Íslendingur


Íslendingur - 24.07.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 24.07.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR Jarðarför Hjartar Guðmunds sonar fer fram frá heimilinu, Norðurgötu 17, þriðjudaginn 28. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. Aðstandendurnir. að allir játuðu trú sína á þær skoðanir, er hann aðhyltist. Enda var hann svo viðsýnn maður, að hann sá ljóslega, að ekki voru allir svo þroskaðir, að þær skoðanir hentu trúarlífi þeirra. Hugsjón hans og heitasta ósk var sú, að allir mættu frjálst og óhindrað velja sér leiðir í skoðunum og helgissið- um til að leita að guði sínum, og samúð og skilningur mætti ríkja, þótt ýmislegt bæri á milli hið ytra. Því að skoðun hans var sú, að hið innra sneru allir sér til guðs á hinn sama hátt. Þess vegna voru trúmáladeilur óg- urlegar í augum hans. Hann Ieit svo á, sem þar bærust bræður á banaspjót- um. Hann sá mennina í hatri og of- sóknarhug drepa það dýrasta hver fyrir öðrum í þeim styrjöldum, það helgasta og bezta, sem maðurinn á til, það, sem þeir þó elska allir sameigin- lega. Og í sögunni »Hofstaðabræður« er hann að skýra afstöðu sína til þessara trúarbragðadeilna. Hann velur atburði úr sögu siðaskiftanna hér á landi. í þeim vi!l hann sýna mynd af þ n, hverju tmarbragðadeilurnar komi til leiðar. Og gefur þar ófagra sjón að líta, og enn átakanlegri fyrir það, að mikið er bygt á sögulegum heimildum. Greinilegt er, að höfundi ógnar mjög aðfarir siðabótamannanna hér á landi. Þessvegna hefir mönnum virzt sagan vera varnarrit fyrir katólskuna. En það eru ekki hinar lútersku trúarskoðanir, sem hann áfellir. í gegnum engan þeirra, er við sögu koma, finst mér höfundur sjálf r tala eins greinilega og í gegnum Skúla prest á Mælifelli. Og hann aðhyllist hinn nýja sið. En tals- menn katólskunnar, er á móti honum mæla, eru ekki gerðir neitt glæsilegir og því síður varnir þeina. Þeir nefna biblíuna skaðiega og forboðna bók og þeim ógnar, hve Skúli er spiltur orð- inn að vitna til hennar. Slíkar bækur les Hálfdán presfur á Hofstöðum ekki. Og annar prestur segir hana meinhættu- lega fyrir land og lýð og hefir það eftir Eyjólfi nokkrum embættisbróður sínum. En í þessa bók sótti Skúli prestur skoðanir sínar. Að vísu hafði hann ekki átt þess kost að lesa hana. En kaupamaður að sunnan hafði sagt honum margt úr henni og það fanst honum gott. Þannig lýsir höfundur biblíufróðleik klerkastéttarinnar í hinum katólska sið. En það er baráttan fyrir sigri lútersk- unnar, sem sagan dæmir hart. Lútersk- an tekur sér hér völd með ránskap og og kemur á andlegn einokun. Hún rífur með valdi niður það helgasta, sem þjóöin átti. Fyrir henni er barist að miklu leyti af alt öðrum hvötum en trúarlegum og í ofsókn sinni á hendur katólskunni gefur hún hatri og drotnunargirni byr undir báða vængi og afsakar ránskap og ofbeldi. Pennan sá höfundur hvervetna ávöxt trúatbragðaofsóknanna. Tvær stefnur, sem berjast um völdin, telur hann báð- ar jafniéttháar. En hann "tekur máistað hinnar sigruðu gegn sigurvegeranum. Hin sigraða er með valdi sviít rélti sínum. En sigurvegarinn situr með ofbeldi á annars óðali. Þessari sögu verður ekki talið til I Verksmiðjan, sem oerir svart að hvítu. p. mmmm sMlSjwpif^'^s-^? Það virðist undarlegt, að hægt sé að gera svart að hvítu; samt seíri áð- ur eru það dagleg fyrirbrigði hjá Titan Co. A/S verksmiðjunni í Fred- riksstad, Noregi, þar sem búin er til hvítasta og vandaðasta málning, sem hægt er að óska sér, úr kolsvörtum Titanmálmi. Uppgötvunin er tiltölulega ný, og er að þakka Norðmönnunum Dr. Jebsen og próféssor Farup, sem tóku einkaleyfi á henni sama ár, 1916. Þetta ár var svo Titan Co. A/S. stofnsett og heiir sfðan 1919,^þegar verksmiðjan var full- bygð. fengið mjög góðan markað fyrir »K'onos« Titanhvituna, í flestum lönd- um heimsins. Titanmálmurinn, er hefir þekst í nær 100 ár og sem