Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.05.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29, XI. árgangur. Akureyri, 8. maí 1925 20. tölubl. imgar- 09 lannnaras- sjóðsfrumv. Hií-éh. Dagur hefir undanfarið verið að gæða lesendum sínum á frumvarpi Jónasar Jónssonar: um byggingar- og landnámssjóð, og hefir ritstjór- inn skipað því ásamt greinargerð- inni í öndvegi blaðsins; má af því ráða, að honum þyki það mikils- vert og flutningsmanninum iil vegs- auka. Raunar hafa þingmenn látið þau orð falla, að það markverðasta við frumvarpið væri það, hvað það væri »skemtilega vitlaust«, og mun sá orðstír fylgjaþví í gröfina. — En með því að Dagur hefir orðið til þess að koma frumvarpinu fyrir al- menningssjónir, þykir fsl. rétt að birta útdrátt úr ræðu fja'rmálaráð- herra (J. Þorl.), þar sem hann kryf- , ur frumvarpið til mergjar; geta menn * þá áttað sig á agnúunum, sem á því eru og jafnframt sannfærst um að orðstír þess er ekki að ósekju Ráðherrann hóf ræðu sína með því að benda á, að verkefni frum- varpsins félli að talsverðu leyti saman við ætlunarverk Ræktunar- sjóðs íslands, eins og honum væri ætlað að verða, samkvæmt frumv. því, er stjórnin hefði lagt fyrir Nd. Kvaðst hann því verða að álykta sem svo, að frv. væri beinlínis bor- ið fram til þess, að spilla fyrir stjórnarfrumvarpinu. Efnisákvæði frv. kvað ráðh. þess utan vera öld- ungis ótæk í flestum meginatriðun- um. Annars kvað hann mótbárur sínar gegn frumvarpinu skiptast í þrjá Hokka, snertu sumir fjáröflunina handa sjóðnum, aðrar meðferð sjóðs- ins og loks fráganginn á frumvarp- nu. Samkvæmt frv. ætti fjáröflun sjóðnum til handa að gerast með árlegri niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum manna, svo og »gróðafé- Iaga«, sem hefðu meira en 20 þús. kr. skattskyldar tekjur eða 30 þús. kr. skattskylda eign, og ætti upphæð þessi að nema árlega 500 þús. kr., án tillits til árferðis. Kvað hann fyrst verða að gæta þess, að vegna lágengis og lélegs kaupmáttar pen- inga okkar, þá samsvaraði 20 þús. kr. tekjur nú nálægt 7 þús. kr. tekj- um fyrir stríð, þess vegna væri hvorki um geysigróða né mikla auð- legð að ræða hér í landi. Hér væri um nýjan skatt að ræða, hliðstæð- an aukaútsvörunum og tekju- og eignaskattinum, er lenti einmitt á þeim gjaldendum þjóðarinnar, er bæru nú þyngstu og ?.ðalbyrðarnar af þessum gjöldum. Sem dæmi þess, hvað skattabyrðin væri orðin þung, gat hann þess, að tekju- og eignaskattur eftir núgildandi lög- gjöf væri um 50°/o hærri á tekjum fyrir ofan 20 þús. kr. og tilsvarandi eignum, en í Danmörku, enda væri skatturinn svo hár, eftir dómi þeirra manna, sem kunnugastir væru, að það væri ávinningur fyrir ríkissjóð að lækka hann eitthvað. Það væri líka viðurkent af sérfræðingum í skattamálum nú um 100 ára skeið, að. takmörk væru fyrir því, hvað mikið mætti hækka einstaka skatta. Og þegar komið væri að þessu tak- marki, leiddi frekari hækkun ekki til aukninga á skatttekjum, heldur til lækkunar. Og þar sem skattur á háum tekjum hér á landi væri þeg- ar kominn upp fyrir þetta takmark, þá sæu allir, hversu varhugavert væri að hlaða