Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.06.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. ureyri, 19. júní 1925 27. tðlubl. t Magnús SigurQsson á 6rund andaðist úr slagi á heimili sínu í gærmorgun. Hafði hann verið heilsuhraustur undanfarið og kom því hið sviplega fráfall hans sem þruma úr heiðskíru lofti. Magnús var fæddur 3. júlí 1847 og skorti því aðeins tvær vikur á að vera 78 ára, er hann lézt. Mestan hluta æfinnar bjó hann á Grund og rak þar jafn- framt verzlun um langt skeið. Atorka og dugnaður Magnúsar er landskunnur og höfðingslund- in á hvers manns vörum. Hann var sómi héraðs síns og í hví- vetna hinn mætasti maður. Æfiatriði hins látna merkis- manns mun ísl. flytja síðar. <§>© Leiðarþing. Síðastl. mánudagskvöld heilsaði þingmaður kaupstaðarins, Björn Lín- dal, upp á kjósendur sína með leið- arþingi, er haldið var í Samkomu- húsi bæjarins. Hafði þingmaðurinn góðan gest með sér að þessu sinni, fjármálaráðherra Jón Porláksson. — Leiðarþingið hófst kl. 8V2 og stóð til kl. 4 um morguninn. Þingmaðurinn gat þess í upphafi, að fjármálaráðherra og hann ætluðu að skifta með sér að segja frá gerð- um síðasta þings; tæki fjármálaráð- herrann að sér fjármálin og skatta- málin, en hann önnur þau mál, er nokkru skiftu. Stakk þingmaðurinn því næst upp á Steingr. Jónssyni bæjarfógeta sem fundarstjóra og var hann samþyktur. — Skrifarar voru engir tilnefndir, þar sem ekki var búist við, að neinar tillögur eða ályktanir mundu koma fram. f langri og ítarlegri ræðu sagði þingmaðurinn því næst frá gangi málanna á þingi og vinnubrögðum. Vítti hann mjög hið stjórnlausa mál- æði sumra þingrnanna, semkostaði ríkið offjár, en bakaði meiri hluta þingmanna leiðinda. Hefði þannig 12 dögum verið eytt í umræður um 4 mál, er yfirfljótanlegt hefði verið að ræða á 4 dögum. Hann kvaðst hér ekki vilja kveða upp neinn dóm um, hverjir hér ættu aðalsökina, en þingtíðindin bað hann menn að at- huga, og athuga þá ekki aðeins ræðufjölda þingmanna, heldur einnig lengd ræðanna og innihald, og að þeirri rannsókn lokinni kveða upp dóminn. Eftir því sem síðustu kosningar hefðu farið, hefði engum átt að koma það á óvart, þó einkasölu- málin væru tekin til meðferðar á þinginu og að úrslitin yrðu þau, sem raun varð -á. Hin frjálsa verzl- unarstefna hefði orðið ofan á við kosningarnar og það hefðu bein- Iínis verið svik við kjósendurna, að ganga í berhögg við hana. Við næstu áramót hyrfu bæði tóbaks- einkasalan og steinolíueinkasalan úr sögunni, að minsta kosti í bráðina, og kvað þm., að það yrði sér og öðrutn fylgjendum frjálsrar verzlun- ar mikil vonbrigði, ef verzlunin batnaði ekki við skiftin. Hinn hækk- aði tollur á tóbaksvörunum mundi bæta ríkissjóði tekjumissinn af einka- sölunni, og jafnvel þótt hann gerði það ekki að fullu ¦— sem þó eng- in ástæða væri til að ímynda sér — kvaðst þm. ekki sjá eftir henni, því að þetta væri ekki fjárhagsmál fyrir sér, heldur »princip«-mál. Pá gat þm. þess, að ýmsir teldu það ósam- ræmi á þingsályktuninni um afnám steinolíueinkasölunnar, að skora á stjórnina að afnema hana, en jafn- framt leggja til, að ríkið haldi áfram steinolíuverzlun fyrst um sinn í frjálsri samkepni við aðra. En þeita væri i rauninni á annan veg; hér væri aðeins um trygging og var- færni að ræða. Það væri ekki að búast við því, að menn í skjóíri svipan gætu náð sér í sambönd er- lendis, eftir að hafa verið sviftir þeim, með einkasölunni, nú í fleiri ár, og eins væri það óvíst, að kaup- menn eða aðrir vildu leggja fram stórfé í steinolíuverzlun, þegar sú hætta væri yfirvofandi, að vikið yrði aftur inn á einkasölubrautina, ef illa tækist við næstu kosningar. — Af þessum ástæðum væri þingsályktun- in þannig orðuð; trygging sjávarút- vegsins væri fyrir öllu öðru. Þá drap þingmaðurinn á ýms mál, er þingið afgreiddi sem lög, en frá innihaldi þeirra hefir áður verið sagt hér í blaðinu. Af þeim málum kvað þm. mestu varðandi fyrir landbún- aðinn lögin um Rœktunarsjóð Is- latids, er trygðu landbúnaðinum hag- stæð lán með góðum kjörum, og svo lögin um lánveitingar úr bjarg- ráðasjóði, en af nýsamþyktum lög- um, er miðuðu til hagsbóta fyrir sjávarútveginn, væru þessi helzt: Lögin um, að Landhelgissjóður fs- lands skuli taka til starfa, með þeim hætti, að strandvarnaskip verði bygt á næsta ári, lög um skráning skipa, er girða eiga fyrir, að »leppmenska« geti þrifist í landinu, lög um afla- skýrslur og lög um fiskifulltrúa í Miðjarðarhafslöndunutn. — Öll hafi þessi mál verið borin fram af^stjórn- inni og samþykt breytingalaust eða breytingalítið. Þingmaðurinn benti á eitt í sam- bandi við Ræktunarsjóðinn, sem farið hefir að líkindum fram hjá