Íslendingur


Íslendingur - 24.07.1925, Síða 1

Íslendingur - 24.07.1925, Síða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri/ 24. júlí 1925 32. tolubl. AKUREYRAR BIO I Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskv. kl. 9: Skylda konunnar. 6 þátta kvikmynd. Aðalhlutverkið leikur: NORMA TALMADGE. Pessi mynd gerist í listamannahverfi Parísar. — Ljómandi hugð- næm og áhrifamikil mynd. i Tveir leiðtogar. Leiðtogar tveggja aðal-stjórnmála- flokkanna í landinu, íhaldsflokksins og Framsóknar, hafa undanfarið ferð- ast víða um landið og haldið fundi um þingmál og slefnur flokkanna. Hafa þessi fundarhöld gefið mönn- um gott tækifæri til þess að kynn- ast leiðtogunum nánar og foringja- hæfileikum þeirra. Af framkomu þeirra á fundunum verður að gera upp á milli þeirra, og af henni verða menn að ráða það við sig, hvors leiðsögu þeir kjósa frekar að hlíta í landsmálum. Athugum nú framkomu leiðtog- anna lítillega, eins og hún t. d. var á fundunum hér; hún mun hafa verið með líkum hætti annarstaðar. Leiðtogi íhaldsflokksins, Jón Þor- láksson fjármálaráðherra, skýrir frá stefnu flokks síns, gefur glögt yfir- lit yfir fjárhagsástand ríkisins og segir frá gangi þingmála rétt og hlutdrægnislaust; — hann lætur and- stæðingana njóta sannmælis; hann veitist að engum manni með per- sónulegar aðdróttanir eða ófræging- ar, viðhefir engin ruddaleg orð, en er þó djarfur í tali, hreinskilinn og hispurslaus. Fyrir honum eru það málin en ekki mennirnir, sem ræðir um, og út fyrir hin pólitisku vé- bönd víkur hann ekki. Pað er póli- tisk fræðsla, sem hann veitir tilheyr- endum sínum; ekki gaspur út í blá- inn eða slúðursögur. Leiðtogi Framsóknarflokksins.Jón- as Jónsson frá Hriflu, segir einnig frá gangi málanna á þingi, en frá- sögnin gengur öll út á, að, eitra hugi tilheyrendanna í garð andstæð- inganna — um sannleikann hvergi hirt. Hann segir hverja Gróusög- una annari magnaðri um fyrirætl- anir og gerðir andstæðinganna og eys yfir þá ófrægingum og persónu- legum aðdróttunum. Hann hagar sér sem götustrákur og uppnefnir menn, og er hann reiðist, missir hann alla stjórn á sjálfum sér og alt lendir hjá honum í sundurlaus- um skammavaðli. Hann er sneydd- ur pólitisku drenglyndi og notar sér prívatlíf manna sem árásarefni. Pannig sýndi framkonia leiðtog- anna sig hér. Hver er betur sæm- andi leiðtoga? Ef við lítum til annara þjóða, þar sem stjórnmálaþroskinn er sæmileg- ur og íhugufn, hvaða og hvernig þeir menn eru, sem eru leiðtogar stjórnmálaflokkanna, þá verður það ljóst, að það eru úrvalsmenn þeirra: mentaðir, gætnir, prúðir og dreng- lyndir menn. Prúðmenska og dreng- Iyndi þykir mesti kostur enskra stjórnmálamanna. Leiðtogar flokk- anna þar mundu ekki kalla and- stæðinga sína »moðhausa«, aasna^ »ræfla« og »bleyður«, ekki gera þeim hinar svívirðilegustu aðdróttanir, ekki segja rangt frá þingmálum, ekki ráðast á prívatlíf þeirra og ekki haga sér eins og vitstola menn, þótt eitt- hvað blési á rhóti. Sá stjórnmála- maður, sem hagaði sér þannig á stjórnmálasviðinu enska, mundi fljót- lega hverfa undir lvið pólitiska yfir- borð; mundi fyrirlitinn og flokks- rækur. Líkt mundi verða uppi á teningnum í flestum af nágranna- löndum vorum öðrum. Sijórnmálaþroski íslenzku þjóð- arinnar er enn þá vafasamur, en hann gengur undir próf við næstu kosningar. QO Afurðasalan.