Íslendingur


Íslendingur - 24.07.1925, Page 2

Íslendingur - 24.07.1925, Page 2
2 ISLENDINGUR Fyrirliggjandi fyrir útgerðarmenn: Libby’s Mjólk Hessian 8 oz. Bindigarn Kakao i dunkum Oliufatnaður allskonar. Seglgarn Kaffi brent önglar Mustads Fiskburstar og hnífar Skipskex fleiri teg. No. 7& 8 e. e. 1, Smurningsolíur. Línutaumar. eftirspurnin glæðist og verðið hækki aftur innan skamms. Alt fram að árinu 1923 seldist megnið af ísl. ull til Bandaríkjanna, en snemma á því ári var þar hækk- aður innflutningstollur á henni svo mjög, að hún hefir eigi síðan stað- ið samkepni við ull af slíku tagi, sem nýtur betri tollkjara. Var það ómetanlegur skaði, því þar hafði hún nokkurnveginn tryggan mark- að. F>ó hefir ísl. ullin selst með viðunandi verði hingað og þangað í Evrópu, vegna þess að til skamms tíma hefir verið sókzt eftir ull og verðið farið hækkandi á heimsmark- aðinum. En þegar nú er orðin breyting á þessu, situr sú ull fyrir, sem betur líkar og kaupendur eiga kost á að fá hve nær sem er. Sjálfsagt mætti mikið bæta ullina með meiri fjárrækt, betri viðurgern- ing á fjenu, heppilegri þrifaböðun, betri meðferð og verkun á ullinni og fullkomnari ullarflokkun o. fl. — Pótt flokkunin eins og hún er nú framkvæmd, sé nokkuð til bóta, er hún naumast viðunandi, auk þess er hún dýr. Ullin er ekki flokkuð eftir gæðum, eins og vera ber, heldur meira eftir því, hvernig hún er þveg- in. Bændur þurfa sjálfir að læra að flokka ull sína, enda er það lang- auðveldast og þægilegast að gera það að miklu leyti um leið og fjeð er rúið eða áður en ullin er þvegin. Ullina þarf að búa vel undir þvott- inn: aðgreina hana sem bezt eftir lit og gæðum, greiða vandlega flók- ana og ná úr henni sandi, mori-og kleprum. Nauðsynlegt er, að rétt leysiefni sé notað við þvottinn og hitinn á þvælinu sé hæfilegur, svo blærinn verði fallegur á ullinni. Einn- ig er áríðandi að þurka ullina vel og láta hana ekki liggja hálfblauta í bing eða troða henni þannig í poka. Varast þarf að merkja féð á ull- ina með tjöru eða sterkum litum (svo sem anilin-litum eða málningu). í verzlunum fást litir, sem til þess eru gerðir og ósaknæmir eru fyrir ullina. Sömuleiðis þarf að afleggja þann slæma sið, að lagða einlitt fé, a. m. k. þarf vandlega að gæta þess, að mislitu lagðarnir séu teknir úr aftur, en lendi ekki í ullinni, Mestu vandkvæðin eru með gulu ullina eða ullina með gula togið. Hún má ekki, að réttu lagi flokkast með hvítu ullinni, því hún er mis- lit. Er þar um 3 leiðir að ræða: að útrýma gulu ullinni með kyn- breytingum, að aðskilja togið frá þelinu (taka ofan af). að flokka gulu ullina sérstaklega eða með mislitri ull. Jafnframt þarf að vera fullkomið samræmi í flokkuninni um alt land, svo ullin geti gengið kaupum og sölum eftir flokksmerkjum, án tillits til þess, hvaðan hún sé af landinu. Ennfremur ætti að vera eftirlit með því, að notaðir séu sekkir af sömu þyngd til ullarumbúða og að ákveð- in þyngd sé af hverri tegund ullar í sekkjunum. Pegar fáanlegur er í landinu ódýr rafmagnskraftur til iðnaðar, efast eg ekki um, að heppiiegt muni vera að vinna ullina að einhverju leyti til útflutnings, t. d. kemba hana og spinna, og jafnvel tæta úr henni einhverjar vörur. (Meira.) Símskeyti. (Frá Fröttastofu Islands.) Rvík 23. júlí. Utlend: Frá París er símað, að sendiherra Pjóðverja hafi afhent frönsku stjórn- inni svar við orðsending hennar út af öryggistilboði Pjóðverja.