Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.08.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINOUR 3 Hér nieð tilkynnist vinuni og vandamönnum lát ástkæra eigin- manns míns, Friðriks Goðmunds- sonar, sem andaöist þann 26. þ. m. Jarðarförin fer frain laugardag- inn 5. sept. frá heimili hins íátna, Strandgötu 43 og hefst kl 1 e. h. með húskveðju. Anna Guðmundsdóttir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að dóttir okkar og eiginkona, Kristín Guðm u ndsdóttir andaðist að heimili sínu, Hafnar- stræti 66, að kvöldi 'pess 27. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Guðmundur Olafsson. Vilborg Friðbjarnardóttir. Gunnl. F. Gunnlaugsson. Or heimahögum. Kirkjan. Vegna þess að verið er að mála kirkjuna verður ekki messað fyrst um sinn. Málafcrli. Jónas Þorbergsson ritsljóri fór um síðustu helgi laudveg vestur á á Sauðárkrók í þeim erindum að stefna nokkrum hluta þeirra tnanna, er undir- skrifuðu audmælin til hans út af grein- inni um Sigurgeir Daníelsson hreppstjóra, og sem hann telur meiðatidi fyrir sig. Af þeim 80, sem undirskrifuðu andmælin, lét Jónas sér nægja að stefna aðeins 32, og voru í þeirra tölu sýsluniaður þeirra Skag- firðinga, héraðslæknirinn og sóknarprest- urinn á Sauðárkrók. Sáttafundur var á miðvikudaginn og varð ekki af sáttum, kemur málið fyrir 14. næsta mán. Setu- dómari er skipaður Bogi Brynjólfsson, sýsluniaður Húnvetninga. Áður hafði Guð- mundur L. Hannesson bæjarfogeti á Siglu- firði verið valinn til starfsins, en hann bað big lausan vegna anna. Sildaraflinn. Um síðustu helgi voru komnar á land á öllum veiðistöðvunum 190,114 tunnur af saltsíld og 22,192 tuun- ur af kryddsíld. Á sama tíma i fyna 78,697 saltsíld og 6933 tunnur kryddsíld. Námsskeið. Valdemar Sveinbjamarson leikfimiskennari kom hingað með e. s. Nova í dag. Ætlar hann sér að halda hér stutt námskeið í útileikjum og heima- leikfimi fyrir börn og fullorðna. Dánardœgur. A miðvikudagsmorgun- inn lézt hér í bænum úr lúnabólgu Friðrik Guðmundsson, áður bóndi á Kamphóli í Arnarneshreppi, 55 ára að aldri. Friðrik heitinn var hinn mesti dugnaðar og atorku- maður og drengur hinn bezti. Hann bjó bér áður fyr á Naustum hér við Akureyri °g átti hér marga vini og kunningja frá þeim árum. Hann eflirlætur ekkju og fjögur börn, hið yngsta mn fermingu. j nótt andaðist hér í bænum Kristín Guðmundsdóttir, kona Gunnlaugs F. Gunnlaugssonar frá Dunhaga, „eftir lang- varandi veikindi. Myndarknna á bezta aldri. Grasajrœðisrannsóknir. Ingimar Ósk- arsson er nýlega kominn heim úr grasa- fræðisrannsóknum á Vestfjörðum. Ferðað- ist hann á svæðinu niilli Mjóafjarðar og ísafjarðar og alt suðurundir Glámu. Safn- aði hann miklu og fyrirhilti sjaldgæfar plöntur, þar. á meðal nokkrar teg. nýjar fyrir Vestfirði. Hann athugaði einnig gróður á mismunandi hæð yfir sjáfarflöt og útbreiðslu tegundanna. Bæri nauðsyn til slíkra rannsókna í hverju héraði lands- ins. Ingimar fanst fagurt þar vestra inn af fjarðarbotnumun, kvað