Íslendingur


Íslendingur - 01.05.1925, Síða 1

Íslendingur - 01.05.1925, Síða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 1. maí 1925 19. tölubl. Skaðleg heimild. Skagfirðingar loka síldar- miðum fjarðarins. Eins og mörgum mun kunnugt, samþykti Alþingi 1913 lög um heim- ild til handa sýslunefndum Eyja- fjarðar- og Suður-Pingeyjarsýslu og bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar um að gera samþyktir um síldveiði með herpinót á Eyjafirði innan línu, er hugsast dregin um Eyjafjörð þver- an, beint frá Ripli um nyrðri enda Hríseyjar og til lands að austan- verðu fjarðarins. Pessi heimild hefir aldrei verið notuð, og er þess að vænta, að svo verði ekki framvegis. En lögin veittu sýslunefnd Skag- firðinga einnig heimild til að gera samþykt um síldveiði með herpinót á Skagafirði, innan beinnar Iínu milli syðri enda Pórðarhöfða og Ingveld- arstaðabæjar á Reykjaströnd, — og sú heimild var notuð og síldveiði bönnuð með herpinót innan þess- arar lína. Pó bann þetta kæmi síld- arútvegnunr illa, sættu menn sig við það í þeirri von, að hjer við yrði Iátið sitja og ekki frekari til- tilraun gerð til að loka miðunum, en þetta reyndust vonbrigði. Á Al- þingi 1923 báru þingmenn Skag- firðinga fram frumvarp um víðtæk- ari heimild handa sýslunefndinni og fengu hana samþykta. Var nú línan dregin milli suðurenda Þórðarhöfða, norðurenda Drangeyjar og þaðan í sömu stefnu á Skaga. Yrði heim- ildin notuð til að banna herpinóta- veiði innan þessarar línu, var Skaga- firði svo að segja lokað fyrir allri síldveiði. Nr er það vitanlegt, að Skag- firðingar stunda því nær enga síld- veiði, og alls ekki herpinóta- veiði. En fyrir vélskipin héðan og af Siglufirði hefir Skagafjörður ver- ið helzta veiðisvæðið. Vélskipin geta ekki sótt síldina lengra og komið henni óskemdri inn á sölt- unarstöðvarnar; annaðhvort er það Eyjafjörður eða Skagafjörður, sem skipin verða að veiða á. Má því geta nærri, hversu gríðar mikið tjón það er fyrir síldarútveginn norð- lenzka, sem mestmegnis er rekinn á vélskipum, þegar helzta veiðisvæðinu er gersamlega lokað, — getur það jafnvel riðið honum að fullu. Ekki er það sýnilegt, að Skag- firðingar geti haft nokkurn veruleg- an hag af veiðibanninu, og þó að sumum þeirra svíði það kannske í augum, að sjá aðkomuskip veiða síldina fram undan landsteinum þeirra, og hafa ekkert af henni að segja sjer til handa, þá er það engu að síður fulllangt gengið af þeim ástæðum einum, að bægja þeim frá veiðinni, sem megnugir eru að stunda hana ogbeinlínis þurfa veiði- svæðisins með. — »Úr því að við höfum ekki getu eða hentugleika til að veiða síld á Skagafirði, þá skulu heldur ekki aðrir verða hennar að- njótandi* — verður að álítast hugs- unarhátturinn, sem liggur á bak við síðustu gerðir þeirra Skagfirðinga — því nú hafa þeir ákveðið að nota heimildina, sem þingið veitti þeim, út í yztu æsar, yfir næstkom- andi síldarvertíð. Er slíkt illa farið og tná ekki við gangast. í Iögum frá 1913 er tekið fram, að stjórnarráðið geti synjað sam- þyktinni staðfestu, komi hún í bága við grundvallarreglur laga, eða rétt manna. Virðist, að rneð veiðibann- inu skagfirzka sé höggvið allnærri þessum ákvæðum, þótt stjórnarráð- inu hafi sýnst annað, er það félst á samþyktina 1923. Pá kom hún, sem betur fór, of seint til framkvæmda, og í fyrra var veitt undanþága frá henni og haldið sér að gömlu sam- samþyktinni og innri línunni. En nú á ekki lengur að gefa grið. Skagafirðf á að loka fyrir herpinóta- veiðinni, og honum verður lokað, ef þing og stjórn grípa ekki í taum- ana, og annað tveggja nema heim- ildina úr gildi, eða ógildi samþykt- ina. Verði veiðibanninu framfylgt, er ekki annað sjáanlegt, en vélskipa- útvegurinn, hvað síldveiðina áhrær- ir, leggist niður hér norðanlands að miklu Ieyti, og er auðvelt að gera sér í hugarlund, hvaða áhrif það muni hafa á atvinnu og fjár- hagslega afkomu maniia hér um slóðir. Norðlenzku síldarútvegs- mennirnir eiga ekki hraðskreið gufu- skip, sem geta sótt síldina vestur undir Strandir eða austur undir Langanes og komið með hana ó- skemda til söltunar. Sé Skagafjörð- ur lokaður, er Eyjafjörður eina veiði- svæði vélskipanna, og þar sem það er mjög takmarkað, gæti það aldrei gefið þá veiði, sem nauðsynleg væri til þess, að útvegurinn gæti borið sig. Útgerðarmenn myndu því að öllum líkindum ekki gera út, nema nokkurn hluta skipa sinna, og sumir algerlega leggja árar í bát. Af