sé>stáklega finst afar mikill í Noregi, hefir verið álitinn næst- um því verðlaus. E'tir erfiðar og öt- ular rannsókn;r htpuaöist þessum 2 norsku vísindamönnum að endingu að yfirvinna alla verkfræðislega erfiðleika, sem þurftu til þess að gera málminn að málningu, og árangurinn er orðinn norskur stóriðnaður. Félagið á námur sínar á Rægefjord í nánd við Egersund og er málm- urinn flultur þaðan sjóleiðis til Fred- riksstad, þar er síðan unnið að hon- um með brennisteinssýru og eftir marg- ar myndanir breytist hann í hvítt efni, sem r.otaö er í málninguna. Allur til- búningur fer fram undir hinu nákvæm- asta verk- og efnafræðislegu eftirliti, jafnframt því er ending og útlit máln- ingunnar reynt í stórum tilrauna skilt- um, sem verksmiðjan hefir. , Þessi málning hefir marga kosti' að bera fram yfir áður notaða málningu. Blýhvítan er eins og kunnugt er eitr- uð og þannig hættuleg þeim, sem ekki eru fagmenn, þar að auki er erfitt að vinna með henni og er tiltölulega dýr í notkun. Einnig er galli á blýhvít- unni, að hún myndar efrtasamband1 við brennisteinsvetni, sem eru í andrúms- loftinu og gerir það að verkum, að hún verður brúnleit eftir stuttan tíma, sérstaklega i bæjum. Zinkhvíta verður fljótt grá, spnngur og flagnar eftir nokkurn tíma, jafn- framt því að hún þekur illa. Titanhvítan er aftur á móti létt í sér og ekki eitruð. Hún er fullkomlega óvirk málning, eða með öðrum orðum þolir, án þess að breytast hið minsta, áhrif h'rta, kulda.brennisteins-gas, sýru- gufur og andrúmsloft. Málningin spring- ur ekki, en þegar hún sbtnar með aldr- inum, eyðist hún þannig, að yfirborð- ið milst smatt og smátt, og verður lík og undirmálning, og ágætt að mála ofan á á ný. Það, sem samt sem áður er mest eftirtektarvert við Titanhvítuna, er, hversu afar vel hún þekur. Með 1 kg. af Titanhvitu er hægt að mála slærri flöt en með 1 kg. af annari málningu. Og verður hún þessvegna ódýr í notkun. Málara fagmenn alstaðar í heiminum, sem hafa fengið tilefni til þess að full- reyna Titanhvítuna, eru sammála um að hún sé framtíðarmálningin. Hér á íslandi er farið að nota Titanhvítuna meir og meir, og er einmitt ástæða til þess að álíta hana mjög hentuga fyrir loftslag hér. Umboðsmenn verksmiðjunnar fyrtr ísland eru: herra Árna Jónsson Reykja- vik (fyrir suður- og vesturland) og herrar Bræðurnir Espholin, Akureyri (fyrir norður- og suðurland). Opinberun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína á Seyðisfirði ungfrú Emilía Bjarnadóttir Þorsteinssonar prests á Siglu- firði og Steingrímur Björnsson verzlunar- maður frá Dvergasteini. Óveður. Undanfarið hefir verið ágætis tíð, þó brá útaf litla stund um hádegi á miðvikudaginn. Syrti þá skyndilega í lofti og skall haglhríð hin snarpasta yfir, en naumast stóð hún meira en mínútu, kom þá hellirigning og stóð næstum hálftímaí Stytti þá upp að nýju með sól og blíðviðri. Heilsuhœlið. Stjórn og framkvæmda- nefnd Helsuhælisins hafa samþykt að heilsuhælið skuli reist á Kristnesi, ef þar reynist við nánari rannsókn byggilegt kostnaðarins vegaa. Er þessi staður val- inn eftir að 12 aðrir staðir höfðu verið athugaóir og þótt ver til fallnir. Landlæknir, húsagerðameistari ríkisins og Geir Zoéga vegamálastjóri stóðu fyrir þessari rannsókn með Heilsuhælisnefndinni. Skipulag bœjarins. Skipulagsnefndin lauk störfum sínum hér á þriðjudagskvöldið og hafði þá gertfrumdrættiaf skipulaginu. Helztu breytingarnar, sem nefndin vill að gerðar séu, eru á vegunum upp á brekk- unni, en fáar koma í bága við þegar reist- ar byggingar. Fyrir listigörðum er hugs- að handa öllum bæjarhlutunum. Á einn að vera í Búðargilinu, þar sem nú er tugt- húsið, annar þar sem núverandi listigarður er og hinn þriðji í brekkunni austanmeg- in Brekkugötu. Á Oddeyri á að vera all- stór völlur eða torg og annað í Bótinni, þar sem Söluturninn nú er. Uppi á brekk- unni á að vera leikvöllur, þar er og