Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 14.08.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR Nlíufatnaðiir Línur Línutauma Línukróka Fiskbursta Fiskihntfa. Qirðingarssaura úr járni Gaddavír Bárujárn Þaksaum Málningu og Fernis. Oluggagler Oölukústa Umbúðastriga Seglgarn Kornvörur Nýleuduvörur margsk. Sendifierrann. Kafli tír ræðu Bjarna Jónssonar frá Vogi við 2. umr. fjárl. í N. d. .... Einn lið hefi eg þó geymt mér, og hann er um seridiherra ít- lands í Danmörku. Hefi eg hér ýms- ar ástæður fram að færa í því máli og vona, að menn hlýði til og sjái, hvort ekki er rétt það, er eg held fram. í sáttmála þeim, er Danir og íslending- ar gerðu með sér 1918, er svo fyrir mælt í 7. gr., að Danir skuli fara með utanríkismál íslendinga í umboði þeitra, þar er þeir vildu og þar sem Danir hefðu sendiherra. En einn stað- ur er óhugsanlegur, þar er Danir geti farið með umboð vort, og það er hjá þeim sjálfum. Árið 1919 varð það að samkomulagi með stjórnum beggja ríkja, að framkvæmd sátlmálans í þessu efni skyldi vera sú, að þjóð- irnar skiftust á sendiherrum. Danir urðu fyrri til og sendu hingað full- trúa með sendiherratitli (Extraordinær Gesandt og befuldmægtiget Minister). Litlu síðar sendum vér Svein Björns- son til Danmerkur, eins og allir vita. Verður nú varla annað sagt en að Dönum sé misboðið í því, að láta sess hans óskipaðan í Danmörku. Því að um allan heim er það talin sjálf- sögð hæverska að hafa hjá hverri þjóð jafngildann sendimann sem hún hefir á hverjum stað. En óhæverska við vinveitt viðskiftaríki er eitt hið versfa glappaskot, sem oss getur hent. Og svo ber á annað að líta, að þótt vér höldum, að engir taki eftir því, sem hér er talað, þá er nú svo, að margir eru þeir, sem skilja íslenzku víðsvegar um lönd og skýst ekki yfir alt hér. Það er oss til lítils sóma, að því hefir oft verið hampað, að sjálf- stæðið sé oss of dýrt. Gegn þessu hefir Einar Arnórsson prófessor komið með mótmæli í ritgerð nokkurri. Þetta hefir Knud Berlín lesið, og í danska blaðið »Skatteborgeren« ritar hann svo grein um þetfa og kemst að þeirri niðurstöðu, að sjálfstæðið ís- lénzka 9é of dýrt fyrir Dani, í grein hans í þessu blaði segir svo, að hæstv. forseti leyfir, að eg lesi upp kafla úr henni (Ferseti B.Sv.: Það væri gott, ef þýðing fylgdi með). Pess gerist varla þörf, því að hana skilja allir, samanber söguna um íslenzku siúlkuna, sera einu sinni fór til Spánar og Spán- verjar fóru að tala við hana, þá sagði hún: »Gú de!< samkvæmt þeirri djúpt innrættu skoðun, að Danmörk væri allur heimurinn. Hér segir svo: »Men efter et Par Aar at have prövet, hvad denne Herlighed kostede, har Island nu indrettet sig mere prakt- isk og billigt, idet det har betroet Stilling- en som dets diplomatiske Repræsentant til en dansk Mand, der er praktiser- ende Overretssagförer í Kbenhnvn, og som samtidigt med denne Virksomhed Hreinarflöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. udförer det d'plomatiske Hverv som islandsk Cliargé d’Affaires.* Pessi samanburður er réltur, og líka hitt, að sá maður, er nú er Charge d’Affaires fyrir ísland í Danmörku, er danskur þegn. Og er menn hugsa um þetla, má nærri geta, hvort slíkt geti ekki rekið s'g á. Eg er ekki að niðra þessum manni, og eg hefi marg- sinnis tekið það fram, að hann er sá eini, er eg gat trúað hér fyrrum, er eg var sendiherra íslands og hafði tvö konungsríki á bælunuur, bæði ísland og Danmörk; eg vet því, hvernig horfir við hjá þessum marini. Að vísu er til í Danmörku danskur maður, sem fer með sendiherraumboð fyrir annað ríki, en það er Svertingjaríki suður í Afríku. Og það er víst sá keppinaut- ur, sem ísland á að líkjast mest! Eða hvað?' Sjálfstæði það, er vér fengum 1918, var ekki stolið, og þurfum vér því ekki að feta það. En er það ekki alveg hið sama og vér felum það, þá er vér viljum ekki hafa sendimann á þeim stað, þar sem ekki er hægt að hafa umboðsmann? Að minsta kosti lítur þá svo út