skógarkjarr þar víða mikið frá 1—4 metra hátt og annar gróð- ur víða mjög þroskavænlegur. Ingitnar hafði lítilfjörlegan styrk úr Sáttmálasjóði til þessara rannsókna sinna og býst hann við að skrifa um þær síðar. Hann hefir nú i fleiri ár fengist við grasafræðisrann- sóknir, án nokkurs styrks, utan þess, sem hattn fékk í sumar — og á mikið plöntu- safn. Er þess að vænta, að Sáttmálasjóð- Orgel-Harmoníum og Piano Útvega cg nú, ein's og áður, frá viðurkendri og þektri verksiniðju iPýzka- landi, (verðlaunuö siðast 1921). Fékk nokkur með e.s. Nova siðast. Verð- ið er Iægra en annarsstaðar, og gæðin hvergi meiri. Spyrjist fyrir um þessi hljóðfæri áður en þér leitið annað. — Heimila-, samkoniuhúsa- og kirkjú-orgel. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og greiðlega. llægt oftast að» senda þau á allar aðalhafnir landsins kaupendum að koslnaðarlausu. Porst. P. Thorlacius. N O M A - sápur þykja ölluin sápuni betri. Sápuverksmiðjan NOMA A/S, Kaupmannahöfn. S ö n g u r . ur láti hann verða einhvers styrks, aðnjót- andi framvegis. Kvikmvndir. Bíó sýnir unr helgina mynd, sem tekin er eftir einni af helztu sögum norska skáldsins Kuut Hamsun’s »Sværmere*. Aðalpersóna sögunnar er sím- ritari, og er myndin kölluð það hér. Myndin er leikin af sænskum leikendum. Á miðvikudags- og fimtudagskvöldið er sýnd mynd, sem bæði uugum og gömlum mun þykja gaman af að sjá. Myndin heitir »Penrod og Sam« og er þáttur úr lífi tveggja kátra dreughnokka og félaga þeirra. Opinberun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Guðrún Jóhatines- dóttir á Siglufirði og Elliot Grönvold slýri- maður frá Khöfn. Sveinbjörn Jónsson byggingameistari er fluttur að nýbýli sínu, Knararbeigi við Kaupang. Sumarfagnaður i Vaglaskógi. Sam- koman í Vaglaskógi næstk. sunnud. (30.ág.) hefst kl. 12 á hád. með guðsþjónustu, org- elspili og söng. Séra Sveinn Víkingur prédikar. Eftir nokkurt hlé fara frani ræðuhöld (Björn Líndal, Porst. M. Jónsson og Stgr. Matthíasson). Þá syugur Oggi gamauvísúr, þar á meðal uokkrar nýjar. Því næst verður milii rarðanna fjórraddað- ur söngur (Aage Schiöth, Jón Geirsson, Sleinþór Guðmundsson og Axel Friðriks- son). Ennfremur syngur Aage Schiöth nokkra einsöngva. Þar á eftir geta nieun dansað og leikið sér. Jón Kiistjánsson veitingamaður á Hótel Goðafoss selur mat og drykk í laufskála á hátíöasvæðinu. Ókeypis flutningnr yfir fjörðinn stendur öllum bæjarmönnum til boða kl. 8 stund- víslega frá Hafnarbryggjunum og aftur til beka uni kvöldið kl. 8—9. Hr. Holdö í Krossanesi hefir lofað að senda inótorbát vérksmiðjunsar með bát í eftirdragi fara að innri bryggjunni á tilteknum tíma og taka þar fólk en fara þaðan út að Torfu- nefsbryggju og taka einnig fólk þar og flytja allan hópinn yfir í Veigastaðabás. Aðgöngunterki að hátíðasvæðinu verða seld við ytra skógahliðið og kosta 1—2—5 króiiur. Það er hásumar og heyannir. Allir, sem starfsþrek hafa, eru hlaðnir störf- utn frá morgni til kvölds. Þreytan legst í