Íslendingur


Íslendingur - 22.05.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.05.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR )) MaTHaw 1 Olsem (( Rúgmjöl Maismjöl Hveiti 3 teg. Hænsamaís Baunir Hafra Haframjöl hafa fyrirliggjandi: Kartöflun’jöl Sagogrjón Libbys mjólk. Kex, Lunch Kex, skips Súkkulaöi Gerduft Oiíufatnaður öngla Mustads no.7 e.e.I. Fiskilinur Linutauma Fiskihnifa Smuriiingsolíur Ollukönnur. á gaddinn, heldur lofa þeim mest þurfandi að hanga þar nokkrum vikunum lengur, ef vera kynni að þeir yrðu matvinnungar. Og ekki er nú traustið meira hjá Vm. á ríkisverzlun með olíu en það, að hann telur hana ekki samkepnis- fœra í frjálsri verzlun; hún verði því að gera sér að góðu undan- renninguna, þegar aðrir fái rjómann, með öðrum orðum, beztu viðskiftin fari framhjá henni. Ef ríkisverzlun hefði betri kjör að bjóða en keppi- nautar hennar, mundi rjóminn falla í hennar hlut, en Vm. er vonlaus um að hún geti boðið eins vel, hvað þá betur, og þess vegna verði undanrenningin hennar hlutskifti. Vm. segir að steinolíueinkasalan hafi verið blessunarrík fyrir sjávar- útveginn. Petta kemur nú öfugt við meginið af yfirlýsingum þeim, sem komið hafa frá fiskimannastéttinni, því þær sýna, að hún hefir frá upp- hafi litið á einkasöluna sem fjand- skaparmál gegn sér, knúð fram af sömu mönnunum, sem sýndu hug- arþel sitt til sjávarútvegsins bezt í deilunum um Spánartollinn og létu sér vel lynda, þó alt leriti í kalda koli. Nei, sjávarútvegurinn harmar vissulega ekki steinolíueinkasöluna frekar en D. D. P. A. — steinolíu- félagið danska — um árið, eða get- ur Vm. með gögnum sýnt fram á, að nú sé á annan veg? Þá minnist Vm. á skýrslu þá, sem ísl. flutti um olíuverðið eftir Pétur A. Ólafsson konsúl, og kveður hana vera þá »aumustu blekkingardulu, sem nokkru sinni hefir verið hamp- að.« Pessa skýrslu hefir hvorki Landsverzlunarforstjórinn eða æðsta ráð hans, Héðinn Valdemarsson, treyst sér til að hrekja, en samt leyfir þetta Verkamanns-grey sér að segja, að hún sé aumasta blekking- ardula og stórlýgi. Hvað langt get- ur æði sumra ræfla gengið áður en þeir eru Klepp-tækir? Jú, rétt er að geta þess, að Vm. segir að »gamall vinnumaður Björns Líndals« hafi hrakið skýrslu P. A. Ó. í Alþýðublaðinu 7. þ. m., og að ritstj. ísl þegi yfir þessu og hafi þó blaðið liggjandi fyrir framan sig á borðinu, séu það því vísvitandi ósannindi hjá ísl., að skýrslunni hafi ekki verið mótmælt. Pessu er því að svara, að Alþýðublaðið og ísl. hafa ekki blaðaskifti og sér rit- stjóri fsl. því ekki Alþbl. Þetta mun afgreiðsla Alþbl. í Reykjavík geta frætt Vm. um. Ritstj. ísl. hefir því alls ekki séð skrif þessa fyrverandi vinnumanns B. L. En látum nú svo vera sem þessi maður, hver svo sem hann kann að vera, hafi birt einhverjar tölur í Alþbl. og segi þær réttar vera, en skýrslu P. A. Ó. ranga, hverjum ber frekar að trúa, og hvor þessara manna er líklegri til þess að vita, hvað hann fer með? Pétur A. Ólafsson er einn af þekt- ustu og mætustu kaupsýslumönn- um þessa lands. Maður sem stjórn- in hefir hvað eftir annað valið fyrir erindreka sinn út um heim, einmitt til þess að kynnast markaðshorfum og mörkuðum. Hinum manninum er það eitt fært til gildis, að hann hafi verið vinnumaður hjá Birni Líndal. Vitanlega eru það meðmæli með manninum, því hann hefir sjálf- sagt lært margt gagnlegt í vistinni, en engu að síður er það mjög hæp- ið að hann hafi náð þar mikilli verzl- unarþekkingu. Og rúman mánuð hefir það tekið hann að tína saman töluliði er sýndu annað en skýrsla konsúlsins. Pennan tölusamsetning á svo að taka sem gögn í málinu. Hvenær á loddarahátturinn að enda? Skemtilega vitlaust má kalla það hjá Vm., er hann telur það »hástig stjórnmálaóheilinda« hjá íhalds- flokknum að vera með afnámi stein- olíueinkasölunnar. Nú er það vitan- legt, að eitt helzta stefnuskráratriði íhaldsflokksins er frjáls verzlun, og það að fylgja stefnuskrá sinni á að vera »hástig stjórnmálaóheilinda.