Íslendingur


Íslendingur - 05.06.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.06.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. XI. árgangur. Verilig og álagnin Þættir úr sögu steínolíu- einkasölunnar. Það sem mesta undrun vakti, er olíusamningurinn sæli var gerður kunnur þjóðinni var, að af honum var hvergi sjáanlegt, að Landsverzl- un væru áskilin hin minstu hlunn- indi fyrir að selja steinolíuverzlun- ina á Ieigu enska olíufélaginu; eng- .inn afsláttur frá algengu markaðs- verði, enginn »bonus«, ekkert sem hægt var að telja til fríðinda í okk- ar garð, en þar á móti félaginu Iofað að leggja 1 '/2 penny á hvert gallon olíunnar, eða 60 cent á hvert fat, eftir að hún hafði reiknað sér all- an kostnað af flutningi olíunn- ar til London. Þessi álagn- ing nam árið sem leið 10,583 sterlingspundum, eða um 320 þús. kr., eftir því sem fjármálaráðherra upplýsti í þinginu, og var sú upp- hæð bygð á innflutningsskýrslun- um, er sýndu að um 45,000 föt höfðu verið flutt inn á árinu. Þarf ekki mikið reikningshöfuð til þess að sannfærast um, að rétt er reiknað. íslenzkir steinolíunotendur voru þannig skattskyldir í álaguingságóða til enska olíufélagsins um 320 þús. krónur það herrans ár 1924, og við svipaðri skattgreiðslu má gera ráð fyrir í ár. Hagfræðingurinn Héðinn Valde- marsson, sem er strifstofustjóri Landsverzluriar, en sem sér sig á næstunni hrakinn frá kjötkatlinum, er veitt hefir honum a'gætis eldi, ræðst á fjármálaráðherra í Alþýðu- blaðinu fyrir að hafa flett ofan af einkasöluósómanum, en sem við má búast hrekur hann ekkert af því, sem var mergurinn málsins í ræðu ráðherrans. Það stendur óhrakið að Britsh Petroleum Co., hefir sam- kvæmt samningnum við Landsverzl- un, lagt 37—49°/o á olíuna, þegar miðað er við verð hennar á ame- rískri höfn, en sé miðað við verðið í London, nemur álagningin 30 til 35°/o. Héðni finst jafnvel ekkert at- hugavert við þessa álagningu, fé- lagið þurfi að hafa einhvern hagnað af viðskiftunum. En samt syngur hann samningn- um lof, og vitnar í skýrslu, sem Landsverzlun sendi þinginu og sem á að sýna, að verðlag olíunnar hér hafi fært landinu »hundruðum þúsunda króna árlegan hagnað.« Þingmenn voru nú samt sem áður ekki sérlega trúaðir á þessa skýrslu, og kváðu sumir jafnvel svo að orði, að þeir skoðuðu sóma sínum mis- boðið með því að œtlast til þess að þeir tœkju hana trúanlega. Isl. vill í þessu sambandi birta kafla úr framsöguræðu Sigurjóns Jónssonar þm. ísf., er hann flutti í þessu einkasölumáli, og sem sér- staklega snertir verðlagið og skýrslu Landsverzlunar: Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. Akureyri, 5. júní 1925 25. tölubl. Verðlagið. . . . Kem eg þá að verðlaginu hjá einkasölunni. Er það skoðun mín og margra annara, er reynt hafa að kynna sér það mál eftir föngum að þar hafi einkasalan ekki fullnægt sínum tilgangi. Skal jeg þegar taka fram, að um þetta atriði eru skiftar skoðanir, enda hefir einkasalan hald- ið fram fyrir sig allmiklum vörnum í þessu máli, en einmitt á þeim vörnum byggja meðhaldsmenn henn- ar aðallega skoðanir sínar. Til þess að rökstyðja skoðun mína