Íslendingur


Íslendingur - 22.05.1925, Side 1

Íslendingur - 22.05.1925, Side 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 22. maí 1925 22. tölubl. AKU REYRAR BIO Laugardagskvöld kl. 872 og sunnudag kl. 5. síðd. Á mannaveiðum, 7 þátta Griffith-mynd. Aðalhlutverkin leika: Richard Barthlemess og Carol Demster. Sunnudags- og miðvikúdagskvöld kl. 872 Hver er konan hans? Afarspennandi og hugðnæm kvikmynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkin leika Lil Dagover og Willy Fritsch. Störf þingsins. Alþingi var slitið á laugardaginn. var og' hafði það þá staðið 98 daga’ hefir þingið aðeins í eitt skift áður staðið lengur yfir, — árið 1921. Þingsetan verður því landinu dýr að þessu sinni, og eru það and- stæðingar stjórnarinnar, sem aðal- lega eiga sök á þessu, því þeim er mestmegnis að kenna hið hóflausa málæði, sem'hefir verið plága þessa þings og tímaspillir. Er svo að sjá, sem sumir þessara andófsmanna hafi talið það helgustu skyldu sína, að reyna í hverju máli að fá tæki- færi til Iangorðra og gagnslausra ámæla í garð stjórnarinnar, hvernig svo sem til málanna var stofnað, og hversu [vel sem þau voru úr garði gerð og nauðsynleg. Eru fleiri en eitt dæmi þess, að nefnd- arálit hafa orðið mánaðargömul, áð- ur hægt var að láta málið komast á [dagskrá. Til afsökunar þessu framferði sinu hafa stjórnarandstæð- ingar komið með þann fyrirslátt, að stjórnarfrumvörpin hafi flest verið svo illa úr garði gerð, að þess- vegna hafi orðið að ræða þau ítar- lega og lagfæra. En það sanna er það, að stjórnarfrumvörpin voru einmitt sérlega vel undirbúin, sem sézt bezt af því, að þau, sem þing- iðfsamþykti sem lög, komust ann- aðhvort í gegnum*það breytingalaus eða þá með sáralitlum breytingum, og þau frumvörpin sem döguðu uppi, komu úr nefndum annaðhvort lítið eða ekkert breytt. Stjórnin lagði fyrir þingið milli 30 og 40 frumvörp, og voru mörg þeirra stórmerk; má þar sérstaklega tilnefna frumvarp um lánstofnun fyrir landbúnaðinn, kaup á strand- varnarskipi, skipun seðlaútgáfunnar, sjúkratryggingar, meðferð Bjargráða- sjóðsins og síðast en ekki sízt fjár- lagafrumvarpið fyrir 1926. Mörg önn- ur merk mál komu frá stjórninni og mun það naumast geta taiist efamál, að engin stjórn, sem setið hefir að völdum hér á landi, síðan við feng- um stjórnina inn í landið, hefir lagt jafnmörg merkismál fyrir þing þjóð- arinnar en stjórn Jóns Magnússon- ar gerði að þessu sinni. Jafnframt er það og víst, að eng- in íslenzk stjórn hefir átt jafn ósann- gjarnri og ósvífnri andstöðu að mæta í þinginu og núverandi stjórn, og sarinast þar sem oftar, að þeir, sem mest og bezt vilja gera fyrir þjóð sína, eru mest ofsóttir. Fram- ferði stjórnarandstæðinga á þinginu verður bezt lýst með orðum eins helzta manns Framsóknarflokksins, er hann lét falla við einn kunningja sinn: »Við getum ekki steypt stjórn- inni á þessu þingi, en við skulum pína djöflana (þ. e. ráðherrana) eins og við frekast getum«. — Og að þessu lofsamlega takmarki laut öll þeirra iðja og hugsun, — að reyna