veiðibanninu skagfirzka leiddi því það: að útvegurinn tapaði, sjó- mennirnir töpuðu, verkafólkið í landi tapaði — ríkissjóður tapaði, — og Skagfirðingar sjálfir græddu ekki eyris virði á öllu saman. Og réttlátt getur það ekki kallast að búa heilum atvinnurekstri og fjölda manna tjón, til þess eins, að að örfáir menn fái ekki ofbirtu í augun af gulli því, sem framtaks- samir menn sækja í greipar Ægi og þeim sjálfum, aðstöðu eða annara hluta vegna, er meinað að ná í. oo AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 8'Á Flökkustelpan Miarka. ö þátta kvikmynd. Tekin eftir samnefndri sögu franska skáldsins / e a n R i c h e p i n . Leikur hann sjálfur annað aðalhlutv. móti hinni heimsfrægu leikkonu M m e R e / a n e . Á sunnudaginn kl. 5 síðdegis verður sýnd í síðasta sinn Næturskug'g'ar, myndin, sem öllum þykir svo tiikomumikil vegna frábærs leiks Vallace Reids, og- aukamynd, sem kemur öllum til að hlægja. Hvíti-dauði. Hvíta dauða hver vill líta hvassann sveima’ án Ieiðar-passa, lævi blandinn leika æfi lofnar þjóð, unz dagur sofnar? Heiða nótt að höfði breiðir; hringar öld um kvern sinn fingur. Bendir svo og bogann hendir. — Bjarta von hitti ör í hjarta. — »Hitti þig nú þessi vigur?« þengill kvað. — En dauðans engill segir: »Þjáður sértu eigi sjálfur blóð þitt drektu hljóður. Klingja við þig kann og syngja kærust Ijóð, er iðka þjóðir. Augu mín og alla bauga jeg þér gef, ef örmum vefur.« Dróttir líta dauðann hvíta draga vonir æfi-daga. Velta’ á hjarni veiku barni. Vinda þráð og saman binda, þótt að slitni. — Vera vitni að vetur sorgar guði borgar ferjugjaldið framm til skerja, er falinn bíður skipbrots-lýður. Svellur brim við svarta hella, sogar út um æfi-voga. — Strendur lífs vors standa’ á hleri, stormanótt er dauðans ótta; vefinn slær og vori gefur vonarrós og biður kjósa, kvort vilji heldur ívaf efans eða hrós fyrir skyndi-ljósið! Pað er gæfa þessi æfi þrúðug fyrir guma’ og brúði, þegar kveikja liðnir leikir ljós sín fyrir handan ósa. — Sanokrysin sendir Dani. — »Salt er þetta!« kvað hinn halti. — En útburðir við heljar-hurðu hrópa, biðja, væla, ópa. Er nú gengin öld að kvöldi? Ymur fregn af stærra brimi, en áður hefir þekst með þjóðum: -Þroski kins háa er veldi ’ins smáa,- Sólbros kanna’ um sefa fannir og sjafnardraum við æfi flauma tekst ei vel, þótt heiði hvelið. — Hvíti dáði hefir ráðin. — Benrögn ennþá boða gögnin. — Berast gegn í stormi’ og regni andvörp þung og ekka þrungin örlög dóma, lýðum hljóma: — Hafsins stunur hækka munu hugarstrandir norður-landa, unz gengur sól frá silfrin-njólu og svalar nætur við stjörnur tala! jochum M. Eggertsson. Oö Adam Poulsen kemur til Akureyrar. Adam Poulsen leikari dvelur í Reykja- vík um þessar mundir. Er för hans gerð að tilhlutun Dansk- íslenzka fé- lagsins. Adam Poulsen er talinn einii af allra fremstu leikurum Datia á seinni tþð og framúrskarandi upplesari. Hann er maður á fimtugsaldri, sonur ein- hvers merkasta og snjallasta leikara, er Danir hafa átt, Emil Poulsen, og frá unga aldri alinn upp í ást og áhúga fyrir leiklist. Hefir hann víst leikið í nærfelt 25 ár, en jafnframt um langt skeið verið leikhúsforstjóri, þar á meðal 3 ár í Helsingfors í Svíþjóð. Poulsen hefir haft mörg upplestrar- kvöld í Rvík og hlotið afarmikið lof fyrir, en jafnframt hefir hann og farið með aðalhlutverkið í »Einu sinni var« (Der var’en gang) eflir Drachmann, er Leikfélag Reykjavíkur stofnaði til sýn- ingar á. Hefir leikurinn verið sýndur mörg kvöld við óvenjulega mikla að- sókn, eru höfuðstaðarbúar stórhrifnir af hst Poulsens og telja hann einhvern hinn bezta gest, er þar að garði hefir borið. — Adam Poulsen hefir gert ráð fyrir að koma hingað til Akureyrar síðar í sumar, og hefir þá í hyggju, á meðan hann dvelur hér, að hafast eitthvað að. Vill hann að Leikfélagið hér hafi til rokkuð æfðan leik, þegar hann kemur, þar sem hann svo í þeim leik hefði aðalhlutverkið með höndum. Ekki er gott að segja fyrir víst, hvort þetta fyrirhngaða áform kemst í framkvæmd, tíminn er slæmur vegna sumaranna, en óneitanlega væri ánægjulegt, að geta komið á fót leiksýningu, þar sem mönnum gæfist kostur á að kynnast leik Poulsens a‘ð einhverju leyti. Ekki er heldur ósennilegt, að hann hafi hér upplestrarkvöld. Má það heita sjald- gæfur viðburður fyrir okkur, að eiga kost á heimsókn hámentaðs listamanns, svo sem Adatn Poulsen er. H. L

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.