Íslendingur


Íslendingur - 05.06.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 05.06.1925, Blaðsíða 3
ISLENDlNGUR 3 Vinnufötin fást í Brauns Verzlun. ■ Jarðarför tnannsins míns, Stefáns Stefánssonar, fer fram fimtudaginn 11. þ. m. og hefst kl. II fyrir hádegi með húskveðju heima í Fagraskógi. Ragnheiður Davíðsdóttir. varða um sannleikann. — Kolahúsið var reist áður en að uppfyllingin var gerð á Torfunefi og á hörðum jarð- vegi. Jarðflöturinn var þá jafn, bæði inni í húsinu og fyrir utun, en er upp- fyllingin var gerð, var jarðflöturinn hækkaður alt í kringum húsið, en við jarðgólfi hússíns var ekki hreyft. Stóð húsið eftir þetta fullu feti lægra en jarðflöturinn úti fyrir. Af þessu leiddi, að í leysingum á vorin flóði jarðflöt- urinn inni í húsinn í vatni, og til þess að fyrirbyggja að svo yrði framvegis, var leðjan nú flutt í húsið og jarð- flöturinn gerður jafn inni fyrir og hann var úti. Leðjan harðnar vel og gerir hið ákjósanlegasta jarðgólf. — Pá dylgir »KoIur« um það, að Ragnar muni ekki borga fyrir Ieðjuna. Rví ætti hann að gera það? Bærinn á lóðína, sem húsið stendur á, og innan skamms verður R. að flytja það í burtu, því að bærinn hefir sjálfur áformað að nota lóðina; var því eigi nenia eðli- legt, þó að hann léti aka leðjunni að kolahúsinu til umbóta á eigin eign sinni. Leðjan upp úr kvínni verður yfirfljótanleg td uppfyllingarinnar fyrir því, — og það þótt »Kolur« væri kaffærður nokkrum sinnum í henni — eins og hann verðskuldar fyrir róg- burð sinn og getsakir, — og eiíthvað kynni að loða við liann af leðjunni á eftir. 03 Bréf til Erlings Friðjónssonar. Eg hefi nú meðtekið bréf frá þér í 20. tbl. Verkamannsins og langar mig að svara því með nokkrum orðum. Pú virðist nú vera hlaup'nn frá að- aldeiluatriði okkar, n. I. Iýsisframleiðslu verksmiðjunnar í Krossanesi 1923. Þegar eg hafði sannað, með skýrslum Hagstofunnar, að þú taldir lýsisfram- leiðslu verksmiðjunnar rúma átta hundruð þúsundum kg. meiri en ailur útflutningur síldarlýsis nam árið 1923, þá fókst þú til þeirra ráða, að gefa í skyn, að útflutningsskýrslur frá verk- smiðjunni geti verið vafasamar. En þegar eg benti þér svo á, að tala sem minst um það atriði sjálfs þín vegna, þá hefir þú áttað þig á því, að þú varst kominn í ógöngur, því þú minn- ist nú varla á lýsisframleiðsluna, sem hefir þó verið aðaldeiluefni okkar og það sem mest munaði um. Eg verð því að álíta, að þú sért nú loksins kominn á mína skoðun um, að lýsið hafi verið aðeins rúm 10 þús. föt. Eu af því þú unir því illa, að hafa orðið að láta undan hvað lýsið snertir, þá hyggst þú að ná þér niðri með því, að sýna fram á ýmsar mótsagnir i greinum mínum til þess að minna verði tekið eftir því, að rök þíu eru þrotin og það að vonum, því að það mun vera erfitt að sækja rangt mál. f*ú vilt ekki kannast við, að þú hafir vanreiknað síldina um 80 þús. kr. Eins og þú manst, reiknaðir þú málið á 10 kr., en meðalverðið var nálægt 11 kr., það er nú galdurinn. Eg vil í þessu sambandi vara þig við, að tala mikið um 170 lítra mæliker. Ef þú ætlar að nota samanburð á síldarmæl- ingu í Krossanesi og annarstaðar þin- um málstað í hag, verður þú fyrst að sanna það, að Krossanesverksmiðjan hafi fengið meiri síld í hverju mæli- keri en aðrar verksmiðjur. Annars vil eg ráðleggja þér að lesa umsögn hr. Guðmundar Péturssonar um þetta mál í 19. bl. ísafoldar þ. á. Eg ætla nú sem minst að tala um reikningsfærslu þína, en af því þú tal- ar sérstaklega um umbúðir lýsis og mjöls í bréfi þínu, þá vil eg þó geta þes«, að þú vanreiknaðir hveit fat um 2—3 kr. upphaflega n. I. á 6 kr. í stað 