* Eftir Garðar Gíslason. Pegar ræða er um efnahag þjóðar- innar komast margir að þeirri niður- stöðu að landið sé gott, en þjóðin sé eyðslusöm á fjármuni og óspör á tíma. Tímatapið verður ekki sann- að með tölum, en skipin öll, sein flytja vörurnar til landsins og hag- skýrslurnar sýna, að þessar fáu manneskjur, sem hér búa, taka til- tölulega mikið til sín, auk alls þess, sem þær neyia af sinni eigin fram- leiðslu. Vafalaust fer mikið í súg- inn vegna vanhirðu og vanþekking- ar eða óhagkvæmra lifnaðarhátta; mætti því með meiri ráðdeild mikið spara kaup aðfluttra vara, enda hafa stjórnarvöldin séð þessa hlið máls- ins og reynt að hamla innflutningi ýmsra vara með banni og háum tollum. En önnur hlið er á þessu máli, sem ekki síður varðar afkomu þjóð- arinnar og álit hjá þeim, er hún hefir sambönd og samneyti við. Pað er hvernig afurðir landsins eru tilreiddar og á borð bornar fyrir neytendur þeirra. — Ef þjóðin vand- ar sig betur að þessu Ieyti, eykur hún tekjurnar og tryggir bezt fram- tíð sína, því það er ekki aðeins að vöruvönduninni fyigi hækkandi verð, heldur tryggir það. einnig markað fyrir viðkomandi vörur. ma tilbún- ar eða óvandaðar vörur notast vana- lega til uppfyllingar, þegar annað skárra gengur til þurðar. Verðgildi þeirra er því ótrygt og óstöðugt og salan undir atvikum komin. Einnig er mikið áhættusamara og erfiðara að verzla með þessar vörur, en alt keniur framleiðendunum í koll — í Iægra verði en ella þyrfti að vera. Að vísu hefir ýmislegt verið gert af hálfu þess opinbera til þess að bæta afurðir landsins, og örfa fram- leiðendurna til vandvirkni, en eg álít að þar skorti mikið á ákveðnar stefn- ur og föst tök, og ekki sízt nána samvinnu við verzlunarstétt lands- ins, sem bezt verður vör við að- finslurnar á vörurium, og á oft kost á að kynnast endurbótum í um- gengni við viðskiftamenn sína. Verst er til þess að vita, þegar stjórnmálastefnur í landinu hníga að *) Greinin hefir áðnr birst í júnihefti Verzlunartíðinda. því að eyðileggja verzlunarstéttina, og gera alt, sem þær geta til þess að aftra því, að hún vinni hlutverk sitt. Utyfir tekur þó, að verzlunar- málin skuli vera háð dutlungum hverrar þeirrar stjórnar, sem kemst til valda, án íhlutunar sjálfrar stétt- arinnar. Líklega er ekki tímabært að víkja frekar að þessu. Pað virðist svo sem margur álíti verzlunarstéttina sem andstæðing eða óvin annara stétta þjóðfélagsins, og að hennar hagsmunir eða stefnur falli ekki saman við hag og heill heildarinnar. Pegar þessi hugsunarháttur er breytt- ur, og framleiðendur og verzlunar- stéttin taka höndum saman til þess að auka verðmæti afurðanna, með því að bæta þær og afla þeim viss- ari og víðtækari markaðs, þá verður verzlunarstéttinni leyft að ráða meiru um þau mál, er henni standa næst. Nú á tímum eru kapphlaup þjóð- anna óvanalega mikil um framleiðslu og verzlun. Pær eyða stórfé úr ríkissjóðunum til verzlunarkenslu, iðnsýninga, verðlauna, tilrauna, verzl- unarerindsreksturs, auglýsinga, sam- göngubóta