Íslendingur


Íslendingur - 21.08.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.08.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson, Strandgata 29. XI. árgarigur. Akureyri, 21. ágúst 1925 36. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Gættu þín fyrir kvenfólki, 5 þátta kvikmynd, amerísk, sprenghlægileg. Aðalhlutverkið leikur EUGENE O’ BRIEN. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: Fjárglæframaðurinn frá Kaliforníu. | 7 þátta kvikmynd, leikin af ýmsum helztu leikurum Bandaríkjanna. Afarspennandi og áhrifamikil mynd. Leppmenska. ísl. hefir oftar en einu sinni gert leppmenskuna að umræðuefni og bent á þá vanvirðu, sem ísl. ríkis- borgarar gerðu sér, með því að selja útlendingum nöfn sín og þegn- rétt á 1eigu fyrir auðvirðilega þókn- un, og þann skaða og ranglæti, seni þeir gerðu hinum raunverulegu ís- lenzku útgerðarmönnum með þessu. Löggjafarvaldið hefir nú reynt að grípa í taumana gegn þessari óhæfu með lögunum um skrásetning skipa, er mæla svo fyrir, að engir erlendir menn eða félög megi skrá skip sín hér á Iandi, en naumast munu þau ákvæði einhlít til þess að fyrirbyggja leppmenskuna. Eitthvert ósvífnasta dæmið upp á leppmensku íslendinga, sem ísl. hefir séð, er auglýsing, sem stóð 28. jan. síðastl. í norska blaðinu »Stavanger Aftenblad«. Hljóðar hún þannig í ísl. þýðingu: AUÐÆFI ÍSLANDS. Fleiri hundruð þúsund krónur geta menn árlega grætt á fiski- og síldveiði við ísland. íslendingur, sem nú er staddur í Noregi, er í þeim erindum að komast að sam- vinnu við einn eða fleiri Norðmenn, sem hafa fiskiskipastól eða fjármagn með höndum. Stórmiki! hlunnindi eru boðin á móti. Skrifið strax. Bréf merkt »Samvinna 6615« sendist á afgreiðslu blaðsins. Landi þessi hefir vissulega gert þjóðinni lítinn sóma með auglýs- ingunni, sem vitanlega er ekkert ahnað en sölutilboð á þegnrétti hans. En því miður munu þeir ekki svo fáir, sem leikið hafa sama leikinn' þó ekki hafi veiið gert jafn berlega. Úr annari átt stafar okkur hætta af leppmensku og jafnvel öllu al- varlegri og það er frá Dönum og dönskum ríkisborgurum. Danir fengu illu heilli með sambandslög- unum jafnrétti við íslendinga til veiða í landhelgi og hafa hér öll hin sömu rjeftindi og íslenzkir ríkis- borgarar. Sömu réttindi hafa íslend- ingar í Danmörku, en það er að- gætandi, að dönsku fiskimiðin eru oss íslendingum einkisvirði, þar sem fiskimiðin íslenzku og landhelgin eru Dönum mikils virði, ef þeir kynnu að færa sér þau hlunnindi í nyt. En nú eru Danir engir verulegir fiskimenn, eins og allir vita, og því manna ólíklegastir til þess að reka hér fisk- eða síldveiðar, svo að nokkru skifti. En þeir eru fyllilega meðvitandi þeirra réttinda, sem þeir hafa hér uppi, og — að þessi rélt- indi má lána fyrir peninga. Þess vegna vekur það jafnan slæman grun um leppmensku, þeg- ar Danir eða Færeyingar koma hingað upp með svo eða svo mörg norsk, sænsk eða ensk leiguskip og aðeins með naumindum geta skrið- ið innfyrir vébönd laganna um mannahald og önnur ákvæði. Má vera að grunurinn sé í sumum til- fellum ástæðulaus, en í sumum til- fellum er hann það vissulega ekki, þótt örðugt kunni að reynast að færa sönnur á hann. Hér á höfninni hafa t. d. legið nokkra undanfarna daga 3 kolaveið- arar frá Esbjerg. Skipshafnirnar á skipunum eru mestmegnis enskar, aðeins eitt þeirra hefir getað upp- fylt fyrirmæli laganna um manna- hald. Eru nú skip þessi í raun og veru dönsk eða eru þau ensk og leppuð? Er það ekki afsakanlegt undir kn'ngumstæðunum að 'gruna hið síðara? Islenzka útgerðin hefir við nóg að stríða, þar sem íslenzku lepparnir eru, þó að hún einnig hafi ekki danska leppa að stríða við. Það er löggjafarvaldsins að verrida hana fyrir hvorttveggja leppunum. Það hefir nú verið reynt að uppræta þá íslenzku, en fastara má að herða, ef duga skal. Gagnvart danskri lepp- mensku er að eins hægt eitt að gera, sem dugað getur, og það er, að fá ákvæðið burt úr sambands- lögunum, sem veitir dönskum ríkis- borgurum landhelgisréttinn hér, — inótréttindi okkar hjá þeim eru einkisvirði og væru þá að sjálf- sögðu afnumin Iíka. Þessari kröfu þarf að fylgja fast og eindregið fram. B I ö ð i n . i. Einn helzti liðurinn í hinni póli- tfsku fræðslu,(!) er Jónas frá Hriflu veitti mönnum í hinum nýafstaðna leiðangri sínum um landið, var um íhaldsblöðin. Þau áttu að vera gef- in út af kaupmönnum þessa lands og útgerðarmönnum, með stuðn- ingi nokkra dánskra fésýslumanna, og markmiðið með útgáfunni væri að berjast fyrir hagsmunum þessara stétta gegn hagsmunum