Íslendingur


Íslendingur - 26.06.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.06.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDKNQUR Fyrirliggjandi; Kartöflur, Rúgmjöl, * Hveiti. nyðra ofbýður; undirréttur Eyjafjarð- arsýslu dæmir ritstjórann sekan og sektar hann og hin umstefndu orð dauð og marklaus — en Sambandið vottarjhonum sitt »fylsta þakklæti« fyrir tilvikið. Allar svívirðingar samvinnublað- anna um andstæðingana, rógurinn, níðið, blekkingarnar, alt þetta góð- gæti fær fylstu þakklætisviðurkenn- ingu -Sambandsins, en það réttir blöðunum meira — það borgar ó- sómann líka. Ætli að einhverjum samvinnu- manni geti ekki orðið þetta íhug- unarefni. OO * Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 25. júní. Utlend: Frá Osló er símað: Amundsen og félagar hans komu heilir á húfi úr Norðurpólsfluginu til KingsBay á Spitzbergen aðfaranótt 18. þ. m. eftir mikla hrakninga. Þeir höfðu iagt upp í norðurflugið þann 21. f. m. og voru á fluginu norður eftir 8 kl.sf. Urðu þá að leyta lendingar til þess að fá vissu fyrir livar þeir væru, og urðu flugvélarnar að setj- ast á vök. Afstöðumælingar sýndu, að komið var á 87. gr. 44 mín. norðlenzkrar breiddar og 10 gr. og 30 mín. vestlægrar lengdar. Lengst sáu flugmennirnir til norðurs að‘88 gr. og 30 rnín. n. br. og sást hvergi móta fyrir nokkru landi. Álitu til- gangslaust að fljúga lengra norður, enda örðugleikar aðsteðjandi. Frusu vélarnar í ísvökinni og voru pólfar- arnir í 24 daga að ná annari þeirra upp á ísjaka. En er ísjakinn sprakk undan þunganum, var það ráð tekið að hefja sig til flugs og fljúga heim- leiðis. Var önnur vélin skilin eftir og um 20 þús. kr. virði af verkfær um. Urðu vegna vélbilunar að lenda 40 km. norður af Spitzbergen, bar þá norskt fiskiskip þar að og flutti pólfarana til Kings Bay, en nú eru þeir komnir til Noregs. Allur heimurinn fagnar heimkomu þeirra félaga og þykir förin hin fræknasta. En svo örðug og ill reyndist förin, að Amundsen segir, að Suðurpóls- för sín hafi verið smámunir einir í samanburði við þessa norðurför, Norðmenn heiðra Amundsen sem þjóðhetju. Margir víðkunnir menn, þeirra á meðal m. a. Mowinkel stjórnarformaður, Dr. Friðþjófur Nansen og Sverdrup, gangast fyrir samskotum til þess að koma á fót vísindalegri landafræðisstofnun, er beri nafn Amundsens. Þjóðhöfðingj- ar Evrópu heiðra Amundsen. Frá París er símað, að Frakkar hafi mist vígi í Marrokkó í hendur uppreistarmanna. Grettir Algarsson á förum til Spitzbergen. Óvíst hvort hann reynir að fljúga til pólsins. t Frá Lundúnum er símað, aðVerka- mannaflokkurinn þar hafi birt áskor- un um afnám herdómstóla. Ástæð- an sú, að flokkurinn telur sig hafa sannanir fyrir, að saklausir menn hafi verið dæmdir til lífláts í Búl- garíu. Frá New York er símað, að einn af nafnkunnustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna, Robert M. LaFollette, sé látinn. Ráðgert að ekkja hans fái sæti hans í senatinu. Frá Montreal er símað, að fiski- veiðarnar við Newfoundland lrafi mishepnast vegna tíðarfarsins. En nægur afli á miðunum. Frá Þórshöfn (Færeyjum) er sím- að: Tveir menn leggja héðan’ áleiðis til Bergen á opnum bát, nákvæm- lega gerðum eins og víkingaskipin gömlu voru. Ulfúð komin upp á milli Dana og Norðmanna út af því, að Fær- eyingum hafi verið sýnd alt of mikil kurteisi í Oslo, að áliti Dana, — svo sem boðnir sérstaklega vel- komnir o. fl. Innlend. Landlæknir — í Morgunblaðs- grein — telur sjúkrahúsið nýja