Íslendingur


Íslendingur - 29.05.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.05.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 29. maí 1925 23. tolubl. t Stefán Stefánsson frá Fagraskógi. Hann andaðist á Hjalteyri aðfara- nótt þess 25. þ. m. eftir 10 sólar- hringa legu í lungnabólgu. Hafði verið á ferð hér á Akureyri en veikt- ist á heimleið en komst aðeins til Hjalteyrar, til tengdasonar síns Árna Jónssonar frá Arnarnesi, er giftur er Þóru dóttur hans, og hjá þeim andaðist hann, tæpra 62 ára gamall. Stefán Baldvin Stefánsson, svo hét hann fullu nafni, var fæddur 29. júní 1863, að Kvíabekk í Ólafsfirði, og voru foreldrar hans Stefán Árna- son prestur þar og seinni kona hans, Ouðrún Jónsdóttir frá Brúnastöðum í Fljótum. Tuttugu og tveggja ára gamall útskrifaðist Stefán úr búnað- arskólanum á Eiðum og fimm ár- um síðar byrjar hann búskap í Fagra- skógi, og bjó þar til dauðadags. Þann 5. júní 1890 kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinni, Ragnheiði Davíðsdóttir prófasts að Hofi Ouð- mundssonar og eignuðust þau 7 börn, 4 syni og 3 dætuf. Eru syn- irnir: Davíð skáld, Stefán lögfræð- ingur, Valgarður skrifstofumaður í Reykjavík og Valdemar skólapiltur, en dæturnar eru frú Þóra, sem áð- ur er getið, Sigríður og Quðrún; eru hinar tvær síðarnefndu ógiftar. Hjónaband þeirra Stefáns og Ragn- heiðar var hið ástúðlegasta og heim- ilið fyrirmynd í hverri grein. Alþingismaður fyrir Eyjafjarðar- sýslu var Stefán kosinn fyrst 1901 og átti þá sæti á tveim þingum; féll fyrir Hannesi Hafstein 1903, en náði aftur þingkosningu 1905, er Klemens Jónsson, 1. þm. sýslunnar lagði niður þingmensku. Sat Stefán upp frá því á þingi, ýmist sem 1. eða 2. þingmaður Eyf. þar til 1923. Pingskörungur var Stefán ekki, en hann var nýtur og samvizkusamur þingmaður og kjördæmi sínu hinn þarfasti. Munu samþingismenn hans jafnan minnast hans með hlýhug og virðingu. Hreppstjóri Arnarnesshrepps var Stefán í rúm 20 ár og sýslunefnd- armaður um alllangt skeið, og for- vígismaður héraðs síns var hann á flestum sviðum. Er því hér til mold- ar hniginn mætur maður og merk- ur sem hin mesta eftirsjá er að. oo Störf þingsins. Frh. Rœktunarsjóður fslands. Með merkustu afrekum þingsins má vafa- laust telja lög um Ræktunarsjóð íslands. Er tilgangurinn með lög- um þessum að koma á fót láns- stofnun fyrir landbúnaðinn, er veiti hagstæð lán til lengri tíma. Má eingöngu verja fé Ræktunarsjóðs- ins til jarðræktar og húsagerðar á býlum í sveitum, en þó sitja lán til jarðræktar í fyrirrúmi. "Ríkissjóður leggur fram til sjóðsins eina miljón kr. á ári, þar til hann er orðinn þess megnugur að standa á eigin fótum, en þessarar miljónar á að afla með auknum tolli af útfluttum vörum. Höfuðstóll ræktunarsjóðsins nemur nú um 930 þús. kr. Hefir ríkissjóð- ur undanfarið fengið vexti af sjóðn- um, en nú á sjóðurinn að njóta vaxta sinna sjálfur, og iríkissjóður að endurgreiða vextina, sem runnið hafa í hann, í árlegum greiðslum. Þjóðjarðirnar falla og undir Rækt- unarsjóðinn og einnig er honum ætlað til viðbótar varasjóður 1. fl. veðdeildar. Er ráðgert að eftir 10 ár verði sjóðurinn orðinn rúmar þrjár miljónir krónur. Lán úr Ræktunarsjóði má veita gegn þessum tryggingum: a. Oegn fasteignarveði með trygg- ingu innan % af virðingarverði veðsins, enda hvíli eigi veð- skuldir til annara en opinberra sjóða á eigninni á undan veð- rétti þeim, er Ræktunarsjóður fær. Ef umbætur þær, sem lán- iö er veitt til, eru gerðar á fast- eign þeirri sjálfri, sem veðsett er, skal heimilt að telja verð umbótanna sjálfra til viðauka við virðingarverð eignarinnar óbættrar, án þess að ný virð- ing á fasteigninni í heild fari fram, eftir því sem nánar verð- ur ákveðið í reglugerð sjóðsins. b. Gegn afgjaldskvöð á býlum leiguliða með lífstíðarábúð eða erfðaábúð á þjóðjörðum, kirkju- jörðum og öðrum jörðum rík- isins, svo og á jörðum sveita- félaga, enda sé lánið veitt leigu- liða til umbóta á býlinu sjálfu. Afgjaldskvöðin skal samsvara árgjaldinu af láninu, og skal hún haldast uns lánið er að fullu greitt. c. Gegn ábyrgð hreppsnefnda og sýslunefnda, að áskildu lög- mæltu samþykki æðri stjórnar- valda. Lántakendur samkvæmt b-liðþess- arar greinar skulu hafa rétt til þess að fá