o. s. frv. Ef ísl. ríkið ætlar sér að taka aðr- ar þjóðir til fyrirmyndar í þessu efni, mundi kostnaðurinn verða tiltölu- lega mikill vegna þess, hve vöru- inagnið er lítið; má því ekki ætlast til þess að það geti veitt verzlunar- stéttinni samskonar aðstoð sem aðr- ar þjóðir. Er því um tvent að velja: Annaðhvort að ísl. verzlunarstéttin leggi þeim mun meira á sig í sinni grein en erlendir stéttarbræður, eða að'framleiðslan og verzlunin, sem ætíð er nátengt, standi langt að baki. Meðan Danir hirtu flestar afurð- irnar og verzluðu með þær, var hægara og vandaminna fyrir verzl- unarstéttina í þessu efni. En á seinni árum hefir verzlunarstéttin komist að raun um, að þjóðinni væri það hagkvæmara að kaupa nauðsynjar sínar í framleiðslulönd- unum og selja afurðirnar til neyzlu-. landanna. Auk þess fær verzlunar- stéttin þanhig nánari kynni af not- endum afurðanna, þörfum þeirra og kröfum til umbóta á vörunum. Ná- grannaþjóðirnar eru farnar að sjá, að það er ekki nauðsynlegt, að verzlunin gangi gegnum danskar hendur og bein viðskifti við þær minna betur en alt annað á sjálf- stæði landsins. Nú eru Danir að verða viðskifta- menn vorir, hliðstæðir öðrum ná- grannajajóðum, og ísl. verzlunarstétt- in hefir nú ekki aðeins veg og vanda af því að ná sem beztum og hag- kvæmustum innkaupum á aðfluttum vörum, heldur einnig og öllu frem- ur af því, að leita sem flestra mark- aða fyrir afurðirnar og sjá um, að þær falli kaupendunum sem bezt í geð og verði eftirsóttar. Petta er þýðingarmikið hlutverk verzlunarstéttarinnar, og væri vel að ungir, mentaðir menn legðu fram krafta sína í þessa átt, í stað þess að taka sér fyrir hendur þá grein verzlunarinnar, sem þegar er þröng- skipuð. Efast eg ekki um, að nokk- ur fjárstyrkur yrði fáanlegur úr rík- issjóði í þessu augnamiði, þegar menn hafa sannfærst um nauðsyn- ina og ákveðnar tillögur liggja fyrir. Nýlega hefir verið ráðinn erind- reki til þess að gæta hagsmuna ísl. seljenda í Miðjarðarhafslöndunum, sérstaklega að því er snertir sölu á fiski, ætla eg þvf að ganga fram hjá að minnast á þá vöru, enda er hún komin í mest álit af íslenzkum af- urðum, og framleiðslan í góðu lagi. Aftur á móti langar mig til að minn- ast á nokkrar aðrar ísl. vörur, sem meira standa til bóta. Ullin. Ekki alls fyrir löngu hafa ýmsir hagfræðingar skrifað um ull og ull- arverð og orðið á eitt sáttir um það, að ullarframleiðsla heimsins hafi töluvert minkað síðan fyrir stríðið, og allir spáðu varanlegu, háu ullar- verði. En nú er annað komið á daginn. Ullarverðið hefir stórkost- lega luapað síðustu mánuðina, svo til vandræða horfir með sölu á ull. Verðlækkunin hefir komið mjög á óvart. Peir, sem bezt fylgdust með þessum málum, geta ekki fyllilega gert sér grein fyrir orsökunum, en telja þó meðal annars, að dregið liafi úr ullarnotkun vegna fjárkreppu og vinnutruflana og aukinnar fram- leiðslu úr ódýrari efnum (svo sem baðmull, silkilíki og jafnvel pappír)- Peim kemur ekki vel saman um ull- arbirgðirnar, en talið er þó, að þær séu nú tiltölulega litlar í ýmsum iðn- aðarlöndum, sem gefur von um, að

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.