8 — 9. Pokana reiknaðir þú fyrsl á kr. 0,50; nú telur þú, að það hafi kostað kr. 1,33 stykkið. Gæti nú ekki skeð, að þú hittir á rétta verðið í næsta bréfi? Þú spyr, hversvegna skattanefndinni hafi ekki dottið það snjallræði í hug í fyrra, að áætla tekjur verksmiðjuntiar nógu hátt. Eg hefi áður sagt þér, að þ á var áætlun skattanefndar talin m j ö g há, enda hækkaði hún um 82 þús. kr. frá áætlun næsta árs á undan. Pá sagðir þú ekkert. Hefir líklega ekkert haft við gerðir skattaneíndar að athuga, fyr en þér datt í hug, að láta ríkið taka verksmiðjuna og ieka hana. Að gefnu tilefni í bréfi þínu, vil eg láta þig vita, að þú hef r engan rétt til að slá því fram, að eg hafi verið að be jast fyrir hagsmunum verksmiðj- unnar; þú hefir áður gefið hið sama i skyii£ Pessu mótmælti eg harðlega. E;ns og hver meðalgreindur maður hefir getað skilið, þá hefi eg verið að vei jast árás þinni á hendur skattanefnd- ariunar, og eg vona, að dómur almenn- ings falli þannig, að mér hafi tékizt vörnin sæmilega. Prátt fyrir árás þína, hefði eg þó leitt málið hjá mér, ef þú i upphafi hefðir ekki drepið ná- lega 11 þús. kr. af skattinum. Pú mátt því sjálfum þér um kenna, þó að þú verðir hart úti. Nú elur þú á þeirri óheiðarlegu aðdróttun, að eg sé að berjast fyrir hagsmunum verksmiðj- unnar, þó að þú vitir vel, að skattur- inn var ákveðinn og greiddur áður en þú byrjaðir árás þína, svo verksmiðjan gat hvorki grætt né tapað á deilum okkar. Að öðru leyti finst mér ekki bréf þitt svaravert. Eg vil lofa þér að liafa síðasta orðið, ef þú byrjar ekki á ein- hverju nýju, sem eg tei nauðsyn á að mótmæla. Benedikt Guðjónsson. I. 6,14 1. 6,06 II. 5,92 11. 5,88 II. 5,77 11. 5,71 1 II. 5,68 II. 5,67 11. 5,67 II. 5,67 11. 5,67 .) 11. 5,39 .) 11. 5,11 11. 4,99 11. 4,61 III. 4,31 og 3 tóku co 22. Böðvar Guðjónsson (ísaf.) 23. Jón A. Sigurgeirsson (Ak.) 24. Sólveig Kristjánsd. (S.-Ping) 25. Ingibjörg Guðniundsd. (Ak.) 26. Kristín Bjarnad. (Ak.) 27. Sigurður E. Ólason (Snæf) 28 Sigurður Benediktss. (Skagaf.) 29. Bened. Pórarinss. (N.-Múl.) 30. Eiður Kvaran (S.-Múl.) 31. Gústaf A. Ágústsson (Eyjaf.) 32. Jón Guðmannsson (Húnav.) 33. Gunnl. Halldórss. (Vestm.eyj.) 11. 34. Kristj. P. Sigurðss. (N.-Ping.) 11. 35. Sigríður Stefánsd. (Ak.) 36. Kristín Vernharðsd. (ísaf.) 37. Eðvarð Sigurgeirss. (Ak.) 1 nemandi stóðst eigi prófið og 3 tóku það eigi sakir heilsubrests. Til þess að standast próf þarf 3,75. Sljórnskipaðir prófdómendur voru þeir: Bjarni Jónsson, bankastjóri, Böðvar Bjark- an, lögmaður, og Jónas Rafnar, læknir. Akureyrar-Bió sýnir á laugardagskvöldið og síðdegis á sunnudaginn hina stórkost- lega fögru kvikmynd Oliver Tvist. Aðal- hlutverkið leikur, eins og áður hefir verið sagt frá, undradrengurinn Jackie Coogan. Þetta er vafalaust bezta myndin hans og ekki einungis það, heldur er hún talin með beztu myndum, sem búnar hafa verið til. Hún er, eins og kunnugt er, leikin eftir hinni heimsfrægu skáldsögu enska skálds- ins Charles Dickens, sem næstum hvert mannsbarn kannast við. Dickens, framar öllum öðrum, tilbað og vakti hið fagra í lífinu með skáldsögum sínum, sérstaklega Oliver Twist, sem er sannkallaður gim- steinn heimsbókmentanna. í henni kemur fram öll hin volduga ást skáldsins á hinu góða í lífinu. Þessi mynd verðskuldar það, að allir sjái hana, því að hún er sannkatlað meistaraverk. — Myndin „Eld- ur um borð“, sem sýnd verður á sunnu- dagskvöldið og miðvikudagskvöldið næstk., er einnig tilkomumikil mynd og sérlega vel leikin. — Kvöldsýningar byrja hér eftir kl. 9, i stað 8 og hálf. Hjúskapur. A laugardagskvöldið voru gefin saman