þar enn þá ofan á. Nú væri kunnugt, að tekju- og eigna- skatturinn hefði numið um undan- farin ár alls um 800 þús. kr. og ekki ósennilegt að alt að 500 þús. kr. af því hefði komið frá þeim mönnum, sem eiga að bera nýja skattinn, svp að samkvæmt þessu frumv. tvöfald- ast skatturinn á þessum hærri gjald- endum. I erfiðum árum, þegar at- vinnureksturinn gæfi lítinn sem eng- an arð, eða jafnvel tap, félli nýi skatturinn svo að segja á eignir manna og yrði þá hreint og beint eignarnám. Þessi skattur mundi því hafa sömu afleiðingar hér, eins og annarsstaðar, þar serri líkar til- lögur hafa komið fram, sem sé alm. fjárflótta úr landinu. Samskonar til- lögur hefðu verið bornar fram af sósíalistumXSviss og komist það langt, að þeim hefði verið hleypt undir þjóðaratkvæði. En á meðan á atkvæðagr. hefði staðið, varð fjár- flóttinn svo mikill "úr landinu, að allir sáu hættuna, enda hafði tillag- an fallið og ekki fengið nándarnærri þá atkvæðatölu," sem vænta hefði mátt vegna fylgi sósíalistanna í Sviss. í Englandi höfðu sósíalistar haft samskonar^mál á oddinum við næstsíðustu kosningar, en fallið Iþá frá framkvæmdum, þegar þeir tóku við stjórnartaumunum. Slíkar tiilög- ur hefðu hvergi verið bornar fram nema af sósíalistum, og svo væri enn.fenda væri öllum kunnugt um, aðjjónas hefði verið ogjværi enn sósíalisti. Tilgangur með slíkum tillögum hefði ávalt verið sá, að hindra fjársöfnun eða efnaaukningu, en afleiðingin aldrei önnur en al- menn fátækt, og virtist annað verk- efni hollara, Alþingi en stuðla að því að 'viðhalda fátæktinni í landinu. Ákvæðin um notkun fjárins kvað ráðherra einnig vera mjög varhuga- verð. Sumt ætti að renna tij sveit- anna, en sumt til kaupstaða og kauptúna. í sveitirnar ætti að veita lán til tvenns, og það væri til að endurbyggja niðurnídd býli og til »landnáms«, þ. e. nýbýlastofnunar. Kvaðst ráðh. ekki hafa meiri trú á stofnun nýbýla í sveitum fyrst um sinn, enda líti hann svo á, að þessi 7000—8000 býli, sem til væru í landinu, væru að því leyti í raun- inni nýbýli, að ræktun og bygging þeirra væri að mestu ógerð ennþá, þótt þau væru orðin þúsund ára AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 81/2 Búðarstúlkan. Spennandi glæpamálsmynd f 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur HOPE H AM.PTON , fræg amerísk leikkona. Sunnudaginn kl. 5 síðdegis: Hvíti maðurinn. 7 þátta kvikrnynd frá gull-leitartímunum í Ameríku. Aðalhlutv. leikur WM. S . H A RT. gömul, Pess vegna áliti hann, að fyrst ætti að beina kröftunum að því, að rækta og byggia þau býli, er til væru, áður en byrjað yrði á nýyrkju eða »landnámi«. Fjölgun sveitabýlanna kæmi á sínum tíma og á sama hátt og í öðrum löndum Norðurálfunnar, þegar svo mikið af landi jarðarinnar væri það allvel ræktað orðið, að það nægir fleirum en einurrj. Á þann hátt mynduð- ust með tímanum sveitaþorp eins og í öðrum löndum. Af þessum ástæðum mundi naum- ast renna annað af fé sjóðsins en sem ætlað væri til endurbygginga »niðurníddra býla«. Kvað hann sér þykja næsta undarlegt að gera nið- urníðsluna að skilyrði fy.rir framlagi úr sjóðnum, eða með öðrum orð- um, að