Íslendingur


Íslendingur - 17.07.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.07.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 17. júlí 1925 31. tölubl. Seðlaútgáfan. Alit Björns Kristjánssonar. Niðurl. Eg hefi haldið því fram, að Lands- bankanum væri ekki þannig fyrir komið, að auðið væri að afhenda honum seðlautgáfuréttinn á venju- legan hátt, en að hinsvegar mætti látta honum seðla í meiri eðá minni mæli, gegn handveði. Og þær á- stæður hefi eg fyrir því fært: 1. Að bankinn hefði alt of stór- an sparisjóð til þess, þar sem hann í raun og veru er ekki annað en sparisjóður, þó hann sé kallaður banki. 2. Að til þess að veita banka seðlaútgáfurétt hér þurfi allháa gulltryggingu, og megi hún ekki vera minni en Þjóðbankans danska, 508/o, ef tekið er tillit til Iegu landsins, einangrunar, og að hugmyndinni um inn- lausn seðla fyrir gull er haldið, sem auðvitað verður að vera. 3. Ennfremur verður að taka tillit til þess, að lánspólitík Lands- bankaris síðari árin hefir verið alt önnur en samrýmst geti seðlabanka, þó hann hafi gull- forða. En miklum örðugleikum er bundið að breyta viðskifta- stefnu banka, nema á löngum tíma, að gera t. d.. gróðabanka að gætnum og tryggum seðla- banka. ÖII und/rbyggíng hans í mörg ár mælir á móti því. Við þessi meginatriði í skoðun- um mínum hefir prófessorinn sitt- hvað að athuga. Hann kemst þó ekki hjá því, er fyrsta liðinn snertir að samsinna því, að engir seðla- bankar hafi sparisjóð, og þá mundi hann og viðurkenna, að engum sparí- sjðði í heimi hafi nokkurntíma veríð afhentur seðlaútgáfuréttur, en þann- ig stendur hér á, að sparisjóður (Landsbankinn) á að taka við hon- um. Og prófessornum finst, að þetta sé þó gerlegt, af því Landsbankinn sé ríkisbanki. Og þó hann í áliti sínu segi frá hinum álment viður- kendu ástæðum til þess, að seðla- bankar vilja ekki taka við»fé til á- vöxtunar, þá reynir hann að draga úr henni síðar í álitinu, og segir þar, að orsökin til þess, að seðla- bankar ekki vilji taka við fé til ávöxt- unar, muni fremur stafa af raunveru- legri framþrðun bankanna en grund- vallaðri andúð gegn slíku fé. En eftirtektarvert er, að prófessorinn staðfestir sjálfur í umsögn sinni, að seðlastofnun, sem aðeins hafi við- skifti við bankana, hafi alt það afl í viðskiftum, sem ætlast verður til af seðlabanka. Hann skoðar sem sé, að seðlabankar erlendis hafi þetta afl, og í sambandi við umsögn sína um sparisjóðsstarfsemi Landsbank- ans segir hann, að enginn seðla- banki reki — svo hann viti — spari- sjóðsstarfsemi, ^og að það sé af þeirri einföldu ástæðu, að fyrirkomu- lag seðlabanka sé nú, fyrir rás tím- anna, orðið það, að þeir séu orðnir »bankar bankanna«, þar sem þeir setji seðlana í umferð fyrir milli- göngu'bankanna. Öldungis eins og seðlastofnun mín átti að gera. Af þessu má sjá, að hugsunargangur prófessorsins er nokkuð undarlegur. Röksemdarfærsla hans í þessu efni verður í stórum dráttum á þessa leið: Sérstök seðlastofnun verður ekki nógu máttug í viðskiftalífinu, og þess vegna á að leggja seðlaútgáf- una í hendur Landsbankans, sem hefir nægan kraft vegna sparisjóðs- starfsemi hans