í hjónaband hér í bænum ekkjufrú Gunnlaug Kristjánsdóttir og Jó- hannes Jónasson verzlunarmaður. „Goðafoss“ kom að sunnan í gærmorg- un. Hingað komu m. a. Arni Pálsson verkfræðingur, Ólafur Th. Sveinsson vél- fræðingur, Stefán Stefánsson cand. jur. frá Fagraskógi, Lúðvig Möller kaupm., frú Margrét Jónsdóttir frá Hjalteyri og Jón sonur hennar, frú Inga Snorrason, frú Steinunn Sigurðsson, Kristinn Stefánsson cand. pliil., Hinrik Thorarensen lækuir og Kristján Gíslason kaupmaður á Sauðár- krók. Héðan tóku sér far til útlanda Axel Kristjánsson verzlunarstjóri og A. Gook trúboði. Margt af skólapiltum fór austur með skipinu. Fór það héðan í morgun. Séra Magnús Helgason, forstöðumaður Kennaraskólans, er væntanlegur hingað um miðjan mánuðinn. Er 'hann fenginn hing- að norður af Sambandi norðlenzkra kvenna til þess að halda erindi um upp- eldismál. Flónel frá kr. 1,53 m. Léreft hv. — — 1,00 — T vistdúkar einb. 1,20 — Khakitau kr. 2,00 — í Brauns Verzlun. Cr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn Gagnfræðapróf vorið 1925. Einkunnir 1. Ólafur Hansson (Borgf.) I. 7,02 2. Þórður Þorbj.sou (Barðastr.) 1. 6,91 3. Jón Lundi Baldurss. (S.-Þing.) 1. 6,78 4. Ástvaldur Eydal (Skagaf.) 1. 6,75 5. Karl Benediktsson (Húnav.) I. 6,74 6. Hafliði Helgason (Sigluf.) I. 6,72 7. Svafa Skaftad. (S.-Þing.) 1. 6,57 8. Guðríður Aðalsteinsd. (Ak.) I. 6,54 9. Jóliann G. Möller (Skagaf.) 1. 6,49 10. Sigurður L. Pálsson (ísaf) 1. 6,48 11. Ágúst Sigurðsson (Borgarf.) I. 6,46 12. Hólmgeir Pálmason (Eyf.) I. 6,44 13. Erlendur Þorsteinss. (S.-Múl.) 1. 6,40 14. Unnur Bjarnad. (Ak.) 1. 6,40 15. Gísli Gislason (S.-Þing) L 6,37 16. Pétur Þ. Einarss. (Húnav.) 1. 6,30 17. Sigríður Oddsd. (Barðastr.) 1. 6,28 18. Baldur Öxdal (N.-Þing.) 1. 6,27 19. Kristján Þorvarðars. (V.-Skaft.) 1. 6,20 20. Eðvarð Árnason (Ak.) 1. 6,19 21. Hafliði Halldórss. (Sigluf.) 1- 6,16 í röku og köldu loftslagi en »Kronos« Titanhvíta Er drýgri og ódýrari í notkun en önnur málning. Notið hana þunna. Umboðsmenn: Árni Jónsson, Reykjavík (Suður- og Vesturland). Bræðurnir Espholin, Akureyri (Norður- og Austurland). Komu- og fardaga-áætlun pósta til og frá Akureyri er nauð- synleg fyrir alla í nágrenninu, sem vilja fylgjast með samgöngum við Akureyri. Fæst á Pósthúsinu. íslenzkt skákblað gefið út af Skáksambandi íslands. Áskrifendaverð kr. 5,00 (4 hefti). í lausasölu kr. 1,50 heftið hjá bóksölunt. Aðalútsala í Sportvöruverzlunlnni Norðurland, Akureyri. Sjötugs afmœli átti Helgi Guðmunds- son læknir á Siglufirði 27. þ. m. Sýndu Siglfirðingar honum ýmiskonar virðingar- vott þann dag. Færðu honum m. a. 1000 króna gjöf, ér stofna skyldi af minningar- sjóð, er beri nafn hans. — Helgi læknir þjónaði Siglufjarðarlæknishéraði um mörg ár og hefir jafnan verið einkar vinsæll af SiglSirðinguni, enda mætur rnaður. Kennarafundur verður haldinn hér í barnaskólahúsinu og hefst á laugardagitm kemur kl. 1. Fundinn sækja alþýðukenn- arar frá Siglufirði, Húsavík og svo úr ná- lægutn sveitum og þorpuni. Foreldrafund hafa kennarar barnaskól- ans ákveðið að hafa hér í Samkomuhús- inu á sunnudaginn kemur kl. 4. Er þang- að boðið fyrst og fremst foreldrum barna í bænum, en aðgangur heimilaður öllum fulltíða borgurum. Fundarefnið er upp- eldismál. Góð íbúð til leigu. Upplýsingar bjá Sveinf Slgurjónssyni. Rúmstæði Og fjaðramadressur fást hjá Eggert Einarssyni. Nokkrir pokar af jeli á 35 kr. poki fást hjá Eiríki Kristjánssyni. Gúmmíbússur og Gúmmístígvél fást — af mjög góðri tegund og með sanngjörnu verði — hjá Sveini Sigurjónssyni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.