Íslendingur


Íslendingur - 29.05.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.05.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 29. maí 1925 24. tölubl. Steinolíueinkasalan 6róði enska félagsins. Mbl. getur þess, að Jón Þorláks- son fjármálaráðherra hafi í þingræðu um steinolíueinkasöluna skýrt frá því, hve mikil fjárupphæð sú væri, sem British Petroleum Co. hefir af ísl. þjóðinni, með samningnum sæia, er Tímastjórnin gerði við félagið 1922, og sjálfur Tímaráðherrann þáv., Kl. Jónsson, er samingana gerði, lýsir því yfir í þingræðu, eftir því sem Lögrétta skýrir frá, að hann véfengi ekki tölur J. Þorl., telji þær réttar. Skýrsla J. Þorl. er á þessa Ieið: Innflutningur steinolíu var árið sem Ieið um 45000 föt. Af þeim voru 37000 föt hreinsuð olía og 8000 föt hráolía. Samkvæmt samn- ingum við hið erlenda auðfélag, er félaginu heimilt að leggja 1 lh penny á hvert gaJIon hreinsaðrar olíu. Verður álagningin þá 60 pence eða aA sterlingspunds á fat. Á 37000 fötum, sem til Iandsins fluttust árið sem leið, nemur álagningin þá 9250 sterlingspundum. En álagningin á hráolíuna sam- kvæmt samningnum er 1 penny á gallon, eða V6 sterlingspund á fat. Á 8000 fötin af hráolíunni hefir fé- lagið þá lagt 1333 sterlingspund. Álagning Brit. Petr. Co. hefir því árið 1924 verið samtals 10583 sterl- ingspund, eða samkvæmt þáverandi gengi 320 þúsund krónur. Ljósa hugmynd fá menn um það, hve álagning þessi er gífurleg, þeg- ar hún er miðuð við verð steinolí- unnar í London, eins og það er gefið upp, þegar samningurinn var gerður. Álagningin nemur 30-35°/o aj verði olíunnar, er þá var. — Lag- leg verzlun. Sé miðað við verð olíunnar fob. á amerískri höfn, nemur álagningin 37-49°lo. Og Tímaráðherrann fyrv. getur ekkert af þessu véfengt. Skoðun Magnúsar Kristjánss. 1917, Prjáls samkepni æskileg tnilli Landsverzlunar og annara. Er steinolíueinkasalan var til um- ræðu í þinginu 1917 lýsti Magnús J. Kristjánsson afstöðu sinni til máls- ins með svofeldum orðum: „En eg fyrir mitt leyti hefi ekki ennþá séð eða sannfærst um ávinninginn af pví, pótt landsstjómin tœki ,að ser einkasölu, hvort sem er á steinoliu eða óðrum vöru- íegundum*). Hygg eg, að til séu aðrar leiðir miklu heppilegri til pess að ná pví takmarki, sem stefnt er að í frv. Par að auki mundi einkasala engu öðru koma til leiðar en pví, sem einmitt á sér stað. Sem sé pví, að landsstjórnin hafi til vörutegundir og verzli nieð pær og haldi peim i sanngjörnu verði, pegar verzluríarfélög eða einstakir inenn, sein með vöruna verzla, halda henni i alt of háu verði. En þessu takmarki, aðtryggja landsmönnum sanngjarnt verð á ýmsum vörutegundum, virðist mér að náð verði með því fyrirkomulagi, sem nu sé á lands- sjóðsverzluninni, sem þó ekki útilokar frjálsa samkepni."*) (Atpt. 1917. B. bls. 766.) Samþykt sú, sem hið nýafstaðna þing gerði í málinu, fer algerlega í sömu áttina, skoðun Magnúsar frá 1917 fylgt út í yztu æsar, — sam- þyktin er svohljóðandi: „Alpingi ályktar að skora á ríkisstjórn- ina að gefa innflutning á steinolíu frjáls- an frá næstu áramótum, en láta ríkisverzl- un með steinolíu halda áfram fyrst um sinn, að pví leyti sem pörf gerist, tii pess að tryggja nægan innflutning og sanngjarnt verð á olíunni." En Verkamaðurinn segir um sam- þyktina: „Pessi sampykt pingsins erjafngrunn- hygnisleg eins og hún er ósvífin, og að pví leyti sæmandi auðvaldsflokknum á pingi. Orðalag hennar sýnir viðleitni til að krafsa' yfir ódæðið, sem verið er að vinna, að ofurselja pjóðina aftur