að skemma nytsemdarmál stjórnar- innar og gera henni alt það ógagn, sem þeir frekast máttu. Slík og þvílík var bjargráðavið- leitni Framsóknarflokksins og tagl- lmýtinga hans — á þinginu. ísl. hefir haft þá venju að und- anförnu, að þingsetu lokinni, að birta heildaryfirlit yfir þingstörfin, og geta þá sérstaklega þeirra af- reka, er mest hafa varðað fyrir þjóð- arheildina. Frá þessari venju vill blaðið ekki víkja og fer hér á eftir stutt yfirlit yfir það helzta, sem þingið hefir afkastað. Fjárlögin. Er fjármálaráðherrann Iagði fjárlögin fyrir þingið, voru tekjurnar áætlaðar kr. 8,747,100,00, en gjöldin kr. 8,730,979,63; tekju^ afgangur því áætiaður rúmar 16 þús. krónur. Að vísu var þetta ekki stór afgangur, en tekjurnar voru mjög varlega áætlaðar og alt útlit fyrir, að tekjurnar yrðu mun meiri. En varleg tekjuáætlun er ætíð grund- vallarregla hins gætna og framsýna fjármálamanns. Fjármálaráðherrann lýsti því yfir, að stjórnin ætiaði sér að reyna að greiða hinar lausu skuldir ríkisins, sem söfnuðust ár- in 1922 og 1923 með tekjuafgangi næstu ára, og sér væri því hugar- haldið, að fjárhagsáætluninni yrði sem minst breytt. Fjárveitinganefnd neðri deildar fylgdi að miklu leyti þessari stefnu, og í áliti hennar er farið mörgum lofsamlegum orðum um undirbúning fjárlagafrumvarps- ins og sérstaklega tekið fram, að nefndin telii það höfuðkosti þess, hversu tekjurnar séu varlega áætl- aðar. Undir þetta álit skrifuðu meðal annara Tr. Þórhallsson ritstj. Tím- ans. í fyrra þurfti fjárveitinganefnd- in að hækka lögbundna gjaldaliði um 310,000 krónur. — pá hafði fjármálaráðherra Framsóknarflokks- ins, KI. Jónsson, undirbúið frum- varpið. Nú hækkaði nefndin hina lögboðnu gjaldaliði um 2000 kr. Munurinn á vandvirkni og þekkingu fyrv. fjármálaráðh. og núv. fjármála- ráðh. er því ærinn. — En þótt nú að bæði fjármálaráðherra og fjár- veitinganefnd neðri deildar gengju vel og samvizkusamlega frá fjárlaga- frumvarpinu, varð nokkuð annað uppi á teningnum, er kom til kasta deildaiinnar. Hún gerði sér hægt um hönd og hækkaði gjaldaliðina um rúnia 1 rnilj. kr. og tekjuliðina um 3A milj. kr., og efri deild bætti heldur ekki um, — gerði útkomuna mikið verri, svo að nú líta fjárlögin þannig út, að tekjurnar eru áætlað- ar kr. 9,844,766,66, en gjöldin kr. 10,307,732,29; tekjuhallinn því áætl- aður kr. 472,965,63. Er hér því stórum umbreytt frá því sem fjármálaráðherra lagði til og fjárveitinganefnd neðri deildar lýsti lofsverða og heilbrigða fjár- málastefnu. Síðar mun ísl. minnast nánar á fjárlögin, er þau koma honum fyrir sjónir og þingtíðindin færa honum atkvæðagreiðslurnar. Útkoman, sem hér birtist, er eftir símskeytum. Bjargráðasjóðurírm. Þingið sam- þykti frv. stjórnarinnar um lánveit- ingar úr bjargráðasjóði, og er aðal- kjarni þessara nýju laga á þessa leið: 1. gr. Að fengnum tillögum stjórnar Bjargráðasjóðs íslands, er atvinnumálaráðherra heimilt að lána af fé sjóðsins: a) hreppsfélögum eða bæjarfélög- um, sem eru nauðulega stödd vegna afleiðinga heimsstyrjaldar- innar miklu eða af öðrum ófyr- irsjáanlegum atvikum. b) fóðurbirgðafélögum eða öðrum félögum eða stofnunum, er hafa það eitt að markmiði, að koma í veg fyrir hallæri. c) hreppsfélögum, er koma á fót hjá sér bústofnslánadeildum. 