Íslendingur


Íslendingur - 10.07.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.07.1925, Blaðsíða 1
XI. árgangur. Akiireyri, 10. júlí 1925 30. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskv. kl. 9: Elskhugi droiningarinnar (Jarlinn af Essex) . 8 þátta kvikmynd. Hér er sagt frá ástum þeirra Elísabetar Englandsdrotningar og Jarlsins af Essex. Gerðust þeir atburðir, sein myndin segir frá, í lok 16. aldar. Myndin er ágæt aldarlýsing frá þessum viðburðarfku árum. Seðlaútgáfan. Framh. Alit Björns Kristjánssonar. Lang-ítarlegasta innleggið í seðla- bankamálinu er álit Björns Kristjáns- sonar. Eru þar bæði sýndir gall- arnir á því fyrirkomulagi, sem pró- fessor Nielsen heldur fram, og bæði Landsbankinn og ríkisstjórnin hafa aðliylst, og svo kostirnir á því fyrir- komulagi seðlaútgáfunnar, sem hann (B. Kr.) vill koma á. Pykir honum ekki nema eðlilegt, þótt prófessor- inn tali kuldalega um frumvarp sitt frá þinginu í fyrra, þar sem hann (prófessorinn) er búinn að láta álit sitt í ljósi um frv. Landsbankastjórn- arinnar, áður en hitt kemur fyrir augu hans og fallast á öll megin- atriði þess. Farast B. Kr.- því næst orð á þessa leið: »Þegar álit prófessorsins um banka- frumv. var komið á stað til Lands- bankans, sendi stjórnin, 6. okt., þessum sama prófessor, Axel Niel- sen, bæði frv. til umsagnar, sem fyrir þinginu höfðu legið. Og þar sem prófessorinn var þegar búinn að gefa álit sitt um bankafrv., sem hann mun hafa álitið, að stjórnin ætlaði að bera fram á þessu þingi, þá er ekki nema eðlilegt, þegar hann var að vinna í þjónusíu bankans og stjómarinnar, að hann tali kulda- Iega um frv. mitt í áliti sínu til stjórnarinnar, dags. 1. des. f. á. En fáir eru gallarnir, sem hann nefnin og gerir sér eðlilega ekki far um að benda á, hvernig megi bæta úr þeim. Eg verð því að leyfa mér að rétt- Iæta frumvarp mitt og afskifti mín af málinu í fyrra á þingi með nokkr- um orðum. Orsakirnar til þess, að jeg valdi þá leið sem frv. bygðist á, eru aðallega þessar: 1. að eg þekti veikleika vorn, enn sem komið er, til að stjórna seðlabanka samkv. fenginni reynslu, af því að oss vantar kunnáttumenn til þess. Er það öllum kunnugt, að lítið er af gáfuðum, reyndum banka® eða verzlunarfróðum mönn- um hér á landi, sem hafa fengið nauðsynlegt uppeldi f þeirri grein og mótast hafa af göfugum og á- reiðanlegum viðskiftahugsunarhætti, enda of lítil trygging fyrir, að þeir væru valdir í þær stöður, eins og hér á stendur, þótt kostur væri á þeim. Og af því svo stendur á, verður bankafyrirkomulagið og bankastarfsemin að vera sem óbrotn- ust, svo að yfirlitið verði sem vanda- minst, því annars er hætt við, að bankastjórnin geti ekki sniðið stakk bankans eftir vexti, Iiafi ekki á valdi sínu að »dis/)onera«, og rati því í ógöngur fyr en varir, eins og reynsl- an hefir sýnt í báðum bönkunum. Þess vegna verður að varast að öllu œgi saman í einni og sömu stofnun. En þetta þekkja útlendingar ekki, og búast því við, að stjórnir bank- anna hér séu skipaðar kunnáttu- mönnum, sem færir séu um að hafa þetta nauðsynlega yfirlit yfir hag bankanna og yfir viðskiftaástandinu í landinu á hverjum tíma. Og út frá þeirri þekkingu gengur prófess- orinn sýnilega í áliti sínu um stjórn- arfrv., sem fyrir hann var lagt, því skýrt