okurhring, sem einkasalan var búin að reka úr landi, en sauðargæran er hér gloppóttari en titt er, pví varla mun finnast sá fáráð- lingur — jafnvel í auðvaldsflokknum, — sem ekki sér í gegnum hana gráðugan úlfinn, sem sigað er í hæla smáútgerðar- mönnum, til pess að sjúga merg og blóð úr pessum atvinnuvegi." Mikill fádæma fáráðlingur hlýtur Magnús Kristjánsson að hafa verið á þinginu 1917, að halda því fram að æskilegast væri, að steinolíu- verzlunin væri rekin í frjálsri sam- kepni milli Landsverzlunar og ann- ara, og að það trygði sanngjarnt verð á olíunni. *) Leturbreyting mín. Ritstj. Viðtal við dr. Stoppel. ísl. býst við, að mönnum leiki hugur á að fá einhverja vitneskju um það, hver sé tilgangur þýzka vísindaleiðangursins, sem gptið var um hér í blaðinu um daginn, og tekið hefir sér dvöl hér í sumar. Ritstj. fór því á fund foringja leið- angursins, frk. Dr. Rose Stoppel, sem er privat-docent við háskólann í Hamborg, og bað hana upplýs- inga. Brást hún vel við þessum tilmæl- um vorum, þótt hún léti þess getið, að á þessu stigi málsins væri ekki hægt að gefa nákvæmar upplýsingar. Framkt^æmd rannsóknanna er stjórn- að af vísindamönnum Hamborgar- háskóla. Þær hvíla á -eldri rannsókn- um, sem frk. Dr. Stoppel hefir gert á sviði jurtalíffræðinnar, en þær ná einnig inn á svið lífeðlisfræði manns- ins og fara þá fram undir stjórn Dr. med. Voelker, aðstoðarmauns við lyfjarannsóknardeild háskólans. Auk þess eru þeir stud. rer. nat. Holm og Unna aðstoðamenn þeirra. Rannsóknirnar snerta aðallega at- huganir á mismunandi áhrifum dags og nætur á jurtir og dýr. Er sér- stakt tillit tekið til ásigkomulags loftsins, einkum að því er snertir *) Leturbreyling min. Ritstj. móttækileika þess fyrir leiðslu raf- strauma, og eru því gerðar sérstak- arrannsóknir á daglegum »rhylmus« í svefni og vaxtarfyrirbrigðum, en á svefni og efnaskiftum mannlegs líkama. Samskonar rannsóknir hafa nú um lengri tíma verið gerðar í Hamborg. Akureyri hefir nú verið valin sem rannsóknarstaður, ef verða skyldi vart einhvers mismunar vegna hnatt- arafstöðunnar. Leiðangurinn biður oss að láta þakklæti sitt í ljósi fyrir frábærar viðtökur og hjálpfýsi hér á Akur- eyri, sem hefir gert þeim fært að koma vel fyrir hinum margbrotnu áhöldum, er með þurfa við rann- sóknirnar. FerðiiDiHfliflBar. Eins og lesendur blaðsins muu reka minni til, þá fór Söngfé'agið »Gey=ir« og Lúðrafélagið »Hekla« M Húsavíkur og Siglufjarðar til þess að halda hljóm- leika 11 ágóða fyrir Heilsuhæli Norð- urlands. Kostnað allan af för þessari báru þeir útgerðarmennirnir Ingvar Guð- jómson, Stefán Jónasson og Ás^eir Péíursson og kunnum vér þcim beztu þakkir fyrir áhuga þeirra fyrir fram- gangi þessa máls. Förin var hafin hér frá Akureyri laugardaginn 9. maí. Veður var hið bezta og hugðu þátttakendur hið bezta til fararinnar, enda var til ferðarinnar lagt e'tthvert bezta skipið hér rorðan- lands, m.k. Sjöstjarnan með eigand- ann Stefán Jónasson sem skipstjóra. Spilti pað ekki fyrir, þar sem »!and- krabb.irnirc innan flokkanna vissu líf sitt í svo góðs manns höndum. Akur- eyrarbær var kvaddur með dynjandi hornablæstri að viðstöddu allmiklu fjöhnenni, þólt árla væri dags. Stilt var veður og logn og hugðu menn gott til með förina til Húsavíkur, að ekki yrðu »Ránardætur« of nær- göncíular við menu. Farið var sem Ieið liggur norður fjörðinn. FJaggað var á öllum ver- og verzlunarstöðum út með firðinum og þökkuðu ferða- tnennimir fyrir heiðurinn með því að syngja o'g spila »fyrir fólkið«. Er komið var að