Íslendingur


Íslendingur - 26.06.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.06.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 26. júní 1925 28. tölubl. Seðlaútgáfan. Þegar íslandsbanki var stofnsett- ur, skömmu eftir aldamótin, var honum veittur einkaréttur til seðla- útgáfu hér á landi í 30 ár, að öðru en því að Landsbankinn fékk. að halda útgáfu þeirra 750 þús. kr. er hann hafði íeyfi fyrir áður. Samkv. þessu átti leyfistími íslands- bánka að standa til ársloka 1933 — einkarétturinn að haldast óskertur þangað til. En á þinginu 1921 verður breyting á þessu. Hafði bankinn þá fallist á að gefa eftir af einkarétti sínum, er þess var krafist, sem skilyrði fyrir hjálp frá ríkinu. Með lögum nr. 6, 31. maí 1921 er svo ákveðið að bankinn skuli draga inn árlega 1 miljón kr. af seðlum sínum, þangað til seðlavelta hans sé komin niður í 2'/2 miljón kr. en þaðan af svo, að sem næst jafn há upphæð sé tekin úr veltu árlega til loka leyfistímans. Seðlavelta íslands- banka var um átta milj. kr. haustið 1922 og á eftir þessu að vera kom- in niður í 3 milj. kr. 1927 og minka svo um V2 milj. árlega Seðlaútgáfa sú, sem þannig losnaði skyldi hverfa til ríkissjóðs, og átti fyrir 1. júní 1922 að ákveða með Iögum hversu seðlaútgáfunni skyldi komið fyrir framvegis. En svo hefír ekki orðið enn. Með Iögum hefir fresturinn síðan verið framlengdur frá ári til árs, þrátt fyrir það, að á tveim síð- ustu þingum hefir verjð lögð áhersla á, að ekki mætti draga lengur, að gera endanlega skipun á seðlaút- gáfunni. Á þingi 1924 voru borin fram tvö frumvörp, er Iutu að seðlaút- gáfunni. Var Björn Kristjánsson fyrv. fjármálaráðh. flutningsmaður að öðru þeirra, og var aðalefni þess að setja á fót sérstaka stofnun, er annaðist seðlaútgáfuna og hefði alla stjórnina á seðlunum og trygging- um þeirra, skyldi hún heita: Seðla- útgáfa ríkisins. Seðlana skyldi svo seðlaútgáfan lána bönkunum gegn handveði; áttu þeir að vera gull- tryggir. Jaldi flutningsm. að æski-/ legast hefði verið að stofna sérstak- an seðlabanka með innlendu fé, en efnin leyfðu það ekki, að minsta kosti ekki í bráðina. Pá taldi flm. nauðsynlegt að meðan bankarnir væru ekki nema tveir í landinu, að þeir þyrftu ekki að lifa eftir seðla- bankareglum, því ef að bankarnir ættu að geta komið atvinnuvegun- um að verulegum notum, þá yrðu þeir að lána talsvert djarfara til þeirra en seðlabankarnir gerðu. Frumv. var í 18 greinum (þskj. 105, Alþt. 1924) og hið ýtarlegasta. — Hitt frumvarpið var borið fram af fja'rhagsnefnd e. d. og hafði stjórn Landsbankans samið það. Var aðal- efni þess að Landsbankanum skyldi afhentur seðlaútgáfurétturinn; fyrir- komulagi bankans skyldi breytt þannig, að hann yrði gerður að hlutafélagi, og gengi ríkissjóður inn sem hluthafi með 2 milj. kr. og aðrar 2 milj. kr. yrðu útvegaðar með almennu útboði. Stjórn bank- ans átti að vera í höndum fimm manna fulltrúaráðs og þriggjamanna framkvæmdarstjórnar. Hluthafar áttu ekki að hafa nokkurn þátt í stjórn bankans en arð áttu þeir áð hafa af reksturságóðanum.Frv. var mikill bálkur (þskj. 173, Alþt. 1924) í 42 greinum. Fjárhagsnefnd efri deildar