líkamann. Jafnvel eftir hvíld næturinnar er hún ekki horfin með öllu. Lífið er einfalt og kyrlátt og hver dagur öðrum líkur. En ofurlítið er fábreytnin rofin, þegar boð kemur um það, að Skagfeldt syngi í þinghúsi hreppsins og Geir vígslubiskup aðstoði hann. Víst eru þeir góðir gestir. Samt efa cg, að söngurinn verði vel sóttur. Folkið er þreytt og sutinu- dagshvíkiin kærkomin. Svo er að- gangur töluvert dýrari en venjulegt er á sainkotnum hér. En efi minn er ástæðulaus. Fólkið streymir að úr öll- urn áttum og húsið troðfyllist. Lögin eru valin af nærgætni, Þau eru öll íslenzk og allir geta fylgst með. Eg tala ekki um söng Skagfeldis frá sjón- nrmiði listarinnar. Um það er eg ekki bær. En frá sjónarhæð tilfiuningaiina er e ígum varn.ið ú’sýnis. Svipur fólksins sýnir enn betur aðdáunina en dynjandi lófaklappið. Fátæk kona kemur til min, hýr í bragði, að söngn- um lokuum. »Eg hefi ekki komið á samkoinu í 20 ár, en svoria er eg hepp'nn þá loksins eg fer.« Allir fara ánægðir heim, með óm söngsins í sál sinni og allar góðar tilfinningar, sem hrifningin vakti. Hr. Skagfeldt fór með létta pyngju af þessari samkomu, þó inn kæmu miklir peningar. Samt auðgaðist hann. Hann lagði í sjóð, sem »af bjartara málmi er myndaður* en myntina, sem hér er slegin. Hann gaf fátækum all- an ágóðann. Líka ávann hann sér þökk og hlýhug allra þeirra, sem á hanti hlýddu. IK-E-X ^ sætt og ósætt Ingólfur Jönsson lögfræðingur, Aðalstræti 15 — AKureyri — Slmi 45. Annast allskonar málfærslustörf, fasteignakaup og fatseignasölu. Alveg nýkomið: 6—700 pör af kven- og karlmanna- skófatnaði. Nú fyrirliggjandí 40—50 teg. af svenskófatnaði og um 30 teg. af karlmannaskófatnaði. Hvergi betra verð, á jafngóðri vöru. P. H. Lárusson. Strandgötu 23. Margar tegundir af ódýru kafiibrauði ogkexi fyrirligggjandi. Jón Guðmann. Kæf a fæst í H.í. Carl Heepfners-verzlun. Góð búsgign fást með tækifærisverði hjá undirrituðum. Guðbjörn Björnsson. Allir sammála um, að alt vatnleiðsluefni, Vaskar og Vatnsklósett séu fallegust bezt og ódýrust hjá Benjamín Benjamínssyni. Ágóðiim rennur til Rauða Krossius. Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 26,00 Dollar .... — 5,35 Svensk króna . . — 143,84 Norsk króna . . — 106,34 Dönsk króna . . — 133,68 Hænuegg keypt fyrir peninga í Verzl. Sn. Jónssonar. Stúlka \ön niatartilbúningi óskast í vist í Reykjavík. Frí ferð suður tneð Pór R. v. á. Ouðrún JóliannsdóUir, Ásláksstöðum. FI ö s k u r, þriggja pela og hálfs-annars-pela kaupir L y f j a b ú ð i n . fffeilrœdi Til þcss að geta látið sérlíða vel í Vaglaskógi, nœstk. sunnudag, verða menn að hafa nesti með frá (fuSmann. Frá 1. okt. ii. k. óskast herbergi til leigu, helst ná- lægt Landssímastöðinni. R. v. á. sem lýsir herbergið. »Kronos« Titanhvítan gefur bezta birtu. Hana má blanda með öllum lituin. Umboðsmenn: Árni Jónsson, Reykjavík (Suður- og Vesturland). Bræðurnir Espholin, Akureyri (Norður- og Austurland).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.