Gjögrum var fram- reiddur ¦miðdegisverður, en misjafn- lega gekk mönnum að njóta hinna góðu rétta, er fram vovu reiddir, því að nú tók skipið að v<agga, þó ekki meira en svo, að vavt hefði gus- ast út úr sæmiiega fullum kaffibolla. Máíti sjá suma taka skyndilegar hreyf- ingar frá miðdegisverðinum og taka að offra sjávarguðinum; vanhöldin voru þó ekki tiltakanleg og allir voru með sæmilega heilsu, er komið var á Húsavíkurhöhi. — Er þar var komið í land mætti þar nefnd mauna, er skýrði frá því, að ferðamennirnir ífittu að skiftast á milli sex húsa í kaup- staðnum til aðhlynningsr meðan dval- ið væri á staðnum. Tókst nú allmik- ill reipdráttur um menn, því hver vildi hafa sitt og helzt fleiri. Er skamt frá því að segja, að óvíða mun gestrisn- ara fólk á voru lar.di en í Húsavík, og vart mun á öðrum stöðum hér njóta síri til líka hin ísl. gestrisni sem þar, þar sem hinum framandi manni finst gestgjafarnir vera sem gamlir vinir eða ættingjar. Þetta þjóðlega viðmót fer því miður nú óðum þverrandi, en þess meir verður manni ljóst, hversu rcikils er mist, er það hverfur. Hljómleikarnir fóru fram í hinni veg- legu safnaðarkirkju kaupstaðarins og var þar meir en hvert sæti skipað, og tekur kirkjan þó sem næst alla þorps- búa. — Að loknum hljómleikunum var stiginn dans í leikfimissal barna- skólans og stóð hann til klukkan 3\/2 um nóttina. Lengur mátti ekki dvelja, því farið skyldi af stað til Siglufjarðar klukkan 4. Ýmsum sóltist seint til strandar sem vonlegt cr. Er skipið leið úr höfn kl. 4V2 mátti líta allmikla breiðu af smáum, hvítutu veifum, er blöktu í kveðjuskyni við ferðamennina. Þann- ig mun minningin um þessa stuttu dvöl á Húsavíkstanda í hugskoti ílestra hljómleikamannanna. — Bjartur geisli á brautinni. Endurskin hins bezta meðal þjóðar vorrar. Til Siglufjarðar var komið kl. 10 árdegis og hafði heilsufarið um borð verið furðanlega gott frá Húsavík. Sigufjörður er, sem kunnugt er, mestur útvegsbær hér Norðanlands. Stendur bæjarlífið þar með miklum blóma á sumrin, eftir því sem sagt er. Bjuggust margir við, að lítt mundi tjá að koma þar. — Þetta fór þó á ann- an veg. — Er komið var að bryggju, var bryggjan þegar þéttskipuð fólki, er tók á móti aðkomumönnum með á- varpi og húrrahrópum. — Mönnum var þar, Iíkt og á Húsavík, skift á milli manna til dvalar yfir daginn. En sá Ijóður vaið þar á, að hversu sem mönnum var fáum skift í stað, þá vantaði einhverja, einn tvo eða þrjá, sem þeir höfðu búist við að taka til sín. — En úr því varð ekki bætt. En það viljum yér segja, að vér biðjum þær hús- mæður velvirðingar á, aem engan gestinn fengu, að engin leið var til þess að gista tvo í röð svo veglega, sem veitt var alstaðar, og verðum vér að treysta á gestrisni þeirra, er flokk- arnir koma öðru sinni til Siglufjarðar. Hljómleikarnir fóru fram í hinu stór- myndailega kvikmyndahúsi bæjarins. Svo mikil var aðsóknin, að vart mun meir en helmingur þeirra hafa komist inn, er þangaö vildu fara, og viðtökur áheyrenda voru þær, að betri hafa flokkamir hvergi fengið. Um kvöldið voru hljómleikarnir endurtekuir nokkuð breyttir og að lok- um stiginn daps. — Tímiun leið óð- um 11 burtferðar og óðar rnann varði var burtfarprtími skipsins kominn. — Dagurinu var liðinn hjá sem draumur. Ein samhangangi sigurför. — í bjarma risandi dags var lagt frá bryggjunni. í bjarma hins rísandi sjálfstæða þjóð- lífs viljum ,vér geyma minninguna um dvölina á Siglufirði. Er litið er til baka yfir þetta ferða-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.