á ísafirði hið veglegasta og vandað- asta á landinu. Kvaðst hann vilja, að Austurland og Norðurland eign- ist slík sjúkrahús. Togararnir afla sæmilega. Sumir fyrir Austurlandi, aðrir á Hala-mið- unum, en þar er nú orðið ilt að veiða sakir íss. Grasspretta einmuna góð á Aust- urlandi. Alþýðublaðið birtir nýgerða samn- inga um kjör á síldveiðum, á milli Sjómannafélags Rvíkur og Útgerð- armánnafélagsins. Er um lágmark kaups að ræða. Kaup háseta: a) V« alls síldarafla. eftir nánari fyrir- mælum. b) mánaðarkaup kr. 260,00 og 7 aura premía af tunnu saltsíld- ar og máli í bræðslu. Vélstjóra- kaup: Fyrsta vélstjóra kr. 400,00 og 5 aura premía, annars vélstjóra 300 krónur og sama premía. Kaup mat- sveina 300 krónur og 7 aura premía. <§xg> Uppog niður. Á mælikvarða Verkamannsins. Verkamaðurinn síðasti ver helming rúms síns til þess að ófrægja og gera lítið úr Jóni Þorlákssyni fjár- málaráðherra; kallar hann m. a: »andlegt busaniennU er iðki »póli- tískan skammokstur’í 'og sé »allra manna hugsjónasnauðastur á því sviði, er alþjóð mœtti að gagni koma í bráð og lengdA* Nú er það vit- ^nlegt, að Jón Þorláksson er mest- ur skörungur þeirra manna, er nú eiga sæti á Aiþingi; maður stórgáf- aður, atorkusamur, framsækinn og prúðmannlegur f framkomu allri. Hann er og með beztu ræðumönn- | í*^Leturbr. mín. Ritstj. um þingsins. Alt þetta sýnist nú benda á, að hann sé meira en með- almaður og muni allvel til foringja fallinn. En sé nú Verkarn. svo kröfuharður á ágæti rnanna, að J. Þ. standist tæplega meðalmenskuna, hversu ógnarlega lítilfjörlegir hljóta þá ekki meðalmenn þingsins eins og t. d. Jón Baldvinsson að vera eftir sama mælikvarða. Breiðumýrarfundurinn. Vm. segir, að alt sé lýgi, sem ísl. flutti um fundinn, en færir ekkert þeirri staðhæfing sinni til stuðnings. Hún er því næsta veigalítil stað- hæfingin sú, og hofði ritstj. verið sæmra að þegja. Það vita aliir, að enginn samjöfnuður er á þeim, Jóni Þorlákssyni og Þórólfi í Baldurs- heimi, eða á þeim Birni Lfndal og Arnór Sigurjónssyni sem ræðumönn- um, og er það glópska ein, að ætl- ast til, að nokkur trúi því, að þeir Jón og Líndal haíi farið lnakfarir í orðasennu fyrir þeim kumpánum. Smekkvísi. Vm. er sérstaklega hrifinn afum- mælum frænda síns, skólastjórans á Litlu-Laugum, er liann valdi sjó- mönnum vorum og sjávarútveg Sjómennina, kjarna íslenzks verka- lýðs, kallaði skólastjórinn: »tnentun- arlausan flakkaralýð«, en sjávarútveg- inn, eða megin grein hans, útgerð- arfélögin, sem velmegun landsins hvílir að mestu leyti á, nefndihann: »H.f. Slor og grútur og H.f. svik og prettir«. Þetta finst Vm. sérstak- lega vel til fallið, og vegsamar fænda sinn fyrir' snillyrðin (!). Sjómenn vorir munu minnast hugarþels frænd- anna, útgerðarféllögin þektu það áður. SkattlagaÉrevtingin. Utn hana birtist leiðari á fremstu síðu í síðasta blaði Dags, er nefnisl: „Ósigur Ihaldsflokksins í skattlaga- breylingarmálinu". Hann er á þann veg, að sjaldan hafa rætnin og undirferlin í rithætti, og skéytingarleys ð í meðferð sannleikans birst í jafn átakakanlegri mynd, og eru þó sporin mörg og greinileg víðsvegar í blöðum Fram- sóknarflokksins. Fyrst er hermt svo frá, að frumvarp til skattlagabreytingar frá Jóni Þorláks- syni, með rithendi Björns Kristjánsson- ar hafi þegnsamlegast verið borið á milli burgeisanna í Rvík og að því loknu verið stungið í vasa íhaldssljórn- arinnar, en Jón Þorláksson var nógu kaldurog hugsjónalaus hagsmuna grjót- páll til