Íslendingur


Íslendingur - 12.06.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 12.06.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINQUR Með síðustu skipum höfum við fengið: Hveiti Rúgmjöl Haframjöl Baunir Hrísgrjón Sagogrjón Kaffi Sykur Export Súkkulaði Mjólk Flesk Fiskilínur Línutaumar önglar Mustads e. e. I. Fiskburstar Fiskilínur í dósum. Pakjárn Galv. endurminning vitfirrings, sem setið hefir á vitlausrahæli árum saman«. Nokkrar perlur. »Bréf til Láru«, sem kallað hefir verið meistaraverk Þórbergs, hefir margar bókmentaperiur inni að halda, eru hér nokkur sýnishorn: »Eg er gagnsýrður af heilögum innbiæstri, eins og blóðmörskeppur í blásteinslegi«. »Eg er uppspretta allrar sæiu, veg- urinn sannleikurinn og lífið«., »KIerkar eru leiguliðar auðvalds- ins undir yfirskyni falskra trúar- bragða«. »Passíusálmarnir hjara aðeins á trúarhræsni og bókmentalýgi« . . .. »Ef andinn blési mér í brjóst að yrkja sálma á borð við Passíusálma Hallgríms, mundu allir ritskýrendur kalla mig leirskáld«. »Allir auðmenn eru ræningjar«. »Á setum sínum kemst maður í andlegt samfélag við náttúruna«. »Bændurnir eru orðnir lúsunum svo vanir, að þá er hætt að klæja.« Slíkum perlum og hér hafa verið tilfærðar mætti safna í hundraðatali úr þessari einu bók Pórbergs. En spegilmyndin af manninum er nægi- lega greinileg af þessum fáu sýn- ishornum. Marðareðlið. Ritstj. Vm. getur þess, að þing- maður bæjarins hafi verið hér í bæn- um undanfarna daga, — og að mælt sé, »að fámenn klíka úr »Verðandá« hafi setið að drykkju með honum um helgina, og þar liafi verið lögð ráðin á um, hvað kjósendum skyldi sagt á væntanlegu' Ieiðarþingi«. Marðareðlið lýsir sér hér í hverju orði ritstjórans. — »Verðandi« hafði boðið þingmanninum á fund álaug- ardagskvöldið og voru þar saman- komnir um 100 manns, þar á meðal nokkrir utanfélagsinenn, er boðnir höfðu verið. Sagði þingmaðurinn þar fréttir af þinginu og svaraði nokkrum fyrirspurnum. Að því búnu fór kaffidrykkja fram. Annað gerð- ist ekki á þessum fundi. En rit- stjórinn reynir að læða því inn í menn, að þar hafi fram farið drykkja, en með drykkju er í daglegu tali aldrei átt við kaffidrykkju, heldur neyzlu áfengra drykkja, og ráð lögð á, hvað segja skyldi kjósendum, en í þeim orðum liggur, livað ljúga skyldi að kjósendum, því að ef segja ætti hreinar og beinar þing- fréttir, eins og venja er á leiðar- þingum, þarf engar bollaleggingar eða ráðabrugg um það, hvað segja skal. — Dylgjur ritstjórans eru af hinni lúalegustu rógburðartegund, og blaðamenska af því taginu hlýt- ur að vekja andstygð hvarvetna, ekki sízt meðal þeirra manna, sem talið hafa Verkamanninn flokksblað sitt og enn þá hafa óskemda vel- sæmistilfinningu. C.C Símskeyti. (Frá Fréttastoíu fslands.) Rvík 11. júni. Utlend: Frá Berlín er símað, að orðsend- ing frá Bretum og Frökkum hafi verið birt þýzku stjórninni og sé þar krafist fækkunar öryggislögregl- unnar, að gamla herforingjaráðið sé uppleyst og niðurrifning vopna- verksmiðja. Uppfylli Pjóðverjar kröf- urnar, bjóðast bandamenn að fara burt með setulið sitt úr Köln. Frá New York er símað, að af- skapleg hitabylgja gangi þar yfir. 350 manns dánir og fjöldi á sjúkra- húsum. Frá Osló er símað, að leiðangur sé Iagður af stað að leita Amundsen. Grettir Algarsson hættur við pól- flugið. Frá Kaupmannahöfn. Atvinnu- deilunum lokið. Vinna hafin að nýju. Frá