« Eru þá heilindin falin í því að svíkja stefnur og sigla undir fölsku flaggi? Dýpra og dýpra sekkurðu í forað heimskunnar — vesalings Verka- manns-grey. Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 21. maí Utlend: Frá Berlín er símað, að Strese- mann hafi haldið ræðu í ríkisþing- inu um utanríkismál. Kvað hann tillögur Dawes-nefndarinnar góða byrjun til samkomulags, en fram- lengingu núverandi setuliðs hörmu- legan afturkipp. Pá fyrst rofi veru- lega, er það fer. Frá Khöfn er símað, að hafnar- verkfallið haldi áfram, en útflutning- ur landbúnaðarafurða og innflutn- ingur matvæla teppist ekki af því. Frá París er símað, að uppreistin í Marokkó haldi áfram. Berjast margir Evrópumenn undir merkjum uppreistarforingjans Abdelkrim. Frá Osló er símað að búist sé við, að þjóðaratkvæði fari fram í Noregi um bannmálið á næsta ári. Frá Berlín er símað, að Hinden- burg forseti hafi verið hyltur jafnt af hægri sem vinstri mönnum, er hann tók við embætti. Innlend. Ólafur Briem frá ÁlfgeirsvöIIum, fyrrum alþingismaður og núverandi formaður S. í. S., andaðist í Reykja- vík 19. þ. m. Hæstaréttardómur nýuppkveðinn í hinu svonefnda áfengismáli. Til- drög þess þau, að í desembermán- uði síðastl. rannsakaði lyfsölustjór- inn að ósk dómsmálaráðherra af- greidda lyfseðla frá lyfjabúðunum hér, og kom þá í Ijós, að margir lyfseðlar höfðu verið gefnir út á önnur eyðublöð en tilskipað var. Fyrirskipaði þá dómsmálaráðherra málsókn á hendur læknum þeim, er , .ekki höfðu uppfylt skilyrði reglu- gerðar nr. 67 frá 1922, og einnig gegn lyfsölunum fyrir að hafa af- greitt eftir þessum lyfseðlum. Málið var höfðað gegn Pórði J. Thorodd- sen, en á dómi hans valt, hvort málshöíðun gegn hinum læknunum yrði haldið áfram eða hún félli nið- ur. Undirréttur sýknaði Pórð á þeim grundvelli, að fyrir reglugerðinni væri ekki lagaheimild og staðfesti hæstiréttur þann dóm. Málskostn- að greiði hið opinbera. Samskötin til ekkna og aðstand- enda þeirra, er druknuðu á togur- unum, nema nú kr. 106,820,65. oo Alþingi. Þingslit fór fram á laugardaginn og var síðasta verk þess ýmsar kosningar, í bankaráð íslandsbanka um 12 ára tímabil voru kosnir: Klemens Jónsson fyrv. ráðherra og Guðm. Björnsson, landlæknir, báðir endurkosnir. í milliþinganefnd til þess að athuga seðlaúlgáfumálið voru kosnir: Sveinn Björnsson, Magnús Jónsson, Jónas Jónsson Benedikt Sveinsson Ásgeir Ásgeirsson. í Grænlandsnefnd: Benedikt Sveinsson, Tryggvi Pórhallsson, Magnús Jónsson. Yfirskoðendur landsreikninganna voru endurkosnir, þeir Magnús Jónsson, Jörundur Brynjólfsson og Hjörtur Snorrason. Endurskoðandi Landsbankans kosinn Guðjón Guðlaugsson. Gæzlusljóri Söfnunarsjóðs íslands kosinn Vilhjálmur Briem. Fjárlögin voru afgreidd eftir eina umræðu í neðri deild, eins og þau komu frá efri deild; fóru því ekki í sameinað þing. O'i Bróðir Ingimar. (Framh.). Eitthvað er Ingimar að tala um, að eg hreyti ónotum að Bólu-Hjálmari o. s. frv., af því að eg drep á það, að hann hafi gert það, sem hann játar sjálfur um sig. Pað sem eg sagði um Hjálmar, er samkvæmt ummælum Hannesar Hafsteins um hann. Hafstein var svo sem kunnugt er einhver göf- uglyndasti maður í orðum og fram- komu. Meðan eg fer ekki fram úr þeim rökum í umtali um þjóðkunnan mann, sem Hannes Hafstein lét sér sæma, þykist eg haga niér svo, að vítalaust megi telja og full-drengilegt. Pá hefi eg drepið á flest, sem Ingi- mar nefnir — nema Dettifosskvæði Kristjáns.