að taka lifandi þátt í eiginhags- munapólitík burgeisanna. Rétt frá skýrt, var málið þannig til komið, að vegna erfiðra söluhorfa afurðanna, sérstaklega sjávaraíurðanna á öndverðu þessu ári, höfðu báðir bankarnir farið þess á leit við stjórn- ina, að breylt væri tekjuskattslögunum með tilliti til innlendra hlutafélaga, aðallega togarafélaganna. En hvergi koma skattaálögurnar óréttlátara niður en á þeirn, vegna þess hve áhættumik- ill þessi atvinmirekstur er og í eðli sínu gerólíkur öðrum störfum. Á einu ári getur græðst stórfé, en horfið jafn- harðan á því næsta. Á góðu árunum verða þau að greiða máske af öll- um tekjum sínum til ríkissjóðs, en á tapsárunum greiða þau raunar engan skatt, en ættu þá að réttu lagi að fá nokkuð af fyrri árs skatti endurgreiddan. I* Niðursoðnir ^ ifl-V-E-H-l-IU | í fjölbreyttu úrvali í J ? Söluturninum. i Til að ráða bót á þessu, samdi þá stjórnin frumvarp til laga um viðauka við gömlu lögin, þar sem ákvæði var um, að lagt væri til grundvallar meðal- tekjur 3 ára við útreikning tekjuskatts- ins. Máli sínu til stuðnings höfðu batikarnir lagt fram skýrslu um efna- hagsástand undir 40 togarafélaga eftir góðærið mikla í fyrra. Skýrslan bar með sér, að unt helmingur eða um tutt- ugu af þeim áttu ekki fyrir skuldum. Hlutaféð að sjálfsögðu alt farið. 10 átlu fyrir skuldum en ekkert til lilut- hafanna. Eitthvað átta höfðu hlutaféð nokkurnvegin trygt. Eru þetta góðar upplýsingar fyrir Framsóknarmenn og suma samvinuumenn, sem með sérrétt- indalögum sínum liafa rist breiða geil inn í skattalöggjöf landsins og varp- að byrðinni af sínum eigin herð- um yfir á aðra, en sjá þó stöðugt of- sjónum yfir stórgróða togaranna, en hafa harla litla meðaumkvun með öll- um þeim, sem mist hafa aleigu sína í þessum félagsskap á síðustu áruin. Dagur heldur áfram og segir: Þetta skilborna Ihaldsbarn var borið fram tneð umhyggju mikilli. — En þeir Jónas og 'lngvar vildu hefta þenn- an ránskap á hendur ríkissjóði og fengu skattstjóra til að reikna út hvað tapið myndi nema ríkissjóðinn. Honum reiknaðist svo til, að það mundi verða á þessu ári, ef breytingin næði fram að ganga rúmlega 600 þús. kr. Rétt frá skýrt var hér hvorki um ránskap né uppgjöf að ræða, heldur aðeins lítilsháttar ívilun og gjaldfrest á þessum 600 |>ús. kr. Af öllum tekj- um togarafélaganna, sem nenia mundi eftir skýrslu Hagstofunnar 900 þús. kr. átti að innheimtast eftir frumvarpinu 300 þús. á þessu ári. En stðan á næsta ári 300 þús. auk tekna þess árs og svo koll af kolli þannig, að útkom- an varð að mestu hin sama. Tekjurýrn- un fyrir rikissjóðinn eitlhvað 10—11% er orsökust af, að á þennan hátt færð- ust þau niður í skattstiganum. Með þessum gjalfrest var gjaldþoli félaganna ekki ofboðið í einum svip með of mikilli blóðtöku, en hafði aftur í för með sér, að þau urðu gjaldskyld líka í tekjulausum árum, vegna tekjuafgangs frá góðu árunum. Dagur heldur enn áfram og kemur nú með þessa smekklegu samlíkingu: »íhaldsliðið gugnaði og hætti við. B. Kr. og Jóhann í Eyjum lögðu til á síðustu stundu, að meginefni frum- varpsins yrðu ekki gerð að lögum. Þetta minnir á aðfarir þjófa, sem eru búnir að reisa stiga upp við húshlið og eru komnir efst upp í stigann og ætla að fara að skríða inn um glugg- ann þegar þeir heyra fótatak.* Rétt frá skýrt, var ástæðan fyrir falli þessa atriðis frumvarpsins sú, að þegar Nesti til allra skemtifara er bezt að kaupa í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.