpukeðjur. Þurk- efni. Þurkaðir ávextir. Aðrar vörur, sem verið hafa verð- tollsskyldar, séu stimplaðar rneð 20°/o, svo sem áður. Undanskildar tollinum eiga að vera eftirtaldar vörur: Áttavitar. Baðmullartvinni. Hörtvinni. HvítmálmuK Koparrör. Látún. Ljósker. Skriðmælar. Skrifbækur og kensluáhöld. Vefjarskeiðar. Vélaþéttingar. Vélavaselín. Asbestþráður. Kondensatorþráður. Loks á stjórninni að veraheimilt, að undanskilja tollinum allar vélar til iðnaðar og framleiðslu. Reglugerðin um bann gegn inn- flutningi á óþarfa varningi á að falla úr gildi um leið og frumvarpið verður að lögum. Pað þykir eftirtektavert, að allir Framsóknarflokksmenn og íhalds- menn fjárhagsnefndar voru einhuga um, að gefa frumvarpið þannig úr garði, sem að framan segir. Innflutningshöftin eru ekki leng- ur »bjargráð« í augum Fram- sóknar. Laugardagskv. kl. 8'/2 Sunnudags- og Miðvikudagskvöld kl. 8?/» óvinanna. 5 þátta kvikmynd, áhrifamikil og listavel leikin af sænskum leikurum. Næturskuggar. 6 þátta kvikmynd, spennandi og afar- skemtileg. Aðalhlutverkið leikur annar helzti kvikmyndaleikari Bandaríkjanna: Vallace Reid. I 3 I Lann barnakennara. Síðan lögin um laun barnakenn- ara frá 1919 komu til framkvæmda, hafa útgjöld ríkissjóðs samkvæmt' þeim numið sem hér segir: 1920: 457,709 kr. 1921: 497,523 — 1922: 407,857 — 1923: 332,398 — 1924: ca. 310,000 — og nú i ár er búist við, að kostn- aðurinn verði sem næst 400 þús. krónur. — Hér við bætist.svo styrk- ur til barnakenslu, sem stendur skemur heldur en áskilið er í lög- unum um laun barnakennára, kostn- aður við barnapróf, kostnaður við yfirstjórn barnafræðslunnar, styrkur til barnaskólabygginga o. fl. Barna- fræðslukostnaðurinn er þannig orð- inn einn af þyngstu útgjaldaliðum ríkissjóðs. Launum barnakennara var með lögunum frá 1919 skift eftir ákveðn- um hlutföllum milli ríkissjóðs og sveitasjóðanna, en ríkissjóði einum var ætlað að halda uppi dýrtíðar- uppbótum og aldursuppbótum kenn- aranna. — Nú á þinginu kom fram frumvarp frá stjórninni, er var m. a. þess efnis, að þessar uppbætur skyldu greiddar af sömu aðilum og launin og eftir sömu hlutföllum, — en frumvarpið var felt; hefði þó rík- issjóði sparast um 160 þús. kr. ár- lega, ef það hefði náð fram að ganga. oo Caillaux fjárrnálaráðherra. Forseti fulltrúadeildar franska þingsins, Poul Painleve, er orðinn eftirmaður Herriots sem forsætisráð- herra Frakklands. Er hin nýja stjórn studd af sömu flokkunum og studdu Herriot, og er búist við, að stefna hinnar nýju stjórnar verði hin sama og fyrv. stjórnar. Painleve tilheyrir »radikala«-flokknum, eins og Herriot, og hafa þeir jafnan verið mjög sam- rýmdir. — Hinn nýi forsætisráð- herra gegnir einnig hermálaráðherra- embættinu. Utanríkisráðherra hinnar nýju stjórnar.er Astride Briand, sem oft áður hefir verið forsætisráðherra og er talinn vera einn af helztu stjórn- málamönnum Frakka. En það, sem vekur alheims-at- hygli, er, að Joseph Caillaux er aft- ur kominn í ráðherraembætti á Frakk- landi. Caillaux, sem er talinn vera einn helzti fjármálafræðingur Frakka, var áður foringi »radikala«-flokks- ins og forsætisráðherra um hríð, og fjármálaráðherra í ýmsum ráðuneyt- um, en jafnan hefir verið storma- samt í kringum hann. Árið 1912 skaut kona hans til bana einn helzta mótstöðumann hans, Calmette, rit- stjóra blaðsins »Figaro« íParís, sem hafði látið í veðri vaka, að hann hefði í höndum skjöl, sem' gereyði- legðu Caillaux sem stjómmála- mann væru þau birt. Frúin var sýknuð af morðinu og Caillaux, sem þá var fjármálaráðherra, hélt em- bætti sínu áfram. Svo kom stríðið. Þólti mörgum Caillaux vera Pjóð- verja-sinnaður og fór þá stjórnmála- stjarna hans mjög að nryrkvast, og undir stríðslokin höfðu andstæðing- ar hans hert svo að honum, að hann var dreginn fyrir dómstólana og sak- aður um landráð. Var hann fund- inn sekur um eitthvað af lítilvægari kæruatriðunum og dæmdur til 8 ára útlegðar og til að missa borg- araleg réttindi um lengri tíma. Héldu nú flestir, að stjórnmálaferill hans væri úti, en það hefir farið á ann- an veg. Er Herriot komst til valda, gaf hann útlaganum upp sakir, og veitti. þingið skörnmu seinna honum rétt- indi sín að nýju. Litlu síðar var hann kosinn á þing og nú er hann orðinn fjármálaráðherra Painleve- stjórnarinnar. ' QO Aldur og áfengi. Mrs. S. Nuncey, 102 ára gömul, búsett að San Pedro í Californíu í Bandaríkjunum, var nýlega kölluð fyrir rjett, og kærð fyrir að hafa áfengi með höndum á ólöglegan hátt. Gamla konan kvaðst hafa fengið sér í staupinu alla æfi, og það tæki því ekki fyrir sig að fara að breyta til úr þessu. Dómarinn dæmdi hana í 100 dollara sekt, eða 30 daga fangelsi. Frúin var ekki lengi að hugsa sig um, og tók taf- arlaust síðari kostinn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.