Íslendingur


Íslendingur - 03.07.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.07.1925, Blaðsíða 3
ioi-LNbú'tUUK Innilegt þakklæti votta eg, fyrir mína hönd og annara aðstandenda, ölluni þeim, sem með nærveru sinni og minn- ingargjöfum heiðruðu útför eiginmanns míns, Magnúsar Sig- urðssonar, og á annan hátt sýndu okkur hlýhug. Grund, 2. júlí 1925. Margrét Sigurðardóttir. ___________________________#_____________________________ er stærsta veiðarfæraverksmiðjan í Noregi, og lætur ekkert frá sér fara nema vandaðar vörur, og þannig úr garði gerðar, sem viðskiftamennirnir segja fyrir. Hún hefir allskonar: Herpi- nætur, fyrirdráttarnætur, síldarnet, þorskanet, hrognkelsanet, laxa- net, silunganet, fiskilínur, tauma, kaðla, manilla, belgi og hvað eina, sem að veiðarfærum lýtur. Umboðsmaður á Norðurlandi er: Karl Nikulásson, Akureyi i. Skipskestur allskonar er beztur og ódýrastur í Verzl. HAMBORG. Matstjórar leitið tilboða hjá okkur áður en ,þér festið kaup annarstaðar. tr Útsala á Moss Olíufatnaði. 0 0 r a Olíujökkum, Olíubuxum, Olíu-Síðkápum Karlm. & Drengja, Olíupilsum, Olíusvuntum, Sjóhöttum í Brauns Verzlun. 'i Reynslan hefir sýnt, að Braun selur bezl YiiinufBt fyrir lægst verð. Brauns Verzlun. Útgerðarmenn! Pað eina, sem dugar á snurpu- nótabátana ykkar, eru brúkuð bíldekk frá revrar. öll persónulegar skammir og níð um Líndal, en því aðeins vikið að málum, að japlað var á fyrri tuggum um her og stórgróðafélög. Var ræðan svo slitrótt og sundurlaus, að menn höfðu það á meðvitundunni, að ræðum. væri frávita af reiði. Mun það hafa verið sanni næst, eftir útreið þá, sem hanti hafði fengið hjá Líndal. Jóhann Scheving talaði næst nokkur orð um siðgæði í stjórnmálum. Líndal hafði komið inn í salinn aft- ur, er Jónas var nokkuð kominn áleiðis f skammarvaðli sínum og ófrægingum. Sljákkaði nokkuð í honum við að sjá Líndal í návist sinni og var sem hann kviði því, er koma myndi yfir sig úr þeirri áit. En er Líndal tók til máls, var hann stuttorður. Kvaðst ekki virða níðróginn þess að svara honum, en djarft fyndist sér það af Jónasi, að út- hrópa sig fyrir ósannsögli með aðra eins fortíð og hann (Jónas) hefði að baki. Nú væri klukkan að verða 3 og að deila við Jónas frekar um landsmál væri þýðingarlaust, annar segði hvítt það, sem hinn segði svart og því til- gangslaust að halda umræðum áfram. Kvaðst því ganga af fundi og léti Jónas sjálfráðan um, hvað hann vildi frekar segja. Gékk Líndal svo af fundi Nú úthverfðist hinn 5. landskj. þm. gersamlega. Hrópaði á eftir Líndal, að hann væri ekki einasta opinber lyg- ari, heldur væri hann jafnframt bleyða og ræfill, sem flýði af fundi. Dratt- aðist hann síðan of3ii af ræðupallinum og fundarstjóri sleit fundi. Siðferðisbrestirnir í fari Hriílumanns- ins komu allir áberandi fram á þessu »leiðarþingi« hans; margir álíta, að þeir séu honum ósjálfráðir og kenna hálfgert í brjósti um hinn sjúka mann — en meginþorri fundarmanna, bæði þeir góðhjörtuðu og harðbrjóstuðu, Ijúka upp einum munni um, að hann — hinn 5. landskjörni þingmaður vor — hafi orðið sér til skammar með framferði sínu. Og á því er enginn efi, OO Úr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Safnaðarfundur á eftir. Rilstjóri Islendings brá sér upp í Mý- vatnssveit í gær og verður fimm daga að heiman. Myndarlegt brúðkaup var haldið að Æsustöðum í Eyjafirði á laugardaginn var. Gifti bóndinn þar, Níels Sigurðsson, tvær dætur sínar, Helgu og Jónínu, gekkPálmi Jósefsson kennari úr Reykjavík að eiga þá fyrnefndu og Sveinn Frímannsson útgerð- armaður í Ólafsfirði þá síðarnefudu. Bæjar- fógeti gaf brúðhjónin saman. Brúðkaups- veizlan var óvenjulega stórfengleg. Sátu hana nokkuð á þriðja hundrað manns og var hún haldin í gríðarstóru tjaldi á tún- inu. Var vel og rausnarlega veitt og gleð- skapur mikill á ferðum. Prój í forspjallsvlsindum tóku nýverið 36 stúdentar við háskólann í Rvík, og munu 8 þeirra hafa