fyrir annara augum, sem vér séum að fela sjálfstæði vort. Gott er það, að vera ekki orðsjúkur, þora að gera rétt og fara ekki mikið eftir því, sem aðrir segja. Hér er öðru máii að gegna. Pað er ekki einskis- virði, hvað aðrar þjóðir segja um oss og að þær hafi gott álit á þessu litla ríki; Gott álit er miklu meira virði fyrir þjóð heldur en féð það, sem fer til að afla þess. Petta kemur í Ijós daglfega, eigi aðeins í viðskiftum þjóða, heldur og einstaklinga. Á þetta vii eg benda hinum miklu sparnaðarmönn- um þingsins. Að vísu er kostnaður nokkur við að hafa sendiherra í Kaup- mannahöfn. Eg hefi átt tal við Svein Björnsson, hvort sæmilegt væri að ætla slíkum manni 40 þús. kr. á ári, en hann sagði mér, að vel athuguðu máli, að slíkt mundi eigi geta kostað minna en 42 þús. kr. Kaus eg þá heldur að gera ráð fyrir 45 þús. kr., því að það er betri upphæð í með- förutn. Eg viðurkenni það enn, að þessu fylgir kostnaður fyrir ríkissjóð. En hvað kemur svo á móti? Auðvitað það gagn, er að þessum sendiherra má verða, og til skilningsauka get eg gefið nokkrar upplýsingar um það, hvert gagn hefir af þessum sendiherra hlotist fjárhagslega. Árið 1921 var hann sendur til Osló til þess að semja um tunnutollinn. Árangurinn af því varð sá, að ísland græddi 50 — 100 þús. kr., en svo að við förum meðal- veg, þá skulum við segja, að það hafi ekki grætt nema 75 þús, kr. Árið 1921 fór sendiherrann líka t:l Lundúna, til þess að taka þar lán; þetta var þungt og erfitt í vöfum, en hefði ver- ið notið þeirrar aðstöðu, er landið átti, og sendiherrann hefði verið send- ur til Lundúna 2 dögum fyr, þá hefði landinu getað sparast ein miljón króna í gengismun. Og hefði hann nú sjálf- ur tekið lánið i stað milligöngu dansks manns, þá hefðu sparast margar milj- ónir. — Þctta hafa fjármálamenn í Lundúnum viðurkent. Árið 1922 sendu íslendingai þeun- an sendiherra sinu suður til Madrid, og varð sú ferð til þe s að spara hér aukaþing, og auk þess varð árangurinn sá, að Spánverjar geymdu það að setja toll á saltfisk. Hvað á þessu hefr græðst, veiður ekki nieð tö'um talið. Sumir kunna að segja, að þelta hafi ekhi verið íslenzka sendiherranum að þakka einvörðungu, en líti menn þá á hitt, að meðan dan^ki sendheriann í Madrid var einn, var engu hægt um að þoka, enda var það ekki von, þar sem hann var öllum málavöxtum ó- kunnugur, r.ema af afspurn. • Það var hinum íslenzka sendiherra að þakka, að málið komst í gott horf; því þótt þarna væri danskur maður. að semja fyrir oss, kom hann eigi miklu til leiðar, ekki af því, að hann hefði eigi vilja til að vinna oss fult gagn, heldur af því, að hann gat það alls ekki, er hann brast kunnugle ka á högum vorum og þörfum. En þegar hinn íslenzki sendiherra kom til, fékst frestuiinn, og það að tollurinn kom ekki á því ári, má reikna sem alt að 7 miljón króna gróða fyrir oss. Síðan var hann sendur á alþjóðafund í Genúa, og varð sú ferð talsvert ódýrari fyrir það, að hún var hafin frá Kaupmanna- höfn en ekki frá íslandi, Þá var hann enn sendur til Oslóar 1922, 1923 og 1924 viðvíkjandi kjöttollsmálin.u, og eru þeir samningar, sem þá tókust, bonum að þakka. Að vísu voru sendir menn héðan, eri þeir kotnu eugu til leiðar og gerðu því ekki gagn. Sendiherrann okkar réð þessu máli til tyktar, og euginn annar. Eg hefi séð í Tímauum, að hagur ísl. bænda af þessum samningum hafi orðið um 700 þús. kr., aðrir telja hagnaðínn 600 þús. kr., ef varlega er reiknað, og er þetta árlegur gróði á kjöítolls- samningunum. Þetta gelst að vísu eklci í ríkissjóð, en eg tel hann góðu bætt- an fyrir þær 40—50 þús. kr., sem sendiheriaun kostar, ef landsmenn græða þannig á því, að embættið var stofnað. Það eru góðir vextir af 40 þús. kr. á áti. Þetta er fjárhagshlið þessa máls, en það er ótrúlegt, að nokkurn tíma komi það ár, að sendi- herrann geti ekki gert þjóðinni tvöfalt, ferfalf, tífalt eða margfalt gagn við það, sem til hans er kostað, þó ekki væri með öðru en því að fara