Íslendingur


Íslendingur - 03.07.1925, Side 1

Íslendingur - 03.07.1925, Side 1
Talsími 105. XI. árgangur. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 3. júlí 1925 Strandgata 29. 29. tölubl. Seðlaútgáfan. Framh. Álit Sig. Eggerz. Bankastjóri íslandsbanka Sig. Eggerz fyrv. forsætisráðherra legg- ur í áliti sínu eindregið á móti því, að Landsbankanum sé veittur seðla- útgáfurétturinn og vill að sérstakur seðlabanki sé settur á stofn. Pað hafi sýnt sig með íslandsbanka, að það hefir orðið okkur að tjóni, að seðlaútgáfan var í hans höndum, banka með innlánsfé og áhættulán- um, og hættan verði hin sama, sé Landsbankanum falin seðlaútgáfan, banka, sem reki víðtæka sparisjóðs- starfsemi og láni áhættusöm lán. Farast S. E. þannig orð m. a.: >Eg skil nú prófessor Nielsen svo, að seðlabankar hafi ekki spari- sjóðsfé yfir höfuð. Og þessi skiln- ingur styðst einnig við þær upp- lýsingar, sem eg hefi annarsstaðar reynt að útvega mér í þessu efni. Nú er svo, að Landsbankinn hefir um 21 milj. kr. í sparisjóðsfé, eða aðalstarfsfé hans sparisjóðsfé. Ef Landsbankinn yrði gerður að seðla- banka, þá sýnist vera stigið öfugt spor, sem reynslan hefir markað í öðrum seðlabönkum. Prófessorinn bendir og á, að Iöng lán geti sam- rýmst sparisjóðsstarfsseminni, en seðlaútgáfan geri kröfu til stuttra lána. Hér sést það þá, að reynslan sýnir að banki með sparisjóðsfé og banki með seðlaútgáfu verða að stýra eftir þveröfugum höfuðreglum. Seðlabankar annarsstaðar Iána sér- staklega bönkum, og þótt þeir einn- ig láni öðrurn en bönkum, munu þeir varast áhættufyrirtækin. En auk þess sem Landsbankinn hefir spari- sjóðsstarfsemi, þá lánar hann einn- ig sjávarútveginum, sem að allra dómi er mjög áhættusamur atvinnu- vegur, þar sem sveiflurnar upp og niður eru mjög stórar.« Aðalmótbáruna gegn stofnun seðiabankans telur S. E. muni verða kostnaðinn. Auðvitað ætti sá kostn- aður engu máli að skifta, þegar hægt væri að sýna fram á, að slíkur banki væri nauðsynlegur fyrir viðskiftalíf- ið í landinu. En auðvitað væri þó rétt að draga úr kostnaðinum, ef hægt væri án þess að skaða stofn- un þá, sem hluti á að máli. Gerir S. E. það að tillögu sinni, að sam- eina seðlabankann og ríkisbankann fyrirhugaða, og telur að gott eitt muni af hljóta fyrir báða. »Eins og kunnugt er, var ákveð- ið með Iögum nr. 64, frá 27. júní 1921, að stofna ríkisbanka. Banka- stofnun þessi hefir ekki komið til frainkvæmdar enn þá, af ýmsum á- stæðum. Hins vegar er þörfin fyrir fasteignabanka brýnni svo að segja með degi hverjum. Landbúnaður- inn þarf að halda á lánum, ef ekki á að koma kyrkingur í hann, og bráðabirgðaráðstafanir hafa verið gerðar í þessu efni, með búnaðar- lánadeild Landsbankans, og nú er frv. í hv. Nd. á ferðinni um rækt- unarsjóðinn, en í því eru nú þegar ákvæði um, að sameina eigi rækt- unarsjóðinn ríkisveðbankanum, þeg- ar hann verði settur á stofn. Að því er bæina snertir er sömuleiðis knýjandi þörf á fasteignabanka. Bankarnir lána nú hvorugir fé til húsabyggingar. Peir, sem ráðast í að koma upp húsum, verða því að taka að láni fé með óhæfum vöxt- um hjá einstökum mönnum. Afleið- ingarnar af því eru, að húsaleigan verður ekki færð niður, en húsa- Ieigan er drýgsti þátturinn í dýrtíð- inni, að minsta kosti