—Vinstri menn hafa sigrað við kjörmanna- kosningar til öldungaráðsins. Frá Danzig: Torpetobátur spring- ur í Ioft upp, er kviknar í benzín- forða. Tveir menn drepnir. Frá Berlín er símað, að kvenmað- ur í Jugó-Slavíu hafi játað á sig hryllileg morð. Hefir drepið 2 eig- inmenn sína, son sinn og 32 unn- usta. Líkin geymdi hún í zinktunn- um í kjallaranum undir húsi því, er hún bjó í. Frá London er símað, að Abdel Krim, uppreistarforingjanum í Mar- okkó, gangi stöðugt betur, og að síðustu fréttir hermi, að hann nálg- ist óðum höfuðborgina Fez. Frakk- ar senda mikinn Iiðsauka. Hitar miklir á vígstöðvunum og hrynja Evrópumenn niður af þeirra völdum. Frá Lissabon er símað, að nokkrir herforingjar hafi gert tilraun til þess að koma á stjórnarbyltingu, en mis- tekist. Frá London: Kolanáma-deilurnar harðna stöðugt og er nú ekkert út- lit talið til samkomulags. Náma- menn hafa neitað tilboði stjórnar- innar um skipun rannsóknarnefndar. Tekist hefir að ljósmynda krabba- meins-bakteríuna. Oera menn sér nú miklar vonir um gagn af þess- ari uppgötvun, og að ennfremur verði hægt að beita sömu rann- sóknaraðferð við fleiri sjúkdóms- bakteríur, Frá Gautaborg er símað, að ægi- legur eldsvoði hafi átt sér þar stað á þriðjudaginn, er þar brann tré- smíðaverksmiðja. Eldurinn sást alla Ieið frá Skagen á Jótlandi. Frá Montreal: Uppgripaafli af stórþorski í Davissundi, Fytlas-bank- anum(?). Mergð skipa á veiðum á þessum stöðvum. Innlend: . Þýzktferðamannaskip,»Munchen«, kom hingað í fyrradag með 400 far- þega. Dvaldi tvo daga. Margt gert ferðamönnunum til skemtunar, söng- ur, glímur og dansleikur um borð í skipinu. Ferðamennirnir hinir á- nægðustu. Skipið fer héðan til Jan Mayen, Spitzbergen, Noregs og svo til Pýzkalands, Pétri Magnússyni hæstaréttarmála- færsIumanniveittforstjórastaðaRækt- unarsjóðs íslands. Ágætis veður sunnanlands síð- ustu dagana. Bolungarvíkur-prestakall auglýst til umsóknar. Búist við að margir sæki. oo ingu rog priaoyrinn. ^ Kex fínt Kaffi brent og malað Hafragrjón í pökkum nýkomið í verzlun Guðbj. Björnssonar. ^ Erlingur Friðjónsson bæjarfulltrúi skrifar í síðasta Vm. um óþrifnaðinn á götum bæjarins og er argur yfir honum. — ísl. er það líka, en hverj- um er að kenna? Erlingur kennir bæjarstjóranum og áfellir hann harð- Iega fyrir vanrækslu í þrifnaðarmálum, En þetta er ekki rétt. Bæjarstjórinn hefir ekkert með framkvæmdir heilbrigðis- samþyktarinnar að gera, heldur er það heilbrigðisnefndin og heilbrigðisfulltrú- inn samkvœmt ákvœðum hennar. í 4. gr. samþyktarinnar stendur: s Heilbrigðisnefndin skal hafa gætur á þvt, ad heilbrigðissamþyktin sé hald- in og henni sé hlýtt í öllum greinum.« Og í 10 gr. stendur: »Götur bœj- arins og rœsi skal hreinsa á bœjarins kosinað svo oft, sem heilbrigðisnefnd þykir þurfa.« Bæjarstjóri er ekki í heilbrigðisnefnd, en Erlingur Friðjónsson á þar sæti og hefir áti i fteiri ár og er hann eini fulltrúinn, sem bæjarstjórn- in á í þeirri nefnd ; hinir nefudarmenn- irnir eru bæjarfógeti og héraðslæknir, sem báðir eru sjálíkjörnir. Erlingur Friðjónsson er því sá mað- urinn, sem bæjarstjórnin fyrir sína hönd " hefir valið til þess að sjá um framkvæmdirheilbrigðissamþyktarinnar, og vegna þess, að hann hefir brugð- ist því trausti, eru göturnar óþrifaleg- ar. Bæjarstjóri á þar enga sök á; hrein- lætismál bæjarins eru fyrir utan hans verkahring, eft'r því sem heilbrigðis- samþyktin segir, og gekk hún þó í gildi eftir að bæjarstjórastaðan varð til. Landsbanki íslands 1924. Tekjur bankans siðastliðið ár hafa alls numið kr. 3169453.96 (að frádregnum kr. 40376.25, er fluttar voru