París. Flammarion, skáldið og stjörnufræðingurinn, látinn. Frá Kario er símað, að 8 menn, er ákærðir voru um morðið á Stack yfirhershöfðingja í fyrra sumar, hafi verið fundnir sekir og dæmdir til dauða. Frá Brussel er símað, að jafnað- armenn og kaþólski flokkurinn hafi myndað stjórn í Belgíu. Frá Stavanger. Mikil hátíðahöld síðastl. sunnudag í tilefni af 800 ára afmæli borgarinnar og endur- reisn biskupsstólsins. Frá Lundúnum er símað: Stór- veldin hafa sent herskip til Kína sainkvæmt óskum sendiherra sinna, er segja Kínverja láta ófriðlega í garð útlendinga. Jafnvel búist við engu minni óeirðum en Boxara- uppreistinni frægu. Afvopnunarfundurinn í Genf hefir samþykt, að hanna notkun eiturgas- tegunda í styrjöldum. Innlend. Tekju- og eignaskattur í Hafnar- firði er í ár kr. 223,628,34, en var í fyrra rúm 9 þús. krónur. Hæstur Geir H. Zoéga, fyrir enska togara, kr. 99,848,00. Mál Sambands ísl. samvinnufélaga gegn Birni Kristjánssyni út af ritum hans »Verzlunarólagið« og »Svar til Tímarits samvinnufélaganna« verð- ur dæmt í hæstarétti á laugardag- inn. Fyrir undirrétti var Björn sýkn- aður af öllum aðalatriðum kærunn- ar. Satnbandið áfrýjaði. Aðalfundi Sambandsins lauk í gær. Ingólfur Bjarnarson alþm. í Fjósatungu kosinn formaður. Sam- þykt að halda útgáfu samvinnublað- anna áfram. Jón Porláksson fjármálaráðherra hefir haldið þrjá landsmálafundi á Austfjörðum, á Eskifirði, Egilsstöð- um og Seyðisfirði, flutti hann fjár- málaerindi og tók einnig þátt í um- ræðum. Var alstaðar vel tekið. Heldur fund að Breiðumýri í Suður- Pingeyjarsýslu á laugardaginn. Útflutningur íslenzkra afurða í maí talinn kr. 3,730,522,00. Alls frá ára- mótum kr. 22,080,340,00. Vegamá! bæjarins. Eg vil með línum þessum minnait fáeinum orðum á vegamál þessa bæjar, þó það liggi ef til vill nær veganefnd- inni að gera það. Ef mál þetta er athugað vandlega virðist manni það kotnið í það öngþveiti að full þörf sé á, að gerðar verði rótiækar breyting- ar til bóta. Allir vegir, sem bærinn þarf að við halda, eru sem næst22'/:i kílóm. Gef- ur að skilja, að til þess að vegir þessir séu í góðu lagi, þarf geisimikið fé til þeirra í árlegt viðhald. Nú mun flestum Ijóst, úr hvaða efni vegir bæjarins eru gerðir. Undirlagið leirmold, en ofaníburðurinn malarkend móhella hjerna úr-»Brekkunnu. En eðli beggja þessara efna er, að þau drekka fljótt í sig vatn og sleppa því fljótt aftur, en samloðun í efnunum sjálfum vanlar með öilu. Eðlileg af- leiðing þess er auðvitað sú, að regnið leysir tnóhelluna upp, og gerir hana að þessari alkunnu forarleðju, sem við Akureyríngar fáum svo að bera á fót- unum inn í húsin okkar. Eða þá þegar þurkar gauga, rýkur móhellan sem mjöll og fær maður þá óspart að taka hana í nefið, með öll- um þeim óþokka, er henni fylgir í því ásigkomulagi. Ýmsar bollaleggingar hefi eg heyit í þá átt, hvernig bezt mundi vera að losna við rykið, eins og t. d. þá, að lá áhald, sem sogar rykið af götunum. Að vísu er til þessháttar áhöld, sem farið er með yfir steinlagðar götur f:l þess að taka steindustið, sem smánt- saman vinst úr síeinunum og er það hverfandi lítið, sem þannig safnast fyrir viku og mánaðarlega í vel stein- og malbikuðum vegum. Aftur á móti munu ekki þekkjast svo stórar ryksug- ur, að þær gætu lekið á móli öllu því móhelludusti, sem daglega molnar hjerna upp úr Akureyrargötum; cnda þólt þær væru til og þeim