gert ráð fyrir að byggja kirkju og barnaskóla. Verkfall gerðu síldarsöltunarstúlkur á Siglufirði í byrjun vertíðar. Höfðu út- gerðarmenn samþykt að gjalda 75 aura fyrir söltun tunnunnar, en stúlkurnar kröfð- ust krónu. Fengu þær kröfum sínum framgengt. Norskur iðnaður. Umboðsmaður norsku súkkulaðiverksmiðjunnar >Freia« sýndi í í Nýja-Bíó í gærkvöldi kvikmynd af iðn- aði verksmiðjunnar og starfsháttum, og þótti myndin bæði fróðleg og skemtileg. — Verksmiðjan mun vera einna stærst sinnar tegundar á Norðurlöndum — og framleiðir að kunnugra dómi góða vöru, og um hreinlætið efast enginn, sem mynd- ina sá. „Skylda konunnar" heitir myndin, sem Bíó sýnir nú um helgina. Leikur Norma Talmagde aðalhlutverkið og er það trygg- ing þess, að myndin er góð. ágætis það, sem sumir vilja gera að skýlausri kröfu til sérhverrar skáldsögu, að hún fari vel. Hún skýrir frá hörm- ungum einum að heita má í líh' allra þeirra, er mest koma við sögu og les- andi lætur sér annast um. En slíkt er enginn smíðagalli, því að höfundur skrifar söguna beint í þeim tilgangi að sýna hörmungar og óhamingju, sem af því hlýst, þegar trúai stefnur berast á banaspjótum. Og þótt sumir fullyrði, að mennirnir verði aldrei gerðir betri með því að sýna þeitn svörtu hliðar mannlífsins, þá finst mér það vart geta heit'ð þroskaður lesandi, sem ekki f nnur bærast hjá sér göfugar tilfinn- ingar við að finna, með hve miklum sársauka höfundur fer höndum um þetta efni. Sagan er ekki skrifuð af þrá til að valda sorgaráhrifum, heldur af heilagri vandlætingu yfir þröngsýni því og ofstæki, sem veldur slíkum ó- förum í lífi mann.anna. Og á bak við sorgaratburði þa', er höfundur dregur fram í sögunni, hlýtur sæmilega þrosk- aður lesari að finna hjartsiítt hins frjálslynda, víðsýna oggöfuga höfundar. Gunnar Benedikisson. 0r heimahögum. Hörnmlegt slys. Síðla á þriðjudaginn vildi það hörmulega slys til, að Jóhann Helgason bóndi á.Syðra-Laugalandi drukn- aði í Þverá, fram á Garðsárdal. Hafðijó- hann, ásamt fólki sínu, verið við heyskap um daginn á eyðibýlinu Kristnesi í Garðsár- dal og v&r hann og fólkið á heimleið að loknu dagsverki. Áin var í vexti og datt hestur Jóhanns í henni, barst Jóhann þegar í kaf og sást ekki upp frá þvi. Hefir líksins verið Ieitað, í tvo daga, en árangurslaust. Jóhann heitinn var með gildustu bændum þessa héraðs og framúr- skarandi dugnaðarmaður. Hann mun hafa verið komin yfir sextugt. Síldveiðin gengur tregt ennþá, hafa mörg skip ekkert fengið og hin Iflest fremur lítinn afla. Ekki yfir 10 þús. tunnur komn- ar á land á öllu Norðurlandi. Siúdentasöngflokkurinn danski söng í Samkomuhúsinu á föstudagskvöldið var, og var húsið troðfult. Söngurinn var mik- ið laglegur, en ekkert til þess að gera veður útaf. Stúdentafélagið hér hafði kaffidrykkju með söngmönnum á eftir söngnum og tóku þá morguninn eftir í bif- reiðum fram í fjörð. Söngflokkurinn hélt áfram með Goðafossheimleiðis. Röng lífsstefna. Bezt er að skrafa fátt um flest, flestir hafa einhvern brest. Brestir sumra metnir mest, mest á lýgi traustið fest. Skammir flæða freyðandi, friðar gæðum eyðandi, mannorð bræðra meiðandi, mein-ráð skæð fram leiðandi. Sumra virðist svæfð og fryst samvizkan, þá æfð er list, meira að líkjast Loka en Krist, lífákvörðun sönn er mist. Gestur hlíndi. O "llllli......il||||i,."'il||||i.....*«HitI»«—¦*»lllllii'--**Htlllm«.....'Hllli.......Illllii"""llllli>"^ J Reiðjakkar 1 I Waterproof, nýkomnir í f f Brauns Verzlun. f Ó'"lllllll.....'l||l||l>.'""llll||M."Ull|ll......llll|||l",llllllll"",|H|lll"",|l|lll........Hllll."€> ^..iiniii,......iiin........mii.......miiii.......iiiiiii""iiiiiii."""iiiii......"iiiiii"'.'"itiiii..o ÍREIÐBUXURÍ f Verðið mikið lækkað. f I Brauns Verzlun. J <@..>l||||||l,...ll||||||lr..'l||||||,..,.'l||||||l......1|||||„..,1|||1|......"lil|Hl'""llllll""'"l|||ll"0

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.