Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.05.1925, Blaðsíða 3
fSLENDlNGUR 3 Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar elskuleg eiginkona, móðir og tengdamóðir Guðrún Margrét Jónsdóttir• and- aðist í gær á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hrísey 1. mat 1925. Björn Jörundsson, börn og tengdabörn. Hjartans þakklæti vottum við öllum þeim, er á ýmsan hátt sýndu okkur samúð og hluttekning við fráfall og jarðarför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Margrétar Stefánsdótt- ur í Hrísey, og heiðruðu minning hennar með nærveru sinni, minn- ingargjöfuni og krönsum. Aðstandendurnir. því ekki er Eyjafjörður svo erf:ður til ferðalaga, og ekki hefði Eiríkur rauði hikað við það ferðalag, enda þótti honum ómaksins vert, að leita að bú- stað handa sjálfum sér, í 3 ár, á Grænlandi. Ekki detlur mér í hug að ætlast til þess, að byggingameistarinn hefði eytt 3 árum í þessa leit, eftir heppilegum stað fyrir hælið, en hefði hann nú bætt 3 dögum við leit sína hér í Eyja; firði, þá liefði hann séð sig allvel um eftir þeim stað, hvar Heiisuhæli Norð- urlands skildi reist verða. Hefðum við átt Gríni geitskó, sem valdi hinn forna Alþingistað, er öllum hefir komið saman um, að verið hafi heppilegasti á landi hér — eða hans jafnoka — þá væri vel. , Þá hefðum við getað treyst honum til þess að finna stað fyrir heilsuhælið, sem menn hefðu mátt vel við una. Læt eg svo máli mínu lokið að sinni. Finst mér ekki óeðlilegt, að einhver úr Saurbæjarhrepp leggi orð í belg um þetta — eg vil leyfa mér að segja — stórmál. Bátður á Steinum. oo Or heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Tekju- og eignaskattur. Skattanefnd Akureyrarkaupstaðar hefir nýlega lokið störfum sínum og liggur nú skattaskráin frammi á skrifstofu bæjarfógeta. Hæstu skattgreiðendur eru: Hinar sam. ísl. verzlanir (allar verzlanir þeirra á landinu) kr. 12.121.00 Klæðaverksiniðjau Gefjun — 12.094.90 Ragnar Ólafsson — 11.381.40 Smjörlíkisgerð Akureyrar — 10.129.50 ]akob Karlsson — 6456.50 Lúðvig Sigurjónsson — 6.170.70 Frú Laufey Pálsdóttir —- 3.073.00 Sigv. Þorsteinsson — 2.974.50 Baldvin Ryel — 1.801.90 Axel Schiöth — 1.358.00 Kaupfélag Eyfirðinga — 1.294.40 Asgeir Pétursson — 1.292.00 Ingvar Guðjónsson — 1.089.20 Tómas Björnsson — 1.078.00 Steingr. Matthíasson —■ 992.00 Einar Stefánsson skipherra — 983,50 Guðm. Pétursson — 922.00 J. C. F. Arnesen — 873.10 Frú Sigríður Sveinsdóttir 860.00 Bræðurnir Espholin — 829.80 Kristján Jónsson bakari — 791.00 O. C Thorarensen lyfsaii — 756.00 Jón E. Sigursson — 6S1.00 Sig. Bjarnason — 597.80 Anton Jónsson — 573.20 Einar Einarsson — 552.60 Skattanefnd Glæsibæjarltrepps hefir skalt- skylt Krossanesverksmiðju 41 þús. kr. Málaferli. Ritstj. Dags hefir lagt drög lil málshöfðunargegn Sauðkrækingum þeim sem'undirskrifuðu »Yfirlýsingunas er stóð í síðasta ísl. Vegna þess að sýslumaður- inn var einn þeirra í þeim hóp, hefir ritstj. gert kröfu til þess, að setudómari verði skipaður í málinu. Meðal þeirra, er undir- skrifuðu yfirlýsinguna, eru ank sýslum., hér- aðsl., presturiun og flestir aðrir málsmet- andi menn Sauöárkróks. Opinberun. Trúlofun sína birtu á Iaug- ardaginn var Jóna Jónsdóttir verzlunarmær og Jón Norðfjörð bæjarstjóraskrifari. . Trjáviðarskip eru nýlega komin til Höepfneisverzlunar og Kaupfél. Eyf. Uppsaveiði talsverð er nú á Pollinum. Af Héraði. Söfnuðirnir í Kirkjubæjar- prestakalli hafa sent sóknarpresti sínum sr. Sigurjóni Jónssyni einróma áskorun um að vera áfram sóknarprestur þeirra. Hefir hann tekið þá áskorun til greina ogaftur- kallað því umsókn sína um Hofleig. Siglufjarðarkaupstaður hefir samþykt að leggja fram 5000 kr. til heilsuhælisbygg- ingarinnar, 3000 kr. 1926 og 2000 kr. 1927. Kvikmyndir. »Búðarstúlkan« heitir 5 þátta kvikmynd, sem sýnd verður á Bíó næst. Fjallar hún um ástir, æfintýri, glæpi og göfugniensku og þykir frábærlega vel leikin og tilkomumikil. »Hvíti maðurinn«, sem sýnd verður