frá fyrra ári), en árið áður námu þær krónum 2493998.23. Innborgaðir vextir hafa numið á árinu kr. 1713201.45 (1923: kr. 1187278.33) og forvextir af víxl- um og ávísunum kr. 1144273.12 (1923: kr. 971181.10). Ágóði af rekstri út- búanna nam kr. 79683.81 (1923 kr. 45086.19) og ýmsar tekjur námu kr. 216511.00 (1923: kr. 137416.84). Þegar dregið er frá tekjunum greiddir vextir (þar með taldir vextir af seðl- um í umferð samkvæmt lögum frá 1922) og kostnaður við rekstur bank- ans, alls kr. 2513878.09, verður af- gangs af tekjunum kr. 695952.12. Verðbréf hafa verið lækkuð í verði um 'kr. 104032.62. Afskrifað tap bank- ans sjálfs á víxlum og lánum kr. 188147 47 og útbúsins á Eskifirði kr 644638.91. Gengistap hefir orðið kr, 123032.76 og lögákveðin gjöld nema kr. 15000.00. Alls nema gjöldin kr. 3588729.85 og rýrist því varasjóður um kr. 378899.64. <g>® „Röðull“ heitir vikublað, sem farið er að gefa út á Eskifirði; er ritstjórinn Arn- finnur Jónsson skólastjóri. Er það Alþýðu- blaðsstærð. HREINAR FL0SKUR kaupir Áfengisverzlun Rlkisins, Hofstaðabræður. Síðastliðið haust kom út skáldsaga með þessu nafni, eftir síra Jónas Jónas- , son. Hennar hefir mjög lítið verið minst, en hún er þess þó fyllilega verð, að ekki sé gengið þegjandi fram hjá henni. Höfundur er þjóð sinni löngu kunn- ur fyrir skáldsögur sínar og einn okk- ar þektasti rithöfundur meðal annara þjóða. Eg sé því ekki ástæðu til að ritdæma bókina með tilliti til stíls og frásagnarmála. Hann er sá sami ogá fyrri bókum þessa höfundar. En þvi gríp eg penna i hönd, að eg vildi hjálpa til skilnings á tilgangi bókar- innar. Fáum lesendum sögunnar mun dylj- ast, að hún er skrifuð með það fyrir augum. að leiða ákveðin sannind í Ijós. Og alvöruþunginn, sem gengur í gegn- um alla söguna, sýnir, að þau sannindi telur höfundur mikilvæg. Eg hefi þózt reka mig á það, að sú skoðun væri almenn mjög, að með sögunni væri höfundur að tala máli katólskunnar gegn lúlerskunni og sýna yfirburði hennar. En mörg ummæli sögunnar benda til þess, að hann vill ekki hefja aðra stefnuna fram yfir hina. Ogþó sker fyrirvarinn þar greinilegast úr. Insti kjarni sögunnar Eggur ennþá dýpra, Og sagan verður ekki skilin nema með tilliti til tímans, sem húu er skrifuð á, og afstöðu til fundarins til þeirra straumhvarfa, sem þá eru að gerast í trúarlífi þjóðarinnar. Sagan er skrifuð á þeim tíma, þegar nýjar trúarstefnur eru að ryðja sér til rúms hér á landi. í kenningum sín- um viku þær svo mjög frá hinurn drotuandi kenningum, að víðlesnum sögumanni, svo sem höfundur var, mátti véra Ijóst, að minna hafði oft á milli borið, þótt af hefðu hlotist hin- ar svæsnustu trúmáladeilur. Pess sáust líka merki, að hinuin nýju stefnum myndi ekki verða leyfð óhindruð land- ganga. Og hitt var höfundi einnig Ijóst, að hinar nýju stefnur áttu og myndu eiga þann jarðveg í brjóstum verandi og verðandi kynslóða, að á- takalaust yrðu þær ekki útlægar gerðar. Alt virtist því benda til þess, að svæs- in trúmáladeilá myndi standa fyrir dyr- um hér á landi. Höfundur var maður hins nýja tíma. Hann aðhyltist mjög kenningar guð- spekinga og ritaði sig í félag þeirra. Aðalatriðið ástefnuskrá þeirra er bræðra- lag allra trúflokka og sú kenning, að allar trúarstefnur séu aðeins mismun- andi leiðir, er liggi að sama takmarki. Höfundur tilheyrði þeirri stefnu í anda og sannleika. Pví var heitasta hugsjón hans á trúmálasviðinu ekki sú, 50 t e g u n d i r af Freyj u-sælgæti fæst í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.