mörgum, og það er, að sjávarút- vegurinn kemur aðallega til að halda honum uppi fyrst um sinn. Verða aðaltekjur hans af hinu hækk- aða útflutningsgjaldi, og þegar þess er gætt, að útfluttar sjávarafurðir i Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum, að eiginmaður minn, Magnús kaupmaður Sigurðsson, andaðist í morgun. Grund, 18. júní 1925. Margrét Sigurðardóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur sanuíð og hluttekningu við andlát og jarðarför Stefáns Stefánssonar í Fagraskógi. Kona og börn hins látna. námu árið sem leið 67 milj. krón- um, en landbúnaðarafurðir einum 13 milj. kr., verður auðséð, hvaðan gjaldið kemur aðallega. Kvað þm. að svo hefði til reiknast, að t. d. ein sýsla — Vestmannaeyjar — sem líklega hefði engin not af Ræktun- arsjóðnum, væri með þessum hætti skattskyld um 40 þús. kr. á ári með hinu aukna útflutningsgjaldi. Slíkt væri framlag sjávarútvegsins til land- búnaðarins, en gert með góðum hug og möglunarlaust. Varalögreglufrv. mintist þm. stutt- lega á, og taldi andstöðuna gegn því standa hneyksli næst. Því hefði verið haldið fram, að stjórnin væii hér að koma sér upp lífverði, og að nota ætti svo þennan »st/ómar- her«. til þess að berja á aiþýðunni o. s. frv. á'íka viturlegt, þar sem eini tilgangurinn með frv. hefði vit- anlega verið sá, að auka að nokkru lögregluna í kaupstöðum landsins, en til þess væri knýjandi þörf, að áliti þeirra manna, sem það verk hafa með höndum, að halda uppi landslögunum. Þá mintist þm. á vantraustsyfir- lýsingu Jóns Baldvinssonar. Kvað það mundi einsdæmi í þingsögu nokkurs lands, að einn þingmaður, sem engan flokk hefði að baki sér í þinginu, bæri fram vantraustsyfir- lýáingu á stjórnina. Og hér hefði aðeins verið að leika með þingtím- ann, því að vissa hefði verið fyrir því, að vantraustið næði ekki fram ganga, og ekkert hefði það komið fram í umræðunum, sem ekki hefði verið búið að finna stjórninni til foráttu oft og mörgum sinnum af þessum hinum sömu mönnum, sem veitfust þarna að henni, — því að Jón hefði stutt öll Framsókn, — þrátt fyrir það, að Tr. Þórhallsson hefði lýst því yfir í umræðubyrjun, að Framsóknarflokkurinn hefði hætt við að bera fram vantraust, af því að hann hefði sannfærst um, að það væri þýðingarlaust. Tveim dög- um þannig eytt í umræður, sem enga þýðingu gátu haft. En þrátt fyrir alt og alt var þing- maðurinn þeírrar skoðunar, að þing- ið hefði afkastað miklu verki og gagnlegu, — og að andstaðan gegn stjórninni hefði orðið íhaldsflokkn- um til góðs; hún hefði þjappað honum svo saman, að nú væri hann orðinn heilsteyptur, þar sem hann í byrjun hafi verið næsta sundur- leitur. Nú stæðu þar allir sem einn maður um áhugamál flokksins og stefnu. , Fjármálaráðherra Jón Þorláksson flutti því næst ágæta ræðu um fjár- hags- og skattamálin aðallega. Benti hann á, áð frá því við fengum sjálf- forræði 1874 og fram til ársloka 1916 hafi fjárhagurinn verið í hinu bezta lagi, en úr því öllu slegið um þverbak; fjárhagnum hnignað ár frá ári fram að árinu 1924, að einu ári undanskildu. í árslok 1923 hefðu skuldir ríkissjóðs verið komnar upp í 22 miljónir króna, eftir þáverandi gengi, og hefðu þar af milli 4 og 5 miljónir verið lausaskuldir. Það hefði því naumast verið hægt að hugsa sér fjárhaginn öllu verri. Hér hefði því orðið að grípa alvar- lega í taumana, og taka upp þá fjárhagsstefnu, er miðaði til viðreisn- ar. Hafi íhaldsstjórnin, sem þá komst til valda, sett sér þetta sem mark og mið og stefnan verið sú, að afla ríkissjóðnum aukinna tekna og varast öll útgjöld önnur en þau nauðsynlegustu. Þessari stefnu hafi þingið 1924 fylgt dyggilega og kvaðst ráðherrann þar ekki gera upp á milli íhaldsflokksins og Fram- sóknar; markmið beggja hafi þá verið hið sama: að rétta við fjár- haginn. En á síðasta þingi hafi Framsóknarflokkurinn, því miður, gengið aðra leið. Fjárhagsstefna í- haldsins hefði þegar borið þann árangur, að rúmlega V8 af lausa- skuldum væri þegar greiddur, og að ríkið hafi vel staðið í skilum með vexti og afborganir af öðrum skuldum. Væri hægt að halda þess- ari sömu fjármálastefnu áfram næstu árin, ættu lausaskuldirnar að hafa horfið úr sögunni eftir tvö eða þrjú ár, og að eftir 10 ár yrði allar skuldir ríkissjóðs komnar niður í 10 milj. kr. og að vextir og afborganir yrðu þá ekki yfir milj. kr. árlega, þar sem síi upphæðin næmi 2 miljónir kr. nú. Þá gaf ráðherra þá yfirlýsingu, að þrátt íyrir það, að síðasta þing hefði breytt fjárlögunum allmikið, svo að gjaldaliðirnir væru nokkuð á aðra miljón kr. hærri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar, byggist hann við, að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.