*) Svo sem nærri má geta, er mér það ekki kappsmál að gera lítið úr því. Annað mál er það, að lngimar hefir ekki enn varið það mál tii hlítar. Svo hefir tiltekist, að haun misskilur orð mín, og er þáeWx von, að eg taki vörnina gilda. Eg á ef til vill sök á þeim misskilningi, hefi ef *) Eg get nanmast verið að eltast við útúrdúra Ingimars, eins og t. d. að eg endurtaki í fyrirlestrum sömu hugmynd fyrir fordildarsakir o. s. frv. Mér er af öðrum og flestum fundið hitt til foráttu, að eg stikli á mörgu, en útlisti lítið. Sitt sýnist hverjum jafnan og er órétt að taka sér slíkt nærri. — i SÖLUTURNINN i } hefir ávalt fyrirliggjandi allsk. « ^ tóbaks og sælgæti svörur. /r í Verð og vörugæði þola allan * samanburð. i i til viII komist ó-vel að orði. Eg mælti á þá leið, að einkenni á góðum skáld- skap væri það, að skáldið lýsii þvi sem er. Eg átti við það, að lýsingin væri, það sem kallað er jákvœð (.pósitív'), ekki ,negatív‘. Þegar nú Kristján segir: Par sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlægja blóm, þá segja þessi orð frá því, sem ekki er til við fossinn, og að því fann eg m. a. Til samanburðar set eg hér upphaf á kvæði H. H. um Gullfoss: Verður lítt úr Ijóði, lamast rómur veikur, þar sem undra óði öflgi fossinn leikur. Petta er jákvæð lýsing og frádráttarlaus. Hér er ekki verið að kveða um það, sem ekki er til að dreifa. Hitt datt mér ekki í hug, að halda því fram, að ekki mætti yrkja um, nokkurntíma, annað en það, sem sannanlega væri til. — ÖU ummæli Ingimars í þá átteru bogaskot, sem fara utan við markið, aftan við og þó einkum neðan við. — Allmörg ár eru síðan liðin, að bóka- útgefendur sögðu í mín eyru, að varla svaraði kostnaði að gefa út aðrar bæk- ur en skólabækur. Ýmsir bókasmiðir hafa komið auga á þá tjörn, sem er framan við fordyri skólanna, og séð, að í henni var gott að fiska — mikil aflavon þar. Eg skírskota því til for- eldra og forsjármanna skólalýðsins í landinu, hvort þeim sé eigi gert dýrt og harðleikið með því athæfi, sem viðgengst og fer ævaxandi: að sparka á dyr hinum eldri skólabókum og koma nýjum og nýjum — og þó ekki nýjum — í staðinn. Það var þetta, sem eg vítti. Bróðir Ingimar, sem eflaust þekkir örðugan fjárhag skólabarna og skóla- lýðs, hefði haft brýnni áslæðu til að rita um þetta, en hitt, sem hann gerir: að taka upp vetling og og stein L fyrir óskyldan náunga til að kasta í mig hvorutveggja. (Niðurl.) Guðm. Friðjónsson. oo Tvær stökur. Máttur lífsins. Lítt er kunnugt lífsins tafl, en lífið sig ei dylur.j Hið skapandi alheims-afl enginn gerla skilur Giftingin. Mækja-stafur mens- við -gná mátti hafa fögnuð, batt þau klafa eðlis á ástin rafurmögnuð. Jónas fónsson, Hróarsdal. Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 26,25 Dollar .... — 5,42 Sveusk króna . . — 144,61 Norsk króna . . — 90,52 Dönsk króna . . — 101,20 Carmen Advokat Matador og fieiri alþektar vindlategundir fást í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.