og viðskifta við ein- staka (privat) menn, en að vísu eru seðlabankar erlendis nógu máttugir í viðskiftalífinu þar, þó þeir hafi enga sparisjóðsstarfsemi og hafi að- allega aðeins viðskifti við banka, en nálega engin viðskifti við »privat«- menn. — Slík hausavíxl í hugsun,, sem í þessu liggja, mundu sennilega hafa fengið harðan dóm, ef eg hefði notað þau. En svo eg víki aftur að framþró- unarkenningu prófessorsins, þá vil eg leyfa mér að benda á, að eftirtöld- um bönkum mun t. d. frá upphafi, er þeir fengu seðla-einkaréttinn, hafa verið bannað að taka móti fé til á- vöxtunar: Finnlandssbanka, Ríkis- banka Svía, Svisslandsbaka og Frakk- landsbanka. En ekki getur þetta að- eins stafað af ástæðum þeim, sem prófessorinn tilfærir, framþróun og þessháttar, þar sem bankarnir eru ekki farnir að starfa, þegar reglan er sett, og var alls ekki ætlað ein- göngu að vera »bankar bankanna«. Þetta getur tæplega stafað af öðru en að ríkisþing þessara landa hafi þegar á þeirri tíð áiitið, a'ð seðla- banki mæ'tti ekki taka við fé til á- vöxtunar. Og athugum ennfremur^ hvernig þýzka ríkisþingið fer að 1875. í W. Scharlings Bankpolitik, 2. útg. bls. 61—62, er einmitt talað um þetta efni. Þar segir, að það, sem valdi því, að menn eigi vilji binda mikið af annara fé, sem ávaxt- ast á, við seðlabanka, sé, að menn óttist, að seðlabankinn leiðist út í að veita ótrygg lán og of löng, sem ekki geti samrýmst seðlabanka. Þar segir ennfremur: »Þýzku bankalögin frá 1875 hafa þess vegna að vísu ekki bannað ríkisbankanum að borga vexti af innstæðufé, en þó fyrirskip- að, að upphæð slíks innstæðufjár, sem vextir greiðast af, megi ekki nema meiru en stofnfénu og vara- sjóði samanlögðu. En svo bætist við, að ríkisbankinn þýzki hættir alveg að 3 árum liðnum, 'eða 1878, að taka við slíku fé, sem heldur ekki getur stafað af framþrðun á svo stuttum tíma. Hér hefir maður þá ástæður Scharlings, og koma þær alveg heim við ástæður hagfræðings- ins Ivars Hultmans við ríkisbankann sænska, er eg vísaði til í nefndar- áliti mínu í fyrra (þingskj. 350) og hljóðaði svo: »Það rná telja aðalregjuna í ákvæð- unum (lagaákvæðurn seðlabankanna), AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskv. kl. 9: Hin sigrandi öfl 7 þátta kvikmynd úr samkvæmislífi Parísarborgar. Afarskrautleg og áhrifamikil. Aðalhlutverkin leika: Alice Terry og Rudolphe Valentino. að það sé ekki leyfilegt að taka á móti fé til ávöxtunar. I mörgum löndum, þar sem leyft er að taka á móti fé til ávöxtunar, nota bankarnir á engan hátt þessa heimild. Rétt á- litið sýnir reynslan þá staðreynd, að ávöxtun utan að komandi fjár gæti þvingað bankana til að veita ján, sem gagnstæð eru tilgangi seðla- banka«. Það er sýnilegt af þessu, að fram- þróunarástæða prófessorsins hefir við alt of lítið að styðjast. ' í sambandi við þetta talar pró- .fessorinn um, að eg hafi lagt alla áhersluna á »Panik«, sem seðlabanki gæti orðið fyrir, er hafi stóran spari- sjóð. Óneitanlnga getur það kom- ið fyrir, og hefir einmitt komið fyrir á voru landi. Á hér um bil hálfu árijvar sparisjóðsfé rifið út úr íslands- banka, er hann varð fyrir blaðaárás- unum, er nam um 6 miljónum kr.