hér í Reykjavík. Pegar málið horfir þannig við, þá sýnist mér vera kominn tími til þess að koma fasteignabankanum á fót. En auðvitað er það, að slíkur banki kemur ekki að verulegu gagni fyr en tekst að fá markað fyrir bréf hans erlendis. Pá flytur hann líka nýtt fjármagn inn í Iandið og leysir ýms vandræði, sem óleysanleg eru án þess. í umræðunum um ríkis- veðbankann var gerð grein fyrir því, hvað margfalt meiri skilyrði væru fyrir því að fá markað fyrir bréfin, ef fasteignir í sveitum og bæjum stæði að baki bankanum; hér skal ekki frekar farið inn á þann sjálf- sagða sannleika. En rétt þykir mér að benda á það, sem kom fram f viðtali við einn af okkar góðu fjár- málamönnum, að rétt væri að senda mann til útlanda, til þess að rann- saka, hvernig heppilegast væri að haga skuldabréfum vorum, til þess að opna þeim leið erlendis, t. d. í London. Jafnvel eins og lögin eru nú, heimila þau að talca tiilit til þess- arar rannsóknar. Auk þess verður að breyta lögunum eftir þörfum. Söluinöguleikar hafa ekki verið at- hugaðir þar, en kunnugir nienn, sem jeg hefi hitt erlendis, hafa talið víst, að selja mætti bréfin, ef þau væru réttilega útbúin. i Pað sýnist nú ekki þurfa neinar málalengingar, til þess að sýna þörf- ina á ríkisveðbankanum. En þar sern nú slík þörf er svo brýn, þá þykir rétt að slá tvær flugur í sama högg- inu og sameina seðlabankann og ríkisveðbankann. Aðstaða seðla- bankans til ríkisveðbankans verður auðvitað eins og til hinna bankanna. í því sambandi kæmi til athugun- ar, hvort nokkur hætta væri í því, að hafa bankana undir sömu stjórn, þar sem fasteignabankinn veitti að- ailega Iöng lán. En þar til er því að svara, að seðlabankinn gæti auð- vitað ekki endurkeypt skuldabréfin fyrir hinum löngu lánum fasteigna- bankans, og því kæmi þessi hætta ekki fram, en hinsvegar, ef ríkisveð- bankinn gæti selt bréf sín í út- löndum, þá gæti seðlabaukinn keypt af honum gjaldeyri eins og hinum bönkunurn, en slík viðskifti væru auðvitað eðlileg. Fyrir báða bankana væri þetta samband sparnaður. En auk þess væri það mjög þýðingarmikið fyrir AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskv. kl. 9: Fliótsrottan. 5 þátta gamanmynd með alvarlegri uppistöðu. Aðalhlutv. leikur MABEL NORMAND, leikkonan, sem svo mörgum sinnum áður hefir skemt :Akureyr- ingum og þeiin er ógleymanleg. ríkisveðbankann, að fyrir honum stæði bankastjórn seðlabankans, því það mundi veita ríkisveðbank- anum meira álit út á við, og þeir ættu væntanlega ef til vill þess vegna hægra að selja bréfin fyrir hann á erlendum markaði.« (Pskj. 367, Alþt. 1925). S. E. telur þetta þýðingarmesta málið, er liggi fyrir þinginu. Vill því ekki láta hrapa að neinu. Helzt láta skipa milliþinganefnd til frekari rannsókna, er leggi svo málið fyrir næsta þing. Og meiri hl. fjárhagsn. verður sammála um frestunina. Álit Eramsóknarmanna. Álit Framsóknarmanna í fjárhags- nefndinni (Jónasar Jónssonar og Ing- vars Pálmasonar) er harla einkenni- legt. Miðar það mest að því, að rífa niður og setja út á frumvarp stjórnarinnar, — frumvarp, sem í öllum meginatriðunum er samskon- ar frumvarpi Landsbankastjórnarinn- ar frá því í fyrra, og þessir sömu háttv. þingmenn voru þá eindregið fylgjandi að því er öll aðalatriðin snerti. Nú