Íslendingur


Íslendingur - 24.04.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 24.04.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR íf/ • Kaffi” i ^Sykur* Súkkulaðij i ITRúsínur SEF Sveskjur Fíkjur- Döðlur. Fyrirliggjandi|:' Tr^Tlffi Kex, 34tegjj Rlg Hveiti1^, "h “* Rúgmjöl Hrísgrjón Baunir Kartöflur Kartöflumjöl Gerduft. Kaffibætir Bárujárn , Þaksaum Rakpappa Málningu Fernis. M ÚTGERÐARMENN! ;Vér höfum ávalt fyrirliggjandi: F i s k i I í n u r úr ekta ítölskum hampi. B i n d i g a r n Símskeyti. (Frá Fréttastoíu íslands.) Rvík 23. apríl. Utlend: Frá Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, er símað, að uppreist sé hafin í rík- inu, og hafa bændur og kommún- istar sameinast móti hervaldinu, er þar hefir farið með völdin. Fyrsta stig uppreistarinnar var banatilræði við Boris konung. Var hann að aka í bifreið á götum höfuðborgar- innar og var kastað sprengikúlu að bifreiðinni; misti bílstjórinn og fylgd- armaður konungs lífið, en hann slapp sjálfur undan óskaddaður. — Tveim dögum síðar fór jarðarför eins þingmanns fram í dómkirkj- unni og var þar margt stórmenna saman komið; sprakk þá vítisvél í miðri athöfninni og drap um 200 manns, þar á meðal voru 2 ráð- herrar, 15 hershöfðingjar, 7 ofurst- ar og 15 Iögregluembættismenn; fjöldi manna særðust, þar á meðal flestir ráðherranna og margir þing- menn. — Uppreistarmenn krefjast afnáms konungsdómsins og stofn- un lýðveldis. — Síðustu fregnir herma, að uppreistarmönnum veiti betur og herinn sé allur í molum. Frá Lissabon er símað, að upp- reistartilraun hafi verið gerð þar, en mistekist. Var ætlunin, að koma herræðisvaldi á í Portúgal með sama fyrirkomulagi og er á Spáni. Innlend. Leikfélag Rvíkur hefir leikið tví- vegis »Einu sinni var« (Der var en Gang) við mikla aðsókn. Leikur Adam Poulsens, í hlutverki prins- ins, þykir frábær, enda talið glans- hlutverk hans. Anna Borg (dóttir frú Stefaníu) Ieikur prinsessuna glæsilega og með góðum skilningi. Vafalaust ágætt leikkonuefni. Óskar Borg og Friðfinnur Guðjónsson leika og vel hlutverk sín. Leikurinn skrautiegur og skemtilegur. Togararnir afla vel, flestir 60—90 tunnur lifrar og sumir meira í túrn- um. Á Hornafirði ágætur afli. Færeysk fiskiskúta strandaði á Grímsstaðafjöru á Meðaliandssandi aðfaranótt þriðjudagsins. Skipshöfn- in bjargaðist. Góð tíð eystra, gróðrarbyrjun, skepnuhöld góð, en litlar gæftir. co Horna-hljómsveitin. Hún spilaði síðastl. laugardag og í dag (sumardaginn fyrsta) hin nýja hljómsveit Akureyrar. Það skal strax tekið fram, að mikil er framförin frá því, er áður var, og furða, hvað hljómsveitin getur eftir svo stuttan tíma. Hlutverkin voru að sönnu eigi stórfeld, en sveitin fór vel með flest af því, sem hún spilaði. Mest var auðvitað varið í »Fantasi« úr II Trovatore, og ætti hljómsveitin að leggja rækt við »klassiska músik«, en síður við nýtízku músik, sem á sér hefir auðsæ hnignunarmerki. Pað sem mér þykir að sveitinni er, að bassinn er of veikur. í svona flokk ætti að vera tvær tuba eða tuba og helikon. Tréhljóðfærin mýkja og skreyta hljómblæinn, en þau eru þarna of fá. Væri eigi til- tök að bæta við? Fá flautu og fagot og eitthvað meira? Eg veit, að þetta kostar fé og fyrirhöfn, en eg vona, að