Íslendingur


Íslendingur - 01.05.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.05.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR Fyrirliggjandi:’’ SUPERFOSFAT, og nú með »Díönu« kemur NOREGSSALTPÉTUR. Gerið pantanir í tíma, því fyrirliggjandi birgðir verða ekki miklar eftir að »Díana« fer héðan. Yfirlýsing og andmæli. f 14. tbl. Dags 2. þ. m. birtist grein, sem ber með sér glögg merki þess, að vera eftir ritstjórann. Efni hennar er um Sigurgeir Daníelsson hreppstjóra á Sauðárkróki. Og til- efni hennar virðist það, að Sigur- geir Daníelsson hafi á málfundi á Sauðárkróki nýlega haft það orðalag um ritstjóra Dags, er síðarnefndum ekki geðjast að, þótt að vísu hvorki ritstjórinn nje nokkur annar geti bent á eitt einasta orð af Sigurgeiri hreppstjóra sagt á nefndum fundi í garð ritstjóra Dags. — Ritstjóri ís- lendings hefir í blaði sínu skrifað á móti grein þessari, og hafi hann þökk Sauðárkróksbúa fyrir, svo langt sem grein hans nær. En vér Sauð- árkróksbúar sjálfir, samborgarar Sig- urgeirs Danfelssonar, sem stöndum nær og þekkjum gjör manninn og Iíf hans, flestir um Iangt skeið, hljót- um eftir ástæðum eigi hvað sízt að láta slíka grein sem þessa til vor taka. Hún gefur oss tilefni til að lýsa því yfir, eftir allri vorri reynslu og kynning við Sigurgeir Daníels- son, að hann er sannur sæmdar- maður, virtur og vel metinn af öll- um hér í kaupstaðnum og hérað- inu, er þekkja hann, og hann er al- þektur hér að heilbrigðri hugsun, lifandi áhuga fyrir velferð alménn- ings og hverskonar valmensku. Vér könnumst ekki við, að eitt einasta orð af öllum þeim smánarorðum, sem í áminstri grein standa, geti á nokkurn hátt heimfærst til þ e s s a manns. Þvert á móti gersamlega hið gagnstæða. Tökum t. d. það, sem greinin segir um kaupmensku hans hér nú, »aurasöfnun« og mann- dómsleysi. Kaupmensku hefir hann eigi stundað svo árum skiftir; en á meðan svo var, átti verzlun hans Sauðárkróki fullum vinsældum að fagna, og tæp- Iega munu bændur í Skagafirði vera ritstjóra þakklátir fyrir þessa grein. Stórtækari hefir Sigurgeir Daníels- son jafnan reynst en flestir aðrir til frjálsra framlaga í þarfir almennings. Dugnaður hans, áður en heilsan bilaði, og starffýsi hans nú, Iangt um heilsu fram, er aikunna. í til- rauna-framkvæmdum til útgerðar í stærri stíl hér er hann fyrsti mað- ur, og þrátt fyrir mishepnanir í því efni, er kostuðu þúsundir króna, er hann áframhaldandi einn aðal áhuga- og framkvæmdamaðurinn í þessu bjargráðamáli staðarins. Pessi atriði greinarinnar eru aðeins nefnd sem dæmi. En greinin er öll, í stuttu máli sagt, sannleikanum mjög ósam- kvæm. Hún er eftir allri vorri reynd og þekkingu eitt fruntalegt og sví- virðilegt saurkast, rógur einn og lygi af lakasta tagi og óskammfeilin árás á valinkunnan heiðursmann al- saklausan. Ástæðan til þess, að vér ekki tökum greinina lið fyrir lið til að sýna þetta nánar, er aðeins sú, að oss er jafn óljúft að atast í saurn- um, eins og ritstjóranum veitist, að hans eigin orðum, mikil ánægja í að framleiða hann. Og því skulum vér þá einnig að lokum lýsa yfir, að slík blaðamenska er oss viðurstygð. Hér virðist oss sem íslenzk sorpblaðamenska hafi komist einna hæst, — s v o h á 11, að nú muni hún standa nærri því, að »fylla mæli synda sinna«. Þegar eitt af »leiðandi« blöðum landsins leyfir sér að bjóða íslenzkri alþjóð slíka grein sem þessa og segist gera það með ánægju, þá er sjálfri þjóðinni sú vanvirða sýnd, sem óskiljanlegt er, að hún til lengd- ar geti þolað. 