segja þessir háiitv. þingmenn: »Frumv. stjórnarinnar um Lands- bankann er svo stórgallað á marg- an hátt, að þjóðina myndi áreiðan- lega iðra þess, ef það næði sam- þykki þingsins í sinni núverandi mynd. Hins vegar mun málið tæp- lega vera svo flókið í raun og veru, að ekki ætti að mega búast við, að það verði von bráðar leyst á heppi- legan hátt, ef þing og þjóð gera sitt til, að umræður og rannsókn þess snúist eingöngu um, að finna þá leið í stjórn peninganiála lands- ins, sem bezt tryggi fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni.« (Pskj. 367, Alþt. 1925). í fyrra sögðu þessir sömu þing- menn: »Minni hluti nefndarinnar (þ. e. þeir sjálfir) lítur svo á, að megin- efni þessa frv. geti orðið til mikilla hagsbóta fjármálalífi landsins. Pað er bein nauðsyn, að efla sem mest þjóðbanka iandsins, og í öðru Iagi telur minni hlutinn engan vafa á, að seðlaútgáfa landsins sé og verði bezt komin hjá Landsbanka íslands. Hins vegár álítur minni h!., að ákvæði frv. um æðstu stjórn bankans gætu tekið breytinguin til bóta, og skoð- . um við okkur óbundna til að taka afstöðu til breytinga af jsví tagi, sem fram kynnu að koma við síð- ari umræðu málsins.« (Pskj. 331, Alþt. 1924). Annað höfðu þessir háttv. þing- • menn þá ekki að segja um málið. í næsta blaði verður vikið að á- liti Björns Kristjánssonar. Svar til „Tuma“. í 16. og 17. tbl. Dags f. á., er bréf úr Skagafiröi eftir einhvern Tuma. Við þetta bréf, sem fult er af villandi frá- sögnum, ósannindum og hnútum til vissra stétta og einstakra manna, ætla eg að gera fáeinar athugasemdir, ekki til að bera blak af einstaklingum þeim, seni bréfið veitist að, til þess eru þeir vel færir sjálfir, ef þeim finst það ó- maksins vert, heldur til þess að hnekkja ósannindum og taka til meðferðar ýms sannleiksafbrigði, sem Tumi hefir tínt saman í bréf sitt. Ekki ertu öfundsverður, Tumi sæll, af geislum þeim, sem Dagur dreifir í huga þér, því skoða má þetta bréf þilt sem endurskin af þeirri birtu, og situr því illa á þér að tala um grútar- týrur að sunnan, og í sambandi við það, að gefa fréttablöðum nöfu, sem ekkei t blað á landi hér á, og fer þú þar með hjákátleg ósannindi. Annars ber áminst bréf þitt Ijósastan vott þess, að sjálfur ert þú 3. fl. grútartýra, sem dreifir frá sér ódaun og ósi lasts og ósanninda um menn og málefni, og sfzt styðja skrif eins og bréf þitt að sátt og samlyndi milli manna eða stétta, en eru fremur til þess að auka úlfúð og kala, sem nú ber helzt til mikið á, en sem fleiri stéttarígsbullur en þú auka nú með svipuðum skrifum. Pú lætur þó svo í Degi, að þér sé ant um samkomulag og samvinnu. Heyr á endemi! Pá talar þú um bændaflokk í þing- inu. Par er enginu sérstakur bænda- flokkur nú. Bændur eru í báðum að- alflokkum, íhalds- og Framsóknaifl. Á þingrnenn okkar ræðstu, og segir þá berjastá móti »bændaflokknum«! Annar þeirra er bóndi. Pú hlýtur að vita það. Pú segir ennfremur, að þingm. okkar styðji þá stjórn, sem vinnur að því að kúga fátæklingana, en hlíía þeim efnuðu, og sem firri ríkissjóð réttmæt- um tekjum o. s. frv. Petta er stað- laust bull, og, auðsjáanlega liefir þú tínt hér saman gömul og ný sauða- spörð úr Tímanum, og notar þau síð-

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.