kemur líka fram hjá honum álitinu til Landsbankans, að alt velti á því, hvernig seðlabanka er stjórn- að, og að hversu vel sem seðla- bankalög séu útbúin, þá komi það ekki að haldi, ef síjórn bankans veldur því ekki að stjórna viturlega og samvizkusamlega. Og þetta er hverju orði sannara. En eigi að síður má ómögulega vanrækja að hafa seðlabankalögin í fullu lagi. 2. að eg vildi láta seðlana vera bönkunum óháða, til þess að tryggja seðlana og ríkissjóðinn sem bezt fyrir slysum af bönkunum, en það hlaut að vera bezt trygt með því að taka tryggingarnar að handveði, ekki samt af handahófi, »avraget'í, eins og prófessorinn kemst að orði, heldur trygg handveð, sem formað- ur seðlastofnunarinnar teldi góð og gild, og endurskoðendur stofnunar- innar. Prófessorinn gengur alveg framhjá því, að sagt er ,í 9. gr. frv. míns, að bankarnir eigi að setja að veði »trygg« verðbréf og víxla. Og í 7. gr. er tekið fram, að fjármála- deild stjórnarráðsins endurskoði stofnunina að minsta kosti mánað- arlega, og á hún, meðal annars, að »grannskoða tryggingar þær«, sem settar eru að veði fyrir seðlunum. en þrátt fyrir þetta segir prófessor- inn, að veðin eigi að takast »uvra- get«, eða eins og þau fyrir koma. Og jeg vil spyrja: Munu slíkar tryggingar ekki koma til að liggja »uvraget« í hinum væntanlega seðlæ- banka? Frv. gerir ekki ráð fyrir öðru. 3. að bankarnir báðir gætu stað- ið nokkurn veginn jafnt að vígi til þess að styðja atvinnuvegi landsins áfram með seðlunum, og stafaði það meðal annars af því, að jeg óttaðist, að bankanuni mundi verða ofurefli að taka við ölluin seðlaút- gáfuréttinum, þar sem sparisjóðsfé bankans, sem fer sívaxandi, hefir reynst svo mikið, að bankinn hefir ekki séð sér annað fært en að lána það í allmiklum mæli, að mínu áliti gegn ofveikum tryggingum, og séð sig þess utan knúðan til und- anfarin ár að ávaxta allmikið af sparisjóðsfénu, alt að 4 miljónum kr. eða ineira, annarsstaðar innanlands fyrir að mun Iægri vexti, en hann hefir sjálfur orðið að borga sparisjóðsinneigendum sínum. Mér fanst, að þegar bankinn átti svona örðugt nieð að ávaxta alt spari- sjóðsfé sitt, þá yrði honum enn örðugra að vasast með alla seðla- útgáfuna með öllu því vafslri, sem henni fylgir. Á liinn bógin voru lítil líkindi til, að hinn bankinn gæti til frambúðar »rediskonterað« víxla sína með þeim kjörum, sem íslandsbanki hefir orðið að sæta. En af þessu gæti Ieitt gjaldmiðils- þurð, meðan gull og silfur getur ekki verið í umferðinni. 4. að það vakti fyrir mér, að ef íslandsbanki yrði sviftur allri beinni notkun seðla, þá yrði þar með upp- hafin skylda hans eða a ð h a I d til að hafa útbú í helztu kaupstöðum landsins, og þá líka vafasamt, hvort hann g æ t i haldið þeim útbúum uppi, sem hann varð að setja á stofn vegna seðlaútgáfuréttarins. Og gæti hann það ekki, þá hlyti afleiðingin að verða hrein bankaeinokun á þeim stöðuni, og taldi eg það eklcert gæfuspor fyrir lántakendur eða at- vinnuvegina. 