kl. 5 síðd. á sunnudag- inn, er vafalaust einnig áhrifamikil og spennandi mynd úr þvi að Wm. S. Hart leikur aðalhltutverkið. Fyrir Hcilsuhœlið. Karlakórinn „Geysir" og hornaflokkurinn „Hekla“ leggja af stað kl. 7 í. fyrramálið áleiðis til Siglufjarðar og Húsavíkur, þar sem flokkarnir ætla að halda samsöng og hljómleika til arðs fyrir Heilsuhælissjóðinn. Stefán Jónasson út- gerðarmaður lánar m.k. Sjöstjöruuna til fararinnar og Ieggur til skipshöfnina end- urgjaldslaust, en Ingvar Guðjónsson sér flokknum ogskipverjum fyrir fæði, og olí- una til skipsins leggur hann og Ásgeir Pétursson til. Sóknargjaldkerinn hefir beðið ísl. að minna þá á, sem ennþá eiga ógreidd sóknargjöld, að borga þau (afarlaust, ann- ars verði þau tekin lögtaki. Gagnfrœðaskólinn. Árspróf 1. og 2. bekkjar hófust á miðvikudaginn. Gagn- fræðapróf hefst 18. þ. m. og inntökupróf 1. bekkjar fer fram 15. og 16. þ. m. U. M. F. Einingin í Lundarbrekkusókn hefir safnað 400 kr. til Heilsuhælisins. Mannalát. Þann 30. f. m. lézt hér á sjúkrahúsinu konan Guðrún Jónsdóltir, eiginkona Björns Jörundssonar útvegsbónda í Hrísey, eftir 12 vikna legu í krabbameini. Hin látna varð 65 ára gömul og var hin mesta dugnaðar og ágætiskona, sem hin mesta eftirsjá er að. — 1. maí andaðist öldruð kona, Jóhanna Guðmundsdóttir, Gránufélagsgötu 55 hér i bæ, móðir Sig- urðar Þorsteinssonar skósmiðs. Þá er ný- látinn Jóhann Jónsson bóndi að Möðru- völlum í Eyjafirði. — 3. þ. m. lézt hér á sjúkrahúsinu Kristinn Jósefsson verkamað- ur, tengdafaðir Jónasar Þórs verksmiðju- stjóra og Jóns Sigurðssonar litara, hinn mesti eljumaður og drengur hinn bezti. O..................... j 25° o j ■É afsláttur gefinn af drengj'aolíu- g kápum. \ Brauns Verzlun. .................... LEIRVÖRUR Og aluminiumvörur í mjög fjölbreyttu og vönduðu úrvali í Verzluninni Brattahlíð. Línumark m.b. Hafsbrútl, Hrísey, er: Grænt Svart Svart r § r Brún með gráum botnum handa körlum, konum og börnum er bezt að kaupa í Verzliii firattaiilíð. Verslunin Norðurland kaupir notaðar skóla-, sögu- og fræðibækur. fbúð. Tvö herbergi og eldhús eru til leigu í Evensenhúsi frá 14. maí. Ilyæt Knattsppstpl, verð kr. 11,00. kr. 12,00, kr. 13,00 allar stærðir, nýkomin í Skóverzlun M. H. Lyngdals. Ath. Ódýrari ef fleiri pör eru keypt í einu. Undirrituð kennir stúlkum, frá 10 ára aldri, leikfimi í sumar, ef nægi- Sumarskólatnaður leg þátttaka verður. r Bryndís Asgeirsdóítir Hafnarstræti 100. Radio- móttakari — 3 lampa — með öllu tilheyrandi er til sölu nú þegar. R. v. á. mjög margar teg. og í nýtízkusniði. Verð frá kr. 10,00. Fjölbreyttasta úr- val í bænum. M. H. Lyngdal. ÖTGERIARMEII! Vér liöfum ávalt fyrirliggjandi: F i s k i I í n u r úr ekta ítölskum hampi. B i n d i g a r n margar teg. af öllum stærðum, bæði með gúmmí og leðurbotnum. Verð frá kr. 3,00. Hvergi meira úrval í bænum. M. H. Lyngdal. Nýkomið: Epli, appelsínur, döðlur, fíkjur, laukur, þurkaðir ávextir, kart- öflur. Beztu kaupin á matvöru gera menn í Verzluninni Brattahlíð. Veggfóður mikið úrval frá 0,60 — 8,00 rúllan hjá Tómasi Bj'örnssyni. ............. «iiiih,«o . Karimannanærfflt j \ nýkomin. \ \ Verðið lægra en áður. | 1 Brauns Verzlun. J \ Páll Sigurgeirsson. \ .................. iiin«é Gaddavírinn marg-eftirspurði nýkominn. Verzlun Sn. Jónssonar. 4-þætt, í rúllum á 465 Yards. Trawl-garn 3 og 4-þætt. Bezta tegund. SALTPOKA. KOLAPOKA °g margt fl. tilheyrandi útgerð. Utgerðarvörur frá oss eru mjög mikið notaðar sunnanlands, enda standast þær alla sarnkepni. Biðjið um tilboð. Hjalti Björnsson &Co. Reykjavík. Slmnefni „Activity“. Dugleg stúlka getur fengið ársvist á fámennu heim- ili í Reykjavík. —: Frí ferð. R. v. á, Botnfarfi er ódýrastur hjá Tómasi Björnssyni, Byggingarefni allskonar útvegar ódýrast Tómas Björnsson. Eldavélar °g rör miklar birgðir hjá Tómasi Björnssyni. Útgerðarmenn! Athugið sýnishornín af smt^rn- ingsolíunum hjá Tómasi Björnssyni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.