tek eg hér ákveðin dæmi um olíutegundir sem vel eru hér þektar. Sólarolía frá Höfn seld kr. 15,60 dýrara en nauðsyn bar til. Tek eg þá fyrst dæmi um mótor- olíu þá, sem Sólarolía er kölluð, en fyrir og um síðastliðin áramót keypti Landsverzlunin talsvert af þessari olíutegund í Kaupmannahöfn — frá Alf. Olsen. — Þessa olíutegund seldi Lands- verzlunin á 30 aura per kíló*og fatið á 14 kr., ef fatið vár keypt af þeim sem olíuna keyptu, en annars hafa fötin verið seld á kr. 14,50 og 15,00. Eg hefi nú farið yfir afhendingar- miða á 80 föturn af þessari steinolíu og var meðalþungi í hverju fati 164'/3 kíló. Fatið af þessari steinolíu seldi því Landsverzlun hér: 164'/2 kíló á 0,30........ kr. 49,35 Fatið tómt til olíukaupenda . — 14,00 Kr. 63,35 Þessi olía var keypt í Kauptnanna- höfn á Wh eyri per kíló, en fatið sjálft kostaði kr. 12,00 hvorttveggja í dönskum peningum. Pessi olía hefði orðið einstökum kaupeiidum, sem keypt hefðu 2—300 föt sem hér segir: Hefði einkasalan ekki verið: 164'/2 kíló á 13'/» eyri per kíló kr. 22,21 Fatið sjálft............. — 12,00 Flutningsgjald 3.00, vátrygging 0,20............... - 9,20 Gengismunur á kr. 43,41 á 4 aur. per 1,00.......... — 1,74 Vörutollur til rikissjóðs 1,50 . — ^50 Hafnargjald ef losað er hér i Reykjavík............ — 0,60 Uppskipun á hafnarbakkann . — 0,50 Kr. 47,75 Mism. frá verði Landsverzlunar Kr. 15,60 Pennan mismun gerði eg dálítið hærri, er jeg mintisí á þetta dæmi hér í vetur. Gerði eg flutningsgjald- _ ið kr. 1,00 lægri og gengismun eins og hann þá var 2°/o í stað 4°/o nú. Eg mun heldur ekki hafa tekið uppskipun, sem Landsverzlun ekki greiðir, ef hún tekur á móti stein- olíunni við skipshlið. Hver treystir sér nú í alvöru að halda því fram, að Landsverzlunin í þessu dæmi, sem hér er tekið, sé að bæta olíuverzlun landsins eða stuðla að því að Iækka olíuverðið í landinu. AKUREYRAR BIO Laugardagskv. kl. 9 og sunnudag kl. 5 síðd. O Li VER TWÍST Sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 9: ELDUR UM BORÐ. Victor Sjöström og Jenny Hasselquist. í aðalhlutverkunum. Landsverzlunin reynir að réttlæta verðið, og áætlar m. a. 15% rýrn- un, er hún metur til verðs. Eg hefi sjálfur haft handa á milli skjal, þar sem Landsverzlunin reynir til þess að réttlæta þetta verð. Er þar fyrst til að greina, að tilfærð er 15% rýrnun á steinolíunni. Sattað segja, get eg nú ekki tekið alvarlega, að hráolía — Sólarolía — rýrni um 15°/o. Pessi olíutegund frá sömu verzlun' höfðum við ýmsir notað talsvert áður en einokunin komst á og þótti 3—5°/o rýrnun mjög mikil rýrnun, vanalega var rýrnunin sama og engin, enda óþarfi að taka stór- ar sendingar í einu, þegar olían er flutt frá þeim sfað, sem tíðar sam- göngur eru við. Jæja, Landsverzlunin gefur nú upp 15°/o rýrnun, þetta leggur hún til peninga og leggur það við inn- kaupsverð, flutningsgjald og allan annan kostnað, síðan tyllir hún of- an á það 20% álagningu, sem hún kallar kaupmannsálag fyrir innlend- um reksturskostnaði og verzlunar- ágóða, en þá er líka verðið komið 2 aurum hærra á hverju kílói en verð Landsverzlunar, eða upp í 32 aura kíló. En þegar