afgjaldskvöð þa', er þar um ræðir, lagða á býli sín, eftir því, sem nánar verður ákveðið í reglugerð Ræktunarsjóðsins. í stjórn Ræktunarsjóðs eiga sæti 3 menn, er ráðherra., skipar, einn AKU REYHAR BIO Annan í Hvítasunnu kl. 5 síðd. O LIVER T WI ST meistaraverk Charles Dickens, í 8 þátta kvikmynd. Aðalhlutverkið leikur JACKIE COOGAN, drengurinn, sem nú er talinn með frægustu kvikmyndaleikurum heimsins. Ánnað Hvítasunnudagskv. kl. 872 í síðasta sinn. Hver er konan hans? Miðvikudagskvöld kl. 872: ELDUR UM BORÐ. Sænsk kvikmynd í 5 þáttum, aðalhlutverkið leika Vicíor Sjöström og Jenny Hasselquist. maummmm framkvæmdarstjóri og tveir gæzlu- stjórar. Skal að minsta kosti ann- ar gæzlustjórinn hafa sérþekkingu á landbúnaði. Framkvæmdarstjóri hefir að byrj- unarlaunum 4000 kr. áári, er hækka eftir 3, 6 og 9 a'r um 300 kr., 300 kr. og 400 kr. upp í 5000 kr. Gæzlu- stjórar fá 600 kr. ársþóknun hvor. Dýrtíðaruppbót fá framkvæmdar- stjóri og gæzlustjórar eftir sömu reglum sem starfsmenn ríkisins al- ment. Útflutningsgjaldshœkkun. Lög um breytingar á lögum nr. 70, 26. júní 1921 um útflutningsgjald o. fl., er hér farið fram á að útflutningsgjald- ið hækki úr l°/o upp í lW/o um óákveðinn tíma, og rennur þessi tekjuauki fram til ársloka óskiftur í Ræktunarsjóðinn, en síðan að % í Landhelgissjóðinn en !/* í Ræktun- arsjóðinn. Er því með þessum tekjuauka hlaupið undir bagga með báðum aðalatvinnuvegum lands- manna. Tekjuauka Landhelgissjóðs- ins er ætlast til að varið sé til rekst- urskostnaðar fyrirhugaðs strand- gæzluskips. Verðtollurínn. Lög um bráða- brigðaverðtoll á nokkrum vöruteg- undum, framlenging og breyting á þeim. Lög þessi gilda frá 1. júní júní n. k. tilársloka 1926. Breyting- in er aðallega fólgin í því, að toll- flokkunin er þrennskonar í stað þess að um eina — 20°/o — var áður að ræða. Nú er tollurinn á skraut- varning og síður nauðsynlegum vör- um hækkaður úr 20°/o upp í 30°/«, en lækkaður á nauðsynlegum vör- um úr 20% niður í 10. Mikið af vörum er og enn í 20°/° flokkn- um. — Er vöruflokkunin birt í 18. tbl. ísl. og mun ekki hafa breyzt úr því. Frá 1. marz 1926 á hæsti tollur að færast úr 30% niður í 20% og miðflokkurinn úr 20% í 15% og lægsti flokkurinn úr 10°/0 niðurí5%. Ocngisviðaukinn. Heimild ríkis- stjómarinnar til þess að innheimta ýmsa tolla með 25% gengisviðauka, framlengd til ársloka 1927. Afnám tóbakseinkasölunnar. Frv. hefir áður verið getið hér í blaðinu. Er tóbakseinkasalan upphafin frá næstu áramótum, en til þess að bæta upp tekjumissi ríkissjóðs er , tollur á öllum tóbaksvörum hækk- aður, nema á óunnu tóbaki; er toll- ur ákveðinn af nef- munn- og reyk- tóbaki kr. 4,80 af kg., en af vindl- um og vindlingum kr. 12,80 af hverju kg. Strandvamarskip. Mestu varð- andi fyrir sjávarútveginn af gerðum þingsins er vafalaust lögin um að Landhelgissjóður íslands skuli taka til starfa. Er áskilið, að ríkissjóður endurg-eiði sjóðnum lán það, sem fjármálaráðherra Framsóknar, Magn- ús Jónsson tók í heimildarleysi úr sjóðnum, að upphæð 600 þús. kr., og að keypt verði strandvarnarskip á næsta ári. Fiskifulltrúinn. Annað mál, sem sjávarútveginn skiftir miklu eru lög- in úr stofnun fiskifulltrúastöðunnar á Spáni og ftalíu. Laun fuiltrúans eiga að greiðast að '/s úr ríkissjóði en íslandsbanki og Landsbankinn greiða hina hlutina að hálfu hvor. Lög um skráning skipa kveða svo á, að engir erlendir menn eða fé- lög megi hér eftir skrá skip sín hér á landi og girða fyrir að innlendir menn gerist »Iep]Dar« erlendra manna eða útgerðarfélaga í því efni. Brot á lögunum t. d. ef skip eru ólög- lega skráð, varða 100—200 kr. sekt á hverja brúttó smálest hlutaðeig- andi skipa, en tilraun til þess að sniðganga lögin, þó hún mistakist, 50—100 sektar á smálest. Skip er að veði fyrir sektarfé og má gera upptækt. Frumvarpið var lagt fyrir þingið af fjármálaráðherra og gat hann þess í framsöguræðu sinni, að það væri borið fram »til að tryggia innlendum mönnum afnot fiskiveiðanna við strendur landsins, og halda þeim handa landsmönnum sjálfum, eftir því sem lög stæðu til.« Slysatryoqingar. Efni frumvarps- ins var rækilega rakið í 17. tbl. ísl. og komst það því nær breytingar- laust gegnum þingið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.