hafði bæði frumv. til athugunar, og klofn- aði hún í þrent, en í henni áttu sæti: Sig. Eggerz, Björn Kristjáns- son, Jóh. Jósefsson, Jónas Jónsson og Ingvar Pálmason. Voru Fram- sóknarflokksmennirnir (Jónas oglng- var) fylgjandi frumv. Landsstjórnar- innar í öllum meginatriðum, þar á meðal að gera bankann að hlutafé- lagi, en algerlega mótfallnir frv. Bj. Kr. Aftur fylgdi Björn frumv. sínu eindregið, sem von til var og Iagð- ist fast á móti frv. Landsbanka- stjórnarinnar, og taldi sparisjóðs- starfsemi bankans sérstaklega því til foráttu, að honum yrði falin seðla- útgáfan, — það væri ósamrýman- legt. Priðji nefndarhlutinn (S. E. og Jóh. J.) taldi málið ekki nægilega undirbúið og bar fram rökstudda dagskrá um að vísa málinu til stjórn- arinnar til frekári undirbúnings og var hún samþykt með 9 atkv. gegn 5 — allra Framsóknarmanna. Peir skoðuðu málið nægilega undirbúið og Landsbankafrumvarpið aðgengi- Iegt með h'tlum breytingum. Björn Kristjánsson hafði óskað eftir því, að málið yrði Iagt undir erlenda seðlabankastjórn, en svo varð ekki. Stjórn Landsbankans hafði sent frv. sitt til umsagnar hagfræð- isprófessor við Khafnarháskóla, Axel Nielsens, er hann kennari í banka- fræðum og hefir mikið álit í þeirri grein, og til þessa sama prófessors sneri nú ríkisstjórnin sér og sendi honum bæði frumvörpin og beidd- ist þess, að hann léti uppi álit sitt um málið. Jafnframt var fulltrúi landsins í Kaupmannahöfn, J. Krabbe, beðinn að ræða málið við profess- orinn, látá honum í té aðstoð eftir þörfum, og gera að lokum einnig sínar eigin athugasemdir um málið. Báðir urðu þeir við þessum tilmæl- um og sendu • skömmu fyrir síðustu áramót fjármálaráðuneytinu álit sín og eru þau bæði samhljóða um, að- alkjarnan, að gera Landsbankann að seðlabanka landsins. \ samræmi við tillögur þessara manna gerir svo ríkisstjórniri nokkr- ar breytingar á frv. Landsbanka- stjórnarinnar og leggur það þannig breytt fyrir síðasta þing. Er í 1. gr. þess — sem er ný — tilgangi bank- ans sem seðlabanka lýst þannig: »Landsbanki íslands er þjóðbanki ríkisins og sjálfstæð stofnun, og skal tilgangur hans vera: 1. Að hafa á hendi útgáfu banka- seðla innan þeirra takmarka, er þarf til þess að fullnægja gjald- AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskv. kl. 9: Eldurinn eilífi. Kvikmynd í 8 þáttum. — Oerist hún í Frakk- landi eftir að veldi Napoleons var nýhrunið til grunna og Ludvik XVIIL sestur að völdum. Myndin er ástarsaga — ástinn er eldurinn, se.m aldrei sloknar. í aðalhlutverkinu: NORMA TALMADGE. I miðilsþörf í innanlandsviðskift- um. 2. Að stuðla að tryggri skipun á peningamálum landsins, með það fyrir augum, að gull og gullgildir seðlar geti sem fyrst orðið og haldi síðan áfram að vera hinn almenni gjaldeyrir í landinu. í því skyni ber stjórn bankans einkanlega að gæta þess, að fé bankans sé jafnan tryggilega fyrirkomið til ávöxt- unar, og að það sé jafnan handbært að eins miklu leyti og krefjast verður af seðla- banka. Svo ber og stjórn bankans að afstýra, eftir því sem unt er, rneð kaupum og sölu á erlendum gjaldeyri, með viðskiftum við aðrar peninga- stofnanir í landinu, og með til- högun útlánsstarf seminnar, truf I- þeirri á peningamálum og at- vinnulífi, sem annars má vænta að almennar hagsveiflur hafi í för með sér. ' 3. Að reka bankastarfsemi. eftir því sem nánar er tiltekið í III. kafla.