verðlauna hana. Til nýbýla við kauptún og kaup- staði væri efalaust unt að koma út miklu fé. En yrði að því hnigið, að eyða öllu fé sjóðsins til þess, mundi fólksstraumurinn úr sveitun- um til kaupstaðanna aukast, en hann nú þegar nógur orðinn, eða oftast um það talað, að finna einhver ráð til þess að stöðva hann. Fé sjóðsins ætti að veitast mönn- um að láni vaxtalaust. Þetta væri gjöf. Fáfækrasfyrk eða sveitastyrk mætti einnig kalla það. Mest af núverandi sveitastyrk væri veitt sem vaxtalaust lán. Sammerkt ætti þetta líka yið þann sveitastyrk, sem nú er í lögum, að fjárins æfti að afla' með niðurjöfnun eftir efnum og ástæð- um, og þó að menn þeir, sem styrksins nytu, mistu ekki kosninga- rétt né kjörgengi, þá væri þó lán- þegi samkvæmt 7. og 8. gr. sviftir að nokkru eignarréttinum yfir býl- unum, eða eignarrétturinn væri mjög afmarkaður eftir núgildandi lögum. Þessu til stuðnings mætti setja upp dæmi: — Hefðu slík lög verið í gildi síðustu 10 árin, og fátækling- ur, er hefði kostað 1000 kr. frá sjálfum sér upp ábýli sitt 1915, lenti svo í vanskilum 1923, þá ætti hann að víkja í ár 1925, og þótt allar aðrar eignir hefðu þrefaldast í verði síðan 1915 vegna almennrar verð- hækkunar, þá mætti þessi fátklingur ekki fá meira en 1000 kr. fyrir sína eign í býlinu. Frv. gerði yfir höfuð ekki ráð fyrir neinum eignarrétti, heldur ein- ungis ábúðar- eða afnotarétti á þess- um býlum, og væri því í fullu sam- ræmi við sósíalista- eða sameignar- stefnuna, sem engan eignarrétt vilja viðurkenna og væri flm. (Jónas) þar í fullu samræmi við sína eigin stefnu. Annars kvaðst hann ekki trúa því, að neinir dugnaðarmenn til sveita mundu sækjast eftir þessum styrk, enda reynsla allra tíma, að engin menning þrifist meðal þeirra, sem aldir væru til lengdar á ölm- usugjöfum. Um frágang frumvarpsins fórust ráðherra þannig orð: Þá skal eg að lokum minnast ofurlítið á frágang frumvarpsins. Skattinum á að jafna niður eftir efn- um og ástæðum, og það á »Skatta- nefnd Reykjavíkur« að gera, en sú nefnd er engin til. Reykjavík er eina sveitarfélag landsins, sem ekki hefir skattanefnd. Úrskurður þessarar nefndar, sem ekki er til, má svo skjóta til yfirskattanefndar Reykja- víkur, og hún er til. Hún á svo að fella fullnaðarúrskurð í öllum málum um gjaldskyldur til sjóðsins. Þetta er algert nýmæli í löggjöfinni, . því að til þessa hafa dómstólarnir úrskurðarvald um gjaldskyldu í öll- um skattamálum, bæði til ríkis og sveitarfélaga, en ýmsar nefndir hafa oftar æðsta úrskurðarvald um gjald- hæðina í vissum tilfellum. Skýrsl- ur eiga að koma til þessarar skatta- nefndar Reykjavíkur frá skattanefnd- um hvers hrepps og hvers kaup- túns jafnskjótt og hver nefnd hefir lokið skattskýrslu sinni. Leiðrétt- ingar yfirskattanefndanna eiga ekki að koma til greina, og úr kaupstöð- unum 6 utan R.vík á engar skýrsl- ur að senda. Þetta er nú tekið úr 2. gr. frv. einni saman, sem fjallar um skattgjaldið, og heyrir þess vegna sérstaklega undir vgrksvið mitt, og skal eg láta það nægja sem dæmi upp á fráganginn á frv. í heild.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.