sendi- ferðir fyrir oss frá Kaupmannahöfn, svo eigi þurfi.að senda mann héðan. Þar að auki má hann verða bönkum, ríkisstjórninni og einstökum mönnum að miklu gagni með búsetu sinni í Kaupmannahöfn. Reyndar niá segja, að þeirri hlið málanna, sem Iýlur að erindreksti i í Kaupmanuahöfn, sé borg- ið með því fyrirkomulagi, sem nú er. En það er aukaatriði. Hins þarf vissulega með, að þar sé reglulegur íslcnzkur sendiherra, því að málalokin eru oft undir því komin, hver mað- urinn er. Það fer eftir áliti og stöðn sendimanns vors, við hvern hann nær semja. Það er eigi hverjum manni sem er leyft að vaða inn til erlendra sendiherra, ráðherra eða annara stjórn- arvalda. Það er undir því komið hver sendimaðurinn er, við hvern hann fær að tala! Óvaldir menn verða oftast að láta sér lynda að ná tali af skrif- stofustjóranum eða öðrum mönnum lægra settum, sem minni völd hafa, og því enn minna mark takandi á þeim. Eg hefi stundum sagt, að slíkir erindrekar fengju ekki tal af öðrum en dyravörðum, og færu málalokin auð- vitað eftir því. Þetta þykir máske full hart að orði kveðið, en þó er það að mestu leyti satt. En sendiherra, sem verið hefir búsettur þarna um nokkur ár, hann er orðinn kunnur öðruin sendiherrum, sem þar eru, og getur ávalt fengið meðmæli þeirra og aðstoð, ef hann æskir þess; hann er auk þess viðuikendur sem »dplomat«, og standa honum því allir, vegir opn- ir. Hann hafir hundrað sinnum betri aðstöðu en menn, sem seridir eru að- vífandi. Þar að auki er liann maður, sem hefir gefið sig við þessum hlut- um um langan tíma, og hefir því tam- ið sér margt, sem nauðsynlegt er þeim er veiða að umgangast erlenda »diplo- mata«. Hann hefir tamið sér varúð í tali, án þess að sýna þó neina undir- úyggju; er orðinn leikinn í þeirri list, að fara hvergi of langt rié skamt. Sendiherra er því eigi sambærilegur við alóvana rnetin, sein koma aðvíf- andi »eins og sporr í trönudans«, og þekkja því ekki til, hvernig þeir eiga að haga sér, til þess að korna mál- um sínum fram, en geta þó þar fyrir verið fullgóðir menn, ef þeir aðeins væru vanir þessu. Þelta er aðalástæð- an fyrir því, að það þarf að hafa sendiherra, — að maðurinn sé og heiti sendiherra; ella verða hans eigi full not. Þá er annað, sem eg hefi ekki enn- þá drepið á, sem sé að ineð því að hafa engan sendiherra erlendist stað- festist það álit, sem enn er algengt, að ísland sé eigi sjálfstætt ríki, úr því það fer ekki sjálft með utanríkismál sín. Þetta gerir alla samninga við er- lend ríki crfiðari og er oss mikill á- litshnekkir. Þess er heldur eigi að vænta, að erlend ríki sendi hingað »diplomatiska« sendimenn, ef vér sjálf- ir hðfum euga sent utan, og er það eitt allmikill álitshnekkir hinu unga, íslenzka rík;. Það er mikið undir því koinið, að erlendar þjóðir viti, fyist og frenist að vér séum til, og í öðru lagi að vér séum sjálfstætt og full- vatda ríki. Eg sá nýlega í dönsku blaði talað um »Dmmarks nordlige Bilande«, og var ísland þar ineð talið í þeirri þvögu, og var þar sýnilegt, að menn vissu eigi, að þessi ganila hlekkjafesti, ísland, Færeyjar og Græn- a nd, hafði þó slitnað á einum stað. Það skal enginn ætla, að eg mæli þetta af orösýki, vilji aðeins fá eiti- hvern »tildurherra«, eins og Títninn orðar það; en það er eigi. Nei, eg lít aðeins á hagnaðinti, peningana, sem stofnun þessa einbættis beinlfnis gefur af sér. Þótt eg telji sóma lauds vors mikils virði, ræði eg ekki um þann hlut að sinni né fer út í að rneta hann til fjár. En eg ætla aðeins að tala uin peninga, enda eru þeir mörg- urn mönnum kærastir allra hluta, — að það ,eru miklir peningar græddir, að það er stórgróðafyrirtæki að hafa sendiherra erlendis.* Kirsuberjasaft fæst í 6 E Y S I R . B i f r e i ð A 5 fæst í ferðir út úr bænum og smá- túra um bæinn. — Vagnstjóri er Vilhjálmur Jónsson, vélatuaður á verkstæði mínu. Ökugjaldið er sann- gjarnt. Símar 15 og 175. Jón S. Espholin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.