«. í 2. gr. er meginatriði 1. gr. frv. Landsbankastjórnarinnar. Lands- bankinn verður hlutafélag, og er hlutaféð 2 miljónir kr., er skiftast í 200 hluti, hvem að upphæð 10,000 kr. Hlutafé þetta er innskotsfé það, er ríkissjóðurinn greiðir bankanum samkv. lögum nr. 50, 10. nóv. 1913, og er eign ríkisins. Fulltrúaráð bank- ans getur, með samþykki ráðherra, ákveðið að hlutafé bankans skuli frekar aukið .um alt að 2 milj. kr. Ríkissjóður skal hafa forgangsrétt til að kaupa eða Ieggja til slíkt hluta- fé með nafnverði, að því Ieyti er ríkissjórnin ákveður. Ef stjórn og þing ekki vilja nota þennan for- gangsrétt ríkinu til handa, þá rriá afla hlutafjárins með almennu út- boði en einvörðungu innanlands, og hafa þá opinberir sjóðir og stofn- anír forgangsrétt að ríkissjóði frá- gengnum. Miða ákvæði þessarar greinar stjórnarfrumvarpsins frekar að því að tryggja að bankinn verði alger ríkiseign, en frumvarp Lands- bankastjórnarinnar gerði. Aðrar breytingar helztar voru að sérstök ákvæði voru sett um trygg- ingar fyrir sparisjóðsfé bankans, og að hlutafjárarður úr bankan um var meira takmarkaður en í frumvarpi Landsbankastjórnarinnar. Voru all- ar þessar breytingar til bóta, og og þótti því mega að ganga út frá því sem vísu, að allir þeir, sem voru fylgjendur frumvarpsins frá 1924 fylgdu þessu líka, og það jafnvel ákveðnar. En það fór nokkuð á annan veg. Frumvarpið var lagt fyrir efri deild og vísað til fjárhagsnefndar, sátu í henni hinir sörnU þingmenn og árið áður, en svo fóru þar leikar, að nefndin klofnaði að nýju, ekki í þrent eins og í fyrra, það sýndi of mikla einingu hjá 5 manna nefnd — hún gekk því feti framar og fjórklofnaði — og aðeins einn, Jóh. Jósefsson þm. Vestm., lagði til að frumvarpið yrði samþykt. Framsónarþingmennirnir höfðu al- veg hlaupið frá þeirri skoðun, sem þeir höfðu árið áður. (Frh.) Sarabandið pallar. Á nýafstöðnum aðalfundi Sam- bauds ísl. sarr.vinnufélaga flutti Lárus Helgason fyrv. alþm. svolátandi tillögu: »Að gefnu tilefni vottar fundurinn rjtstjórum samvinnublaðanna og öðr- um þeim, sem mest hafa í þau skrif- að, sitt fytsta. þakklæti* og lýsir um leið sínu fylsta trausti á þeirn«. Tillagan var samþ. að því er Tíminn segir »með öllum þorra atkvæða gegn einu.« Ritstjóri Tímans hefir nýlega verið dæmdu'r af undirrétti Reykjavíkur fyrir níðgrein um Sigurð Sigurðsson frá Kálfafelli, hljóðaði dómurinn uppá 100 kr. sekt, 100 kr. málskostnað og 1000 kr. í ska^abætur til S. *S. Öll hin umstefndu orð dæmd dauð og marklaus. Sigurður frá Kálfafelli hefir tvímælalaust skrifað sannorð- astar og mest fræðandi greinar um samvinnumálí ísl. blöð nú í seinni tíð, þessvegna níðir Tíminn hann, — og Sambandið þakkar níðið. Ritstj. Dags skrifar svívirðingar um mætan mann, Sigurgeir Daníelss. hreppstjóra á Sauðárkvók, svo áð samflokksmönnum ritstjórans hér * Leturbr. mín. Ritstj.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.