verið héðan úr bænum og grendinni og hlutu allir góðar einkunnir: Friðrik Magnússson, Kristinn Stefánsson, Knútur Arngrímssou og Pormóðui’ Sigurðs- son I. ágætis eink. Benjamín Kristjansson, Gestur Pálsson, Jón Steffensen og Jón Ólafsson I. eink. Má vera, að fleiri hafi verið héðan eða úr nágrenninu, þó ísl. sé það ekki kunnugt. Látinn er nýlega á Siglufirði EinarTóm- asson verzlunarmaður, maður á bezta aldri. Héraðshátið verður haldin á Breiðumýri á sunnudaginn kemur. „Esja“ kom á þriðjudagsnóttina og fór aftur um daginn vestur og suður. Hafði margt farþega. Lára Ölafsdóttir, forstjóri Sápubúðar- innar, fór utan með >ísland< síðast, til þess að leita sér lækninga. Rökkur heitir alþýðlegt tímarit, sem Axel Thorsteinsson gefur út í Reykjavík. Er III- árg. þess nýlega útkominn. Er ritið fjöl- breytt að efni og hið skemtilegasta aflestr ar. Eru í því ljóð, og sögur bæði þýddar og frumsamdar, ritdómar eftir dr. Valtýr Guðmundsson, fræðandi greinar o. fl. Rökkur fæst hjá bóksölum hér. Jarðarför MagnúsarSigurðssonará Grund fór fram á þriðjudaginn að margmenni viðstöddu. Séra Þorsteinn Briem frá Akra- nesi jarðsöng og hafði hann komið alla leið að sunnan í þeim erindum. Var lík- ræðan, sem hann hélt, snildarfögur og hugðnæm. Séra Geir Sæmundsson söng erfiljóð, er Páll J. Árdal liafði ort, og söng- flokkur Akureyrarkirkju, undir stjórn Sig- urgeirs Jónssonar, söng útfararsálmana. — Magnús var jarðsettur í ættargrafreitnum á Grund — við hlið fyrri konu sinnar. Slys. Er fólk var á heiinleið frá jarðar- förinni vildi mjög leiðinlegt slys til. Þrír menn' komu ríðandi framan veginn og mættu bíl á fraineftir leið- Tveir af reið- mönnum gátu hleypt hestum sínum fram með bílnum, en hestur þriðja mannsins tók snögt viðbragð og varð fyrir lionuni, kastaði bíllinn honum flöturn og mannin- um með. Er að var gáð, var maðurinn Benjamín Kristjánsson cand. phil. frá Ytri- Tjörnum og hafði hann ineiðst allmikið á höfði. Var hann fluttur hingað á spítal- ann og búið um sár hans; er hann ekki talinn hættulega meiddur. Hesturinn meidd- ist svo, að það varð að drepa hann. Vegamálastjórinn, Geir G. Zoéga, kom landveg að sunnan á þriðjudaginn. Lögfrœðispróf við háskólann hefir Ing- ólfur Jónssontekið nýlega með II. betri eink. Druknun. Nýverið vildi það hörmulega slys til, að unglingsstúlka druknaði í Mý- vatni. Hét hún Ólöf, dóttir Þórhalls Hallgrímssonar bónda að Vogum við Mý- vatn. Var hún ásamt systur sinni að baða sig í vatninu, er slysið vildi til. Maður verður bráðkvaddur. Vélstjórinn á síldveiðaskipinu »Varanger<, Einar Guð- bjartsson, fanst dauður í katli skipsins í fyrrakvöld. Hafði orðið bráðkvaddur við vinnu sína. Jarðarför hans hefstfrá kirkj- unni kl. 3 s. d. mánudaginn 6. þ. m. CO Leiðrétting. Vegna missagna, sem ganga um bæinn og nágrennið, í tilefni af að hesturinn hljóp fyrir bílinn 30. f. m., skal það tekið fram, að bifreið A. 5 er ekki frá Bifreiðastöð Akureyrar. Kristján Kristjánsson. Snurpuspi! höfum við nú fyrirliggjandi. íslenzk vinna — íslenzk gerð. Samin af Jóni S. Espholin. Seldurn 12 spil af þessari gerð í fyrra og þóttu fyrirtak. Eru mikið tra.usta.ri en útlend og ódýrari. , Espholin Co. Línuspil af hinni viðurkendu ágætu gerð frá Larsen & Wold, Aalesund, sem allir beztu fiskimennirnir nota, höfurn við nú fyrirliggjandi. Espholin Co. Jon S. Espholin. Til leigu snotur og sólrík stofa hjá undirrit- uðum. Gunnar Guðlaugsson. Hestar. Vil kaupa tvo reiðhesta nú þegar. Björn Björnsson frd Múlci. FP&IÍI^I *ie*'r ver'^ tekinn 1 aXt\ Ifv IV1 y úr forstofunni í Lækjargötu 3. Sá, er gerði, er beðinn að skila bonum á sania stað aftur. Nokkrar stúlkur vantar enn- þá til síldarsöltunar á Hjalteyri. Upplýsingar um kjör gefur Guðrún Guðmundsdóttir. (í húsi Böðvars Bjarkan, Sími 12.) Til leigu verkstæði, geymslupláss og sal- urinn í Gamla-Bíó-húsinu. Kristján bílstjóri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.