*, hafði hann þó ekki það hálfa á við sparisjóðsfé það, sem Landsbankinn hefir nú. Þarna höfum vér sjálfir reynsluna. Eftir því gæti vel komið fyrir, að úr Landsbankanum yrðu teknar 12 miljónir króna eða meira á jafnlöngum tíma, og jafnvel heimt- að gull fyrir þá upphæð, eftir að seðlarnir væru gerðir innleysanlegir. Og eigi verður betur séð en að þetta hlyti að valda seðlabanka mikl- um óþægindum, tjóni og seðlaút- gáfu langt yfir heilbrigða viðskifta- þörf. Það virðist því vera nokkurnveg- inn auðsætt, að geti Alþingi ekki fallist á að stofna seðlaútgáfustofn- un í líkingu við stofnun þá, er eg lagði til að.stofnuð yrði á síðasta þingi, að þá geti tæplega verið um annað að ræða en hreint og beint að stofna sérstakan raunverulegan ríkisseðlabanka. Að sjálfsögðu yrði landið að leggja honum til gullforða smámsaman, eins og seðlastofnun- inni; ætti 1—IV2 miljón krónur að nægja fyrst um sinn, og aldrei þurfa að yfirstíga 2—2V2 rrúljón krónur. Og engir örðugleikar eru á að semja seðlabankalög á þeim hreina grund- velli. Vera má, að sumum finnist að þetta land hafi ennþá of litla veltu til þess að bera uppi 3 banka. Lík skoðun kom fram 1903, er íslands- banki var stofnaður. Nú hafa menn reynsluna að baki sér í þessu efni, . sem sýnir, að við stofnun íslands- banka færðist alveg nýtt líf í at- vinnuvegina, sem hefir haft þær af- leiðingar, að þar sem útflutt vara nam árið 1903 tæpum 9 miljónum króna, er óhætt að telja hana nú að minsta kosti 50 miljónir króna í með- alári. Það virðist því ástæðulaust að draga í efa, að nýr seðlabanki gæti komið að miklum notum fyrir þjóðina, og ekki síst fyrir bankana sjálfa, ef starf hans yrði aðallega að skifta við þá, eins og seðlastofn- uninni var ætlað.að gera. Verði ekki horfíð að því ráði að stofna sér- staka seðlastofnun eða banka, þá ætti fresturinn til að innleysa seðla íslandsbanka að veitast helst eigi til skemri tíma en t. d. 5 ára, en á því tímabili mætti, ef skynsamlega er að farið, búast við, að lausar skuldir landsins væru greiddar, gengi krónu vorrar en að hafa nálgast meir gull- verðið nú og að þá verði búið að greiða að fullu 3 af gömlu lánum ríkissjóðsins, og allmikið af öðrum föstum lánum. Gullforðakaupin ættu þá að verða léttari ríkissjóðnum en nú eru þau. Og þetta væri sú eðlilegasta og skynsamlegasta með- ferð málsins eins og á stendur.« Seðlamálið er nú í höndum milli- þinganefndar og sitja í henni: Sveinn Björnsson fyrv. sendiherra, Magnús Jónsson dócent, Benedikt Sveinsson, Jónas Jónsson frá Hriflu og Ásgeir Áágeirsson. — Á nefndin að hafa fyrir næsta þing komið fram með tillögur um framtíðarfyrirkomulag seðlaútgáfunnar bygðar á ítarlegri rannsókn og áliti sérfræðinga. Hvað ofan á verður í þeim efn- um þýðir engu að spá um, en fram- tíðarúrræðin um skipun seðlamálsins sýnast vera þrjú: 1. Að Landsbankinn hafi seðlana. 2. Að ríkisveðbankinn verði sett- ur á laggirnar og falin jafn- framt seðlaútgáfan. 3. Að sérstök stofnun verði sett á fót til að annast seðlaútgáf- una, með þeim hætti, er B. Kr. leggur til.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.