bæjarstjórn og bæjar- búar fari að sjá, að þeim peningum er ekki varpað í forina, sem varið er til þess að styrkja dálitla hljóm- sveit. Hljómlistin hefir ávalt göfgandi áhrif og eykur á fegurðartilfinning og menning mannsins. í engri sál er sá kuldi, að eigi þiðni við yl tón- anna; eg hefi fyrir satt, að annar eins harðjaxl og Kitchener lávarður hafi tárfelt, þegar hann heyrði Mdm. Melba syngja »Home, sweet home«. En fjörugt lag kemur mönnum til að iða af fjöri. J dag (sumard. fyrsta) var fjöidi áheyrenda, og eg er viss um, að áheyrendum fjölgaði stöðugt, ef sveitinni verður fært að halda áfram að starfa, og Akureyringar fara að venjast hljóðfæramúsik; því menn þurfa að venjast músik til þess að geta metið hana til fulls. Fjöldi bæja í útlöndum veitir ókeypis hljómleika á strætum og torgum tvisvar í viku á fleiri stöðum. Líta svo á, að það sé nokkuð veiga- mikill liður í uppeldismálum þjóð- arinnar. Vill bæjarstjórn nú ekki auka svo styrkinn til hljómsveitarinnar, að bæj- arbúar eigi kost á músik einu sinni í viku á sumrin, að minsta kosti? Hljómsveitin er þess virði, að hún sé ríflega styrkt, og öll megum við við því, að verða betri. V St. Alþingi. Tóbakseinkasalan. Eftir allhvassar umræður var frumvarp- ið um afnám Tóbakseinkasölunnar sam- þykt í neðri deild á miðvikudagskvöld- ið með 14 atkv. gegn 13; einn þing- maður — Magnús Guðmundsson at- vinnumálaráðherra — greiddi ekki atk. Með frutnvarpinu voru: Jakob Möller, Bjarni frá Vogi og 12 íhaldsmenn, en móti: Ben Sveinsson, Magn. Torfason, Jón Bald. og 10 Framsóknarmenn. Frumvarpið kémst greiðlega í gegnum efri deild. Varalögreglan Minni hluti allsherjarnefndar n. d. gerir þær breytingar í frumvarpi stjórn- arinnar að fastákveða tölu lögreglu- manna: 100 í Reykjavík og 10 í öðrum kaupstöðum iandsins. Búist við að frumvarpið muni komast í gegn- um þingið þannig breytt. Fátækralöggjöfin. Efri deild feldi á miðvikudaginn þingsályktunartillögu um skipun milli- þinganefndar ti) að athuga fátækralög- gjöf landsins, með 10 atkv. gegn 3. 4-þætt, í rúllum á 465 Yards. Trawl-garn 3 og 4 þætt. Bezta tegund. SALTPOKA. KOLAPOKA og margt fl. tilheyrandi útgerð. Utgerðarvörur frá oss eru mjög mikið notaðar sunnanlands, enda standast þær alla satnkepni. Biðjið um filboð. Hjalti Björnsson &Co. Reykjavtk. Slmnefni „Activity“. Erlingur Friðjónsson í ógöngura. í 16. tölubl. Verkamannsins hefir herra Erlingur Friðjónsson ritað langa grein um Krossanesverksmiðjuna og hreppstjórann á Moldhaugum. Eg geri ráð fyrir, að lesendunum þyki þessar deilur okkar E. F. fremur leiðinlegar og vil eg því vera stutt orður nú. Pað' er svo að sjá, að E. F. hafi gengið inn á mína skoðun um önnur deiluatriði okkar en lýsisframleiðslu verksmiðjunnar 1923, því að þessi grein hans snýst eingöngu um það at riði málsins. Hann vill með engu móti falla frá þeirri heimskulegu fjar- stæðu, að lýsismagn verksmiðjunnar hafi verið 3 miljónir kg., þrátt fyrir það þó skýrslur Hagstofunnar sanni, að hann hafi á r ö n g u að standa. Pað er ekki til neins fyrir hann að ímynda sér, að öfgafullum ágiskunum hans verði trúað betur en skýrslum Hagstofunnar. Eg vil benda E. F. á, að tala sem minst um rangar útflutn- ingsskýrslur, því það gæti farið svo, að hann yrði að sanna það, sem hann segði. Annars er það mál viðkom- andi verksmiðjustjórninni en ekki mér. Eg he(i áður sagt E. F., að sönnunar- skyldan hvildi á þeim, sem ber sakir á annan. Pað hvílir því öllu fremur sú skylda á E. F. sjálfum en á mér, að »rétta upp sína þrjá fingur,* eða »bera járn að fornum sið.