5. að eg vissi, að aðalbanka- stjórn Landsbankans var skipuð fyrir lífstíð, sem ekki getur sam- rýmst hagsmunum nokkurrar þjóð- ar eða seðlabanka, samkvæmt feng- inni reynslu. Par af leiðir að stjórn- ir erlendra seðlabanka eru nú venju- lega ráðnar til stutts tíma, eða að minsta kosti með stuttum uppsagn- arfresti. Er þetta gert til þess, að seðlabankinn eða bankastjórn hans verði jafnan laus við alla flokkapóli- tík og klíkuskap. Má í því efni benda á, hvernigfrændur vorir Norð- menn velja í stjórn og yfirstjórn seðlabanka síns, og er það gert sem hér segir: Samkvæmt 20. gr. laga seðJabanka Noregs frá 1892 stend- ur bankinn undir stjórn 15 manna bankaráðs og undir stjórn 5 banka- stjóra. Og hverju útbúi stjórnar 1 bankastjóri og 2 meðstjórnendur, sem eru undirstjórn útbúanna. Meðlimi bankaráðsins velur Stór- þingið til 6 ára, en hvert þriðja ár fer hálft bankaráðið frá, 7 eða 8 meðlimir þess í hvert skifti. Pess utan eru 7 varamenn valdir þriðja hvert ár. Samkvæmt 22. gr. nefndra laga er formaður ogannar formaður banka- stjórnarinnar skipaðir af konungi, að fengnum tillögum bankaráðsins. Þeim má segja upp með 6 mán- aða uppsagnarfresti, þó þannig, að víkja megi þeim burt -fyrirvaralaust, gegn því að fá iaun sín næstu 6 mánuði. Hinabankastjórana þrjá velur Stór- þingið til 6 ára. En þriðja hvert ár ganga 1 eða 2 úr stjórninni á víxl. Ennfremur velur stórþingið 3 vara- menn. Svona tryggilega er þar um búið. 6. að eg álít, að meiri trygging væri fyrir því, að eigi yrði gefið út of mikið af seðlum eða oflítið eins og nú á stendur, eða að of ógæti- lega yrði lánað, ef sérstakur vel hæf- ur maður eða menn, óháðir bönk- unum, vektu yfir því, eins og ann- arsstaðar gerist. Eg taldi meiri tryggingu í þessari tilhögun en að bankastjórarnir einir hefðu alt vald yfir seðlaútgáfunni, eins og stjórn- arfrumvarpið ætlast til. 7. að mér var það ljóst, að ef seðlastofnunin væri sérstök, þá þyrfti ekki að útvega gullforðatrygg- ingu nema fyrir seðlunum einum. En ef Landsbankinn ætti að taka við seðlunum, þá mundi hann ekki komast hjá að gullíryggja það fé, sein hann ávaxtar fyrir aðra, að minsta kosti undireins og seðlarnir eru gerðir innleysanlegir. Eigi get eg verið sammála pró- fessornum um, að verðþensla (Infla- tion) stafi eingöngu af því, að seðl- arnir eru óinnleysanlegir. Pað má sannarlega lána of mikið og gefa út ofmikið af seðlum, þótt þeir séu gulltrygðir með 6 7 8/s af upphæð þeirra, En það er vitanlegt, að því ódýrari sem seðlarnir eru bönkunum, og minna gulltrygðir, því meiri hvöt er fyrir þá að gefa út of nrikið af þeim, í von um aukinn gróða. Og eins er hitt, að vel má lána í hófi, þótt seðlarnir séu óinnleysanlegir. Próféssorinn álítur, að hættan við það að gefa út of mikið af seðlum hverfi við það, að seðlabankinn sé gerður að ríkisbanka, sem hafi minni hvöt til að græða en hlutabanki. En alt fer þetta eftir skoðunum banka- stjórnarinnar á hverjum tíma og kringumstæðunum. Hún getur á ýmsum tímum verið flokks-pólitísk, á öðrum tímum ekki. Hún getur ýmist verið andstæð sósíalistahreyf- ingunni, eða henni fast fylgjandi, og þá skoðað fé bankans nokkurs- konar almenningseign, og því slept tökunum á að lána gegn fullgildu veði eða gildri tryggingu. Og svo gæti ennfremur ástaðið, að á bank- anum hvíldu eitthvert tímabil yfir- vofandi stór töp, þungar skuldir og s. frv. Og ef svo stæði á, lægi þá ekki hættan nærri, þó bankinn sé ríkisbanki, að hann geti gefið út of mikið af seðlum, til þess að auka veltuna sem mest, í von um aðgeta

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.