þetta 32 aura verð er fengið, þá fylgir Landsverzl- unin sinni vana aðferð og reiknar út, hve mikið fé olíunotendur og ríkissjóðurinn græði á því, að Lands- verzlunin er til og, að kílóið af þessari olíu er selt á 30 aura en ekki 32 aura. Eg ætla ekki að fara fiekar út í þetta dæmi að sinni, en aðeins skjóla því fram í viðbót við það tilgreinda, að í nýgerðri skýrslu • segir sjálf Landsverzlunin: Innlendur köstnaður: Uppskipun, vörugjald, flutningsgjöld til útbúa, reksturskostnaður, vextir og afföll skulda, fyrning eigna, rýrnun, ríkis- sjóðsgjöld og útsvör. Petta alt kr. 13,40 — satt að segja full hátt. Aðan fékk eg þó að eftir væru kr. 15,60, þegar olían var uppskip- uð og búið var að tilfæra greiðslu fyrir vörutolli 1,50, vörugjald 0,60 og uppskipun 0,50 alls kr. 2,60. Mismunur áður tilgreindur frá verði Landsverzlunar kr. 15,60. Hér við bætist kr. 2,60. AIIs kr. 18,20. Landsverzlunin segist ekki þurfa nema kr. 13,40. Mismunur kr. 4,80. Mér skilst að Landsverzlunin sé sjálf að segja, að þessari upphæð sé ofaukið í álagningunni. Landsverzlunin segir frá inn- kaupsverði í Englandi. Blekkingartilraun — eða hvað? Á blaðsíðu 3 í skýrslu Lands- verzlunarinnar frá í vetur stendur: »Innkaupsverð Landsverzlunarinnar í London hjá British PetroleumCo. er 2—4 pence lægra hvert enskt gallon en verð félagsins fil enskra heildsala í London«. Þetta er nú reiknað út að nemi 15-17 kr.- pr. tunnu. Einhverju mun mismunurinn vera minni á hrá- olíu segir skýrslan. Skýrslan gefur í skyn, að við græðum nú þessa upphæð á hverri tunnu, sem við kaupum, á því að hafa þessa samn- inga við B. P. Co. Pað er nú ekki um iitla upphæð að ræða. Eg tel sjálfsagt, að Landsverzlun láti reikna hana út. Annars er hér nú ekki um neitt algerlega nýtt fyrirbrigði að ræða, því að altítt er, að varan er dýrari, þegar hún er seld af »Lager«, sem kallað er, það er að segja, hefir verið flutt inn í landið og tekið á sig Iskatta og gjöld til ríkisins og hafnarinnar, auk annars kostnaðar, það er annað verð á henni þannig, en þegar varan er seld sem »transitvara«, annaðhvort í fríhöfn eða frá svokölluðu »Cre- dit-Oplagsplads». Hvað þetta á að gefa mönnum til kynna í skýrsl- unni svona alveg skýringarlaust, skal eg ekki leiða neinar getur að. Hið sanna olíuverð á Englandi,— Heildsöluverðið þar 25 kr. lægra á fat en hér viðgengst. Dýr milliliður. En það vill svo vel til, að jeg get líka gefið háttv. þingm. dálitlar upplýsingar um olíuverð á Englandi. Sannanirnar fyrir því, sem eg hér tilfæri, liggja hjá háttv. þm. Norð- fsaf. og eru það kvittaðir reikning- ar fyrir hráolíu, sem keypt var í okt. síðastl. haust í Hull. Þetta er ná- kvæmlega samskonar olía í samsk. tn. og Landsverzlunin seldi hér heima, svo kölluð Gasolía, og var keypt af mótorkútter, sem fór til Englands með fisk. Fatið af þess- ari olíu með yfir 160 kg. af olíu kostaði þar komið um borð í mót- orkútterinn, kr. 45.64 Á sama tíma var fatið af þessari olíu selt hér heima á kr. 65,20, eða kr. 19,20 dýrara, þá meira að segja nýlækkað. Þessi olía var nú keypt af smásala

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.