« E. F. heldur því fram, að úr síld- ínni fáist jafnmörg föt af lýsi og sekk- ir af mjöli. Pessi staðhæfing nær vit- anlega engri átt, það vita allir kunn- ugir menn. Eg geri ráð fyrir að hann rugli saman fötum, sekkjum og kg. Pað mun ekki fjarri sanni, að jafnmik- ill þungi fáist af lýsi.og mjöliúrsíld- inni, og af því að í fati eru 170 kg. en í sekk 100 kg., þá fáist auðvitað 10 föt af lýsi á móti 17 sekkjum af mjöli. Pað er af þessu augljóst, að á móti 18 þús. sekkjum af mjöli gat ekki fengist nema rúm 10 þús. föt af lýsi í Krossanesi 1923, þegar þess líka er gætt, að annar síldargeymirinn var gamall og lak allmiklu af lýsi. Pá verður E. F. mjög skrafdrjúgt um, hvernig skattanefndin áætlar verk- Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar elskulegu Pálínu Hallgrímsdóttur. Fjölskyldan. smiðjunni skaú á þessu ári. Gerir hann þar marga og allflókna útreikn- inga, en við þá er það að athuga, að þeir eru allir vitlausir, af því að þeir eru gerðir á skökkum grundvelli. í fyrsta lagi bræddi verksmiðjan 45 þús. mál, en ekki 40 þús., eins og E. F. segir. í öðru lagi varð skattanefndin, sam- kvæmt lögum, að hækka áætlun sína um að minsta kosti 10% frá fyrra árs áætlun, og það hefði hún orðið að gera, þó reksturinn hefði verið langt um minni en hann var, en um það virðist E. F. ekki hafa vitað. t þriðja lagi taldi skattanefndin rétt að hækka skaftinn dálítið meira en lögboðið var, til þess að þvinga fram löglegt skattframtal og svo ruðvitað til þess að vera viss um, að áætla nógu hátt, án þess þó að fara út í miklar öfgar. Enn má geta þess, að verð á framleiðslunni var til muna hærra en ár- ið áður og að lýsisframleiðsla verksmiðj- unnar var með langmesta móti síðastl. sumar í hlutfalli við síldarmagnið, og til þess liggja þær ástæður, að síldar- þrærnar láku ekki lýsinu, af því þær voru nýbygðar, og að síldin var að mun lýsismeiri en árið áður. Fyrir því hefi eg góða heimild. Þó eg gæti sagt margt fleira um þetla mál, læt eg hér staðar numið. Eg vil heldur ekki verða til þess, að E. F. þurfi að lengja mál sitt mjög úr þessu, því eg lel hann að mun nýtari mann þegar hann þegir, heldur en þegar hann talar á þá leið, sem hann hefir gert í þessu máli. Benedikl Gudjónsson. fflatvoru Og OýiiDiískóf alnað sel eg lægra veröi en aðrir, þess vegna ættu allir að kaupa þessar vörur hjá mér. Páll Skúlason. Góðar vörur. ligt verð. Z'nkhvíta margar teg., Rautt, Gult, Grænt, Blátt, Svart, Menja (Mönnie), Fernis, Purkefni, Terpentin, Copal- lack, Ahornlack, Japanlack, svart, Spirituslack, Tinktura, Brons.Botn- farfi, Snikkaralím, Politur, Lagað mál, Veggjapappi, Veggfóður, (bæt- ræk) miklar birgðir, þar á meðal sérlega fallegt Vaskaveggfóður, Penslar af mörgum stærðum, Fæst hjá Hallgr. Kristjánssyni. Nýkomið: Döðlur Fíkjur Epli Appelsínur. M I L K - átsúkkulaði. VerzL Geysír.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.