Íslendingur


Íslendingur - 04.09.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.09.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 4. september 1Q25. 38. tölubl. Heilsuhæli Norðurlands. Ræða Björns Líndal við 2. umræðu fjárlagannna í N.d. AKUREYRAR BIO f fyrra gat eg hrósað kjósendum mínum fyrir það, að þeir fólu mér ekki að fara fram á neina fjárveit- ingu úr ríkissjóði sér til handa. Þeir skildu vel fjárhagsörðugleika landsins og þeir skildu einnig, að til þess að bæta úr þeim þurftu ein- staklingar þjóðfélagsins fyrst og fremst að neiía sjálfum sér um flest það, sem unt var án að vera, og það var hvers góðs manns skylda að [byrja sparnaðinn á sjálfs sín þörfum. Nú eru fjárhagsástæður ríkissjóðs alt aðrar, þó að þær séu ekki enn svo góðar sem skyldi. Og nú hefi eg leyft mér að bera fram fjárbeiðni fyrir hönd kjósenda minna. Þó vil eg biðja hv. þm. að athuga, að aðalupphæðin, sem eg fer fram á, að veitt verði úr ríkissjóði í þetta sinn, er ekki eingöngu eða sérstak- lega í þágu míns kjördæmis, held- ur alls Norðurlands, alls landsins. Hér á eg við brtt. á þskj. 235 um að veita 75 þús. kr. til byggingar heilsuhæli á Norðurlandi, og er þess jafnframt getið, að þetta sé fyiri fjárveiting, svo að hv. þm. mega eiga von á annari slíkri fjárbeiðni þegar á næsta ári. Þetta mál er ekki nýtilkomið. Fyrir löngu síðan hefir vaknað mjög mikill áhugi meðal Norðlendinga fyrir því, að heilsuhæli yrði reist norðanlands. Árið 1Q18 var hafin fjársöfnun í þessu skyni, og söfn- uðust á örstuttum tíma hartnær 100 þús. kr. Síðan komu kreppuárin, og þ'ar sem vonlaust var um, að nokkur ríkissjóðsstyrkur fengist til bygg- ingarinnar í bráð, dró mjög úr á- huga manna í bili. En jafnskjótt og þessi von vaknaði á ný, reis ný áhuga-alda, svo öflug.að slíks munu fá dæmi hér á landi. í síðastl. mánuði var stofnað heilsuhælisfélag þar nyrðra, og söfn- uðust á örfáum dögum um 30 þús. kr. til heilsuhælisins, og mun ekki líða á löngu áður en sú upphæð verður tvöfölduð, eða liver veit hvað. Auk þess má ganga út frá því sem vísu, að mjög mikil vinna verði gefin við byggingu hælisins. Áhugi manna fyrir málinu er óvenju al- mennur, og munu ungmennafélögin hafa í huga að annast flutninga á möl og sementi til byggingarinnar endurgjaldslaust, en urti það dreg- ur ekki svo lítið. í þennan heilsuhælissjóð hefir fjöldi manna gefið, jáfnt ríkir sem fátækir, sumir mjög mikið og höfð- inglega, sem til þess höíðu efni, og sumir höfðinglega af litlum efnum. Sem dæmi þess, bversu áhuginn fyrir máli þessu er mikill, hefi cg fyrir satt, að fátæk kona hafi gefið 300 kr, í sjóðinn. Petta voru síð- ustu skildingarnir hennar, en hún hafði skömmu áður staðið yfir mold- um barnsins síns, er dáið hafði úr berklaveiki, og vildi nú leggja sinn fulla skerf til þess að firra aðrar mæður því að standa í sömu spor- um. Hvernig stendur nú á þessum almenna áhuga? Oetur nokkur trúað því, að menn geri sér þetta til dægrastyttingar eða fyrir fordild- arsakir og að þarflausu? Nei, þessu máli er fylgt fast fram af svo knýjandi ásíæðum, að eg hygg, að fáar fjárbeiðnir, sem Alþingi hafa verið sendar, hafi átt við önnur eins rök að styðjast. Bygging heilsu- hælis er hreint og beint lífsnauð- synleg fyrir sum héruðin norðan- lands. Tölurnar eru sannsöglar og við skulum láta þær tala. Eg hefi hér við hendina skýrslu, sem Iandlæknir hefir látið mér í té, og þar segir, að árið 1922 hafi 56 berklaveikir sjúklingar legið i sjúkra- húsinu á Akureyri, en 75 átið 1923. Nú sem stendur (26. febr.) eru þar 42 slíkir sjúklingar af 58, sem eru sarntals á sjúkrahúsinu. Af þessum 42 sjúklingum eru 28 ættaðir úr Eyjafirði, en 36 úr Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu samtals. Samtímis liggja 28 berklasjúkling- ar úr sömu sveitum á Vífilstöðum. M. ö. o. nú liggja 64 berklaveikir sjúklingar úr Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum í þessum tveimur sjúkra- húsum, Vífilstaðahæli og sjúkrahúsi Akureyrar. Þá er og þess að geta, að 13 af 18 sjúklingum, sem liggja á sjúkra- hilsinu á Sauðárkrók, eru berkla- veikir, og 6 af 11, sem liggja í Blönduóssjúkrahúsi. Það er öllum vitanlegt, að af- skaplega margir, einkum ungt fólk, norðanlands verða berklaveikinni að bráð. Sérstaklega hefir böl þetta lagst þungt á Eyfirðinga. Þar er naumast til sú fjölskylda, sem ekki hefir orðið að sjá á bak einhverj- um sinna allra