2. gr. Lán þessi skulu veitt gegn 5 af hundraði í vöxtu á ári og ekki til lengri tíma en 20 ára. Lánin skuiu jafnan trygð með ábyrgð hlut- aðeigandi sýslusjóðs eða bæjarsjóðs. Nánari reglur um afgreiðslu lánanna, innihald skuldabréfa og innheimtu lánanna getur atvinnumálaráðherra sett. Bjargráðasjóðurinn er orðinn yfir 600 þús. krónur. (Frarnh.). -i^i- Steinolíueinkasalan 09 VerKamaðurinn. í síðasta tbl. Verkamannsins er langt mál um steinolíueinkasöluna og er það nokkurskonar harmagrát- ur blaðsins yfir afnámi hennar. Var þess að vænta og munu því fáir verða til þess, að kippa sér upp við þann iestur, enda þar fátt að finna af viti og enn minna af sann- leika og sanngirni. Blaðið byrjar með því að segja, að nú sé »Standard oil«-hringurinn aftur leiddur í hásæti hér á landi. Er nú blaðritarinn (ritstjórinn eða bróðir hans?) virkilega svo heimsk- ur, að hann haldi slíkt í alvöru, eða á þetta aðeins að vera grýla framan í auðtrúa fáráðlinga? Hvorttveggja er jafn vítavert. Engum af andstæð- ingum steinolíueinkasölunnar mun hafa komið til hugar að gangast fyrir því, að »Standard oil« verði veitt ein eða önnur sérréttindi hér á Iandi, og í frjálsri samkepni stend- ur »Standard oil« ekkert betur að vígi til að ná í olíuverzlunina hér en önnur olíufélög út um heiminn. Sú var tíðin, að »Standard oil« var næstum einvalda á olíumarkað- inum, en nú er svo ekki lengur. Félagið hefir öfluga keppinauta, sér- staklega á Englandi, og ný og ný olíufélög eru stöðugt að myndast. Samkepnin á olíumarkaðinum hefir því aldrei verið meiri en nú. Að samkepnin skapi lægra olíuverð við- urkenna allir, sem nokkra þekkingu hafa á verzlun, en þessa samkepni getum við því aðeins hagnýtt okkur, að verzlunin sé frjáls, og sjávarút- vegurinn íslenzki hefir nú orðið full- komið bolrnagn til þess, að færa sér þessa samkepni f nyt. »Standard oil«-grýlan ætti því ekki lengur að skelfa nokkurn mann. Þá reynir Vm. að gera sér mat úr því, að í þingsályktunartillögunni um afnám steinolíueinkasölunnar, er stjórninni ráðið til að láta ríkisverzl- un með steinolíu halda áfram fyrst um sinn, að því leyti sem þörf ger- ist »til þess að tryggja nægan inn- flutning og sanngjarnt verð á olí- unni.« í þessum orðum segir Vm. að felist það, að jafnvel flutnings- menn að afnámi einkasölunnar treysti henni bezt til þess að byrgja land- ið og tryggja sanngjarnt verð. Enn þessu er ekki þannig varið, heldur er þetta aðeins varnagli, sein sleg- inn er, ef ske kynni, að menn væru ekki búnir að ná í heppileg sam- bönd eða nægar byrgðir, þegar tími einkasölunnar væri á enda. Einnig má vera að hér komi dálítið til greina brjóstgæði tillögumanna, að þeir vilji ekki í einni svipan henda öll- um starfsmönnum einkasölunnar út

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.