4. apríl 1925. Sigurður Sigurðsson. Pálmi Pétursson. Kr. Ingi Sveinsson. Halldór Þorleifsson. Jón Þorsteinsson. Ragnar G. Jónsson. Árni Magnússon. Guðmundur Sveinsson Pétur Hannesson. Magnús Hannesson. Rósant Andrésson. Jón E. Guðmundsson. Jónas Kristjánsson. Steindór Jónsson. ísl. Gíslason. Pétur Sigurðsson. Benedikt Jóhannsson. J. Frank Michelsen. Kristján Blöndal. Þórður R. Blöndal. Sölvi Jónsson. Hálfdán Guðjónsson. Kristján H. Guðmundsson. Gísli Guðmundsson. Tómas Gíslason. Snæbjörn Sigurgeirsson. Lárus Þ. Blöndal. Þorvaldur Þorvaldsson. Bjarni Magnússon: Þorkell Jónsson. Magnús Jónsson. Sigurjón Jónsson. Bjarni Jónsson. Páll Þórðarson. Jón Eiríksson. Óskar B. Stefánsson. Kr. P. Briem. Eypór Stefánsson. Haraldur Júlíusson. Benedikt Schram. Guðm. Sigvaldason. Friðrik Árnason. Ólafur Guðmundsson. Jóh. Möller. Stefán Pálmason. Gísli Þ. Guðmann. Ástvaldur Einarsson. Har. Sigurðsson. Jón Þ. Björnsson. Magnús Guðmundsson. Jón Oddsson. Jón Björnsson. Kr. Gíslason. Maríus Pálsson. Björn Björnsson. Vigfús Magnússon. Tómas Björnsson. Sigfús Björnsson. Guðmundur Hannesson. Páll S. Jónsson. Sigurður Lárusson. Stefán Guðmundsson. Pétur Jónsson. Árni Rögnvaldsson. Ólafur Ólafsson. Páll Friðriksson. Björn Benónýsson. Þorsteinn Björnsson. Valgarð Blöndal. Jón Guðniundsson (fyrrum hreppstjóri) Jón V. Sigfússon. Gunnar Einarsson. (handsalað). Eysteinn Bjarnason. Sigurður Guðmundsson. Ólafur Briem. Oddgnýr Ólafsson. Guðm. Andrésson. Andrés Pétursson. Hjörleifur Andrésson. Þorsteinn Andrésson. Jón Andrésson. Stefán Jónsson. Framanskráð eftirrit af samhljóða frumriti staöfestist hér meö notarialliter eflir nákvæman samanburð. Notarius publicus í Skagafjarðarsýslu 24. apríl 1925. Gjald: Sigurður Sigurðsson. 1 — ein — króna. Greitt. Sig. Sig. V Símskeyti. (Frá Fréttastofu Isiands.) Rvík 30. apríl. Utlend: Úrslit forsetakosningunnar í Pýzka- landi urðu þau, að Hindenburg hlaut kosningu með 14,639,927 at- kvæðum. Dr. Marx hlaut 13,740,489 atkv. og kommúnistinn Thalemann 1,789,420 atkv. Hægri menn taka úrslitunum með miklum fögnuði og heiðra Hindenburg sem hann væri keisari. Vinstri menn eru vongóðir, þar sem Hindenburg þarf að vinna lýðveldinu hollustueið, að hann haldi hann, því hann er viðurkendur að orðheldni. — Álit heimsblaðanna harla mismunandi: Blöð Bandaríkj- anna undrandi og áhyggjufull yfir úrslitunum, frönsk blöð bitur og tor- tryggin og jafnvel óttaslegin, ensku blöðin hógvær. — Búist við, að ráðuneyti Luthers fari frá. Herriot hefir verið kosinn forseti fulltrúadeildar franska þingsins, í stað Painleve. — í París réðust kom- múnistar inn á fund hægri manna og skutu 3 menn til bana. Blöðin og raddir í þinginu krefjast þess, að kommúnisminn verði bældur niður í landinu með valdi. Hervald og ógnir ríkja í Búlgaríu. Kommúnistar liafa brent bókasafnið og leikhúsið í Pelona. Bókasafnið var það bezta í Búlgaríu. Alt ríkið í einu ófriðarbáli. Grettir Algarsson, ungur Kanada- maður, fer frá Englandi í maíbyrj- un á smáskipi norður að ísröndinni. Ætlar að reyna að fljúga það'an um pólinn og til Nome í Alaska. Mað- urinn sennilega af íslenzkum ættum. Norsk blöð segja eftir góðum heimildum, að Hákon konungur fari til íslands í sumar á laxveiðar. — Aftur telur sendiherra Dana þetta óráðið, en konungur ætli sér að koma einhvern tíma stutta ferð fyrir 1930; þá komí hann áreiðanlega. Atvinnudeilurnar í Danmörku halda áfram. Herskipafloti Bandaríkjanna safn- ast saman í San Francisco til mestu flotaæfingar, er sögur fara af. Jap- anar hinir grömustu út af þessu tiltæki og hóta að byrja þegar á smíði 20 herskipa. co Úr heimahögum. Söngfélaglð »Geysir' m. fl. Söngfélagið »Geysir« söng við góða