beilt, mundi fljólt ekki verða annað eftir af götun- utn en staksteinar. Að losna við rykið á þann hátt að bleyta göturnar, þegar þurkar ganga, mundi lílið þýða, því vatnið tnundi þorna svo fljótt og leysa jafnframt móhelluna upp úr götunum, svo það mundi gera vont verra. Sú leið, sem taka þarf í þessu vega- máli, er auðvitað sú, að »púkka« og malbika allar fjölförnustu göturnar, alt atinað er kák. Pess leið yrði vafalaust dýr og hvað kosta mundi á hvern fermeter er mér ekki vel Ijóst, en mun reyna að fá ábyggi- legar upplýsingar um það, og geta þess þá hér í blaðinu. Verði þessi leið tekin, yrði Hafnarstræti sjálfsagt fyrst tekið fyrir, en það er að lengd 1420 m. Pá Strandgatan, en hún er 884 metrar. Annars mætti mikið minka forina með því, að gera vegina betur upp og sérstaklega dýpka ræsin meðfram þeitn, og setja fleiri rennur en nú eru. Kemur forin víða í bænum mikið til af ónógri framfærslu frá vegunum og mætti úr því bæta að miklum mun frá því, sem gert hefir verið undanfar- in ár. Vegamál bæjarins er stórmál, þar sem ekki stærri bær en Akureyrarbær er, þarf að halda við vegum, sem eru að lengd yfir 22 kílómetrar. Ber eg það traust til bæjarstjórnarinnar og bæjarsfjóra að taka föstum tökum á Heyrðu kunr.ingi! > Ferðanestií fjölbreytt og gott, er bezt að kaupa i Söluturninum. * þessu máli. Snúa sér aðallega að var- anlegu umbótunum, sem er malbik- unin, en losi bæjarsjóð hinsvegar við að fleygja fé sínu í jafn fánýtt verk og það, að auka forina og rykið í bæn- um með þvi að dreifa um hana mó- hellunni hjerna úr »Brekkunni.« Borgari. co Leikfélagið. »Leikfélag Akureyrar« hélt aðalfund s:nn 2. þ. m. Var það sá fjölmenn- asti og fjörugasti aðalfundur, sem hald- inn hefir verið í félaginu. Enda hef r það staríað með laugmesta móti í vet- ur, Reikningarnir sýndu, að hagur fé- lagsins er þröngur, og að það berst í bökkurn. Sótti stjórnin um styrk til síðasta þings, en fór svo, að styrkveit- ingin gekk greiðlega í gegn í efri deild, en var feld með aðeins eins at- kvæðis mun í neðri deild. í stjórn félagsins til næsta árs voru kosnir: Hallgrímur Valdemarsson, Freymóður Jóhannsson og frú Póra Hsvsteen, í stað Haraldar Björnssonar, sem innan skamms er á förum af landi burt. Ætlar hann til náms og starfs um 2 ára skeið við kottunglega leik- htísið í Kaupmannahöfn. Er þetta merkilegur og gleðilegur viðburður í sögu íslenzkrar leiklistar, þvt Haraldur mun þá verða fyrsti íslendingurinn, sem áræðir svo stórt spor á þessari braut listariunar. En Leikfélagið hér missir aíarmikið, þar sem Haraldur fer, því að síðustu árin hefir hann verið aðal máltarstoðin, sem starfsemi félagsins hefir bygst á. Htfir hann á allan hátt unnið leiklistinni hér í bænum mikið gagn, og verðskuldar því einlæga þökk bæjarbúa. Vonandi, okkar vegna, tekur útlend leiklist eða kvikmyndirnar hann ekki svo föstum tökum, að árin verði altof mörg, þangað til hann kemur aftur á íslenzkt leiksvið og getur í framtíðinni hafið hátt nierki góðrar íslenzkrar leiklistar, eins og hann undanfarið, hér á Akureyri, hefir sýnt að hann er fær um. X. Nesti til Hleiðargarðsfararinnar er bezt að kaupa í Verz/. Geysir. 6 faldur bómullartvinni, »Sterling«- tegundin alkunna, 200 yards rúllan. — verður framvegis seldur á 35 aura rúllan, áður 65 aura. Býður nokkur betur? Verzlun Eiríks Kristjánssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.