almennings. Ritstjórarnir við blöðin væru hug- sjónalausir og áhugalausir leiguþræl- ar, illa ritfærir og heimskir. Mest gerði þó Hrifluherrann úr dönsku yfirráðunum yfir blöðunum, sem hann með skarpskygni sinni sá ber- lega, úr því að danskur kaupmaður, sem rekur stóra verzlun hérá landi, hafði fyrir nokkrum árum styrkt blaðafyrirtæki í Reykjavík með 2000 krónum. Þær krónurnar áítu svo sem að nægja til þess að tryggja honum, þessum danska kaupmanni, yfirráðin yfir blöðunum um aldur og æfi. Þetta tugði svo Hrifluherr- ann upp aftur og aftur, á hverjum einasta fundi og fipaðist hvergi. Ritstjóri Tímans, sem einnig er að bjástra við pólitísk fundarhöld um líkt leyti og Jónas og honum til aðstoðar á riokkrum fundum, hraðar sér heim til Reykjavíkur og skrifar langa grein í Tímann um íhaldsblöðin og endurtekurfræðslu(l) Hrifluherrans, og er Tíminn berst hingað norður, trítlar Dagur á eftir sömu rógburðarslóðina. En því er þessi skyndilega og illvíga herferð alt í einu hafinn á íhaldsblöðin ? Orsökin er auðsæ. Hrifluherrann og Tímaritstjórinn hafa fundið það strax í byrjun fundarhaldanna, að áhrif íhaldsblaðanna voru víðtæk og fóru sívaxandi, en álirif þeirra eig- in .blaða þverrandi. Augu manna höfðu opnast fyrir ósannindaburði þeirra og blekkingum, svo að jafn- vel »pólitískir samvinnumenn« voru orðnir ótryggir. Hér varð^ð grípa í taumana, því að annars væri hinni pólitísku höll Hriflunga hætt við falli og höfðingjum hennar við giöt- un. — Níðróginum var því hleypt af stokkunum í þeirri von, að ein- hverju af honum yrði trúað. II. Tíminn og Dagur þykjast vera bændablöð og lifa á styrk frá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga. íhalds- blöðin, segja fyrnefnd blöð, séu studd og gefin út af kaupmönnum og útgerðarmönnum. Er það nokk- uð lakara, þótt satt væri? Mega ekki þessar stéttir veita þeim blöðum stuðning, sem verja þær fyrir sífeld- um árásum og níði Alþýðuflokks- og Framsóknarblaðanna? En íhalds- blöðin yeita bændastéttinni ekki síð- ur að málum en hinum stéttunum. Þau eru ekki og hafa ekki verið stéttablöð, heldur landsmála- eða stjórnmálablöð, sem líta á málin frá flokkssjónarmiði, en ekki stétta. Nú hefir íhaldsflokkurinn það á sinni stefnuskrá, að styðja atvinnu- vegi landsmanna með ráð og dáð; hann vill frjálsa verzlun og telur hana einu heppilegu og heilbrigðu verzlunarleiðina. íhaldsblöðin fylgja flokknum, af því að hann hefir þessa stefnu, en ekki af því að flokk- iirinn eigi blöðin. Þess vegna er það næstum spaugi- legt, að sjá Dag og aðra vera að belgja sig út með það, að hinn og þessi íhaldsflokksþingmaður hafi af- neitað blöðunum — talið þau sér óviðkomandi. Þessir þingmenn hafa aðeins sagt sem satt var, að þeir ættu ekkert í þessu eða hinu blað- inu, og flokkurinn sem flokkur ekki heldur. En þeir hafa bætt þvf við, að ininsta kosti gerðu fjármálaráð- herra og Björn Líndal það hér á ieiðarþinginu, að þeir væru þakk- látir fyrir þann stuðning, sem blöð- in veittu flokknum, — þakldátari heldur en ef það væri keyptur stuðn- ingur, blöðin væru flokksins að stefnu, þótt þau væru ekki. hans eign. Og hvar mun það viðgangast, að stjórnmálaflokkar erlendis eigi svo eða svo nrörg blöð. Venjulega eiga flokkarnir aðeins eitt blað, sem kall- að er »hið opinbera málgagn flokks- ins«, hin ílokksblöðin teljast til hans af því að þau eiga steínusamleið með honum. — Hér hjá íhaldinu er Jdví eins háttað: Vörður er hið opinbera málgagn flokksins, sem miðstjórn hans gefur út, en hin blöðin fylgja lionum af skoðana- skyldleik. Alþýðublaðið er hið op- inbera málgagn Alþýðuflokksins, en Skutull og Verkamaðurinn fylgja honum að málum, en eru ekki gefin út af honum. Þar hagar því eins til og hjá íhaldinu. Vegna þess, að Björn Líndai lýsti því yíir hér á fundi, að hann ætti ekki einn eyri í nokkru blaði, og sá blaðstuðningur, sem hann hefði fengið, væri veittur af fúsum og frjálsum vilja, telur Dagur, að hann hafi sýnt íslending lítilsvirðingu og afneitað honum. B. L. á ekkert í ísl. og hefir aldrei átt, svo að um enga afneitun gat verið að ræða. Og einkennilegur er sá »mórall« hjá Degi, að telja það bezt við eig- andi, að þau blöð beri lof á mann og verji mann, sem maður á hlut í sjálfur. Keyptur stuðningur er betri en frjáls stuðningur, er kenning blaðsins, og hefir það þar að lík- indum sig og Tímann fyrir hug- skotssjónum. III. Dómar þeirra Hrifluherrans og Framsóknarritstjóranna um rilstjóra Ihaldsins eru á einn veg: Þeir séu leiguþrælar og rilskussar, sein enga

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.