að- sókn sl. laugardag og sunnudag. Fyrri daginn voru söngmennirnir eigi sem bezt fyrirkallaðir, en það var bætt upp seinni daginn; þá var söngurinn afbragðs góður, eftir þvi sem hér er um að gera. Radd- irnár eru frískar, en gætu verið samfeldari, og yrðu það, ef sömu menn syngju lengi saman. Milliraddirnar eru hvað beztar. Á hr. Ingimundur Árnason þakkir skyldar fyrir þetta góða starf sitt; honum mun það eigi minst að þakka, hversu vel söng- urinn fer, og væri betur, ef hans nyti leng- ur við sem söngsljóra. Mest þótti mér tilkoma »God Nat« eftir Marchner, sem er gullfallegt lag. Sömu- leiðis er »Klingjum Valdi Valdason. eftir Palmgren ágætt og vel sungið. Aftur þótti mér það að »Sjá þann hinn mikla flokk« (Grieg), að sólóröddin var of veik og hvarf alveg í kórið í lok lagsins. »Um sumardag* tekst altaf vel og er unun að heyra, ekki sízt baryton-sólóna í endanum. Of lítið var þarna af nýjum lögum, en varla er við öðru að búast, þegar jafn stopular eru æfingar. Það er von mín, að söngfélagið geti haldið áfratn að starfa, og að framfarir verði eigi minni að ári en þær eru frá því í fyrra. -----------------------------------------| Pað var dálítið sérstakur dagur, þess sunnudagur. KI. 10 um kvöldið var á ný boðað til hljómleika. Nú var það íslenzk- ur cellisti og þýzkur píanóleikari, sem létu til sín heyra. Tóm »classík«: Hándel, Beethoven, Lizt, Schubert, Schumann, Chopin o. s. frv., og unun að hlusta á. Eg hefi oft hlustað á samspil, þar sem leikni hefir verið margfatt meiri en hér, en það leyndi sér ekki, að hér voru músik- alskir menn á ferðinni. Peir spiluðu af næmum smekk og með einstakri nalni, og var furða hvað Þjóðverjinn gat fengið úr píanógarganinu. Tel eg þennan dag með þeim beztu, sem eg hefi átt á Akureyri í seytján ár. V. St. PróJ í barnaskólanum byrja í dag. „Botnia" kom á sunnudagskvöldið frá útlöndum. Meðal farþega hingað voru: Axel Schiöth brauðgerðarmeistari, kaup- mennirnir Kristján Sigurðsson og Balduin Ryel og Helgi Pálsson verzlunarmaður. „Vcrkalýðssamband Norðurlands“ heitir félagsskapur nýlega stofnaður hér í bæn- um af fulltrúum frá Verkamannafélagi Ak- ureyrar, verkakvennafélaginu »Einingin«, Jafnaðarmannafélagi Akureyrar og Verka- mannafélagi Siglufjarðar. Forseti þessa nýja »sambands« er Erlingur Friðjónsson, Einar Olgeirsson er ritari og Ingólfur Jóns- son féhirðir. Mymiarlega gert. Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður hefir gefið Heilsuhæli Nl. 100 smiðsdagsverk. Alþýðufyrirlestur um »berklavarnir« heldur Steingrímur læknir Matthíasson í Samkomuhúsinu á sunnudaginn kl. 3*/s. Aðgangur 1 kr. Á eftír fyrirlestrinum verð- ur haldinn aðalfundur Rauðakrossdeildar Akureyrar. Búðarstúlka, lipur, hranst og vel að sér i skrift og reikningi, getur fengið atvinnu við veizlun mína. Sigv. E. S. Porsteinsson. Hollrir fiskimeni) geta fengið skiprúm á »Snorra« og »Stellu« frá miðjum maí. Verzl. Sn. Jónssonar. Takið eftir! Til leigu í húsi mínu, Lækjargötu nr. 4, er stórt ágætt herbergi á ann- ari hæð; ennfremur 2—3 smærri herbergi á þriðju hæð; öll með mið- stöðvarhita og raflýsingu. Ágætt fæði fáanlegt um lengri eða skemri tíma með beztu kjörum. Carl F. Schiöth. Til éwm fyrir biaii. Nú upp úr helginni verða allar bækur þær, er eg ætla að selja, til sýnis og sölu í verzlunarbúð minni, Hafnarstræti 2, mót samkomulags- verði, ef um getur samist. Virðingarfylst. Akureyri þ. 1. maí 1925. Carl F. Schiöth. Sel ódýrast: Blautsápu, Stangasápu, Persil, Sóda. Alfreð Jónsson. Sæt Saft fæst hvergi jafngóð sem í VerzL Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.