nánustu úr berklum. Þess eru dæmi, að stórir og efni- legir barnahópar hafi með öllu horf- ið úr sögunni af völdum þessa ill- víga sjúkdóms. Eg þarf ekki að lýsa því fyrir hv. þm., hversu sárt það er fyrir fólk að missa ástvini sína, kanske alla, auk þess stórtjóns, sem þjóðfélagið í heild verður fyrir af þessum sök- um. Um nauðsyn þessa máls verður ekki deilt. Um hitt má fremur deila, livort þiugið eigi í þetta sinn að leggja í þennan kostnað. Mér sýnist ekkert áhorfsmál, að svo beri að gera, sérstaklega þegar þess er gætt, að Norðlendingar ætla Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Drotningin af Saba Stórkostleg kvikmynd í 10 þáttum. Aðalleikendur: Drotningin af Saba: Betty Blythe. Salomon konungur: Fritz Lieber. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: VALD KÆRLEIKANS. Mikilfengleg kvikmynd í 7 þáttum, aðalhlutverkið Ieika: Estella Taylor og Kenneth Harlan. ¦5 I að leggja fram helming byggingar- kostnaðarins á móti. Pað er fyrst og fremst skylda þingsins að hjálpa þeim, sem sýna, að þeir vilja hjálpa sér sjálfir. Að sumu leyti má segja, að máli þessu sé skamt á veg komið, og er það að vísu satt, að endanleg kostn- aðaráætlun hefir enn ekki verið gerð. ^En þetta er alt á góðri leið. Eyrir skömmu fór húsameistari ríkisins norður til þess að rannsaka alla staðhætti og gera kostnaðaráætlanir. Pær tölur, sem eg uú nefni, eru lauslega áætlaðar. Oert er ráð fyrir, að hælið kosti upp komið um 300 þús. kr., en þessi upphæð getur þó hæglega orðið um 350 þús. krónur. Áælað er, að hælið hafi rúm fyrir 50 sjúklinga og auk þess verði þar læknisbústaður. Þar, sem helzt hefir verið hugs- að um að reisa hælið, eru staðhætt- ir þeir, að laugarhiti er þar svo mikill, að langsamlega mun nægja til þess að hita alt húsið, hvernig sem viðrar. í þriggja km. fjarlægð er til rafmagnsstöð. Er hún í hönd- um góðs manns, sem jeg veit að myndi selja hælinu rafmagn með mjög sanngjörnu verði. Að vísu þárf að stækka stöðina nokkuð og leiða strauminn til spítalans, og er lauslega áætlað, að það hvorttveggja muni kosta 25—30 þús. kr. En á leiðinni frá rafmagnsstöðinni til hæl- isins eru 4 eða 5 bæir, sem myndu sénnilega nöta tækifærið og fá raf- lýsingu um leið, og myndi það draga eitthvað úr kostnaði hæiisins. Pá má ekki gleyma því, að Eyja- fjörður er tiltölulega fátækur af lækn- um. Petta er mjög víðáttumikil sveit og afarlangt inn í instu afdali. Það er því svo, enda þótta nóg sé um lækna á Akureyri, þá er ekki létt verk að fá lækni sóttan inn í dalina Skylda til að gegna hvílir ekki nema á einum læknanna, en harih er jafnframt sjúkrahúslæknir, og á því oft ómögulegt með að hlaupa frá sjúkrahúsinu, hvernig sem á stendur, og vera að heiman ef til vill 1—2 daga. Reynslan hefir líka sýnt, að það er mjög erfitt að fá lækni á Akur- eyri til að fara langa leið inn í sveit- ina, og veit eg þess alvarleg dæmi, að læknir hefir ekki fengist. Nú vakir fyrir mönnum að sam- eina þetta tvent: bæta úr læknis- þörf héraðsins og fá bygt nýtt sjúkrahús. Virðist mönnum það mjög hag- kvæmt, að læknir hælisins þjóni jafnframt innsveiturn Eyjafjarðar. Til þess ætti hann að geta haft nægan tíma frá sjúkrahússtörfunum. Um reksturskostnáð hæ'isins get eg ekkert sagt með vissu; þó ætti hann ekki að verða ríkissjóði mjög tilfinnanlegur, þegar þess er, gætt, að nú verður ríkissjóður að greiða talsverðan hluta legukostnaðar berklasjúklinga í öllum sjúkrahúsum norðanlands. Að endingu vil eg biðja hv. þm. að hugsa sig vel um, áður en þeir greiða atkv. á móti þessari brtt., því að um leið og þeir gera það rétta þeir sjálfum dauðanuiíi hjálp- arhönd. oo Framsóknar-fíflar. i. Hrlflu-Jónas og læknisfrúin. * Jónas frá Hriflu hefir gaman af því að segja sögur, — og Gróu-sögurnar eru honum kærastar, þær segir hann með fja'lgleik miklum og hrifningu, eins og sjálfhælna höf. er siður, er þeir lesa eitthvað upp eftir sjálfa sig. Á hinum nýafstaðna leiðangri sínum hafði Hrifluherrann ýmsar sögur að segja sem að vanda, og ein þeirra er að minsta kosti orðin landfleyg, og það er S3gan aílœknisfrúnni úr Hvol- hreppi og vinkonum hennar. Til þess að sanna þá staðhæfingu sína, að menningaraslandið væri mörg- um sinnum betra og vellíðan meiri í þeim sveitum landsins, er kaupfélögin störfuðu í, en hinum, þar sem engin kaupfélög væm, tók hann dæmi úr

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.